Tíminn - 25.08.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 25.08.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriðjudagur 25. ágúst 1992 SUF-þing á Egilsstöðum 28.-30. ágúst DAGSKRÁ Föstudagur 28. ágúst: Kl. 16.00 Setning. Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF. Kl. 16.30 Kosning embættismanna, skipað I nefndir Kl. 16.45 Ávörp gesta. Kl. 17.15 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldverður. Ki. 20.00 Fyririestrar um sjávarútvegsmál. Jón Kristjánsson, vatnaliffræöingur Svanbjöm Stefánsson, forstjóri Fyrirspumir og umræður. Kl. 21.30 Nefndastörf. Kl. 22.30 Óvæntar uppákomur á Munaðarhóli og/eða I Hliðskjálf. Laugardagur 29. ágúst: Kl. 08.30 Árbltur. Kl. 09.00 Nefndastörf. Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé. Kl. 16.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.00 Kosningar. ðnnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 19.30 Grillveisla að hætti Héraösbúa. Kl. 23.00 Sveitaball (með þverpólitisku yfirbragöi) Sunnudagur 30. ágúst: Kl. 09.00 Árbltur. Brottför. Héraðsmót framsóknar- manna, Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 29. ágúst og hefst kl. 21. Ávarp: Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. Galgoparnir frá Akureyri sjá um skemmtidagskrá. Hljómsveit Geirmundar leikur og syngur fyrir dansi. Allir í stuöi! Varanleg lausn á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfri. Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur. Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum. Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum. Sterkt og fallegt. Marmaraiðjan, Höfðatúni 12. Sími 629955. Fax 629956. Anamaðkar Nýtíndir ánamaðkar til sölu á kr. 20,- stk. Sími 41224 og eftir kl. 18. ------------------------------------------------------^ ií Faöir okkar, tengdafaöir, afi, langafi og langalangafi Jómundur Einarsson Örnólfsdal, Þverárhliö lést á heimili sínu 18. ágúst. Útförin fer fram frá Norötungukirkju miö- vikudaginn 26. ágúst klukkan 14. Ketill Jómundarson Saga Helgadóttir Eyjólfur Magnús Jómundarson Guðrún Jómundarson Hjörleifur Guömundsson Margrét Jómundardóttir Óli Ragnar Jóhannsson Örnólfur Hlíöar Jómundarson Ragnheiöur Ásmundsdóttir Kristinn Rafn Jómundarson löunn Jómundardóttir Kristinn Lind Egilsson barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn r Móöir okkar Aðalbjörg Haraldsdóttir Laugarnesi, Laugarvatni lést 21. ágúst á Ljósheimum, Selfossi. Ásrún Magnúsdóttir, Böövar Magnússon MINNING Helga Alice Jóhanns Fædd 26. september 1955 Dáin 12. ágúst 1992 „Hún Alice okkar er dáin.“ Þessi tilkynning skólasystur okkar og vinkonu nísti mig í hjartastað og við grétum báðar. Það er erfitt að sætta sig við að ung kona í blóma lífsins skuli vera hrifin burt frá ungu barni sínu og eiginmanni. Hún hafði svo mikið að lifa fyrir og hlut- verki hennar því ekki lokið hér á jörð. Við skiljum ekki tilganginn, en drúpum höfði í sorg. Kynni okkar Alice hófust í Kenn- araháskóla íslands árið 1988. Þar var saman kominn hópur leiðbeinenda, er áttu það sameiginlegt að hafa kennt 6 ár eða lengur og vera nú sestir á skólabekk í KHÍ í réttinda- nám grunnskólakennara. Við vorum víðs vegar að af landinu, öll fullorðið fólk af ýmsum stærðum og gerðum. Við erum misjafnlega af guði gerð. Alice