Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.06.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. júní 1992 Timinn 3 Fiskveiðasjóður fær 890 milljónir að láni hjá Norræna fjárfestingarbankanum til að borga fyrir Ijögur fiskiskip frá Noregi: Lán til Islendinga 7 sinnum hærri en annarra Norðurlanda Piskveiðisjóður íslands hefur nýlega fengið 890 milljónir kr. að láni hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB). í fréttatilkynningu frá NIB segir að lánið sé tekið til þess að fjármagna hluta af nýjum út- lánum Fiskveiðisjóðs í tengslum við nýsmíði á fjórum fiskiskipum í Noregi, sem afhent verða síðar á þessu ári. Alls hefur NIB samþykkt 2,2 millj- arða króna lánveitingar til sjö ís- lenskra lántakenda það sem af er þessu ári. Sérstaka athygli vekur, að af 270 milljarða heildarútlánum NIB til allra Norðurlandanna hafa um 8,2% (rúmlega 22 milljarðar) farið til þeirra 1,1% Norðurlanda- búa sem eiga heima á íslandi. Þetta þýðir hlutfallslega 7 sinnum hærri lánveitingar til íslendinga en ann- arra Norðurlandabúa. Fiskveiðisjóður er meðal stærstu einstakra lántakenda NIB á íslandi, samkvæmt fréttatilkynningu bank- ans. En heildarlán hans til Fiskveiði- sjóðs nema nú orðið 2,8 milljörðum króna. Eftirspurn eftir lánum í ISK (íslenskum krónum) segir bankinn hafa aukist samfara lækkandi vö)rt- um á íslandi. Útborguð lán til ís- lands verða komin í 1,8 milljarða króna á miðju ári. Að sögn NIB er bankinn stærsti einstaki erlendi lánveitandinn til ís- lands. Heildarútlán bankans eru um 310 milljarðar króna, hvar af 270 milljarðar eru lán til Norðurland- anna. Rösklega 22 milljarða lán til íslands samsvari því rúmlega 7% heildarútlána bankans og rúmlega 8% af öllum útlánum hans til Norð- urlandanna. Þetta eru mjög há hlut- föll þegar til þess er litið að 260 þús- und íslendingar eru aðeins um 1,1% þeirra 23,2 milljóna manna sem búa á Norðurlöndunum öllum. Ný stjóm NIB tók til starfa þann 1. júní sl. Af íslands hálfu sitja í henni prófessor Guðmundur Magnússon, sem varaformaður til næstu tveggja ára, og Bjöm Friðfinnsson ráðu- neytisstjóri. - HEI Utanferðir aldrei verið fleiri en erlendir ferðamenn litlu fleiri en fyrir fimm árum: Feröamönnum fækkar — nema íslenskum Um 700 færri erlendir ferðamenn lögðu hingað Icið 1988 32.000 39.800 sína núna í maí en f sama mánuð! síðustu tvö árin. 1989 32.700 41.200 Alls er fjöldi erlendra ferðalanga 34.100 manns 1990 33.900 41.100 fyrstu fimm mánuði ársins, sem er nánast sami 1991 34.900 39.600 fjöldi og f maflok 1990. íslendingar virðast hins 1992 34.100 43.800 vegar stefna f að slá öli sín fyrri met í utanferðum. Um 11.200 sneru heimleiðis f maímánuði og alls Pjölgun: 2.600 8.900 var Qöldi þeirra 43.800 fyrstu fimm mánuðina. Þetta er um 4.200 manna fjölgun frá sama tíma f Utanferðum okkar hefur þannig fjölgað meira en fyrra og sömuleiðis um 2.500 utanforum fleira en þrísvar shmum hraðar heldur en útlendingunum nokkru sinni áður á sama fimm mánaða tfmaböi. sem hcimsækja okkur í mótí. Hlutfalislega hefur Fróðlegt getur verið að skoða þróunina í ferða- útlendingum aðeins fjölgað um 8% þessi fimm ár iögum