Tíminn - 16.05.1992, Page 11
Laugardagur 16. maí 1992
Tíminn 11
HÚSEIGANDI GÖÐUR!
EKIV MEYTTIIR
A VWMALDINU?
Eru eftirfarandi vandamdl
að angra þig?
Alkalí-skemmdir Vaneinangrun
Frost-skemmdir Sprunguviðgerðir
Lekirveggir Síendurtekin mólningarvinna
Ef svo er, skaltu kynna þér kosti
Sfo -utanhúss-klæðningarinnar:
-klæðningin er samskeytalaus.
-klæðningin er veðurþolin.
-klæðningin er litekta og fæst í yfir 300
litum.
-klæðningin er teygjanleg og viðnóm gegn
sprungumyndun er mjög gott.
- -klæðningin leyfir öndun fró vegg.
-klæðningin gefur ótal möguleika í þykkt,
öferð og mynstri.
sfo -klæðninguna er unnt að setja beint ö veag,
plasteinangrun eða steinulF.
Stb-klæð ninguna er hægt að setja ö nær hvaða
byggingu sem er, án tillits til
aldurs eða lögunar.
sfo -klæðningin endist - Vestur-þýsk gæðavara
Opið mánud.-föstud.
kl. 13-18
Sólstofur verða æ vinsælli hér á
landi, en það ber ýmislegt að varast
við hönnunina til að forðast slys:
BÁRUSTÁL
Sígilt form - Litað og ólitað
Bíidshöfða 18 (Baknús)
112 Reykjavík - Sími 673320
Fólk látí hanna
húsin með góð-
um opnunar-
möguleikum
Það færíst alltaf í vöxt að byggðar séu sólstofur eða glerskálar við
íbúðarhús og jafnvel við íbúðir í fjölbýlishúsum. Símon Ólafsson
hjá Gluggum og Garðhúsum segir fólk vera að gera gífurieg mistök
ef það lætur byggja hús sem hefur ekki nógu góðar opnanir. Það sé
nauðsynlegt í vindasömu landi eins og við búum á að hægt sé að
njóta sólar í skjóli. Hann segir slæmt þegar fólk er aö henda pening-
um í glerskála sem eru ekki með þessum stóru opnunarmöguleik-
um í sólarátt.
Möguleikarnir í hönnun og smíöi
á sólstofum eru nánast
óendanlegir, eins og sjá má
á þessari glæsilegu sólstofu
sem er veriö aö leggja lokahönd
á um þessar mundir.
Þetta er sólstofa frá Gluggum og
garöhúsum og eins og sjá má
eru opnunarmöguleikarnir
glfurlegir og þaö er aö minnsta
kosti hægt aö opna stofuna
verulega á sex mismunandi
stööum.
Tímamynd Pjetur
„í dag er ekkert húsnæði teiknað
öðruvísi en svo að á það sé teiknaður
glerskáli. Það vantar hins vegar alls
staðar opnanir á þá. Ég skipti þess-
um skálum í tvennt, annars vegar
sólstofur, með góðum opnunum þar
sem hægt er að njóta sólarinnar og
liggja í sólbaði í góðu skjóli og hins
vegar er um að ræða glerskála, þar
sem eru engar opnanir. Það er
meiriháttar slys að gefa ekki þá opn-
unarmöguleika og þetta er gert af
vankunnáttu og athugunarleysi,"
sagði Símon Ólafsson í samtali við
Tímann.
Hann sagði ennfremur að
„gluggaveður" væri nákvæmlega
þær aðstæður sem maðurinn sem
hefði byggt sér sólstofu með góðri
opnun, þ.e.a.s. stórri rennihurð,
gæti nýtt sér, en væri nánast mar-
tröð fyrir þann sem hefði aðeins
glerskála. Sá hinn sami nyti þess
ekki að sitja fyrir innan gluggann og
myndi því reyna gera allt til að loka
sólina úti með gluggatjöldum.
Símon sagði að það tæki um tvo
til þrjá mánuði að koma upp sól-
stofu, en fyrst þarf að teikna sólstof-
una og fá hana samþykkta hjá bygg-
ingaryfirvöldum. Síðan þarf að leita
tilboða og smíða stofuna þannig að
ef farið væri af stað nú væri hægt að
njóta ágústsólar í nýrri sólstofu.
Gluggar og garðhús, Dalvegi 2,
Kópavogi, hafa um nokkurra ára
skeið smíðað sólstofur úr plastpróf-
flum, sem breyta sér ekki, þola mjög
vel hitabreytingar, rakabreytingar
og hafa mikið veðrunarþol og henta
mjög vel í byggingar af þessu tagi.
Framleiðslan er íslensk, hannað fyr-
ir íslenskar aðstæður, sérsmíðað fyr-
ir hvern viðskiptavin og er algerlega
viðhaldsfrítt.
Símon segir kostnaðinn við bygg-
ingu sólstofu afstæðan og er spurn-
ing um verðmætamat hvers og eins,
en það mætti miða við að kostnað-
urinn jafngilti um meðal fólksbif-
reið, svona frá 1-1,5 milljónum
króna. Inn í þeirri tölu eru teikning-
ar, gröftur, byggingarleyfisgjald,
undirstöður, hitalagnir, húseiningar
og gler. Slík sólstofa er á bilinu 15-
20 fermetrar, vel búin og með góð-
um opnunum. -PS
r a
simar
Tfmans
680001 & 686300
non
wovens
Fibertex
JARÐVEGSDUKAR
TIL MARGRA HLUTA NYTSAMLEGIR
Þegar
leggja á
hellur
Þegar
mynda á
stalla í
garða
Þegar
byggja á
vegi
Þegar
leggja á
ræsislögn
•^v
Þegar
byggt er
VATNSVIRKINN/if
ÁRMÚLA 21-108 REYKJAVÍK - SlMI 686455 - FAX 687748
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000