Tíminn - 24.03.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.03.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. mars 1992 Tíminn 9 Anthony Andrews hefur veriö giftur Georginu í tuttugu ár og aldrei hefur fallið skuggi á samband þeirra, þrátt fyrir tilraunir slúöurblaöa. Hann var bendlaður við skilnað Önnu Bretaprinsessu, en: Anthony Andrews hefur verið giftur sömu konunni í tuttugu ár! Börn Elísabetar Bretadrottningar tolla illa í hjónaböndum. Núna hefur verið gefin út opinber til- kynning um að skilnaður standi fyrir dyrum hjá Andrew syni hennar og Söruh konu hans, og því er haldið fram að hjónaband Karls ríkisarfa og Díönu prinsessu hangi á bláþræði, sé jafnvel tíma- spursmál hvenær það fari sömu leiðina. Anna prinsessa, dóttir drottning- ar, reið á vaðið fyrir nokkrum ár- um og skildi við mann sinn, Mark Phillips, að borði og sæng. Þá var nefndur karlmaður til sögunnar, rétt eins og í máli Söruh og Andrews nú. Steve Wyatt, sem er kennt um hvernig komið er fyrir hjónabandi hertogahjónanna af York, ber af sér allt ástarsamband við Söruh. Það sama gerði leikar- inn Anthony Andrews, þegar hann var sagður hafa ruglað Önnu prinsessu í ríminu. Anthony Andrews er reyndar bú- inn að vera giftur sömu konunni, Georginu, í 20 ár og Anna prins- Georgina erkomin afefnaöri fjölskyldu, faöir hennar stofnaði Simpson-stórverslunina í London. Anthony er sonur hijómsveitarstjóra hjá BBC, sem dó þegar Andrew var fimm ára, frá biáfátækri konu og fimm börnum. En Anthony gleymir ekki uppvaxtarárunum og því sem mamma hans þurfti aö leggja á sig. essa er einmitt guðmóðir yngstu dóttur þeirra, Amy-Samantha, sem er fimm ára. Önnur börn þeirra hjóna eru Joshua, 19 ára og Jessica, 17 ára. Anthony Andrews minnast ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur úr þáttunum Brideshead Revisited, sem sýndir voru fyrir allmörgum árum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Anthony hefur haslað sér völl í kvikmyndum bæði austan hafs og vestan. Reyndar hóf hann leikferil sinn í Bandaríkjunum, þó að frægðin hafi sótt hann heim í heimaland- inu, Englandi, en nú dvelst hann langdvölum í Ameríku. Fyrstu kynni þeirra Anthonys og Georginu voru rómantísk mjög. Hann sá mynd af þessari gullfal- legu ungu leikkonu hjá vini sín- um og sagði strax: Þetta er stúlk- an sem ég ætla að giftast. Hins vegar hittust þau ekki fyrr en síð- ar, og þá af algerri tilviljun úti á miðju dansgólfi á diskóteki. Ge- orgina átti þá fyrstu orðin, sem voru: Hamingjan sannasta, ég hélt að þú værir annar maðurl Það kom svo í ljós að hún er nær- sýn. En ári síðar voru þau gift. Hjónaband þeirra hefur orðið fyrir barðinu á framhjáhaldsslúðri oftar en í sambandi við prinsess- una. Ekki er langt um liðið síðan sást til Anthonys á gönguferð með Kathleen Turner í Central Park í New York og óðar var komið á prent í slúðurpressunni að líklega væri eitthvað á milli þeirra. En málið er einfaldlega það, segja þau bæði, að Kathleen er gamall fjölskylduvinur. „Það væri meira en Iítið að í sambandi okkar, ef ég hefði áhyggjur af því að Tony fari í gönguferð með Kathleen," segir Georgina og hlær. Gamlar yinkonur, þær Anne Jeffreys (t.v.) og Lor- etta Young, heiöruöu háifnírætt afmælisbarniö meö nærveru sinni. Þær eru á besta aldri, eins og Cesar Romero, eins og sjá má. Cesar Romero 85 ára og enn ífullufjöri! Á fjórða áratugnum reis stjarna Cesars Romero í kvikmyndunum og voru helstu vopn hans ómótstæðilegt bros og óaðfmnanlegur klæðnaður. Nú er hann orðinn 85 ára og í veislu í tilefni afmælisins gat hann sýnt vinum sín- um að þó að hárið sé orðið silfurgrátt, eru vopnin hans jafnbeitt og fyrr. Fjölmenni var í boðinu og afmælisbarnið naut þess greinilega að hitta margar stjörnur gærdagsins enn einu sinni — og það jafnglæsilegar og fyrr- um. Jane V/yman var í hópi afmælisgesta, en hún iék konu Cesars Romero I sjónvarpsþáttunum Falcon Crest.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.