milli landa síðustu 5-6 árín eða svo — Ld. en íslendingum aftur á móti um 26% á sama tíma. bæði fyrír þá sem nú byggja upp gistihús í tugatali Þótt hér sé aðeins um fimm mánaða tímabö að ásamt annarrí ferðamannaþjónustu og hlnna sem ræða gefa þessar tölur a.m.k. vísbendingu um það blöskrar eriend skuldasöfnun (gjaldeyriseyðsta um- að fjölgun eriendra ferðamanna utan hásumartúna- fram gjaldeyrisöflun) þjóðarinnar. bilsins virðist ganga ósköp hægt — og á hlnn bóg- inn að blessunariega margir íslendingar virðast Fjöldi millilandafara janúar/maí ekki eins blankir og ætla mætti af umræðunni f 5 máiu: Útiendingan íslendingan þjóöfélaginu. 1987 31.500 34.900 - HEI Nýr ríkis- endur- skoðandi Forsætisnefnd Alþingis hefur ráð- ið Sigurð Þórðarson vararíkisendur- skoðanda í stöðu ríkisendurskoð- anda. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út 1. júní síðastliðinn og að- eins tveir sóttust eftir stöðunni, Sig- urður og Sveinn Arason, skrifstofu- stjóri í ríkisendurskoðun. Sigurður Þórðarson er ráðinn í starfið frá 1. júlí næstkomandi til sex ára. Ráöuneyti sameinuö Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur ákveðið að sameina starfslið og húsnæði iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyta og tók hin nýja tilhögun gildi þann 2. júní sl. Afgreiðsla viðskiptaráðuneytisins hefur því verið flutt og sameinuð af- greiðslu iðnaðarráðuneytisins á þriðju hæð í austurenda Amarhvols. Inngangur er frá Lindargötu við hlið Hæstaréttar. Símanúmer hins tvíhöfða ráðu- neytis er nú 609070 og bréfsími er 621289. Karlakórinn Heimir í Skagafirði í tónleikaferð sem hefst í dag í Borgarfirðinum: Söngferð um S-vesturland Frá Guttormi Óskarssyni fréttarit- ara Tímans í Skagaflrði. Karlakórinn Heimir í Skagafirði er nú á söngferðalagi um Suðvestur- og Suðurland og verða haldnir alls fimm tónleikar með kómum. Fyrstu tónleikar Karlakórsins Heimis verða í kvöld, 17. júní, að Logalandi í Borgarfirði. Annað kvöld syngur kórinn í félagsbíói í Keflavík kl. 21 og á föstudagskvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Langholtskirkju í Reykjavík. Á laugardaginn kl. 13.30 syngur kórinn í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði en lokatónleikarnir verða síðan um kvöldið kl. 20.30 í fé- lagsheimili Biskupstungnamanna í Aratungu. Að tónleikum loknum verður dansleikur þar sem hljóm- sveit Geirmundar Valtýssonar leik- ur. Á fjölbreyttri söngskrá karlakórs- ins Heimis eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Þeirra á meðal eru tvö lög eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson sem ekki hafa áður verið flutt opin- berlega. Söngstjóri kórsins er Stef- án R. Gíslason og undirleikari er Thomas Higgerson. Kartakórinn Heimlr í Skagafirði \k ; 0 I í| ■ v f : ?" ' f ?¥ Z' ,, W ■ ' Ci H'a 4>. Upprunalega heyþyrlan DEUTZ-FAHR fjölfætlan Vinnslubreiddirfrá 5,20 upp í 7,60 m. Drag- tengdar eða lyftutengdar. Með strekkingarbúnaði sem dreifir heyi frá skurð- um og girðingum. Eigum fyrirliggjandi allar gerðir DEUTZ-FAHR fjölfætlna. Hagstætt verð. ÞÓR F AbMÚLA 11 - BlMl 081500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.