Tíminn - 05.05.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.05.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 PINMi Bl LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbœ Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYNO HJÁ OKKUR ■ BÍLL HJÁ ÞÉR SIMI 679225 Úthlutun starfslauna til rithöfunda: Einar og Steinunn fá starfslaun í þrjú ár Stjóm Launasjóðs rithöfunda laufc nýlega við að úthluta starfslaunum úr sjóðnum fyrir yfirstandandi ár. 211 umsóknir um starfslaun bár- ust og til úthlutunar voru 360 mánaða laun sem ýmist var úthlut- að til þriggja ára, eins árs eða sex mánaða samkv. lögum um lista- mannalaun nr 35/1991. Athygli vekur að meðlimir í stjórn Rithöfundasambands fslands eru síður en svo afskiptir við úthlutun- ina að þessu sinni. Samtals var út- hlutað 14 árslaunum í efri flokkun- um tveim. Þar af fá stjórnarmenn í Rithöfundasambandinu níu ár. Þeir eru Einar Kárason formaður og Steinunn Sigurðardóttir varafor- maður sem hvort um sig fékk út- hlutað þriggja ára launum, Þórarinn Eldjárn meðstjórnandi, sem fékk eins árs laun, og varamennirnir Pét- ur Gunnarsson og Vigdís Gríms- dóttir sem einnig fengu eins árs laun. Auk þess fengu tveir með- stjórnendur úthlutað sex mánaða launum, en þeir eru Andrés Indriða- son og Sigurjón B. Sigurðsson — Sjón. Listinn yfir þá rithöfunda sem Falsaði erfðaskrá Læknir í Reykjavík hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir að falsa erfðaskrá og gera sig sjálfan einka- erfmgja manns sem var sjúklingur hans og kunningi. Læknirinn kvaðst hafa vélritað upp handskrifaða erfðaskrá sem maður- inn hefði sjálfur skrifað. Maðurinn hefði síðan undirritað hið vélritaða skjal sjálfur. Rithandarsérfræðingar töldu undirskriftina á erfðaskránni falsaða. Læknirinn var dæmdur til að afplána þrjá mánuði af dómnum en sleppur við níu mánuði svo fremi sem hann heldur almennt skilorð í þrjú ár. —sá fengu úthlutað starfslaunum úr Launasjóði rithöfunda árið 1992 er á þessa leið: Þriggja ára starfslaun hljóta: Einar Kárason Steinunn Sigurðardóttir. Eins árs starfslaun hljóta: Birgir Sigurðsson, Einar Már Guð- mundsson, Gyrðir Elíasson, Kristín Steinsdóttir, Kristján Karlsson, Pétur Gunnars- son, Vigdís Grímsdóttir, Þórarinn Eldjárn. Sex mánaða starfslaun hljóta: Andrés Indriðason, Anton Helgi Jónsson, Björn Th. Björnsson, Böðvar Guðmundsson, Egill Egils- son, Einar Bragi, Guðbergur Bergs- son, Guðjón Friðriksson, Guðlaugur Arason, Guðmundur Ólafsson, Guð- mundur Steinsson, Hallgrímur Helgason kt. 180259-2019, Hannes Sigfússon, Heiður Baldursdóttir, Ið- unn Steinsdóttir, Ingibjörg Haralds- dóttir, ísak Harðarson, Jón Óskar, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Krist- jánsson, Nína Björk Árnadóttir, Ól- afur Gunnarsson, Ólafur Haukur Símonarson, Óskar Árni Óskarsson, Páll Pálsson, Rúnar Ármann Art- húrsson, Rúnar Helgi Vignisson, Sigfús Bjartmarsson, Sigfús Daða- son, Sigrún Eldjárn, Sigurður A. Magnússon, Sigurður Pálsson, Sig- urjón B. Sigurðsson (Sjón), Stefán Hörður Grímsson, Steinar Sigur- jónsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn frá Hamri, Þórunn Valdimarsdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir. í stjórn Launasjóðs rithöfunda eru Gísli Sigurðsson bókmenntafræð- ingur, Þuríður Jóhannsdóttir kenn- ari og Sverrir Hermannsson banka- stjóri. —sá Berklar finnast í Rangárvallasýslu: Útbreiðsla könnuð í umhverfisskoðun Gerð verður umhverfisskoðun í Rangárvallasýslu vegna manns sem þar fannst látinn með berklasmit. Verða þeir sem voru í nánu umhverfi við manninn látnir gangast undir berklapróf. Þegar hefur annar maður með smitandi berkla verið greindur. Að sögn Þorsteins Blöndal, sér- fræðings í lungnalækningum, koma upp 15-20 tilfelli af berkl- um ár hvert í öllum aldursflokk- um. „Þegar berklar koma upp er tilfellunum skipt í smitandi eða ekki. Ef þau eru smitandi er gerð umhverfisskoðun að því að kall- að er.