Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 17. júní 1992 Endurskoðun jarða- og ábúðarlaga í augsýn: Nefnd landbúnað* arráðherra skilar af sér á næstunni Nefnd, sem fjallar um eignarrétt á jörðum og þau réttindi sem honum tengjast í löggjöf EB- og EFTA- ríkjanna, skilar frá sér greinargerð á næstu dögum. Þegar greinargerð nefndarinnar liggur fyrír, verður hún metin á pólitískum forsendum og í framhaldi af því verður faríð af stað með endurskoðun á jarða- og ábúðarlögum. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra segir að vinna nefndarinnar sé grundvallarvinna og að ekki hafi ver- ið hægt að gera breytingar á jarðar- og ábúðarlögum fyrr en farið hafi verið í saumana á löggjöf Evrópu- ríkjanna. í lögum EES er ekki heimilt að gera greinarmun á mönnum eftir þjóð- erni hvað varðar kaup á landi eða jörðum, og engir eignarréttarfyrir- varar hafi komið fram af íslands hálfu í þeim samningum. Halldór Blöndal segir hins vegar að í endur- skoðuðum jarða- og ábúðarlögum væri hægt að setja annars konar skilyrði, eins og að menn hafi búsetu hér á landi, skilyrði um atvinnu- rekstur eða skilyrði um forkaupsrétt sveitarfélaga. Veitingaskálinn Brú í Hrútafirði: 20 ár frá opnuninni Veitingaskálinn Brú í Hrútafirði hefur hafið sumarstarf sitt. Nýr og glæsiiegur matseðill hefur verið hannaður í tilefni af 20 ára af- mæli skálans. Auk þess verður boð- ið upp á hefðbundna grillrétti, smurt brauð, kaffi og kökur. Kaupfélag Hrútfirðinga á Borð- eyri rekur skálann og í sumar sjá Guðlaug Jónsdóttir rekstrarfræði- nemi og Guðlaug Jónasdóttir mat- reiðsiumaður um reksturinn. Skálinn er opinn alla daga vik- unnar frá 8:00-23:00. —GKG. Tillaga aö Ingólfstorgi, sem dómnefnd mælir meö til frekari útfærslu. Framkvæmdir á Steindórs- og Hallærisplani að hefjast og á að Ijúka á næsta ári: Borgartorg Ingólfs Sigriður Jónsdóttir félagsfræóingur skýrir frá niðurstöðum rann- sókna á stööu aldraöra kvenna á Norðurlöndunum. Tímamynd: Árni Bjama Könnun á stöðu gamalla kvenna á Norðurlöndum: Konur til þjónustu- og umðnnunarstarfa Borgarstjórn efndi í vetur til hugmyndasamkeppni um skipulag í Kvosinni, eða svæði því sem nefnt hefur verið Hótel íslandspian eða Hallærisplan og Steindórsplan. Byggingamefnd samþykkti í nóvem- ber 1991 að nafh á torgi þar skyldi vera Ingólfstorg, og var það samþykkt í borgarstjórn skömmu síðar. Um sama leyti var á fundi skipulags- nefndar lögð fram tillaga um lokaða hugmyndasamkeppni um útfærslu Ingólfstorgs. Hugmyndasamkeppni þessi var boðskeppni og var sex arki- tektastofum boðin þátttaka. Dómnefnd lauk í vikunni störfum sínum og tilkynnti úrslit. Niðurstaða dómnefndar er að mæla með tillögu númer eitt sem grundvöll að útfærslu. Tillöguna unnu arkitekt- amir Eb'n Kjartansdóttir, Haraldur Öm Jónsson og Helga Benediktsdótt- ir. Þar er höfuðáhersla lögð á Ingólfs- torg sem „Borgartorg" og að Borgar- torg og Grófartorg standi sem sjálf- stæð torg. Dómsnefnd telur að tillag- an hafi látlaust yfirbragð og aðlagist vel umhverfi sínu. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að Ijúka framkvæmdum við torgin á næsta ári. Ingólfstorg er nafn á því svæði, sem afmarkast af Aðalstræti, Hafnarstræti, Veltusundi og Vallarstræti. Grófar- torg er nafn á því svæði, sem er norð- an við Vesturgötu 1, meðfram Gróf- inni að TVyggvagötu. Borgin hefúr nú keypt elsta verslunarhús í borginni, Aðalstræti 2, en það var byggt 1885, og einnig Vesturgötu 1. í þessum hús- um hefur verslunin Geysir verið til húsa um árabil. Húsin verða nú nefnd Borgarhús og samkvæmt tillögunni verða þau nýtt til menningar-, félags- og kynningarstarfsemi. Lögð er áhersla á að Borgarhús tengi torgin. Til þess að gera götumynd Aðalstræt- is heillegri, hefur borgarráð ákveðið að reist verði hús í stíl Innréttinganna á lóð Aðalstrætis 12, auk þess