Tíminn - 17.11.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 17. nóvember 1992
|||| 22. flokksþing
framsóknarmanna
22. flokksþing framsóknarmanna verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavlk, dagana
27.-29. nóvember 1992. Um rétt til setu á fiokksþingi segir I lögum flokksins eftirfar-
andi:
.7. grein.
A flokksþingi framsóknarmanna eiga sœti kjömir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokks-
félag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþing fyrir hverja byrjaöa þrjá tugi fé-
lagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fýrír hvert sveitarfélag á félags-
svæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjömir.
8. grein.
Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjóm, framkvæmdastjóm, þingflokkur, formenn
flokksfélaga og stjómir LFK, SUF og kjördæmissambanda."
Dagskrá þingsins verður auglýst slöar. Framsóknarflokkurinn
Miðstjórnarfundur SUF
verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember n.k. kl. 19.00 I Hafnarstræti 20. Dagskrá
verður auglýst slðar. Framkvæmdastjóm
Árnesingar — Félagsvist
Hin árlegu spilakvöld Framsóknarfélags Ámessýslu standa nú yfir I nýja félagsheim-
ilinu Þingborg I Hraungeröishreppi. Spilað verður að Flúðum 20. nóv. kl. 21.00. Að-
alverðlaun utanlandsferð. Góð kvöldverðlaun. Stjómln
Félagsvist á Hvolsvelli
Spilað verður á sunnudagskvöldum 15. nóvember, 29. nóvember, 13. desember
og 10. janúar. Auk kvöldverðlauna verða ein heildarverölaun: Dagsferð fyrír 2 með
Flugleiðum til Kulusuk.
3 hæstu kvöld gilda. Framsóknarfélag Rangárvallasýslu
Landsstjórn LFK
Fundur með aðal- og varamönnum verður á Hótel Sögu, 3. hæð (austurhluta),
fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20.30.
Rætt um flokksþingið og vetrarstarfið. Framkvæmdastjóm LFK
Aöalfundur
Framsóknarfélags
Akraness
verður haldinn þriðjudaginn 17. nóvember kl. 21.00 i Fram-
sóknarhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf.
Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaöur mætir á fundinn.
_______________________________StjÓmÍn Ingibjörg
Utanríkismálanefnd SUF
Fundur fimmtudaginn 19. nóv. kl. 17.00.
Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um utanrikismál innan SUF.
Formaður
Stjórnmálanefnd Landssam-
bands framsóknarkvenna
heldur áriðandi fund þriðjudaginn 17. nóvember kl. 17.00 að Hafnarstræti 20, 3.
hæð.
Efni fundarins: Pólitískar áherslur á flokksþingi. Lokaumræða.
Allar framsóknarkonur velkomnar.
Aðalfundur Framsóknarfé-
lags Skagafjarðar
veröur haldinn í Framsóknarhúsinu á
Sauðárkróki miðvikudaginn 18. nóvem-
berkl. 21.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Alþingismennimir Páll Pétursson og
Stefán Guömundsson mæta á fundinn
og ræða stjómmálaviðhorfiö.
Stjómln
Páll
Stefán
LYFTARAR
Úrval nýrra og notaöra
rafmagns- og dísillyftara
Viögeröir og
varahlutaþjónusta.
Sérpöntum varahluti
Leigjum og flytjum lyftara
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNlbÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
LYFTMMIHF.
Simi 91-812655 og 91-812770
Fax 688028
interRent
Europcar
Guðlaugur Valdimarsson
Bergþórugötu 8
Fæddur 19. janúar 1924
Dáinn 11. ndvember 1992
í dag fer fram frá Fossvogskirkju út-
för Guðlaugs Valdimarssonar. Guð-
laugur fæddist á Akureyri og ólst þar
upp til fimm ára aldurs, en þá missti
hann föður sinn. Hann fluttist með
móður sinni að Fremstafelli í Köldu-
kinn.
