Tíminn - 13.03.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 13.03.1992, Qupperneq 9
Föstudagur 13. mars 1992 Tíminn 9 Varla er hægt aö segja aö þau feöginin séu glaöleg. Eina manneskjan íþessum hópi, sem viröist nálg- ast þaö aö kunna að brosa, er Maria Maples. Donald Trump í fylgd tveggja Ijóska í fyrirsætu- samkeppni Donald Trump mætti með tvær uppstrílaðar dömur sér við hlið þegar Elite-keppnin um útlit árs- ins var haldin í New York á haust- dögum. 58 fyrirsætur frá öllum heimshomum tóku þátt í keppn- inni þar sem 150.000 dollarar voru í boði sem verðlaun. Keppnin fór fram í danssal Plaza- hótelsins, sem er í eigu Donalds, og klæddust gestirnir hátíðar- klæðnaði. Þeir gáfu fyrirsætunum lítið eftir í klæðaburði og þótti eft- irtektarvert að Ivanka litla virðist hafa svipaðan fatasmekk og mamma hennar. En ekki er hægt að segja að blessað bamið sé glað- legt. Kannski hefur henni bara ógnað öll dýrðinl Margar frægustu fyrirsætur heims voru áhorfendur að keppn- inni, svo og tennisstjarnan Monica Seles. Sigurvegari varð Ingrid Seynhaeve og bíður hennar nú áreiðanlega skjótur frami í þessu eftirsótta starfi. Ivanka litla Trump þykir hafa sama fatasmekk og móöir hennar. Kjóllinn er gylltur eins og allt sem fylgir honum. Joan Collins skálar í kampavíni Leikkonan Joan Collins er bresk að uppruna, en hefur um langt skeið gert garðinn frægan vestur í Ameríku. Mesta frægð hefur hún get- ið sér fyrir hlutverk glæfrakvendisins Alexis í sjónvarpsþáttunum Ættarveldið, en nú hefur hún snúið sér að öðrum verkefnum. Joan hefur að undanförnu unnið glæstan sig- ur á sviði í hlutverki Amöndu í leikriti Noéls Coward, Private Lives. Sýningin sló upphaflega í gegn í London, en er nú komin á Broadway eftir tveggja mánaða flakk um Bandaríkin. Joan hefur því fulla ástæðu til að skála í kampavíni þessa dagana. * Hún Joan Collins hefur svo sannarlega ástæöu til aö skála I kampavlni þessa dagana, og kann fljótlega aö- ferö til aö fylla sem flest glös í einu. Ivana og Riccardo voru aöalstjömurnar á óperuballinu I Prag, enda átti Ivana mestan þátt I þvl aö koma þvl á laggirnar. Ivana Trump í essinu sínu á æskuslóðum Ekki alls fyrir löngu heimsótti Iv- ana Trump æskuslóðir sínar í Tékkóslóvakíu. Að hluta til var heimsóknin þangað til að sýna vininum, Riccardo Mazzuchelli, Prag, sem Ivana segir rómantfsk- ustu borg veraldar, og að öðrum hluta til að taka þátt í óperudans- leiknum mikla sem haldinn var í Smetana- leikhúsinu. Þetta var fyrsta glæsiballið, sem haldið hefur verið í Tékkóslóvakíu síðan 44 ára valdaseta kommúnista hófst, og Ivana var potturinn og pannan í því að koma því á laggirn- ar. Ivana segist eiga ljúfar endur- minningar frá bernskuárunum í Prag nema þar sem kommúnista- yfirvöldin komu við sögu. Föður- systir hennar hafði verið svo ósvíf- in að stinga af til Vesturlanda og varð fjölskyldan að gjalda þess. Pabbi Ivönu, bráðgáfaður raf- magnsverkfræðingur, fékk þannig aldrei stöðuhækkun, þó að hann hefði átt það margfaldlega skilið. Og hún átti sjálf í mestu erfiðleik- um með að komast í skíðalandslið- ið, þó að hún hafi verið ein besta skíðakona Tékkóslóvakíu. Enda beið hún ekki boðanna, þegar hún komst loks út lýrir landamærin og settist að í Ameríku, þar sem hún hefur gert það gott. Sem frægt er orðið, giftist hún peningamanninum Donald TVump og átti með honum 3 börn áður en hann asnaðist til að halda framhjá henni með þeim afleiðingum að hann varð að greiða henni stórfé við skilnaðinn. En Ivönu hefur vegnað vel eftir að hún varð ein á báti og hefur ávaxtað sitt pund. Enda segir nýi kærastinn að hún sé alveg frábær, fyrsta flokks móðir, fjármálamanneskja og skíðakonal

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.