Tíminn - 22.05.1992, Side 7

Tíminn - 22.05.1992, Side 7
6 Tíminn Föstudagur 22. maí 1992 Föstudagur 22. maí 1992 Tíminn 7 Norskir embættismenn hafa áhyggjur af því hvernig fara muni, þegar tugir þúsunda rússneskra liðsforingja verða leystir frá störfum í hernum 1. júní nk. og hafa hvorki að störfum, húsnæði né nægum eftirlaunum að hverfa. Hvaða áhrif hefur það á efnahag Múrmansk, en þar eru mörg íbúöarhús gömul og í niöurníðslu? Rússneska heimskautssvæðið Síðan kalda stríðinu lauk hefur hernaðarmáttur fyrr- um sovéska heimsveldisins í raun vaxið hóflega rétt handan landamæranna við Kirkenes í Noregi. Vel vopnuðu brynvörðu herdeildirnar, sem verja norður- arm gamla sovéska hersins, hafa ekki dregið sig til- baka eins og herdeildirnar í Mið-Evrópu. En að öllu öðru leyti virðist kalda stríðið jafndautt í Kirke- nes og annars staðar, og öryggi Norðurlanda gagnvart gamla heimsveldinu í austri er sífellt frekar skilgreint með öðrum hugtökum en hernaðarlegum, s.s. umhverfisöryggi, efnahags- legur og félagslegur stöðugleiki í Rússlandi og aukin viðskipti á norðurheimskautssvæðinu. Og ef eitthvað er, eru þessar nýju öryggisögranir ekkert síður ógnvekjandi en þær gömlu og velþekktu. Eitraða nikkelbræðsl- an rétt við landamær- in og kjamorkuver Eftir hálfrar klukkustundar keyrslu frá Kirkenes inn í Rúss- land er komið að einu tákni nýju skilgreiningarinnar um öryggi. Þar ber við himin ótót- lega þriggja reykháfa nikkel- bræðslu, einhverja þá stærstu í heiminum, sem dælir út í and- rúmsloftið meira brennisteins- tvísýringi en allar eiturspúandi verksmiðjur í Noregi saman- lagðar. Brennisteinssúrt regnið, sem steypist niður úr reykjar- strókunum þrem, hefur breytt mörgum þúsundum ekra af norsku og rússnesku skóglendi í eyðimörk. Það eru fleiri atriði, sem gera það að verkum að norskir stjórnmálamenn líta tauga- óstyrkir yfir landamærin. T.d. hafa rússneskir stjórnmála- menn í heimsókn í Ósió sagt norskum ráðherrum að rúss- neskir liðsforingjar sjái sér ekki fært að brauðfæða konur sínar og börn. Þessir stjórnmála- menn báðu félög hermanna í Noregi um að leggja fram mannúðarhjálp í þeirri von að hún kynni að kæfa óánægjuna, sem er að byggjast upp gegn efnahagslegum umbótum rúss- neskra yfirvalda. Á sviði umhverfismála eru Norðmenn, Finnar og Svíar að vinna að því að komast að nið- urstöðu um hvort umhverfisör- yggi á svæðinu krefjist þess að ríkin þrjú leggi fram fjárhags- aðstoð til að taka þátt í þeirri hreinsun, sem nauðsynleg er til að koma í veg fyrir að nikkel- verksmiðjan valdi frekari skaða. Lengra til austurs eru tveir staðir til viðbótar, sem valda Norðmönnum stöðugum áhyggjum: tveir fyrrum sovésk- ir kjarnakljúfar, sem hafa fram- leitt gufu til raforkuvinnslu í meira en 20 ár. Ríkisstjórn Nor- egs hefur stöðugar áhyggjur af því hversu öruggir þeir séu, og ekki aðeins vegna þess að hrein- dýrakjöt af vissum fjallasvæð- um í Noregi er enn ekki neyslu- hæft vegna geislamengunar eft- Að utan ir skýið frá Tsérnóbýl, sem fór yfir Noreg 1986. Ef þessum kjarnorkuverum yrði lokað, missti 1,2 milljón hermanna og óbreyttra borgara í norðvesturhluta Rússlands raforku, en þar er ekki hægt að lifa veturinn af án þess að hafa stöðugan aðgang