Foreldrar hans voru Ester Guð-
laugsdóttir og Valdimar Svein-
bjömsson. Guðlaugur átti sfn æsku-
ár í Köldukinn og Bárðardal og
stundaði síðan ýmis störf norður
þar. Hann var útibússtjóri við Kaup-
félag Svalbarðseyrar á Fosshóli við
Goðafoss um sjö ára skeið. Það kall-
aði hann Faktorstímabilið.
Guðlaugur kvæntist 1953 Ingi-
björgu Helgadóttur frá Stafni í
Reykjadal. Þau eignuðust þrjú böm.
Þau eru: Ester, gjaldkeri Sparisjóðs
Þórshafnar, gift kona þar og á þrjú
böm. Stefán, bifreiðastjóri hjá Sól-
borgu á Akureyri, kvæntur og á þrjú
böm. Yngst er Kolbrún, sem stundar
nám í Boston. Guðlaugur var mikill
gæfumaður í einkaiífi sínu. Hann
unni heitt ágætri konu sinni og
mannvænlegum bömum og yfir
honum var ávallt festa og heiðríkja
þess manns sem býr við gæfuríkt
fjölskyldu- og heimilislíf.
Þau hjón fluttu til Reykjavíkur
1959. Fyrstu sex árin vann Guðlaug-
ur í blikksmiðju, en síðan fór hann
til starfa hjá Olíufélaginu h.f. og þar
starfaði hann óslitið til dauðadags,
eða í 25 ár, lengst af sem bifreiða-
stjóri á stómm olíuflutningabíl en
síðustu 3 ár sem lagermaður.
Guðlaugur var um árabil trúnaðar-
maður Dagsbrúnarmanna hjá Olíu-
félaginu og síðustu 12 árin, eða frá
1980, í stjóm Dagsbrúnar.
Guðlaugur var maður kyrr og hlé-
drægur og sóttist Iítt eftir athygli.
Hann var maður djúprar hugsunar
og hollráður. Hann var einlægur
samvinnumaður í besta skilningi
þess orðs. Hann var unnandi jafn-
réttis og réttlætis og þurfti ekki að
lesa sér til um kjör alþýðufólks á ís-
landi — þau þekkti hann. Guðlaugur
var mikill reglumaður og stundvís.
Eftir að hann fór að kenna vanheilsu
síðustu árin, kom fyrir að hann gat
ekki mætt á fundum Dagsbrúnar og
þá fundum við samstjórnarmenn
hans best, hve djúpt skarð var fyrir
skildi ef Guðlaug vantaði, því hann
var maður vitur og hollráður í hóg-
værð sinni.
Lokið er vegferð góðs og göfugs
manns. Við samstarfsmenn hans í
stjóm og trúnaðarráði Dagsbrúnar
söknum vinar í stað, vinar og félaga
sem miðlaði okkur ríkulega af
mannkostum sfnum, drenglyndi og
réttsýni.
Innilegustu samúð vottum við
konu hans og bömum og fjölskyldu
allri.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar
Hann Gulli vinur okkar er dáinn.
Ekki grunaði okkur þann 1. nóvem-
ber s.l., er við heimsóttum þau hjón,
hann og Ingibjörgu, og sátum í góðu
yfirlæti við kaffiborðið og spjölluð-
um saman eins og okkar var vandi,
að þetta væri jafnframt kveðjustund-
in.
Við vissum jú að Gulli var að fara í
aðgerð, en það hafði líka skeð áður,
svo af hverju skyldi ekki allt ganga
vel í þetta skiptið líka.
Guðlaugur Valdimarsson var fædd-
ur 19. janúar 1924. Dáinn 11. nóv-
ember 1992. Hann var sonur hjón-
anna Esterar Guðlaugsdóttur frá
Fremstafelli í Ljósavatnshreppi og
Valdimars Sveinbjörnssonar smiðs.
