Tíminn - 24.03.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.03.1992, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 24. mars 1992 59. tbl. 76. árg. VERÐ I LAUSASÖLU KR. 110.- Sölusamtök íslenskra hrossabænda vinna að markaðssetningu í Svíþjóð sem gæti orðið mesta bylting í hestasölu frá upphafi: Ersala hesta á þúsundum í sjónmáli? Svo gæti farið að á næstu tíu árum ynnist markaður fyrir útflutn- ing á þúsundum hrossa til Samabyggða í Svíþjóð. Undanfama daga hafa aðilar á vegum Suður-Sama verið að skoða íslenska hestinn hér á landi í boði Sölusamtaka íslenskra hrossabænda. Þeir eru nú farnir af Iandi brott, en von er á 20 til 30 manna hópi frá þeim aft- ur hingað í maí. „Ég vil leggja ríka áherslu á að menn fari ekki að búa sér til neina loftkast- ala,“ sagði Einar Bollason, stjómar- formaður Sölusamtaka íslenskra hrossabænda, í samtali við Tímann í gærkvöldi. „En þetta er ofboðslegur markaður. Ef þetta dæmi gengur upp og Samamir ákveða að stíga skrefið til fulls, þá er þetta örugglega mesta bylting sem hefur átt sér stað í hesta- sölu hérlendis. Það verður ekkert í ár eða næsta ár, en þegar til lengri tíma er litið, ef þetta gengur upp, þá er þetta alveg ofboðslegt dærni." Þessi markaðssetning á ísienska hestinum er á vegum Sölusamtakanna, öðm nafni Edda-hestar, en það fyrirtæki rekur m.a. sölubúgarð fyrir íslenska hesta í Þýskalandi og er að opna ann- an í Bretlandi. Sænsku hreindýra- bændumir, sem sýna íslenska hestin- um þennan áhuga, sneru sér til Haf- liða Gíslasonar, umboðsmanns S.Í.H. í Svíþjóð, í haust og síðan hefur verið unnið að málinu. Samamir ætla að nota íslenska hestinn til að smala hreindýmm og láta hann koma í stað- inn fyrir vélhjól og sleða sem valda þeim heilsutjóni og spjöllum á um- hverfinu. Líkt og indíánar Norður- Ameríku, hafa Samamir ekki góða reynslu af átroðningi vestræns þjóð- skipulags og má í því sambandi nefna Tsjemobil kjarnorkuslysið, er hafði mjög slæm áhrif á afkomu þeirra án þess að miklar bætur kæmu fyrir. Sölusamtök íslenskra hrossabænda leggja því allt kapp á að vinna traust þeirra og vilja fara hægt í sakimar til að byrja með. Miskabætur til séra Þóris Stephensen hafa verið greiddar út með tvístrikaðri ávísun, en: Hver fær aurirtn frá Halli Magg? Hallur Magnússon, fyrrverandi blaðamaður á Tímanum og nú kenn- ari á Vopnafirði, hefur greitt séra Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey, 150 króna ávísun í miskabæt- ur, samkvæmt dómi sem gekk í Hæstrétti fyrir skömmu. f bréfi, sem Hallur sendi með greiðslunni fer hann fram á að Þórir láti féð renna til Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Dómurinn yfir Halli Magnússyni er til kominn vegna greinar, sem hann ritaði um spjöll á kirkjugarðinum í Viðey og birtist í Tímanum sumarið 1988. Hallur var dæmdur eftir lög- um nr. 108 frá 1940 en þeim er ætlað að vemda æm opinberra starfs- manna. Ávísunin er stfluð á Þóri Stephen- sen og er tvístrikuð. í bréfinu til séra Þóris, segir Hallur Magnússon: „í ljósi þess að þú hefur sjálfur sagt að krafan um miskabætur væri tákn- ræn, en ekki sett fram í auðgunar- skyni, þá vil ég vinsamlegast fara fram á að þú látir upphæð þessa renna til Hjálparstofnunar Kirkj- unnar svo peningamir nýtist þeim sem sárast þrufa á þeim að halda." Samkvæmt heimildum Tímans hef- ur ávísun Halls þegar verið leyst út, en hvort Hjálparstofnun Kirkjunnar fékk miskabæturnar er ekki vitað því ekki náðist í séra Þóri Stephensen í gær. -ÁG. „Ef okkur tekst