Tíminn - 01.07.1992, Síða 12

Tíminn - 01.07.1992, Síða 12
Sérfræðinganefnd á vegum umhverfisráöuneytisins hefur unnið skýrslu um útstreymi gróðurhúsalofttegunda á íslandi árið 1990 og var hún kynnt á blaðamannafundi sem Eiður Guðnason, umhverf- isráðherra boðaði til í gær. Umhvefisráðherra undirritaði á dögunum á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Janeiro alþjóðleg- an samning um loftlagsbreytingar. Með samningnum skuldbinda þró- uð ríki sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í and- rúmsloftið. Skýrsla sérfræðinga- nefndarinnar mun skapa þann grundvöll sem nauðsynlegur er við alla stefnumótun á þessu sviði hér á landi á næstu árum og jafnvel ára- tugum. Formaður nefndarinnar var Jón Gunnar Ottósson. Hann segir að ár- ið 1990 hafí ekki verið valið af handahófi, það ár er nú alþjóðlega viðurkennt sem viðmiðun og nú komið inn í mjög marga alþjóðlega samninga og skuldbindingar. Hann segir að samningurinn sem gerður var í Ríó de Janeiro hafi innifalið skuldbindingar þjóða um að gera skýrslu um ástandið í hverju landi. Við íslendingar séum því með þess- ari skýrslu komnir einu skrefi lengra en margar aðrar þjóðir í þessu starfi. í framhaldi af skýrsl- unni verður leitað leiða til að tak- marka útstreymi þessara loftteg- unda. Hugmyndin er að senda skýrsluna til mjög margra aðila til umsagnar, til að fá hugmyndir til að byggja síðan á þá vinnu sem fram- undan er. Einnig verður skýrslan send utan og notuð á alþjóðlegum vettvangi. í skýrslunni er staðfest að talsvert útstreymi gróðurhúsalofttegunda er á íslandi af manna völdum. Aðal- lega er um að ræða koltvíoxíð frá eldsneyti, metan frá sorphaugum og húsdýrum, tvíköfnunarefnisoxíð frá eldsneyti og áburði, CFC-efni frá Umhverfisráöherra ásamt sérfræöinganefnd sinni. Frá vinstrí: kælikerfum og harðfroðu og brenn- issteinsoxíð sem aðallega kemur frá Forseti ASl fer fram á að borgaryfirvöld endurskoði ákvörðun um fargjaldahækkun SVR: Fargjöld strætó hækka yfir 20% aö meðaltali „Miðað við framangreindan út- reikning virðist meðalhækkun fargjalda hjá þeim hópi sem breytingamar ná til vera yfir 20%. Eg gerí ekki ráð fyrir að það hafi verið ætlun borgaryfir- valda að hækka fargjöld strætis- vagna og óska því eftir því að ákvörðunin verði tekin til end- urskoðunar," segir í niðurstöðu bréfs sem Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, hefur sent Markúsi Erai Antonssyni borg- arstjóra. Vegna ákvörðunar sem nýlega var greint frá um breytt fyrir- komulag á fargjaldagreiðslum Strætisvagna Reykjavíkur hefur ASÍ gert tilraun til að reikna út hver áhrif sú breyting hefði á fargjaldagreiðslur einstakra hópa og að meðaltali. Breyting- in felur í sér að staðgreitt far- gjald fullorðinna (12 ára og eldri) hækkar úr 70 kr. í 100 kr., eða um 43%. Hætt verður að selja afsláttarkort með 8 og 20 miðum, en þess í stað seld 10 miða kort. Um leið verður verð ódýrastu miða hækkað úr 50 kr. í 90 kr., eða um 80%. Þá verða tekin upp ný mánaðarkort, sem eiga að kosta 2.900 kr. og verða gefin út á handhafa þannig að , fleiri en einn geta notað þau til skiptis. Eigi meðalverð fargjalda ekki að hækka þarf hagræði af mán- aðarkortunum að vera það mik- ið að það vegi upp framan- greinda (43%) hækkun á stað- geiddu verði og (80%) á afslátt- armiðum. Ljóst er að til þess þarf mikil ferðalög út á kortið. K’í áformað verð þeirra sam- svarar 58 ferðum mánaðarlega m.v. afsláttarmiða á núgildandi verði. Breytingin er því óhag- stæð öllum sem fara færri en 58 ferðir með strætisvagni á mán- uði. En miðað við að mánaðar- kortið nýtist í 70 sinnum á mán- uði lækkar ferðakostnaður hins vegar um 17% (eða 600 kr. á mánuði) m.v. núgildandi verð. Þegar hins vegar ódýrustu af- sláttarmiðar hafa verið hækkað- ir úr 50 kr. í 80 kr. verður þó hagstæðara að kaupa mánaðar- kort íyrir þann sem fer fleiri en 32 ferðir á mánuði með strætis- vagni. (32 ferðir kosta núna 1.600 kr. en verða 2.900 kr. með mánaðarkorti). Reynsla undan- farinna ára er sú að um 37% far- þega (annarra en barna og aldr- aðra) staðgreiða en 63% greiða með afsláttarmiðum, þar af 59% með ódýrustu miðunum. Sam- kvæmt þessum forsendum reiknar ASÍ meðalfargjaldið fýr- ir breytingu þannig: 37% farþ. x70 kr. = 25,90 efna, er hlutfallslega meiri hér á út í andrúmsloftið verði ekki meiri 4% „ x 62,50 kr .