Tíminn - 17.11.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.11.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 17. nóvember 1992 Tíminn 5 Rósmundur G. Ingvarsson: Hættan stóra Með tilkomu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar hefur orðið gjörbreyting til hins verra á íslensku þjóðfélagi. Hefur það mjög bitnað á bjartsýni fólks- ins og trú þess á landsins gæði og möguleika. í tíð fyrri ríldsstjómar, sem var undir forsæti Steingríms Hermannssonar, hafði tekist að stöðva verðbólguna nær alveg og skapa festu í stjómmálunum og vekja bjart- sýni fólksins á framtíðina. Atvinnuskapandi fyrirtæki, sem mörg hver höfðu um skeið verið rekin með halla, vora flest að rétta úr kútnum og rekin með ofurlitlum hagnaði. Hagvöxtur fór vaxandi. Atvinnu- vegirnir höfðu mætt þrengingum, menn höfðu lært af þeim og unnu að því að bæta reksturinn og aðlaga breyttum tfmum. Þá gengu menn ótrauðir fram til að sigrast á erfið- leikunum, sem áratuga óðaverð- bólga, aflasamdráttur og markaða- tap höfðu orsakað. Ef þeirri stjórn- arstefnu hefði verið framhaldið, væri mjög mikið öðruvísi umhorfs í dag. Duglaus og ráðlaus ríkísstjóm En nú er öldin önnur. Nú stefnir allt í vandræði og basl, atvinnuveg- irnir reknir með bullandi tapi og fyrirtækin verða gjaldþrota hvert af öðru. Atvinnuleysið margfaldast og — það sem kannski er allra verst og beinlínis hættulegt — fólkið missir trú á þjóðfélagið og framtíðina og bölmóður eykst með hverjum deg- inum sem líður. Ríkisstjórnin reyn- ist duglaus og ráðlaus og líklega verri en engin. Þau litlu úrræði, sem hún vill grípa til, eru svo fárán- leg að skynsamari stuðningsmenn hennar rísa öndverðir gegn þeim. T.d. hefur það skeð að samtök sveit- arfélaga hafa samið við stjómina að hætta við eina vitleysuna, gegn því að sveitarfélögin legðu fram sam- tals um einn milljarð króna til at- vinnubóta á næsta ári. Það mun þó væntanlega segja lítið til að bæta ástandið, enda er nú stjómað eftir forskriftum „frjálshyggjunnar" sem þegar hefur gengið sér til húðar. Fjölskyldumar fjórtán græða Eins og eðlilegt er við slíkar að- stæður hefr ríkisstjórn Davíðs, fyrrv. Reykjavíkurkonungs, Iöngu tapað trausti drjúgs hluta þeirra kjósenda, sem illu heilli ljáðu stjórnarflokkunum atkvæði sín í síðustu alþingiskosningum. Sýna skoðanakannanir stjórnina hafa fylgi langt neðan við helmings kjós- enda og er hún þegar talin hafa slegið met sem óvinsælasta ríkis- stjórn íslands. Fullveldisafsal er vissulega slys, sem ekki verður aftur tekið, og alls óvíst að nokkurn- tima verði htegt að bœta Jyrir. Mjög er hœpið að snúið verði við eftir þetta stóra skref. Við þurfum ekki að búast við að gull verði sótt í greipar EB- þjóða. Við verðum að afta okkur tekna sjálf eins og við höfum gert Aðrir hugsa um sig en ekki um okkur. Segja má að ekki sé nema að von- um að loftið fer óðfluga úr Davíð. Sýnist ætla að verða ansi lítið eftir, þegar það er allt farið. Jafnvel Jón Baldvin virðist aðeins hafa hægt á sér og var það vissulega mál til komið og þó fyrr hefði verið. Þess ber að geta að hluti erfiðleik- anna er ekki eingöngu núverandi ríkisstjórn að kenna og tæpast fyrri stjórnum heldur. Svo er t.d. um minnkandi veiðiheimildir vegna samdráttar í þorskstofninum. En stjórnir þurfa að hafa mektugheit til að bregðast við vanda og það ger- ir núverandi stjórn bara ekki. Þótt hún sé