Kona Guðlaugs er Ingibjörg Helga-
dóttir Sigurgeirssonar frá Stafni í
Reykjadal og konu hans, Jófríðar
Stefánsdóttur. Föður sinn missti
Gulli aðeins 2ja ára gamall, en móð-
ir hans giftist aftur 1929 og var
seinni maður hennar Jóel Tómas-
son, bóndi og kennari frá Stafni. Þau
hjón bjuggu á Amdísarstöðum í
Bárðardal og ólst Gulli upp hjá þeim.
Tvær eldri systur átti hann: Sigríði,
sem einnig var hjá þeim hjónum, og
Önnu Maríu sem fór til móðursystur
sinnar Klöru, sem bjó á Landamóti.
Þau Ester og Jóel eignuðust soninn
Sigurð og var ætíð kært með þeim
bræðrum.
Gulli fór í Laugaskóla, eins og sjálf-
sagt þótti um Þingeyinga á þessum
árum. Síðan vann hann við ýmis
störf í Reykjadal og Bárðardal. Okkar
íyrstu kynni urðu er ég kom í Lauga-
skóla ásamt Ingibjörgu Helgadóttur
frænku minni, sem varð svo kona
hans, en þau giftu sig 20. júní 1953.
Gulli haifði góða kímnigáfú, var
skemmtilegur í samræðum, átti létt
með að herma eftir og frásögn hans
af mönnum og málefhum þannig að
maður gat gleymt stund og stað,
jafnvel haldið að maður væri kom-
inn mörg ár aftur f tímann norður í
land.
Inga og Gulli hófu búskap á Foss-
hóli 1953, en þar var Gulli útibús-
stjóri við Kaupfélag Þingeyinga til
ársins 1959 að þau flytja til Reykja-
víkur þar sem hann vann ýmiss kon-
ar störf fyrstu árin, en s.l. 25 ár hefur
hann verið starfsmaður hjá ESSO. í
stjóm Dagsbrúnar hefur hann verið
til margra ára og allt til dauðadags.
Þau Guðlaugur og Ingibjörg eign-
uðust 3 böm: Ester, hennar maður
er Sæmundur Jóhannesson, þau
eiga 3 böm og 1 bamabam. Stefán,
hans kona er Anna Ringsted; eiga
þau eina dóttur, en Stefán á 2 böm
frá fyrri sambúð. Kolbrún, gift Jóse
Ramos, búsett í Boston. Auk þess ólu
þau upp að miklu leyti systurson
Ingu, Þröst Óskar; hans kona er
Svala Stefánsdóttir, eiga þau 2 böm.
Við Máni þökkum Guðlaugi sam-
fylgdina — við þökkum ánægjulegar
stundir á ferðalögum og á góðum
stundum á heimilum beggja. Það er
stórt skarð höggvið í vinahópinn við
brottför Gulla, en þannig er það með
lífið og dauðann, þetta tvennt helst í
hendur og enginn ræður sínum
næturstað.
Elsku Inga mín, innilegar samúðar-
kveðjur frá okkur Mána til þín, bama
þinna og fjölskyldna þeirra.
Vér sjáum hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem Drottinn gaf
(Matth. Jochumss.)
Blessuð sé minning Guðlaugs
Valdimarssonar.
Kristín Ingibjörg
Ver eigi kappi í víndrykkju
Mig langar að biðja Tímann fyrir fáein
orð í tilefni af ummælum Einars Ingva
Magnússonar í blaðinu 10. nóvember.
Hann segir þar meðal annars:
„Andlega heilbrigður maður misnot-
ar ekki áfengi. Það gera engir aðrir en
þeir sem eru eitthvað sinnisveikir fyr-
ir.“
Þetta má til sanns vegar færa. Ölvað-
ur maður er ekki andlega heilbrigður.
