Tíminn - 22.05.1992, Síða 4

Tíminn - 22.05.1992, Síða 4
4 Tíminn Föstudagur 22. maí 1992 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík S(ml: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fféttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö I lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ný heimsskipan eða gömul FVrir 80 árum varð skammbyssuskot í Sarajevo til þess að hleypa allri heimsbyggðinni í bál og brand. Morðið á Ferdinand erkihertoga er sagður vera sá neisti sem varð að heimstyrjöldinni fyrri. Nú er serb- neskt stórskotalið að leggja Sarajevo í rúst og nær helmingur íbúa Bosníu-Hersegovínu er á flótta. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna er flúið, sátta- semjarar Evrópubandalagsins hafa gefist upp og þús- undir íbúa Bosníu eru í gíslingu serbneska hersins. í þeim ríkjum, sem áður tilheyrðu Júgóslavíu, eru á aðra milljón manna flosnaðir upp frá heimilum sín- um og hrekjast undan vopnaskaki og örbirgð um Balkanskagann og til vestanverðrar Evrópu. Flóttamannavandamálið er slíkt að því er helst líkt við upplausnina, sem ríkti í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Öflug samtök eins og S.Þ. og EB þora ekki að grípa í taumana, því afleiðingar af slíku inngripi eru ekki fyrirséðar. Nato getur ekkert aðhafst, þótt aðildarríki séu næstum allt í kringum ófriðarsvæðið. í Moldóvu eigast við innfæddir og rússneskir her- menn, sem þar eru staðsettir, og enn veit enginn hvað úr þeim átökum verður áður en lýkur, og í Georgíu linnir átökum ekki. Og inni í Azerbajdsian ríkir styrjaldarástand milli múslima og Armena. I Bosníu þjarma Serbar einnig að múslimum. í ríkjum spámannsins eru nú uppi há- værar kröfur um að her verði sendur á ófriðarsvæðin til að veita trúbræðrum lið. Svo ólíkar þjóðir sem íranir og Tyrkir eru sagðar þess fysandi að fara með her á hendur þeim kristnu þjóðum, sem eiga í stríði við trúbræðuma. Þetta kann að breyta heimsmyndinni, nýjar víglínur skapast og kannski einhvers konar jámtjöld eigi eftir að rísa milli þjóða sem játa ólík trúarbrögð. Sambandsveldið, sem myndað var á rústum Sovét- ríkjanna, er þegar gliðnað og þau ríki, sem að mestu em byggð múslimum, munu vafalítið skipa sér í hóp trúbræðranna og mynda með þeim blokk ef til kemur. Hin nýja heimsskipan, sem valdamenn fyrir vestan þóttust sjá fyrir og stefna að, þegar óvinurinn mikli í austri leystist upp fyrir augunum á þeim, er ekki eins einföld og meðfærileg og þeir hugðu í fyrstu. í hálfan fimmta áratug ríkti vopnaður friður í Evr- ópu. Það er kaldhæðnislegt að eftir að Varsjárbanda- lagið lognaðist útaf og flestir héldu að ógnin mikla væri liðin hjá, skuli brjótast út styrjaldir á gamalkunn- um ófriðarsvæðum og nýstofnuð ríki, sem aldrei hafa verið til áður, hafa uppi hótanir um valdbeitingu vegna landamæra og af þjóðemisástæðum. Og enn einu sinni em framin hervirki í nafni trúarinnar. Hin nýja heimsmynd er kannski gamalkunn, þegar allt kemur til alls. Balkanskaginn í uppnámi, árekstrar milli kristinna þjóða og múslima, TVrkir vita ekki í hvom fótinn þeir eiga að stíga, og Bretar hræddir við öflugt Þýskaland. Líklega lætur heimurinn ekki eins vel að stjóm og menn vilja vera láta. Vaxtarbro ddurinn Vel er hugsað íyrir þörfum aldraðra á Akureyri í framtíð- inni. Það er byggt yfir þá af slíkum fídonskrafti að íbúamir verða að flýta sér að eldast til að komast yfir að nýta allar þær íbúðir sem þeim em ætl- aðar. Félag aldraðra bauð út bygg- ingu 70 íbúða og eins og kunn- ugt er fóm heimamenn hall- oka í samkeppninni við Hafn- firðinga, því Hagvirki-Klettur átti lægsta tilboð. Þar sem sannir Akureyringar vita „at hollt es heima hvat“ eins og stendur í norðlensku hávamál- unum og láta það ekki um sig spyrjast að Hafnfirðingar byggi yfir þá í eigin bæ, fúlsuðu þeir við tilboðinu úr Firðinum og sömdu við íyrirtæki á heima- slóðum um að byggja mun dýrari íbúðir yfir þá fullorðnu en bæjarfulltrúinn í Hafhar- firði bauð. Þetta minnir á þá hugljúfu átthagatryggð þegar Norðlend- ingar aftóku með öllu að fá „hundinn" norður og lýsa upp hjá sér með sunnlensku raf- magni og Krafla var virkjuð sællar minningar og veitir birtu og yl um norðlenskar byggðir. Er nú þegar hafin bygging á íbúðunum 70 og munu kaup- endur þeirra áreiðanlega ekki verða sviknir af viðskiptunum þótt einhver kostnaðarauki sé að þeim lúxus að taka tilboði heimamanna, því iðnaðar- menn á Akureyri