að rjúka til og selja banka og aðrar ríkiseignir, þá er það ekkert bjargráð og gjaman framkvæmt þannig að það verða auðjöfrarnir — fjölskyldurnar fjórtán í Reykjavík — sem kaupa fýrir brot af verðgildi og græða. Davíðsstjórnin er ansi dugleg við að koma eignum þjóðar og þjóðfélagsþegna yfir til auðjöfr- anna. Vcrst af öllu ef full- veldinu verður fómað Það em lífsins lögmál að það skiptast á skin og skúrir og öll él birtir upp um síðir. Þannig er það vanalega með erfiðleikana, hvort sem þeir orsakast af mannavöldum eins og verða vill þegar meirihluti kjósenda kýs yfir þjóðina vonda stjórn, eða af völdum óhagstæðs tíðarfars, náttúruhamfara eða ann- ars, að þeir taka enda og blómatím- ar koma aftur — annaðhvort eins og af sjálfu sér eða fyrir tilstilli góðra manna. Vissulega er samdráttur þjóðar- tekna samfara atvinnuleysi mjög slæmt ástand. Fylgikvillar þess geta jafnvel orðið enn verri. Mesta hætt- an ætla ég þó að sé fólgin í að sam- viskugráir menn noti erfiðleika- ástandið til að koma öfgafullum áhugamálum sínum fram, t.d. að narra þjóðina til að stíga óheilla- f VETTlfANRIIRl spor, sem ekki verði hægt að stíga til baka eða bæta fyrir. T.d. narra þjóðina til að samþykkja EES með því að telja fólki trú um að það leysi allan vanda. Skynsamir menn sjá miklar hætt- ur fólgnar í EB-aðild og sömuleiðis í EES-samningnum sem ríkis- stjómin vill óð og uppvæg láta Al- þingi samþykkja, án þess að þjóðin fái að „komast með puttana í mál- ið“, eins og haft er eftir Davíð sjálf- um. Það fer ekki milli mála að samn- ingurinn felur í sér verulega skerð- ingu á fullveldi okkar þjóðar. Einn- ig er EB-þjóðum hleypt inn í land- helgina. Og nú hefur Ingibjörg Sól- rún upplýst, að samþykkt samningsins er stórt skref inn í EB og að fúll aðild hljóti að vera tak- markið. Blikur á lofti Fullveldisafsal er vissulega slys sem ekki verður aftur tekið og alls óvíst að nokkumtíma verði hægt að bæta fyrir. Mjög er hæpið að snúið verði við eftir þetta stóra skref. Við þurfum ekki að búast við að gull verði sótt í greipar EB-þjóða. Við verðum að afla okkur tekna sjálf, eins og við höfúm gert. Aðrir hugsa um sig en ekki um okkur. Aðrar þjóðir sækjast mjög eftir okkar miklu auðlindum, eins og glögglega kom í ljós þegar við vor- um að færa út landhelgina og urð- um að heyja hvert þorskastríðið eft- ir annað. Þá voru EB-þjóðir (t.d. Bretar) ekki vinveittar lslending- um. Það er út af fyrir sig stórskrítið að ríkisstjórn íslands, undir forystu flokks sem kennir sig við sjálfstæði, skuli nú — eftir áratuga stórstígar framfarir á landi hér og til skamms tíma almenna velmegun — sækja fast að fóma sjálfstæði þjóðarinnar fyrir baunadisk. Það hafa verið færð rök fyrir því að fjárhagslegur ávinn- ingur með samningnum er nánast enginn, því kostnaðurinn við aðild- ina verður líklega eins mikill og ágóðinn. Er þetta ekki líkast því að höfðingjarnir hafi verið keyptir til að koma málinu fram? Nú er mjög aðkallandi, m.a. og ekki síst vegna þeirrar stóm hættu sem að ofan greinir, að allir taki saman höndum við að koma hjól- um atvinnulífsins til að snúast eðli- lega og efnahagsþróun í betri far- veg. Þetta þarf að gerast sem allra fyrst, en eflaust verður að skipta um ríkisstjórn til að koma nauð- synlegri stefnubreytingu fram. Okt 1992 Kauphöllin I Paris. SIGLINGALEIÐ UM PARANÁ OG PARAGUAY Fimm lönd í