Tíminn - 10.04.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 10.04.1992, Qupperneq 9
Tíminn 9 Föstudagur 10. apríl 1992 Inni á Hresslngarskálanum á fýrrl hluta aldarinnar. — Ein myndanna á sýn- ingunni. Sýning á Mokkakaffi: Ljósmyndir úr iífinu í Reykjavík Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar gengst fyrir sýningu nokkurra ljósmynda á Mokka- kaffi þessa dagana. Myndimar sýna Reykvíkinga við ýmis störf: netahnýtingu, hár- greiðslu, skósmíði, leirmunagerð, úrsmíði, straujun á þvotti, bókband o.fl. Þá eru mynd- ir úr kennslustund í Bamaskólanum við Fríkirkjuveg. Þar eru í hópi nemenda margir, sem seinna urðu kunnir borgarar í Reykjavík og gegndu trúnaðar- og stjómsýslustörf- um. Einnig konur sem tóku virkan þátt í félagslífi borgarbúa. Þá er ljósmynd af fundi f neðri deild Alþingis árið 1903. Einnig má telja mynd af eimreiðinni „Frumherja" — Jh- oneer", sem flutti grjót úr Öskjuhlíð í hafnargerð Reykjavíkur í aldarbyrjun. Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar eflir starfsemi sína með hverju ári. Lögð er áhersla á söfnun, varðveislu og skráningu mynda. Safhið hefur á undanfömum árum afgreitt fjölda ljósmynda til einstaklinga og stofnana, bókaútgefenda, blaða og tímarita. Þá hefúr Ljósmyndasafnið átt þátt í sýningum sem haldnar hafa verið af ýmsu tilefni. Má þar m.a. nefna sýningu á Kjarvalsstöðum á sl. ári. Á Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar er starfraekt ljósmyndastofa þar sem unnið er með margvíslegum hætti úr eigin myndefni og einnig leyst af hendi ýmis verkefhi fyrir viðskiptavini. Silfurlínan Sími silfurlínunnar er 616262. - Viðviksþjónusta fyrir aldraða. Hringið og kynnið ykkur þjónustuna. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð- ur á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nýir vorboðar sjást nú með hverjum degi. Þessi undur náttúrunnar ásamt ný- löguðu molakaffi, almæltum tíðindum og skemmtilegum félagsskap bíða í Fannborg 4. Setjið vekjaraklukkuna og komið í molakaffið uppúr hálftíu. Allir eru velkomnir. m Framsóknarmenn í sveitarstjórnum og nefndum á vegum þeirra Málefnahópar þingflokks Framsóknarflokksins um byggöamál og félagsmál, ásamt þingmönnum flokksins, bjóða til funda í öllum kjördæmum landsins sem hér segir: Vestfirðir 10. apríl kl. 21 í Framsóknarhusinu á ísafirði: Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Helgason. Ingibjörg Jón Höfuðborgarsvæðið 13. april kl. 20.30 í Félagsheimill framsóknarmanna I Kópavogi: Jón Helgason og Finnur Ingólfsson. Jón Finnur Suðurnes 28. april kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu í Keflavlk: Guðmundur Bjarnason og Ingibjörg Pálmadóttir. Guömundur Ingibjörg FUNDAREFNI: Máléfni sveitarstjórna og samskipti ríkis og sveitarfélaga Mickey O’Rourke tók upp hanskann fyrir mafíuforingjann vin sinn-en dugði ekki til! Leikarinn Mickey O’Rourke fann sig knúinn til að koma til vamar fornvini sínum John Gotti, mafíu- foringja í New York og höfuðpaur Gambino-glæpafjölskyldunnar, þegar hann stóð fyrir rétti vikum saman fyrir skömmu. Ákæmatrið- in vom 44 og fjölskrúðug, náðu til fiestra hugsanlegra glæpa. Mickey segist lengi hafa átt Gotti að góðum og traustum vini. Hann hafi leitað til mafíuforingjans þeg- ar hann þurfti að fá ráðgjöf um rullumar, sem hann var að undir- búa hverju sinni, en hann hefur einmitt sérhæft sig í götutöffara- hlutverkum og þar kom sérþekk- ing glæpaforingjans að góðu haldi. Mickey sýndi sig í réttarsalnum á meðan á réttarhöldunum stóð, sagðist bara hafa átt leið hjá og lit- ið inn, en hann notaði líka tæki- færið til að bera vini