Tíminn - 25.08.1992, Page 3

Tíminn - 25.08.1992, Page 3
Þriðjudagur 25. ágúst 1992 Tfminn 3 Rússneskur listamaður gerir höggmynd af þekktum íslendin^um: Höggmynd af Olafi Jóh. Um skeið hefur dvalist hér á landi rússneskur myndhöggvari, Pyotr Shapiro að nafni, en sýning verður haldin á verkum hans hér á landi í október. Shapiro hefur unnið að gerð höggmynda af þremur þekktum ís- lendingum, Ólafi Jóhannessyni, fyrr- um forsætisráðherra, Halldóri Lax- ness rithöfundi og Sveini Bjömssyni, fyrrum forseta ÍSL Shapiro er vel þekktur listamaður í heimalandi sinu. Hann og fjölskylda hans hafa þó mátt þola ýmislegt í Sov- étríkjunum, landi kommúnismans. Foreldrar Shapiros sátu í fangabúðum á Stalínstímanum. Hann ólst því upp á bamaheimili og var meinað um að setjast í listaskóla á þeirri forsendu að hann væri bam óvina þjóðarinnar. Tímamymlir Arai Bjaraa Pálmi Jónsson segist vera feginn að vera laus úr fjárlaganefnd: Björn og Sturla nýir í forystu fyrir nefndum í gær var Björn Bjamason kosinn formaður utanríkismálanefndar í stað Eyjólfs Konráðs Jónssonar sem ekíd hlaut kosningu í nefnd- ina. Rannveig Cuðmundsdóttir var endurkjörin varaformaður utanrík- ismálanefndar. Karl Steinar Guðna- son var endurkjörinn formaður fjárlaganefndar, en varaformaður var kjörinn Sturla Böðvarsson. Hann tekur við stöðunni af Pálma Jónssyni. Það hefúr vakið nokkra athygli að Pálmi Jónsson skuli hætta í fjárlaga- neftid, en þar hefur hann átt sæti í um 20 ár. Tíminn spurði Pálma hvort honum hafi verið bolað úr nefndinni. Hann sagði það af og frá. Hann hefði getað fengið að sitja áfram í nefndinni ef hann hefði óskað eftir því. Pálmi sagðist hafa óskað eftir því að fá að hvíla sig á erf- iðum og annasömum störfum í fjár- laganefrid. Raunar hefði hann sett fram slíka ósk í fyrrahaust, en þá hefði verið talið rétt að hann sæti þar eitthvað áfram vegna þess að aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni hefðu litla þingreynslu. Pálmi viðurkenndi hins vegar að það væri ókostur að með brottför sinni úr nefndinni hefði Norður- landskjördæmi vestra engan fulltrúa Iengur í nefndinni. í stað Pálma settist Árni M. Mathiesen í fjárlaga- nefnd. Pálmi verður nú formaður sam- göngunefndar og sest í forsætis- nefnd þingsins. -EÓ BÆNDUR Haustverkfæri á góöu veröi • KUHN jarðtætarar íslenskar sumarbúðir fyrir börn í Kanada: • HANKMO hnífaherfi • FRASER 5 tonna sturtuvagnar 60 börn á sumri Allt frá árínu 1974 hafa sumarbúð- ir verið starfræktar skammt frá Gimli í Kanada þar sem börnum er kennd íslensk tunga og sagt frá ís- lenskri menningu. Bömin em á aldrinum 7-14 ára og er þeim boðið að dvelja í búðunum í eina viku í ágúst. Þau em yfirleitt um 60 talsins. „Búðimar em skipulagðar eins og skólar, við kennum börnunum ís- lensku, íslenska tónlist, segjum þjóðsögur og svo er boðið upp á íþróttir og föndur," segir Gunnvör Daníelsdóttir, einn aðstandenda sumarbúðanna. „Þriðja hvert ár em jólin höfð sem sérstakt umfjöllunar- efni í vinnu barnanna.“ Sömu bömin koma ár eftir ár f búðirnar og margir kennaranna sem þar starfa nú dvöldu þar sem börn. Bömin koma alls staðar að úr Kanada en einnig úr Bandaríkjun- um. Flest em af íslenskum ættum en stundum ber einhver að garði sem svo er ekki ástatt um. „í sumar komu tveir piltar ættaðir frá Kólumbíu í föðurætt og Eng- landi í móðurætt með íslenskættuð- um vini sínum. Þeir skemmtu sér vel en fannst allra verst að vera ekki ljóshærðir og bláeygðir eins og hin- ir,“ segir Gunnvör. íslendingar em þeir einu í Winnip- eg sem hafa barnasumarbúðir en hinar þjóðirnar, s.s. Úkraínar, starf- rækja fjölskyldusumarbúðir. Gunnvör segir að í búðunum hafi áhugi margra bama vaknað á íslandi og síðar meir hafi sum þeirra jafnvel sótt skóla á íslandi eða sótt sumar- námskeið í íslensku. „Ættir þeirra bama sem koma í búðimar hafa stundum búið í Kanada í 5. eða 6. JpK verneland RULLU- PÖKKUNARVÉLAR Kverneland vélarnar eru mest seldu rúllupökkunarvélarnar hérlendis og hafa verið lengst á markaðnum. TVÍMÆLALAUST BESTU KAUPIN Á MARKAÐNUM J@u^RDG!í) ' TUídsOttfý ættlið og bömin verða því kanadísk. Það er því nauðsynlegt að halda við íslenskri þjóðernisvitund hjá þeim,“ segir Gunnvör að lokum. —GKG. Ávinnsluherfi BÖGBALLE áburðardreifarar Nánari upplýsingar hjá okkur og umboðsmönnum. Mldsorffý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-634000 HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK • SÍMI 91-634000 ISLENSK HONNUN URISLENSKRIULL HONNUNARSAMKEPPNI ÍSTEX HF. efnir til samkeppni um hönnun á handprjónapeysum úr íslenskum náttúrulitum (sauðalitum) eingöngu. Megináhersla er lögð á hönnun úr hespu- og plötulopa, en einnig er heimilt að nota aðrar bandtegundir, s.s. flos, einband eða tvíband. Stefnt er að því að velja allt að 15 hugmyndir til útgáfu í handprjóna- blaði. Fyrir hverja hugmynd sem valin er verður greitt kr. 25.000,- Fyrir útfærða hugmynd að peysu verður greitt kr. 10.000,- aukalega. Þá verða veitt verðiaun fyrir 3 bestu hugmyndirnar 1. verölaun kr. 150.000 2. verólaun kr. 100.000 3. verölaun kr. 50.000,- Þátttakendur eru beðnir um að skila inn fullprjónuðum peysum til ÍSTEX í Mosfellsbæ fyrir 25. nóvember 1992. Nafn og simanúmer skal fylgja í lokuðu umslagi, merktu með dulnefni. Vai og verðlaunaafhending er fyrirhuguð 4. desember 1992. Peysum, sem ekki eru valdar, verður skilað aftur til eigenda. Nánari upplýsingar ásamt litaspjöldum fást hjá ÍSTEX í Mosfellsbæ kl. 9-16 alla virka daga. PÓSTHÓLF 140 - 270 MOSFEKLLSBÆ - SlMI 91-6663000 - MYNDSENDIR 91-667330

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.