Suður-Ameríku, — Argentína, Bólivía, Brasilía, Paraguay og Uruguay, — hafa tekið upp samstarf um opnun siglingaleiðar um fljótin Para- ná og Paraguay, sem saman mynda annað stærsta vatna- svæði álfunnar, á eftir Amaz- on-svæðinu. Nú eru fljótin að hluta skipgeng. Fyrirhuguð siglingaleið um fljótin verður 3.442 km löng. Til athug- ana njóta löndin fimm fjárstuðn- ings frá Sameinuðu þjóðunum, Efnahagsbandalagi Evrópu og Int- er-American Development Bank. Áætlað er, að framkvæmdir til að opna siglingaleið þessa, Hidrovia, muni kosta 240 milljónir $, en gerð hafna og smíði fljótapramma um 740 milljónir $. Fullgerð með tilheyrandi búnaði mun gerð sigl- ingaleiðar um fljótin kosta 1,5- 2,0 milljarða $. — Þá er í athugun að gera 45 km brú yfir Rio de la Plata. (WIPSKIPTl) Breytingar á starfsreglum kauphallarinnar í París í ár hefur franska fjármálaráðu- neytið unnið að samningu nýrra reglna fyrir kauphöllina í París. Starfsreglum hennar var þó mjög breytt eftir umskiptin á kauphöll- inni í London 1986 („Hvellinn rnikla"). „Breytingarhraðinn var firnamikill, gamalli einokun aflétt, lokaðir markaðir opnaðir og (nýj- asta) tækni upp tekin,“ að Finan- cial Times sagði 24. mars 1992. Tvennt sagði blaðið há kauphöll- inni í París. Annað er tiltölulega lítið útboð hlutabréfa, en hitt er, að franskir lífeyrissjóðir eru flestir í umsjá ríkisins, en þeir eiga síður í verðbréfakaupum en hinir, sem einkafyrirtæki sjá um. En franska ríkisstjórnin hyggur nú á sölu nokkurs hluta af hlutabréfaeign sinni í fyrirtækjum, sem hún á meirihluta í, þótt ekki að því marki, að hún missi í þeim meiri- hluta sinn. Fyrst þessara útboða var sala 2,3% af hlutafé Elf Aqui- taine-olíuféiagsins á 2 milljarða Ffr (350 milljónir $). IKEA IKEA hefur keypt Habitat á 78 milljónir £, að tilkynnt var 27. október 1992, þannig að sam- einaðar hafa verið tvær kunn- ustu húsgagnagerðir og hús- gagnabúðir í Evrópu norðan- og vestanverðri á undanfÖmum árum. IKEA er sænskt fyrirtæki, en stærsti eignaraðili þess er hið hol- Ienska Stichting Ingkas Founda- tion. Kaupin taka til 76 Habitat- búða á Bretlandi og Frakklandi og einnar í Barcelona (en ekki til Con- PERU BRAZIL BOLIVIA Paraguay River PARAGUAY PACIFIC OCEAN Paraná River jpPorto AlCgre URUGUAY •#MÖNTEVIDEO Nueva Palmirá CHILE ARGENTINA River Plate estuary ATLANTIC OCEAN kaupir Habitat ran’s Habitat-búðanna í Bandaríkj- unum, sem annar aðili er sagður hafa falað). Um leið voru skildar að Habitat og sérstaklega keyptar Ri- chards-kvenfatabúðimar, sem Sear PCL (í Bretlandi) keypti á 30 millj- ónir £. Eigandi Habitat var Store- house PCL. Á síðasta fjárhagsári Habitat, sem lauk 31. mars 1992, nam sala evr- ópsku Habitat-búðanna 172 millj- ónum £ og tap þeirra 1,1 milljón £. Hagnaður var af hinum frönsku, en tap á hinum bresku. Á því síðasta fjárhagsári fyrirtækisins nam sala bandarísku Conran’s Habitat-búð- anna 29 milljónum £, en tap þeirra 7,7 milljónum £. Sir Terence Conran stofnaði Habit- at, sem opnaði fyrstu búð sína í London 1964, en síðan hverja af annarri á sjöunda og áttunda ára- tugnum, uppgangsskeiði þeirra. Habitat var 1982 sameinað Mo- thercare, en þau sameinuðust síðan British Home Stores 1986 og var samsteypa þeirra nefnd Storehouse PCL. IKEA, sem hefúr 100 búðir víða um heim, mun halda Habitat- nafninu á hinum keyptu búðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.