Tíminn - 27.03.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.03.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI Bl LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bfla til niðurrifs HEMDI - BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ HosIuIIsImb Sfmar 668138 6 667387 AUÐVITAÐ Suöurlandsbraut 12 ðöruvísi bíiasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR HYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 ÞJONUSTA geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING Títnirm FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992 Ávöxtunarkrafa húsbréfa gæti hækkað enn hrað- ar og meira vegna áhrifa bréfasölu til útlanda: Enn meira Jójóí húsbréfa- lottóinu? Getur skammtímahugsunarháttur erlendra fjárfesta haft veruleg áhrif á vaxtaþróun húsbréfa á þann veg að ávöxtunarkrafan hækkaði hraðar og meira en elia — áhrif þeirra verði þannig til þess að auka enn frekar á jó, jó tilhneiginguna í húsbréfalottóinu? Fréttabréf Verðbréfaviðskipta Sam- vinnubankans bendir á athyglis- verðar hliðar þessa máls. Ávöxtun- arkrafa húsbréfa, og þar með afföll þeirra, hafa lækkað verulega að undanförnu. Ljóst þykir að eigend- ur húsbréfa hafi margir hverjir frestað sölu bréfa sinna vegna vænt- inga um enn frekari lækkun. Spurningin er síðan hvað gerist þegar ávöxtunarkrafan er komin í lágmark (og verð húsbréfanna þá um leið í hámark)? Öfugt við innlenda fjárfesta, sem hugsa um húsbréf sem Iangtíma- ávöxtun fjár, hugsa hinir hinir er- lendu fjárfestar í húsbréfum mjög stutt fram í tímann er þeir taka ák- arðanir um kaup og sölu bréfa. Þeg- ar líkur bendi til þess að ávöxtunar- krafa húsbréfa taki að hækka á ný (og verð þeirra þar með lækkandi) telur greinarhöfundur að búast megi við því að sumir erlendu fjár- festanna selji sín húsbréf og nái þannig í umtalsverðan gengishagn- að. „Þetta gæti haft veruleg áhrif á vaxtaþróun húsbréfa. Ávöxtunar- krafan (og þar með afföllin) gæti þá hækkað hraðar og meira en ella,“ segir greinarhöfundur. Ávöxtunarkrafa húsbréfa komst hæst í 9% í fyrrahaust. Að undan- förnu hefur hún lækkað töluvert, í 7,65% nú í vikunni. Þessi lækkun þýðir rúmlega tíu prósentustiga Íækkun á afföllum. En lækkunin stafar af því að eftirspurn eftir bréf- unum er nú og hefur verið meiri en framboð segir í fréttabréfinu. Vænt- ingar um enn meiri lækkun ávöxt- unarkröfu og affalla byggjast á því að búist er við að ríkissjóður lækki vexti spariskírteina (sem nú eru 7,5%) enn frekar, jafnvel niður í 6 til 6,5%. Fari raunvextir spariskírteina nið- ur í 6,5% og raunvextir annarra verðbréfa og ávöxtunarleiða lækki samsvarandi telur greinarhöfundur að ávöxtunarkrafa húsbréfa gæti farið niður fyrir 7%. En það þýddi að afföll af nýjasta flokki húsbréfa gætu orðið minni en 10%. „Menn hafa einnig spurt, hvað verður þegar botninum er náð? Eykst framboðið umtalsvert og verður meira en eftirspurnin? Fari ávöxtunarkrafan upp að nýju má búast við að hún hækki mikið á skömmum tíma þar sem þá vilja margir selja en fáir kaupa húsbréf," segir í fréttabréfinu. - HEI Hálka varð þess valdandl að ökumaður þessarar bifreiðar missti vald á hennl á Vesturlandsvegi skömmu eftír hádegi I gær með þessum afleiðingum. Farþegí var fluttur atvarlega slasaður á slysadeild og liggur á gjörgæslu. Timamynd pjetur Umferðarsiys á Vesfurlandsvegi: Farþegi alvarlega Stúlka líggur alvarlega slösuð, þó ekki lífshættulega, á gjör- gæsludeild Borgarspítalans í Reykjavík eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi, móts við BlikastaðL Tvennt var í bflnum. Slysið varð með þeim hætti að Ijósastaur, braut hann niður og bifreiðinni var ekið suður Vest- valt síðan á hann ofan í skurð urlandsveginn, þegar hún rann sem er skammt utan vegar. Var til f mikilli hálku sem myndaðist stúlkan, sem var farþegi í bfln- skyndilega skömmu cftir hádegið um, og ökumaðurinn flutt á og við það missti ökumaðurinn slysadeild, en ökumaðurinn slas- stjóm á bílnum. Lenti bfllinn á aðist lítilsháttar. Tilkynnt var um slysið klukkan 14.40 og vora send á