= 2,50 landi en annars staðar. Ástæða þess árið 2000 en hún var árið 1990. 59% „ x50 kr. = 29,50 er mikil notkun þessara efna í -BS Meðalfargjald = 57,90 kr. ASÍ áætlar að eftir breytinguna muni Ijórðungur þeirra sem nú kaupa afsláttarmiða gera það áfram en 3/4 þeirra fara á mánað- arkort. Þá lítur dæmið þannig út, miðað við að mánaðarkortið sé að meðaltali notað í 70 ferðir: 37% farþ .x 100 kr. = 37,00 16% „ x 90 kr. = 14,40 47% „ x -41,40 kr.= 19,40 Meðalfargjald = 70,60 kr. Meðaltalsfargjaldið mun sam- kvæmt þessu hækka úr 57,90 kr. upp í 70,60 kr., eða um tæplega 22%. Fargjöld bama (11 ára og yngri) og aldraðra haldast óbreytt. Farþegafjöldi SVR var kominn niður í 7,3 milljónir árið 1990, sem þýðir 75 ferðir á hvem borgar- búa að meðaltali yfir árið. Um 2,2 íbúa vom þá um hverja fólksbif- reið. Tíu ámm áður vom farþegar rúmlega 11 milljónir, þ.e. 132 ferð- ir á íbúa að meðaltali. Þá vom 2,6 íbúar um hverja fólksbifreið. - HEI framleiðslu áls. í tonnum talið losn- ar iangmest af koltvíoxíði, u.þ.b. 2,9 milljónir tonna árið 1990, en aðeins um 21 þúsund tonn af öðrum gróð- urhúsalofttegundum. Ef miðað er við fólksfjölda var út- streymi koltvíoxíðs vegna athafna innanlands sambærilegt við út- streymi á Norðurlöndunum og í ýmsum iðnríkjum t.d. Bretlandi og Japan, þrátt fyrir notkun vatnsafls og jarðvarma hérlendis. Vegur þar þungt hinn hlutfallslega stóri fisk- veiðifloti íslendinga og víðfeðmt flutningakerfi landsins. Ef hús væru hituð hér með olíu myndi út- streymi koltvíoxíðs tvöfaldast. Útstreymi CFC-efna, klórflúorkol- frystikerfum. Einnig er útstreymi flúorkolefna mikið hér á Iandi, mið- að við önnur lönd. Efnin myndast við framleiðslu áls, en segja má að samkvæmt höfðatölu séum við ís- lendingar stórframleiðendur áls miðað við önnur lönd heimsins. í skýrslunni eru upplýsingar um magn þessara efna og ýmissa ann- arra og hver áhrif þau hafa á loft- hjúp jarðar. Eins og áður sagði er það framtíð- arverkefni sérfræðinganefndarinn- ar að finna út hvernig minnka megi útstreymi gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Markmiðið er sam- kvæmt samþykkt Sameinuðu þjóð- anna frá 1990 að losun koltvíoxíðs Aðalfundur Miklagarðs hf.: HLUTAFÉ FÆRT NIÐUR Verulegur árangur hefur náðst við sameiningu Verslunardeildar Sam- bandsins og Miklagarðs þegar á fyrsta starfsári hins sameinaða fyr- irtækis. Sameiginlegur hallarekst- ur fyrirtækjanna hefur lækkað verulega eins og fram kom á aðal- fundi Miklagarðs hf. Á fundinum var afkoma ársins 1991 kynnt sem og áætlanir um rekstur áranna 1992 og 1993. Einnig var samþykkt að færa hluta- fé félagsins niður um tæpar 483 milljónir króna til að mæta ójöfn- uðu tekstrartapi en jafnframt sam- þykktu hluthafar heimild til að auka hlutafé félagsins í 420 milljónir króna í því skyni að styrkja eiginfjár- stöðu félagsins og tryggja framgang fyrirliggjandi áætlana. Þær nýjungar sem bryddað hefur verið upp á í smásölurekstri Mikla- garðs hf. á undanförnum mánuðum hafa skilað góðum árangri fyrir reksturinn og neytendur á höfuð- borgarsvæðinu. Vonir eru bundnar við að aukið samstarf takist með Miklagarð hf. og kaupfélögunum. í stjórn voru kosnir Guðjón B. Ólafs- son formaður og aðrir í stjórn þeir Guðjón Stefánsson, Jón Þór Jó- hannsson, Margeir Daníelsson og Sigurður Markússon. —GKG. '* HGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 = ■ =11 BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðunifs HEHM ■ BÍLAPARTASALA Flugumýri 18D ■ Mosfallsbm Sfmar 868138 8 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 ððruvísl bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 HOGG- jy DEYFAR Versiið hjá fagmönnum GS varahluti Hanarshöfða 1 - s. 67-67-44 TVOFALDUR1. vinningur i xminn MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ1992 Skýrsla um gróðurhúsalofttegundir: Utstreymi koltvíoxíðs svipað hér og í nágrannalöndunum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.