Tíminn - 27.03.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 27.03.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 27. mars 1992 DAGBÓK Flytjendur dagskrárinnar, f.v. Þór Tulinius, Edda Björgvinsdóttir og Baltas- ar Kormákur. Farand-dagskrá fyrir vinnustaði og skóla á vegum Þjóðleikhússins: Áhorfandinn í aöalhlutverki Þjóðleikhúsið hefúr nú farið af stað með faranddagskrá, sem hlotið hefur nafnið „Áhorfandinn í aðalhlutverki". Höfundar eru þau Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson. Dagskráin er samvinnuverkefni Þjóðleikhússins, Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar með styrk frá Leiklistarráði ríkisins. Markmið dagskrárinnar er að kynna starf leikhússins en umfram allt að gera grein fyrir því mikiivæga hlutverki sem áhorfandinn gegnir í leikhúsinu. Dagskráin er u.þ.b. 30 mín. löng og hentar vel til flutnings í skólum og í matar- og kaffihléum á vinnustöðum. Flytjendur eru Baltasar Kormákur, Edda Björgvinsdóttir og Þór Tulinius, en leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson. Þeir, sem hug hafa á að fá dagskrána „Áhorfandinn í aðalhlutverki" til flutnings á vinnustað sínum eða í skóla hafi samband við Hlín Agnarsdóttur í síma Þjóðleikhúss- ins 11204. 4 nýjar bækur frá Kiljuklúbbnum íslenski kiljuklúbburínn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækun Svanurinn eftir Guðberg Bergsson er saga um níu ára gamla stúlku, sem send er í sveitina til að bæta fyrir brot sitt. í nýju umhverfi vakna óvæntar kenndir — dularfull- ar, ógnvekjandi og sárar. Náttúra sveitarinnar og tilfinningar telpunnar tala saman á margræðu máli. Höfundur hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991 fyrir þessa sögu. Bókin er 148 blaðsíður. Bréfbátarígningin eftir Gyrði Elíasson eru fjórar samtengdar sögur, sem láta lítið yf- ir sér en geyma ótal furður, þegar að er gáð. f sögunum kynnist lesandinn fjölskrúð- ugu persónusafni, frá sveitastúlkunni Heiðu til vængmannsins einræna, og skynjar smám saman hvemig líf þessara persóna fléttast saman. Bókin, sem er 142 blaðsíður, var á sínum tíma tilnefnd af íslands hálfu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og kom nýlega út í Danmörku. Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare er eitt frægasta ástardrama allra tíma. Leikritið er nú gefið út í kilju í tilefni þess að Þjóðleikhúsið hefur tekið það til sýninga. Helgi Hálfdanarson þýddi verkið, en bókin er 114 blaðsíður. Grafarþögn er spennusaga eftir Colin Dexter um Morse lögreglufulltrúa, sem marg- ir kannast við úr sjónvarpinu. Hinn hægláti og heymardaufi fræðimaður Nicholas Qu- inn, sem nýlega hefur hafið störf hjá ensku Prófastofnuninni, finnst myrtur á heimili sínu. Þar með hefst einhver flóknasta morðgáta sem Morse lögreglufulltrúi og Lewis aðstoðarmaður hans hafa þurft að glíma við. Gunnar Þorsteinsson þýddi bókina sem er 224 blaðsíður. Aðalfundur MÍR Á aðalfundi Menningartengsla íslands og Ráðstjómarríkjanna, sem haldinn var 21. mars sl., var framtíð félagsins til um- ræðu í ljósi hinna miklu breytinga sem orðið hafa á síðustu mánuðum. Sam- þykktar voru breytingar á lögum félags- ins. Félagið heitir nú MÍR og markmið þess er samkvæmt nýju félagslögunum „að vinna að sem víðtækustum menn- ingarlegum samskiptum íslendinga ann- arsvegar og hinsvegar Rússa og annarra þjóða, er byggja þau lönd sem áður vom innan Ráðstjómarríkjanna". Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því m.a. að hafa samvinnu við vin- áttufélög og þau samtök önnur í áður- nefndum löndum, sem með MÍR vilja starfa, stuðla að samstarfi menningar- stofnana í löndunum, gangast fyrir gagn- kvæmu fræðslu- og kynningarstarfi o.s.frv. Þá er það og á stefnuskrá félagsins að varðveita og kynna eftir því sem við á þau margvíslegu gögn um fyrrum Ráð- stjómarríki, sem í eigu félagsins eru. Fráfarandi stjóm MÍR var öll einróma endurkjörin, en hana skipa: ívar H. Jóns- son formaður, Gunnlaugur Einarsson varaformaður og aðrir í stjórn: Bergþóra Einarsdóttir, Einar D. Bragason, Guð- mundur Bjamleifsson, Helgi Kristjáns- son, Jóhann Bjömsson, Jón Steinsson, Kristján Andrésson, Kristján Þorkelsson, Margrét Guðnadóttir, Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Stefán G. Vigfússon og Vilborg H. Krist- jánsdóttir. Sölustaðir minningarkorta Hjartaverndar Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæð, sími 813755 (gíró). Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Dvalarheimili aldraðra, Lönguhlíð. Garðs Apótek, Sogavegi 108. Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102a. Bókahöllin Glæsibæ, Álfheimum 74. Kirkjuhúsið, Kirkjuhvoli. Vesturbæjar Apótek, Mel- haga 20-22. Bókabúðin Embla, Völvufelli 21. Kópavogun Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafnarfjörðun Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2. Rammar og gler, Sólvallagötu 11. Akranes: Akraness Apótek, Suðurgötu 32. Borgames: Verslunin fsbjörninn, Egilsgötu 6. Stykkishólmun Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36. ísafjörðun Póstur og sími, Aðalstræti 18. Strandasýsla: Hjá Ingibjörgu Karlsdóttur, Kolbeinsá, Bæjarhreppi. Ólafsfjörðun Blóm og gjafavörur, Aðalgötu 7. Akureyri: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97. Bókaval, Kaupvangsstræti 4. Húsavik: Blómabúðin Björk, Héðinsbraut 1. Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur, Ásgötu 5. Þórshöfn: Gunnhildur Gunnsteinsdóttir, Langanesvegi 11. Egilsstaðin Verslunin S.MA. Okkar á milli, Selási 3. Eskifjörðun Póstur og sími, Strandgötu 55. Vestmannaeyjan HjáArnari Ingólfssyni, Hrauntúni 16. Selfoss: Selfoss Apótek, Austurvegi 44. Eftirfarandi ályktun var samþykkt ein- róma á aðalfundinum og afhent fulltrú- um sendiráðs Rússlands, sem vom gestir á fundinum: „Fjölmiðlar skýra frá því, að rússnesk stjómvöld hafi ákveðiö að gera eyjuna Novaja Zemlja í Norðuríshafi að aðaltil- raunasvæði Rússa með kjamorkuvopn. Fréttir af svipuðum áformum sovéskra stjómvalda komust á kreik um líkt leyti og MÍR hélt aðalfund sinn fyrir 2 ámm og þótti fundarmönnum þá ástæða til að lýsa ugg sínum og ótta við hörmulegar afleiðingar slíkra tilrauna og mótmæla þeim. Aðaifundur MÍR, haldinn 21. mars 1992, ítrekar þessi mótmæli og telur fyrri röksemdir fyrir þeim enn í fullu gildi. Óbætanleg slys geta alltaf hent, þegar tilraunir em gerðar með gereyð- ingarvopn. Lífríkið á norðurhveli jarðar er afar viðkvæmt og hverskonar röskun á því getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir náttúmauðlindir þær, sem íbúar þessa heimshluta byggja afkomu sína á að vemlegu leyti. MÍR-félagar skora á stjómvöld í Rúss- landi að endurskoða umrædd áform og leggja þau á hilluna." (Fréttatilkynning frá MÍR) FÍM-salurinn Jón Benediktsson myndhöggvari opnar sýningu á eirskúlptúmm í FÍM-salnum laugardaginn 28. mars kl. 14.00. Jón Benediktsson lærði höggmynda- list af Ásmundi Sveinssyni og er hann annar tveggja abstraktmyndhöggvara sem fyrstir hlutu menntun sína hér á landi. Á löngum listamannsferli sínum hef- ur hann unnið að margs konar tilraun- um með form og efini, en lengst af hefur hann lagt stund á óhlutlæga list. Sýning Jóns er opin alla daga frá kl. 14-18 og stendur hún til 13. apríl. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú er á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. lO.Meö hverjum degi hækkar sólin á lofti og vorið nálgast hröðum skrefum. í bæj- arrölti Hana nú göngum við á móti vor- inu og hefjum helgina með nýlöguðu molakaffi og almæltum tíðindum. Laug- ardagsgangan er fyrir alla — unga sem eldri. Torfan viö Lækjargötu í kvöld, 27. mars, verða haldnir klassísk- ir tónleikar fyrir matargesti í veitinga- húsinu Torfunni við Lækjargötu. Flutningur verður í höndum kontra- tenórsöngvarans Sverris Guðjónssonar og Snorra Amars Snorrasonar, gítar- og lútuleikara. Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa aö vera vélritaöar. BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Félag eldri borgara í Reykjavík Gönguhrólfar fara frá Risinu kl. 10 á laugardagsmorgun. Þeir sem áhuga hafa á að fara á tón- leika Karlakórs Reykjavíkur 8. aprfl nk. hafi samband við skrifstofú félagsins sem fyrst Húnvetningafélagiö Félagsvist á morgun, laugardag, kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 18. Keppni hefsL Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi Spilað verður og dansað í kvöld, föstu- dagskvöldið 27. mars, að Auðbrekku 25 kl. 20.30. Ný þriggja kvölda keppni. Húsið öllum opið. „Prinsessan á bauninni" íbíósal MÍR SI. sunnudag var fræg Hamlet-mynd með rússneska leikaranum Innokentíj Smoktúnovskíj í titilhlutverki sýnd f bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10. Nk. sunnudag, 29. mars kl. 16, verður önnur kvikmynd með þessum fræga leikara sýnd á sama stað, það er mynd úr allt annarri átt, „Prinsessan á bauninni" (Printsessa na goroshine). Kvikmynd þessi er byggð á ævintýri H.C. Andersens, þar sem sagt er frá leitinni að prinsessu sem væri sam- boðin prinsinum, erfingja krúnunnar í konungsríkinu. Auk Smoktúnovskíjs fara margir aðrir kunnir Ieikarar með hlutverk f myndinni: Alísa Freindlikh, Svetlana Orlova og Alexander Kaljagin. Leikstjóri er Boris Rytsarév. Rússneskt tal er í myndinni, en skýr- ingartextar á dönsku. Aðgangur er eins og vant er ókeypis og öllum heimill. 