Tíminn - 16.05.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. maí 1992
Tíminn 7
Einar Þorgeirsson
skrúögaröameistari og
Heiörún Guömunds-
dóttir garöyrkjufræö-
ingur gefa lesendum
Tímans góö ráö viö
meöhöndlun plantna,
gróðursetningu og al-
menna garövinnu:
vatni yfir blómin þegar þau eru
sett niður og síðan ekki meir. Þá
eru það margir sem setja sumar-
blóm í kassa á svalir eða í ker og
þá er nauðsynlegt að göt séu á
botninum, til að fyrirbyggja að
plönturnar drukkni þegar miklar
rigningar eru.
Fjölærar plöntur
Á markaðnum er fjöldi fjölaerra
jurta sem hægt er að raða saman í
beð þannig að alltaf eru einhverj-
ar í blóma, allt sumarið, bæði há-
vaxnar og lágvaxnar tegundir.
Lágvöxnu tegundirnar byrja yfir-
ieitt fyrr að vorinu og má þar
nefna blóm eins og vetrarblóm,
júlíulykil, Laufeyjarlykil og fl. sem
blómgast í apríl-maí. Þá má nefna
hávaxnar síðsumarstegundir eins
og skjaldmeyjarblóm og kúluþist-
il.
Tré og runnar
Það er ekkert því til fyrirstöðu
nú að fara að gróðursetja tré og
runna og þau næturfrost sem hafa
verið undanfarið minnka ekki þá
möguleika sem plönturnar hafa til
að vaxa og dafna, þar sem ekkert
frost er í jarðveginum. Mikið úr-
val er af trjám og runnum. Einar
Þorgeirsson segir að þegar fólk er
að hugsa um að planta trjám og
runnum, þá sé það frumskilyrði
að búið sé að skipuleggja garðinn
og búið sé að ákveða og leggja
niður fyrir sig plöntutegundir,
stærð þeirra og staðsetningu. Það
er því nauðsynlegt, þegar skipu-
leggja á framtíðargarð, með til-
heyrandi trjám og öðrum gróðri,
að leita til landslagsarkitekts. Það
kostar kannski einhverja peninga,
en það skilar sér í glæsilegri
garði. Það þarf einnig að hugsa
um nýtingu garðsins. Húsið og
garðurinn þurfa að vera í réttum
tengslum, en það er lítil ánægja í
Heiðrún Guðmundsdóttir garðyrkjufræðingur heldur hér á tveimur fjöl-
ærum plöntum, t. v. sifjalykill, sem er gulur og Mörtulykill, sem er lilla-
blár. Báðar eru þær snemmblómstrandi.
hvort nota eigi það í skjólbelti,
hvort það eigi að standa eitt stakt
o.s.frv. Sé verið að bæta nýjum
trjám í eldri garða, er nauðsyn-
legt að skipta um jarðveg á allt að
60 sm dýpi, blanda áburði saman
við hann og þá húsdýraáburði.
Einnig er gott að setja húsdýra-
áburðinn neðst í holuna eða beð-
ið áður en tréð eða runninn er
settur niður.
Það er staðreynd að tré og runn-
ar sem fá nógan áburð og eru í al-
mennilegum jarðvegi verða síður
fyrir barðinu á lús og maðki og
öruggt er að plantan verður mjög
falleg. Þessi sníkjudýr ráðast frek-
ar á og valda meiri skaða á plönt-
um sem eru ekki í góðu næring-
arjafnvægi vegna þess að trjá-
plönturnar leggja meiri orku í
vöxt en varnarefni þegar illa árar.
Stærri tré þarf að staga vandlega
niður svo ekki sé hreyfing á rót-
inni meðan þau er að festa sig. Ef
það er ekki gert slitna fínu ræt-
urnar í hvert skipti sem tréð
hreyfist í vindi og tréð nær aldrei
að róta sig. Ekki er sama hvar
legt er að láta úða þá. Það er ekki
Þess virði að taka áhættuna og
úða ekki, því garðurinn verður
ekki mikið augnayndi ef allt er
morandi í lús og maðki og allar
plöntur eru sundurétnar.
Grasflötin
Eitt stærsta vandamálið í grón-
um görðum er mosinn illræmdi.