það er bjöminn unn- inn,“ segir Einar Bollason. „Það var markmiðið með þessari heimsókn. Við ferðuðumst með þá um Suður- Iand, heimsóttum bændur og Stóð- hestastöðina í Gunnarsholti og fræddum þá um hrossaræktun hér og notkun íslenskra hesta. Þeir prófuðu ótalmarga hesta og völdu síðan úr fjóra hesta, sem þeir munu kynna meðal Sama í Svíþjóð." í framhaldi af heimsókninni núna em væntanlegir hingað í maí 20 til 30 hreindýrabændur. Markmiðið með þeirri heimsókn verður að kynna þeim umhirðu og ræktun íslenska hestsins í hvívetna. Hreindýrabænd- unum verður skipt niður á hrossa- ræktarbæi, en gert er ráð fyrir að heimsóknin standi í vikutíma. Sam- amir munu væntanlega kaupa fleiri hross til reynslu í þessari heimsókn, en viðskiptunum verður síðan fylgt eftir með því að senda menn frá S.Í.H. til að kenna meðferð og hirðu ís- landshestanna. „Þetta verður til að byrja með alls ekki í stómm stfl," segir Einar Bolla- son, „heldur fyrst og fremst notað til þess að byggja upp smám saman stærri hóp. En ef þetta gengur vel verður þetta eins og lítill snjóbolti, sem kemur til með að hlaða utan á sig.“ Laust eftir síðustu áramót greindi Tíminn frá fyrirhuguðum útflutingi á íslenskum hestum til Norður-Sama í Svíþjóð. Þeir hrossabændur sem standa að því markaðsstarfi em ekki á vegum Edda-hesta og náist samning- ar þar kemur það til viðbótar við út- flutnig S.Í.H. -ÁG. Norðlenskir hestadagar fóru fram /Reiðhöiiinni f víð/- dal við Reykjavík við mikia aðsókn. Sýndur var fjöldi norðlenskra gæðinga og boðið var upp á fjölda skemmtiatriða sem tengdist hestum og hestamennsku. í hindrunarstökki báru sigur úr býtum hesturinn Sýslumannsgráni og knapinn Þórdís Bjarnadóttir. Tímamynd GTK Búist var í gær við innleggi ríkisstjórnar í kjarasamningaviðræðurnar sem ekki kom: Getur Davíð ekki tekiö af skarið? Ríkisstjóminni tókst ekki í gær að gefa fulltrúum launþega svör við kröfum þeirra sem varða m.a. kostnað við heilbrigðisþjón- ustu en búist var við einhvers konar gagntilboði eða yfirlýsingu frá ríkisstjóminni sem yrði þá til skoðunar í dag. Kjaramálin vom rædd á Alþingi í gær að fmmkvæði Steingríms Hermannssonar, formanns Fram- sóknarflokksins. Steingrímur spurði forsætisráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hygðist grípa til að greiða fyrir samningum. Svör Davíðs Oddssonar vom rýr. Hann sagði að samningarnir væm á viðkvæmu stigi og því erfitt fyrir ríkisstjórnina að gefa yfirlýsingar nú. Hann sagði afar mikilvægt að ríkisstjórnin gerði ekkert sem spillti fyrir markmiðum í ríkisfjár- málum og stöðugleika í efnahags- lífinu, þar á meðal gmndvelli fyrir lægri vöxtum. Stjórnarandstaðan bauð fram krafta sína ef það mætti verða til að auðvelda gerð kjarasamninga. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu að ríkisstjórnin kæmi í veg fyrir að samningar næðust með stefnu sinni í velferðarmálum. Hún yrði að breyta um stefnu og breyta lögum sem sett vom í vetur. Þingmenn minntu á orð sem Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, notaði stundum „vilji er allt sem þarf“. Steingrímur Hermannsson hvatti forsætisráðherra til að setjast nið- ur með samningsaðilum og finna lausn. Það væri hægt. Hann sagði að kröfur verkalýðshreyfingarinn- ar væm ekki það miklar eða ósanngjarnar að ekki væri hægt fyrir ríkisstjórnina að finna flöt til að fallast á þær. Steingrímur fagn- aði þvt að ríkisstjórnin sæi sér nú fært að lækka vexti með handafli. —EÓ/sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.