sínum gott orð. Stuðningur kvikmyndastjörn- unnar kom þó fyrir lítið. Mafíufor- inginn var fundinn sekur um öll ákæruatriðin 44, sem ná allt frá morðum á fjölda fólks til alls kyns fjárglæframáia. Enginn var meira undrandi en guðfaðirinn sjálfur, sem hafði búist við að sleppa létti- lega við lífstíðardóminn, sem vofir yfir honum, rétt eins og í hin skiptin sem reynt hefur verið að koma lögum yfir hann. Að undanförnu hefur ákæmvald- inu víðs vegar í Bandaríkjunum orðið betur ágengt en fyrr að lama starfsemi skipulagðra glæpafjöl- skyldna. í New York er ein af þeim fimm fjölskyldum, sem þar hafa ráðið lögum og lofum í glæpa- heiminum, því sem næst óstarf- hæf, og forystusauðir hinna eru ýmist þegar í fangelsi eða bíða réttarhalda. Engin þeirra 24 fjölskyldna, sem hafa teygt veldi sitt um Bandarík- in, hefur sloppið við réttarhöld, sem hafa endað með sakfellingu, og aðeins í fáum þeirra gengur forystuliðið enn laust. Ekki er þar með sagt að tennum- ar séu alveg dregnar úr þessum grimmilegu siðleysingjum, en tímarnir em breyttir frá því sem áður var. Og guðfeðumir em ekki af sömu manngerð: ástríkir heim- ilisfeður, sem þó vfiuðu ekki fyrir sér að fyrirskipa morð á keppi- Mafíuforinginn John Gotti var fundinn sekur af öllum ákærunum 44, sem lagöar voru fram gegn honum, allt frá fjárglæfrum, fjölda moröa, okri og fjárhættuspili til þess jafnvel aö múta kviðdómendum. en mddalegir bófar, sem hafa farið sínu fram gegn traustum sem ótraustum samstarfsmönnum. Og það varð ekki hvað síst Gotti að falli að einn fyrrum nánasti sam- starfsmaður hans vitnaði gegn honum. Annað sem átti sinn þátt í sakfellingunni, sem kom bófafor- ingjanum á óvart, var að honum tókst ekki að bera mútur á kvið- dómendur né hræða vitni frá því að koma fram, en báðar þær að- ferðir höfðu reynst honum vel áð- ur. John Gotti má því búast við að eyða því sem eftir er ævinnar, en hann er 51 árs, bak við lás og slá. Mickey O’Rourke segir aö John Gotti sé góöur og gáfaöur og hafi reynst sér vel. nautum og ótrúum starfsmönn- um, en áttu hollustu annarra fé- laga óbilandi. Síðari tíma mafíu- foringjar hafa ekki reynst annað I spegli Serbneskur krónprins undirbýr heimkomu sína Alexander Karadjordjevic, sem titlar sig krónprins Serbíu en vinnur sem tryggingasali í Lond- on, er nú farinn á stúfana að und- irbúa endurkomu sína til kon- ungsríkisins Serbíu. Hann hefur sett á fót konunglega ráðgjafa- nefnd til að gefa honum góö ráð um hvernig best væri fyrir hann að haga endurheimt serbnesku krúnunnar sem fjölskylda hans var svipt 1947, þegar ríkið var gert að lýðveldi. Alexander Karadjordjevic, sem fæddist á Claridges-hótelinu í London 1947, er þó ekki einn um að renna hýru augu til serbnesku krúnunnar. Hann má búast við að keppa við Alexis Anjou Romanoff, sem er búsettur á Spáni, og Tom- islav prins, föðurbróður sinn, sem Alexander Karadjordjevic titlar sig krónprins Serbíu, en fleiri gera tilkall til titilsins. nýlega hefur verið í heimsókn í Serbíu. Prins Tomislav hefur þó ekki lagt fram formlega kröfu til konungdóms, en það er talið hon- um til tekna að hann kann serb- nesku. Talsmaður krónprinsins Alex- anders í Serbíu segir að með hverjum deginum sem líður megi sjá halla undan fæti hjá Milosevic, hinum kommúníska leiðtoga Serbíu, en því miður sé andstaðan við hann svo veik, svo skelfilega veik, að það þurfi að endurreisa konungdæmiö til að koma á röð og reglu í ríkinu. Hvort endurreisn konungdæmis í Serbíu gerir ástandið á Balkan- skaga eitthvað friðvænlegra, er óséð. Þingftokkur framsóknarmanna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.