Mosinn vex við lágt hitastig og
byrjar að vaxa fyrr en grasið á
vorin og myndar þannig einangr-
andi lag yfir grasrótina og hindr-
ar að hitageislunin frá sólinni nái
í grassvörðinn og tefur á þann
hátt fyrir því að grasflötin
grænki. Ein aðferðin í baráttunni
við mosann er sú að á vorin er
best að raka mosann í burtu, sem
er tilvalið að gera núna. Það er
einnig hægt að kaupa mosaeyði,
sem er einhvers konar brenni-
steinsefni og drepur mosann, en
það er miklu árangursríkara að
raka mosann upp úr grasinu. Síð-
an er gefið skeljakalk yfir og gras-
inu er gefinn áburður tvisvar til
Sérfræðingar Tímans, þau Einar og Heiörún, leggja ríka áherslu á að
áöur en garðeigendur fari út I dýrar framkvæmdir fái þeir landslags-
arkitekta til að skipuleggja garða sína. Einar vann þennan garð að
Klapparási 3 en hann var teiknaður af Einari Sæmundsen landslags-
arkitekt. Einar Þorgeirsson telur þennan gott dæmi um vel heppnaðan
garð. Eins og sjá má er myndin tekin I siðastliðinni viku og er gróður
litt farinn að taka við sér.
trén og runnarnir eru gróðursett
ef tekið er tillit til veðráttu og er
mikilvægt að staðhættir séu tekn-
ir inn í þegar tegundir eru valdar
í garða og skiptir þá máli stað-
setning garðsins, tillit skal tekið
til saltroks og fleiri þátta. Það
sama gildir ekki um garð á Akur-
eyri annars vegar eða í Grindavík
hins vegar. Það sem stutt er í sjó
og mikið er um særok, þarf að
velja saltþolnar plöntur og runna
og þar kemur landslagsarkitekt-
inn inn í dæmið. Hann myndi
stýra því hvaða plöntur yrðu vald-
ar og hvernig skjólgarðar yrðu
ræktaðir upp með harðgerðari
plöntum. Dæmi um harðgerðar
og saltþolnar plöntur eru viðja,
grænn alaskavíðir, brúnn alaska-
víðir, sitkagreni, brekkuvíðir,
strandavíðir, grávíðir, loðvíðir
o.fl. Tvær af þessum tegundum
hafa þó reynst best, brúnn alaska-
víðir og brekkuvíðir og hafa þær
reynst til dæmis ódrepandi í Vest-
mannaeyjum og Grindavík.
Eiturúðun í görðum á fullkom-
lega rétt á sér þegar maðkurinn
er kominn á gróðurinn og æski-
þrisvar sinnum yfir sumarið.
Samfara þessu er nauðsynlegt að
að slá ekki mjög snöggt, en þess í
stað að skilja eftir um það bil
fjóra sentimetra. Með því að slá
grasið of snöggt niður við gras-
rótina veikist grasrótin og mos-
inn á auðveldari aðgang á ný. Með
þessum hætti er hægt að ná upp
góðri og sterkri grasrót, en þar
spilar mjög ákveðið inn í að gefa
áburð öðru hverju.
Safnkassi
í öllum görðum ætti að vera
safnkassi fyrir lífrænan heimilis-
og garðúrgang. Vegna þess hve
rotnunartíminn er langur hér á
landi þarf kassinn að vera þrí-
skiptur. í kassanum verður síðan
til ódýr alhliða áburður og nær-
ingarrík mold fyrir plönturnar í
garðinum.
Tfminn þakkar þeim Einari og
Heiðrúnu fyrir aðstoðina og von-
ar að lesendur hafi haft bæði
gagn og gaman af.
-PS
Framhliðin á Klapparási 3, en gatan fékk ekki alls fyrir löngu fegurðarverðlaun sem fegursta gata Reykja-
vlkur. Það er alveg Ijóst að þessi garður hefur ekki staöiö í vegi fyrir því að gatan fékk þessi verðlaun.
Tlmamyndir Pjetur
því að hafa glæsilegan garð, sem
fólk hvorki sér utan frá né innan
frá húsinu. Skipulagningin þarf
að miðast að því að eigendurnir
sjái vel yfir garðinn úr húsinu og
það sem hann hefur upp á að
bjóða fyrir augað og einnig fyrir
vegfarendur. Heiðrún og Einar
eru sammála um það að þegar
fólk er að gera upp garða sína þá
verði það að skipuleggja garðinn
vel og það séu allt of mörg dæmi
um að trjám hafi verið plantað á
„ranga“ staði.
Þegar þetta hefur verið gert
verður mun auðveldara að velja
og kaupa þau tré og runna sem til
þarf, því þá veit garðeigandinn
nákvæmlega hvað hann þarf. Tré
er ekki keypt nema vitað sé hvað
gera eigi við það, stærð og útlit,