sem stefnt er að ákveðinni uppbyggingu á lóðunum Aðalstræti 14 og 16. Sýning á tillögunum mun standa yf- ir í Geysishúsi til 15. júlí næstkom- andi. Gamlar konur á Norðurlöndum eiga þaö sameiginlegt aö makaval var af- gerandi fyrir lífshlaup þeirra, og þær giftu sig til aö fá efnahagslegt öryggi. Karlamir aftur á móti til aö fá þjón- ustu og umönnun. Konumar búa við Iélegri lífskjör en karlamir. Þær hafa þó traustari og betri félagsleg tengsl en þeir. Þannig hljómar niöurstaða samnorræna rannsóknarverkefnisins „Gamlar konur á Noröurlöndunum". Einnig kemur í ljós að þeim fjölgar stööugt, sem búa einir á Norðurlönd- um. Gamlar konur fara þar fremstar í flokki og í Danmörku búa 70% gamalla kvenna yfir 70 ára aldri einar. Sam- bærilegt hlutfall karla er aöeins 30%. Á hinum Norðurlöndunum búa tæplega 50% kvenna á ellilífeyrisaldri einar, borið saman við u.þ.b. fimmtung karla á sama aldri. Bameignamynstrið hefur mikið breyst milli kynslóða. Konur, sem nú eru komnar yfir áttrætt, eignuðust böm sín síðar á ævinni á löngum tíma. Gömlu konur morgundagsins vom yngri, þegar þær eignuðust sín böm, og vörðu styttri tíma af lífi sínu til bameigna. Þeirra böm verða því farin að nálgast ellilífeyrisaldurinn þegar mæðumar verða gamlar og hjálpar- þurfi. íslendingar eiga flest böm af jafnöldrum sínum á Norðurlöndun- um. Þeir hafa einnig mest samskipti við þau, konur þó meir en karlar. Missi gamall maður konu sína, getur það nægt honum til að fá heimilis- hjálp, en kona verður að sýna fram á lé- legt heilsufar til þess að fá það sama. Rannsóknin leiddi í Ijós að íslenskar gamlar konur em virkastar í launa- vinnu og vinna einnig lengst gamalla kvenna á Norðurlöndum. En mennt- unarlegt jafnrétti milli kynja er minnst hér á landi og mest í Svíþjóð. Almennt er jafnrétti varðandi menntun mjög lítið á Norðurlöndum. Mikill munur er á efnahagslegri stöðu milli hjóna og einhleypinga. Þeir, sem búa einir, em í hópi þeirra, sem hafa hvað minnst handa á milli, og stór hluti þeirra em konur. —GKG. Sýslumannshúsið í Vík í Mýrdal. Þar er nú gistihúsið Ársalir. Tímamynd: SBS Vík í Mýrdal: NÝTT GISTIHÚS Um hvítasunnuhelgina var opnað nýtt gistihús í Vík, Arsalir. Ársalir er til húsa í gamla sýslumanns- húsinu, sem svo er kallað. Eigend- ur þess eru hjónin Kolbrún Hjör- leifsdóttir og Símon Þór Waag- fjörð. Gistihúsið Ársalir er þriggja hæða og blasir við á vinstri hönd, þegar komið er til Víkur niður veginn um Grófargil. í húsinu eru fimm tveggja manna gistiherbergi á ann- arri hæð og í kjallara verður svefn- pokapláss. Á miðhæðinni er mat- salur, en um helgar verður þar jafn- framt greiðasala. Þau Kolbrún og Símon eru kenn- arar við Ketilsstaðaskóla í Mýrdal. Verður þessi ferðaþjónusturekstur sumarstarf þeirra. Kolbrún segist hafa trú á þessum rekstri, enda sé Vík miðsvæðis þegar haldið er í ferðalög um Suðurland. —SBS Selfossi. Lögfræðingafélag íslands: Þarf að breyta stjórnarskrá vegnaEES- samningsins? Lögfræðingafélag íslands boöar til opins borgarafundar í Súlna- sal Hótel SÖgu laugardaginn 20. júm' næstkomandi klukkan 13.30-16.00. Pundarefni en Þarf að breyta stjómarskránni vegna EES-samningsins? Fund- urinn er haldinn í samvinnu við Rás 1 og honum verður útvarp- að. Pramsögumenn verða Ðavíð Þór Björgvinsson dósent, og Guömundur Alfreðsson, lög- fræðingur hjá Sameinuðu þjóð- unum. Að loknum framsöguer- indum verða hringborösumræð- ur, sem Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður stýrir. Auk frummælenda og stjómanda veröa þátttakendur í umræöun- um þau Lilja Ólafsdóttir log- fræðingur, Ragnar Aðalsteins- son hæstaréttarlögmaður og for- maður Lögmannafélags íslands, og Stefán G. Þórisson lögfræð- ingur. Fundargestir munu geta beint spumingum til hring- borðsins um fundarefnið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.