6484. Lárétt 1) Framígrip. 6) Borða. 7) Dýrka. 9) Vatn. 11) 51. 12) Eins bókstafir. 13) ÁJpast. 15) Æði. 16) Lík. 18) Málið. Lóörétt 1) Asíuríki. 2) Afsvar. 3) Stafrófsröð. 4) Frostsár. 5) Nesið. 8) Fljótið. 10) Skelfing. 14) Elska. 15) Labb. 17) Hæð. Ráðning á gátu no. 6843 Lóðrétt 1) Galdrar. 6) Ára. 7) Alt. 9) Kös. 11) UÚ. 12) Ra. 13) Tif. 15) Agn. 16) Rám. 18) Rjóðara. Lóðrétt 1) Grautur. 2) Lát. 3) Dr. 4) Rák. 5) Rósanna. 8) Lúi. 10) Örg. 14) Fró. 15) Ama. 17) Áð. Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja i þessi sfmanúmer: Rafmagn: I Reykjavik, Kópavogi og Seltjam- arnesi ersimi 686230. Akureyri 24414, Kefla- vík 12039, Hafnarfjörður 51336, Vestmanna- eyjar 11321. Hitaveita: Reykjavik simi 82400, Seltjamar- nes simi 621180, Kópavogur 41580, en eftir kl. 18.00 og um helgar i sima 41575, Akureyri 23206, Keflavík 11515, en eftir lokun 11552. Vestmannaeyjar sími 11088 og 11533, Hafn- arfjörður 53445. Simi: Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum til- kynnist í sima 05. Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hitaveita o.fl.) er i sima 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og I öðnjm tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoð borgarstofnana. Kvöld-. nætur- og heígidagavarsla apóteka í Reykjavík 27. mars til 2. april er i Árbæjar Apóteki og Laugames Apóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til k). 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um iæknis- og lyflaþjónustu eru gefnar í síma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Uþþlýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keffavíkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- menna frídaga ki. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekiö er opið njmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandinn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, simi 28586. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavikur alla virka daga frá ki. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólartiringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og timapantanir i síma 21230. Borgarspitalinn vakt frá ki. 08-17 aila virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sól- arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðir og læknaþjónustu em gefnar i sim- svara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini. Garðabær Heilsugæslustöðin Garðafiöt 16-18 er oþin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafnarfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga ki. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heiisugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Simi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: Kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30- 20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarfækningadeild Landspftal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnu- dögum kl. 15-18. Hafnarbúðlr: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandlð, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga til föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspit- ali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópavogshælið: Eftirumtaliog kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30- 20. -Geödeild: Sunnudaga kl. 15.30-17.00. SL Jósepsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknarfimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurfæknlshéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga ki. 18.30-19.30. Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi alla daga kl. f5.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á bamadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjávík: Neyðarsimi lögreglunnar er 11166 og 0112. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörðun Lögreglan simi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreiö simi 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið og sjúkra- bíll simi 12222, sjúkrahús 14000,11401 og 11138. Vestmannaeyjar Lögreglan, simi 11666, slökkvi- lið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. Isafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið sími 3300, brunasimi og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.