“ Umhverfisskoðun felst í því að finna út hver hefur verið í nánu umhverfi við þann berklaveika og þeir kallaðir 1. gráðu tengi- liðir. Ef einhver turnast á berkla- prófinu, þ.e.a.s. prófið reynist já- kvætt, þá víkkar hringurinn og þeir sem ekki hafa verið í eins nánu sambandi við viðkomandi eru berklaprófaðir. Ef enginn finnst með berkla í innsta hringnum þarf venjulega ekki að fara út fyrir hann. Algengasta mynd berklanna eru berklar í öndunarfærum eða um 60% en 40% eru berklar annars staðar í líkamanum. Næstal- gengastir eru berklar í nýrum og svo í eitlum. Berklar í öndunar- færum eru þeir einu sem hægt er að smitast af. Einn af hverjum 10 sem fá bakteríuna inn í líkamann verð- ur veikur en í hinum tilfellunum ræður líkaminn sjálfur við bakt- eríuna. Því skal athygli vakin á því að þótt útkoma á berklaprófi reynist jákvæð er alls ekki víst að viðkomandi verði veikur. Þeir sem hafa nýsmitast með þeim hætti án þess að vera orðnir veikir fá fyrirbyggjandi meðferð. Hún fer þannig fram að tekin er ein tafla af berklalyfi á dag í eitt ár, þar eð langan tíma tekur að vinna bug á berklabakteríunni. Þorsteinn segir að erlendis hafi mikið verið skrifað um að berkl- ar aukist með útbreiðslu alnæm- is, þar eð alnæmissjúklingar fái ýmsar sýkingar sem hafa lítil áhrif á aðra. „í New York fylki hefur berklatilfellum fækkað ár frá ári í 20-30 ár,“ segir Þor- steinn, „en 1984 stöðvaðist lækkunin. Síðan þá hafa berkl- arnir aukist." —GKG. Aftaná- keyrsla í Kjósinni Hörð aftanákeyrsla varð á þjóðvegi nr. eitt við Hvammsvík í Kjós í gær- dag. Stórri fólksbifreið var ekið aftan á þennan bíl, sem kastaðist áfram og út af veginum við höggið. Bifreiðin sem ekið var á skemmdist mjög mikið og er trúlega ónýt. Hin bif- reiðin er einnig mjög mikið skemmd. Slys á fólki urðu ekki telj- andi. Tímamynd: Sigursteinn Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1992 Kristín Einarsdóttir Hjörleifur og Kristín til Ríó Stjórnarandstaðan hefur komist að samkomulagi um að fulltrúi hennar á umhverfisráðstefnunni í Ríó de Ja- neiro verði Kristín Einarsdóttir (Kvl.). Hjörleifur Guttormsson (Alb.) hefur jafnframt ákveðið að fara á eig- in kostnað á ráðstefnuna, en sem fulltrúi Alþingis. Hjörleifur og Krist- ín sitja bæði í umhverfisnefnd Al- þingis. Ekki liggur endanlega fyrir hver verður fulltrúi ríkisstjómarflokk- anna á umhverfisráðstefnunni, en fastlega er reiknað með að það verði Gunnlaugur Stefánsson, formaður umhverfismálanefndar. Þá mun Eið- ur Guðnason, umhverfisráðherra, fara á ráðstefnuna og hugsanlega fleiri ráðherrar. Alþýðuflokksmenn eiga reyndar ekki auðvelt með að sækja ráðstefnuna vegna þess að síð- ustu daga hennar mun Alþýðuflokk- urinn halda flokksþing sitt. -EÓ Hjörleifur Guttormsson. Vinningstölur laugardaginn 2. maí 1992 VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 2.4SLÆ 2.751.275' 159.490 3. 143 5.771 4. 4.249 453 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.979.795

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.