fékk í vöggugjöf gott útlit og gáfur góðar. Hún var einstaklega glæsileg kona með óvenju falleg augu og litaraft. Hún hafði fallegan líkama, sem hún hugsaði vel um. Hún stundaði íþróttir og líkams- rækt og kenndi m.a. dans. En hún miklaðist ekki af útliti sínu, eins og ein skólasystir okkar úr Kennó sagði: „Það var svo gott að sitja við hliðina á henni, þótt maður væri nú ekki með súper útlit." Alice var gáifuð og skynsöm kona og bera verkefnin hennar úr Kennó þess glögg merki. Hún var afar list- hneigð og hafði alveg einstaklega fallega rithönd. Margs er að minnast á kveðjustund. Við minnumst þess, þegar Alice, þessi hljóðláta og gefandi kona, fékk „strákana" til að dansa can can á fyrsta skemmtikvöldinu, sem þessi misliti hópur hélt í KHÍ til að kynn- ast og blanda geði saman. Búning- ana galdraði Alice frá Akureyri og „strákarnir" klæddust þeim að sjálf- sögðu. Einn af prestunum okkar sagði að þeir væru nú „vanir að ganga í kjól“. Alice hafði ekki hátt um hlutina, en framkvæmdi þá. Hún var góður leiðbeinandi. Eftir þetta var Alice sjálfkjörin, þegar eitthvað var um að vera í fé- lagslífinu. Hún var hugmyndarík, hafði kjark til að framkvæma og hreif aðra með sér. Hún var for- dómalaus. Hún reykti ekki sjálf, en sat oft í reykstofu KHÍ til að njóta samvista og taka þátt í umræðum er þar fóru fram. Við vorum ekki að- eins skólasystur og vinir. Hún var líka nemandi minn á námskeiðum í leikrænni tjáningu bæði í KHÍ og Kramhúsinu. Hún kenndi sjálf börnum leikræna tjáningu á Akur- eyri, heimabæ sínum. Grannholda og veikburða kom hún á kennara- námskeið í Kramhúsinu í fyrravor. Líkamlegir kraftar voru ekki miklir, en baráttuviljinn, þrautseigjan og bjartsýnin var til staðar í ríkum mæli. Ég lærði mikið af henni sem skólasystur, en ennþá meira sem nemanda. Eftir 6 ára sambúð fæddist Alice og Haraldi Pálssyni þ. 5/3 1989 dóttir, er hlaut nafnið Katrín Mist. Hún var óskabarn og augasteinn þeirra. Alice hélt ótrauð áfram kennaranáminu og hafði oft Katrínu litlu Mist með sér í tímum. Við kölluðum hana „barnið okkar". Þegar Sigurður Konráðsson var að fræða okkur um máltöku barna hjalaði Katrín Mist hástöfum. Hennar innlegg átti vel við og gæddi kennsluna meira lífi. í bréfi með verkefni þ. 12/11 1990 segir Alice orðrétt: „Litli gimsteinn- inn minn stækkar og dafnar vel. Hún er alltaf að Danda (dansa) og gera ævi (æfingar)". Þetta segir okk- ur hvað Alice hefur haft litlu stúlk- una sína mikið með sér, 20 mánaða gömul er hún farin að dansa og æfa eins og mamma, en Alice rak dans- stúdíó á Akureyri. Alice gat ekki lokið kennaranám- inu vegna veikindanna, er nú hafa lagt hana að velli. Lokaritgerðin var ofarlega í huga hennar og löngunin til að ljúka henni var sterk. Bækur og aðrar heimildir lét hún fylgja sér á þrautagöngu krabbameinsins af þeirri bjartsýni, sem henni var svo eiginleg, og í þeirri von að hún fyndi stund milli stríða til að ljúka lokarit- gerðinni og ná markinu: námslok og grunnskólakennari. En baráttan fyrir lífinu leyfði ekki slíkt. Alice var góður kennari og næm fyrir mikilvægi mannlegra sam- skipta. Við skólafélagarnir í KHÍ kveðjum hana með virðingu og þökkum henni góða samfylgd. Við minnumst konu er var góðum kostum gædd og vildi öllum gott gera. Okkur leið vel í návist hennar og lærðum margt