eru orðlagðir fyrir vandvirkni og færni. Hart baríst En Hafnfirðingar láta sig ekki þótt á móti blási eins og hand- boltastrákamir þar sýna í gegn- um tíðina og Hagvirki ætlar að reynast álíka lífseigt og Hafnar- fjarðarbrandararnir og láta ekki ryðja sér svo glatt út af verk- takamarkaði. Nú er iyrirtækið búið að sækja um lóð í höfuðstað Norðurlands til að reisa 50 íbúðir fyrir aldraða, svona til að byrja með. Bæjarstjóm tekur vel í málið. Bæjarfúlltrúinn í Hafnarfirði er kampakátur og segist leika sér að því að selja gömlum Ak- ureyringum hverja íbúð fyrir hálfrar milljónar kr. lægra verð en verktakinn á staðnum treyst- ist til. Það sem er enn betra er að nú fá aldraðir Akureyringar 120 íbúðir til að láta fara vel um sig í og þykir sumum hverjum það nokkuð mikið í langL En for- stjóri Hagvirkis tilkynnir kampakátur, að þótt ofbyggt sé alls staðar sé enn mikil þörf á íbúðum fyrir aldraða. Þar er all- ur vaxtarbroddurinn í steypu- fjárfestingunni. Hann kvíðir því ekki að Ak- ureyringar sem aðrir hætti að eldast og þurfi að hreiðra um sig í „þjónustuíbúðum", sem henta byggingafyrirtækjum svo einkar vel að smíða og selja. Að loknum endur- greiðslum Vaxtarbroddur íslensks iðn- aðar, bygging „þjónustuíbúða fyrir aldraða" er mjög atvinnu- aukandi á landsvísu. Nánast ekkert gengur út af öðrum ný- smíðum og ekkert er upp úr því að hafa að byggja yfir unga fólk- ið, því það á enga peninga til að kaupa. Þróunin er sú að „þjón- ustuíbúð fyrir aldraða" verði fyrsta íbúðin sem fólk eignast á lífsleiðinni. Það verður ekki fyrr en búið er að borga upp náms- lánin að fólk getur farið að hyggja að íbúðarkaupum í ríg- negldu kerfi einkaeignarstefn- unnar. í gróskumiklum byggingar- iðnaði Innnesja eru „þjónustu- íbúðir fyrir aldraða" fyrirferðar- mestar. Þær eru byggðar af kappi í öllum umdæmum og yf- irleitt eru þetta háreistar bygg- ingar, allt að 14 hæðum. Það kvað nefnilega vera svo hentugt fyrir gamalt fólk að þeytast í lyftu heim tii sín og láta sólar- lagsárin líða vel uppi á milli himins ogjarðar. Með góðu og illu Þjónustutumar aldraðra rísa ýmist einn og einn eða fleiri saman. íbúar í námunda við öll þessi hátimbmðu mannvirki em stundum að bera sig upp undan því að þau skyggi fyrir sól og birtu og undirskriftum er safnað og bænaskrár sendar til yfirvalda um að nágrenninu sé hlíft við allri þeirri yfirþyrmandi þjónustulund sem verktakar sýna ellinni. En allt kemur fyrir ekki. Upp rísa þjónustuturnar og byggingafyrirtækin leika við hvem sinn fingur. Þar sem augljóslega er farinn að verða hörgull á gömlu fólki til að taka við allri þjónustunni gegn gjaldi hafa verktakar grip- ið til þess ráðs að lengja ellina. Einu sinni var kauparéttur á „þjónustuíbúðum fyrir aldraða" miðaður við 65 ára aldur. Síðan var farið niður í 60 ára aldurs- mörk og nú er einn þjónustu- tuminn til sölu fyrir þá sem em 55 ára eða eldri. Þessi þróun gengur greini- lega í þá átt sem að var vikið. Það gengur upp, að þegar greiðslu námslána er lokið get- ur fólk farið að huga að íbúða- kaupum og þá liggur beint við að fýrsta fasteignin í eigin eigu verði „þjónustuíbúð fyrir aldr- aða.“ Flott viðskipti Það sem einkum gerir „þjón- ustuíbúðir fyrir aidraða" eins útgengilegar og raun ber vitni er að söluaðilar em komnir í bland við bank- ana að taka stórar íbúðir upp í litlar og em eigend- ur stóm íbúðanna látnir borga á milli. Þessi skrýtni viðskiptamáti er réttlættur með því að litlu íbúð- unum fylgi „þjónusta fyrir aldr- aða“. í nokkmm tilvikum er hún allgóð, eða þar sem sveitar- félögin hafa hönd í bagga og sjá um þjónustuna. Það gera verk- takamir aftur á móti aldrei í neinu tilviki. Það eina sem þeir leggja til er orðaleppurinn „þjónusta" og eitt eða tvö her- bergi í kjallara tumanna þar sem aðstaða er fyrir hárgreiðslu og fótasnyrtingu. Þegar nýbyggingar fyrir gamlingja em orðnar höfúðvið- fangsefni undirstöðuiðnaðar er ekki nema von að hart sé barist í keppninni um verkefnin. Fái maður ekki verkefni em þau búin til, eins og Gaflarar gera á Akureyri og ef mann vantar við- skiptavini er flýtt fyrir ellinni, eins og meistarar gamalmenna- tumsins við Snorrabrautina gera. Og þegar um allt þrýtur er sjálfgefið að farið verður að flytja inn gamalmenni til að skaffa íslenskum byggingariðn- aði eitthvað að gera. Þá verður líka eins gott að svíkjast ekki um þjónustuna. Vítt og breitt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.