að orku. Þess- ar kringumstæður vekja ekki aðeins umhyggju af mannúðar- ástæðum, heldur líka ótta um að flóðbylgja innflytjenda kunni að skella á Noregi. í aprílmánuði viðurkenndu rússneskir embættismenn að sjóher og ísbrjótafloti íýrrum Sovétríkja hefðu losað sig við stóran hluta geislavirks úr- gangs á grynni í Norður-íshaf- inu, sem tilheyra auðugum fiskimiðum á þessum slóðum. Hópur vísindamanna ætlar að gera tilraun til þess í sumar að leggja mat á skaðann. Efnahagsleg og fé- lagsleg röskun líka ógnvekjandi Fyrir utan þá ógn, sem að um- hverfinu steðjar, halda norskir embættismenn því fram að sú stórkostlega efnahagslega og fé- lagslega röskun, sem vofir yfir handan landamæranna, hafi í för með sér ógnun við stöðug- leika, sem skipti ekki minna máli. í næsta mánuði ætlar fyrrum sovéski herinn að hefja mesta samdrátt, sem sögur fara af í liðsafla á þrem áratugum, og fæstir eru reiðubúnir að segja fyrir um félagslegar og efna- hagslegar afleiðingar þess fyrir norðvesturhluta Rússlands. í aprílmánuði kallaði norski utanríkisráðherrann, Thorvald Stoltenberg, rússneska og norska embættismenn á svæð- inu til fundar í Tromsö, til að mæla fyrir að komið verði á sameiginlegum markaði á svæðinu og því að byggja brýr yfir fjögurra áratuga tortryggni og hernaðarhugsunarhátt. „Ef sá dagur rennur upp þegar mörg hundruð þúsunda rúss- neskra flóttamanna koma yfir landamærin okkar, verður það ekki bara vandamál Norð- manna, heldur mun það hafa í för með sér stórkostlegt vanda- mál í Evrópu og annars staðar í heiminum,“ sagði hann aðvar- andi. Ivan I. Menshikov, sem er einkastjórnmálafulltrúi Borisar Jeltsín í Múrmansk, en þangað er aðeins þriggja stunda akstur frá Kirkenes, spáir því að tugir þúsunda rússneskra liðsfor- ingja, sem verða látnir yfirgefa herinn ófúsir, eigi eftir að leggj- ast á efnahaginn frá og með 1. júní, án þess að hafa störf, íbúð- arhúsnæði eða nægileg eftir- laun, og að ástandið eigi eftir að verða, eins og hann sagði, „ljótt“. Á hvaða hátt þetta gæti haft áhrif á Noreg er enn að mestum hluta einungis þungbúnar vangaveltur. „Við þekkjum ekki félagslegt og hagfræðilegt ástand rúss- neska hersins í norðurhlutan- um, og það er þrennt sem við höfum áhyggjur af,“ segir Johan Jörgen Holst varnarmálaráð- herra í viðtali í Ósló. „I fyrsta lagi er það hreinlega frá mann- úðarsjónarmiði. Við viljum ekki að konur og börn svelti. í öðru lagi viljum við ekki eirðarlaus- an rússneskan her og í þriðja lagi viljum við koma á sam- bandi við rússneska herinn til langs tíma á þann hátt að það verði til þess að halda honum utan við stjórnmál.11 Til viðbótar öðrum erfiðleik- um Rússlands segir Menshikov, sem er fyrrum ofursti í sovéska hernum, að herstjórnin, sem lengi hefur ráðið lögum og lof- um á norðursvæðunum, vinni gegn umbótaaðgerðum Jeltsíns. Dag nokkurn ekki alls fyrir löngu sagði rússneski þingmað- urinn fyrir norðurhersvæðið, Leonid B. Gurevich, í Ósló að hann óttaðist óróa í röðum liðs- foringja í sumar. „Sumir hafa beinlínis sagt við mig: Við hrækjum á umbæturnar ykkar,“ sagði hann. Líkurnar á að samdráttur í herafla Rússlands gæti valdið pólitískri ringulreið á norður- landamærum Noregs hafa hrint af stað umræðum í Ósló um bón rússnesku stjórnmála- mannanna um aðstoð frá félög- um hermanna í þessu Nató-ríki við hermannafjölskyldur Rússa. Óákveðnir um aðstoð Sem komið er hefur æðsti her- foringi Noregs, Torolf Rein aðmíráll, svarað því til að ráða- menn í Moskvu ættu að hætta að láta herflugvélar sínar fljúga, og leggja af tilraunir með skotflaugar, ef fé vantar til matarkaupa. Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra er enn óákveðin um hjálparbeiðnina, vegna þess, að því hún sagði í viðtali, að hún er óviss um hvaða áhrif slík aðstoð hefði á ráðamenn í rússneska hernum og hvort hún yrði lýðræðisöflunum til góðs eða ills. Fólk í Kirkenes gerir sér grein fyrir að kalda stríðinu er lokið, en margir hinna fjögurra millj- óna Norðmanna muna eyði- legginguna, sem Þjóðverjar skildu eftir sig þegar þeir lögðu Noreg undir sig í síðari heims- styrjöld. „Við erum hrædd," sagði Ragnar Tönder, hafnarstjóri í Nágrannar Rússlands á heimskautssvæöinu ræða nú um hvort umhverfisöryggi ætti að felast í að bera kostnað af hreinsun á nikkel- bræðsiu, sem spýr út meira brennisteinstvísýringi en allar eiturspýjandi uppsprettur í Noregi til samans. Bodö, bæ sem var jafnaður við jörðu af þýskum sprengjuárás- um. U-2 njósnaflugvélum var flogið þaðan yfir Sovétríkin á sjötta áratugnum. „Við erum hrædd um að eitt- hvað eigi eftir að gerast, eins og t.d. að Rússland lendi í stríði við Úkraínu og að þá verði Nató að fara í stríð,“ segir hann. „Rússar eiga atómsprengjur og eldflaugar og þeir eiga gömul kjarnorkuver, og við óttumst þau vegna þess að við getum ekki enn lagt okkur til munns hreindýrakjöt úr fjöllunum sem urðu fýrir mengun frá Tsérnóbýl." Sextíu prósent langdrægra kafbátakjarnorkuvopna Rússa eru á Kólaskaganum. 1990 bættust við sprengjuflugvélar frá Ungverjalandi á flugvellina í norðurhlutanum, þegar Var- sjárbandalagið féll. Fyrsta sov- éska flugvélamóðurskipið brunaði út af Svartahafi og slóst í för með flotanum á norð- ursvæðinu í vetur sem leið. En jafnvel þó að hófleg upp- bygging eigi sér stað, eru yfir- þyrmandi merki um samdrátt. Á strætum Múrmansk eru rússneskir liðsforingjar á báð- um áttum um umbótastefnuna, en þeir eru stoltir af herarfleifð sinni. Áætlunin um að draga fýrrum norðurhafaflotann sam- an um 40% á næstu þrem árum getur varla verið nógu snemma á ferðinni í augum þeirra, sem þegar þyrstir eftir að komast burt. Hinn nýi yfirmaður norður- hafaflotans, Oleg Yerofeyev varaaðmíráll, sagði í staðar- blaðinu að með því að minnka flotann um þriðjung taki hann 25 til 30 orrustuskip úr um- ferð. En stærsti vandi hans verður breytingar á starfslið- inu. Sumir geta ekki farið Margir liðsforingjar í norður- hafaflotanum eru vonsviknir yfir því að þjónusta þeirra hefur ekki veitt þeim trausta framtíð. „Sjálfur get ég ekki farið úr hernum, vegna þess að ég á hvergi heima,“ segir yfirliðsfor- inginn Vasily Belov, 26 ára gamall. „Ef ég ætti einhvers staðar heima, færi ég. Mig lang- ar til að eignast annað barn, en hef ekki ráð á því núna.