af henni. Haraldi Pálssyni, manni hennar, og litlu dótturinni Katrínu Mist send- um við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Sigríður Eyþórsdóttir Afmælis- og minningar- greinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningar- greinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa aÖ vera vélritaðar. Frímerkjasýning næsta árs bréfa og frímerkjaskipti við hann héðan frá íslandi. COLUMBIANA Á næsta ári hefir verið ákveðið að halda frímerkjasýningu ársins á Ak- ureyri. Verður hún því í umsjón fé- laganna fyrir norðan, eins og menn kalla það. Þar á meðal Félags frí- merkjasafnara á Akureyri, sem er nú aftur gengið í Landssamband ís- lenskra frímerkjasafnara. Frímerkjasýningu þessari hefir ver- ið gefið nafnið „EYFRÍM 93“ og stendur hún dagana 29. til 31. maí 1993. Hefst hún þannig miðvikudag- inn fyrir uppstigningardag og stend- ur fram á sunnudaginn næstan á eft- ir. Þá verður vafalaust Landsþing LÍF haldið á Akureyri meðan á sýning- unni stendur. Merki sýningarinnar hefir þegar verið teiknað og birtum við hér með mynd af því. Þar getur að líta mynd sem er dæmigerð fyrir Akureyri, en það eru tröppumar og tumar Matthí- asarkirkjunnar. Þeir norðanmenn hafa áður staðið myndarlega að bæði frímerkjasýn- ingum og öðrum sýningum muna sem safnað er og er ekki að efa að svo verður einnig að þessu sinni. Vill höf- undur þessara þátta óska þeim til hamingju með framtakið að vera þegar famir að vinna að undirbún- ingi og kynningu sýningarinnar af kappi. Sambands óskað Það hendir oft að ýmsir erlendir safnarar skrifa blaðinu og óska eftir því að íslenskir frímerkjasafnarar skrifi þeim og skiptist á frímerkjum. Oftast tekst að útvega þeim samband við ákveðna safnara. Hér er samt heimilisfang eins slíks, sem er nokk- Frímerki Það hefir verið mikið um frímerkja- útgáfur af því tilefhi að fimm hundmð ár em liðin á þessu ári frá því að Krist- ófer Kólumbus fann Suður-Ameríku. Þó em ekki mörg lönd sem hafa notað tækifærið til að minnast þess að 1000 ár em síðan norrænir menn fundu Norður-Ameríku. Það skemmtilega er samt að sum löndin reyna að komast hjá því að gera mikið úr Kólumbusi og hans þætti, en leggja frekar áherslu á hvað af þessu hlaust. Danir, til dæmis, minnast þess að til baka komu kartöfl- Merki sýningarinnar á Akureyri og tvö frimerki frá Nevis. uð stórtækur. Safnar hann: Færeyj- um, íslandi, Grænlandi, Álandi, Mongólíu, Aibaníu og Kóreu, auk tímarita. Áhugamál hans em: Ljós- myndun, veiði, ferðalög, tjaldferðir, audio og video, það er hlustun og skoðun slíkra banda og lestur. Þá ræktar hann gullfiska. Nafn og heimilisfang mannsins er svo þetta: Emie Oei Choon Guan, 07-228 Redhill Close, Block 1 Singapore 0315 Vonandi eiga eftir að takast fjömg ur og maís. Á Nevis nefna menn útgáf- una af þessu tiiefni: „COLUMBUS 500 ár, goðsagnir og uppgötvanir". Þama er um 6 frímerki og tvær blokkir að ræða. Myndefni frímerkjanna er með- al annars kompás frá þessum tíma. Þá er mynd af Manatee, sem skipverjar héldu að væri hafmeyja. Einnig er mynd af grænni skjaldböku, flagg- skipinu Santa Maria, Isabellu drottn- ingu, ananas og pipar. Þá eru merki frímerkjasýningarinnar Columbian Stamp Expo ‘92 og merki 500 ára af- mælisins. Sigurður H. Þorsteinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.