vettvang sjúkrabflar og tækjabifreið, en beita þurfti henni til að ná stúlk- unni út úr bflnum. Kalla þurfti tfl mann frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, þar sem leiðslur úr stauraum stóðu f allar áttte. Bif- reiðin er mikið skemmd ef eldd ónýt. -PS Dönsku blöðin, landsliðsþjálfari og leikmenn gagnrýna íslenska liðið harðlega fyrir grófan leik og fantabrögð: „Danski varamannabekkurinn eins og hjúkrunarheimili" Frá Agli Má Markússyni í Danmörku: Danir eru ekki ýkja hrifnir af leikað- ferðum íslendinga, ef marka má um- mæli í dönsku blöðunum í gær- FRIÐARÖMMUR í VÍGAHUG Friðarömmur hafa sent forsætis- ráðherra bréf, þar sem lýst er yfir áhyggjum og undrun vegna nið- urskurðarráðstafana rfldsstjórn- arinnar. Jafnteamt skora þær á stjórnvöld að endurskoða ákvarð- anir sínar í þeim efnum, með alla íbúa þessa lands inni í myndinni — ekki aðeins þá sem meira mega sín. Friðarömmumar hafa fyrst og fremst áhyggjur af því að niður- skurður ríkisstjómarinnar komi niður á bömum, bæði beint og óbeint í bréfinu til Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra segir orð- rétt. „Böm eru valdalaus þjóðfé- lagshópur, sem á alla sína heill og framtíð undir ákvörðunum fúll- orðinna. Friðarömmur telja því niðurskurð til skóla- og fræðslu- mála, lækkun bamabóta og lækk- un fjárframlaga til sjúkrahúsa- og heislugæslumála, svo eitthvað sé nefnt, mjög svo varhugaverðar ráðstafanir." -ÁG. morgun, þar sem danskir blaða- menn fjalla um leikinn, og viðtöl við þjálfara og leikmenn danska lands- liðsins. Þeir segja íslendinga vera slagsmálahunda inni á leikvellinum og það hafi þurft kjarkaða menn til að fara inn á völlinn. Allir eru sam- mála um það að möguleikar Dana séu úr sögunni þar sem ísraelsmenn verði létt verk fyrir íslendinga, þar á meðal Anders Dahl Nielsen, þjálfari Dana. í danska blaðinu BT segir Anders Dahl Nielsen að leikurinn hafi verið ótrúlega harður. Þá heldur hann áfram, bitur og reiður, og segir: „Ég þorði bara að senda leikmenn inn á völlinn, sem höfðu kjark til að verða slegnir á kjaftinn og úr þeim væm hreinsaðar tennumar, svo brjálæðis- lega léku íslendingar." í umfjöllun um leikinn heldur þetta áfram og í greininni kemur undirfyrirsögnin, „boxebolte", eða hnefaleikahand- bolti. Og áfram heldur blaðamaður- inn: „í byrjun líktist danski vara- mannabekkurinn hjúkrunarheimili og í röðum biðu leikmennimir eftir meðhöndlun. Það vom Danir sem kenndu íslendingum að spila hand- bolta, en það að berja í andlitið á mótherjunum hafa þeir lært annars staðar og það er ekki tilviljun að ís- lenskir leikmenn standa sig svo vel í þýskum handbolta." Ennfremur se£- ir að þessi leikur og spilamennska Is- lendinganna staðfesti þá staðreynd að þeir geti ekki stillt skapofsa sinn þegar þeir leika gegn Dönum. „Guð minn góður, það em 52 ár síðan ís- lendingar fengu sjálfstæði frá Dön- um og það hlýtur að vera gleymt." Blaðamaður talar einnig við línu- manninn Frank Jörgensen, sem að mati Dana varð mest fyrir barðinu á íslensku föntunum, og segir hann að hann hafí með herkjum komist í gegnum þennan leik. Dönsku blöðin gagnrýna danska liðið harðlega í umfjöllun sinni um leikinn og segja að um hneyksli sé að ræða, en segja þó að danska liðið hafi verið betri aðilinn í leiknum og að íslendingar hafi oft verið betra lið en nú og því hefði það verið enn sorg- Iegra að vinna þá ekki nú. Anders Dahl segir að þeirra reyndu leik- menn hafi klikkað á afdrifaríkum augnablikum. Það hafi verið mögu- leikar til að gera út um leikinn, en enginn þorað að taka af skarið nema Jan Jörgensen, sem gerði fimm mörk í leiknum. Danir eru óánægðir með störf IHF við undirbúning mótsins og benda þar á að því hafi verið komið þannig fyrir að þrjú sterkustu liðin, ísland, Danmörk og Noregur, lentu saman í milliriðli, en hins vegar hafi Austur- ríkismenn og Svisslendingar átt auðvelt með að tryggja sér sæti í A- keppninni að ári. Segja þeir að greinilegt sé hvaðan formaður IHF komi, en hann er Austurríkismaður. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.