“ Ógnvænlegasta ögrunin, sem yfirvöld í Múrmansk og Moskvu þurfa að horfast í augu við núna, er líklega að koma á nýju efnahagslífi í norðvesturhluta Rússlands. Á leiðinni milli Norður-Noregs og Múrmansk er umferðin 10 sinnum meiri nú en hún var fyrir ári. Versl- unarfýrirtæki flytja vestrænar vörur til Rússlands og tilbaka rússneskan fisk, timbur og málmgrýti sem greiðslu. En rússneska heimskauts- svæðið er sköpunarverk sov- éska ríkisins og það þarf meira til en vöruskiptaverslun til að umbreyta því. Stærstu fýrir- tækin hafa verið sovéski her- inn, fiskvinnsla, námugröftur, timburiðnaður og skipaflutn- ingar. Fiskveiðar, námugröftur og timburvinnsla eiga eftir að halda áfram að blómstra og afla harðs gjaldeyris fyrir svæðið og rússneska ríkið. En aðrar greinar iðnaðar virðast ekki eiga sér framtíðar von. Rétt er hafin athugun á því hvort og hvernig breyta megi stóru kafbátasmíðastöðinni í Severodvinsk til að vinna önn- ur verkefni, en enginn í Noregi hefur minnstu trú á að nokkurt einkafyrirtæki gæti haldið uppi því 120.000 manna starfsliði sem áður vann þar. MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI 24. maí 1992 Viltu gera uppkast að þinni spá? 1. AIK — Göteborg BE00 2. GAIS — Öster y xise 3. Frölunda — Diurqárden y [ijHca 4. Kiruna — Hammarby 03 0[U 5. Spárvágen — LuleáN y 6. Vásby — IFK SundsvallN Q 1 i x j2 j 7. Degerfors — BrageA Ei L i ,00 8. Eskilstuna — ForwardA Qnnnrir^ 9. Sirius — VasalundA □ i 1 inrnn 10. Myresjö —- Tidaholmv 0 333321 11. Skövde — Elfsborgv y 1 jst!] 12. Karlskroná — Helsingborgs EE jDEE 13. Landskrona — Mjölbys E rnrxim ■ ■ FJOLMIÐLASPAI © o 3 m © o- cc 5 -1 Ul U- z 8 § i > O Z z ! tr < o z 0C Z3 s O p •o </> £E e ■o 2 </> -J < O < =3 O •>- ■o. -i < SAMTALS 9 1 x vl 1 X X 1 2 1 2 1 1 2 2 4 2 4 2 X 1 2 1 2 2 X 1 X 2 3 3 4 3 1 1 1 1 1 X 1 1 2 1 8 1 1 4 1 X 1 1 1 1 X 1 2 1 7 2 1 5 1 2 2 1 X 2 1 1 X X 4 3 3 6 2 X X 2 X 1 X 1 1 1 4 4 2 7 1 X 1 1 1 1 1 1 X 2 7 2 1 8 2 1 1 1 2 1 1 1 1 1 8 0 2 9 X 2 2 1 2 X 2 1 1 X 3 3 4 10 X X X 2 X 1 1 1 2 1 4 4 2 11 2 2 X 1 2 2 1 1 X 1 4 2 4 12 1 1 2 1 X 1 1 1 2 1 7 1 2 13 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 SÆNSKA KNATTSPYRNAN Staöan í Allsvenskan Trelleborg... 9 522 12-1017 Göteborg.....851217-7 16 Norrköping...9423 17-13 14 AIK..........8332 12-1012 Öster........8242 12-12 10 Örebro.......92 43 7-1210 MalmöFF......92 34 12-11 9 Djurgárden...82 33 16-19 9 CAIS.........8224 5-10 8 V.Frölunda 8143 4-10 7 1. deild suöur Halsingborg .65 10 21-3 16 Landskrona ..6402 9-8 12 Karlskrona... 6 312 11-9 10 Halmstad....62 3 1 6-3 9 Hássleholm ..62 13 7-10 7 Mjölby.......62 13 6-9 7 Kalmar......6033 5-11 3 Leikin......61 05 3-15 3 1. deild norður Sundsvall....55 00 15-2 15 IFKSundsvall 52 2 1 3-2 8 Luleá.........42 02 6-8 6 Kiruna........52 03 7-10 6 Mallarvik....41216-6 5 Spanga........5 1 22 4-8 5 Vásby.........31 02 24 3 Hammarby .... 5 012 3 3-8 2 1. deild austur Brage.........5401 8-412 Vasalund......532 0 6-311 Gávle............5230 5-2 9 Enköping.........5212 4-7 7 Eskilstuna....52 03 64 6 Degerfors.....5113 4-7 4 Forward......5113 7-7 4 Sirius........5 104 4-7 4 1. deild vestur Gunnilse....642 0 17-8 14 Hacken...... 6330 11-5 12 Alvsborg....532 0 13-9 11 Tidaholms.... 5221 7-7 8 Myresjö........5 2 03 6-8 6 Oddevold........5113 5-15 4 Skövde......6105 4-8 3 Motala......6 024 8-15 2

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.