Að áliti Ein-
ars er ekki
um misnotk-
un að ræða fyrr en drukkið hefur verið
nokkuð lengi. Fyrsta staupið er ekki
misnotkun. En það dugar til þess að
neytandinn er ekki andlega heilbrigð-
ur.
Ég taldi mig strax á unga aldri sjá það
að drykkjufýsn manna væri misjöfn og
eitthvað í líkamlegri gerð manna réði
þar úrslitum. Andlegt ástand, lífsskoð-
un og viljastyrkur skipti þar ekki
mestu. Andlegt heilbrigði áður en
áhrif áfengis koma til réði ekki úrslit-
um. Sé þó fjarri mér að vanmeta vilja-
þrek eða annað andlegt atgjörvi.
Öll mín lífsreynsla, allt sem ég hef
orðið vitni að á langri ævi styður þessa
skoðun. Ölvaður maður er ekki and-
lega heilbrigður. Því er það rétt hjá
Einari Ingva að enginn andlega heil-
brigður maður misnotar áfengi.
Mér er kunnugt að vísindamenn hafa
reynt að finna líkamlegar forsendur
mismunandi drykkjuhneigðar. Leitt
hefur verið í ljós að þar kunni að ráða
úrslitum hvemig lifrin hreinsar vín-
andann úr líkamanum og hvernig
efnaskipti fara fram í því sambandi.
Hins vegar er mér ekki Ijóst að niður-
brot vínandans í lifrinni fari eftir and-
legu atgjörvi.
Eg nenni ekki að fjölyrða um orð Ein-
ars um áfengi sem lyf og gleðigjafa. Þó
skal á það minnt að huggun lyfsins er
j a f n a n
t e n g d
ókærni og
sljóvgun, enda fylgir neyslu þess skert
dómgreind og slappari sjálfsstjóm.
Þau aukaáhrif hafa mörgum í koll
komið.
Hið „fornkveðna", sem Einar vitnar
til, að „hóflega dmkkið vín gleður
mannsins hjarta" mun vera komið úr
Síraksbók. Jón Thoroddsen gerði sér
til gamans í Manni og konu að láta
Grím meðhjálpara eigna Salómon
þessa speki. En niðurstaða Síraks um
áfengið og nautn þess er þessi:
„Ver eigi kappi í víndrykkju, því að
margan hefur vínið að velli lagt. Höf-
uðverki, hneisu og smán veldur vín-
drykkja með vonsku og hatri.“
Hinu er hiklaust mótmælt að allir
þeir, sem hafa sopið „sér til vansa og
sorgar", hafi verið sinnisveikar rolur
áður en þeir fóru að neyta áfengis. En
ölvaður maður er ekki andlega heil-
brigður.
Halldór Kristjánsson
Frú Brundt-
land kveður
Það er full ástæða til að votta
frú Gro Hariem Brundtland
samúð. Heimilisböl er þyngra
en tárum taki. Hún hefir hætt
formennsku í flokki jafnaðar-
manna, svo að hún geti betur
sinnt fjölskyldunni.
Ýmsír furða sig hins vegar á
því, að hún skyldi ekki fremur
segja upp embætti forsætisráð-
herra. Það tekur margfalt meiri
tíma en flokksformennskan.
Hún er tiltölulega Utið meira en
fiokksþing einu sinni á ári.
Frú Brundtland virtist lcngi
vel frábverf EB. En hún hefir
smátt og smátt hallast að aðild.
Norska þjóðin er hvergi nærri
einhuga. Mikfi andstaða er enn í
Noregi gegn EB, einkaniega í
norðurhiuta landsins, sem á af-
komu súia undir fiski, eins og
við. Líkur benda til þess, að frú-
in óttist fylgistap flokksins sök-
um stefnu sinnar og hafi því
kosið að hætta formennskunni.
Það er ekld óþekkt fyrirbæri á
íslandi, að kvenskömngar í pól-
itíkinni skipti um skoðun. Við
höfum okkar Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísiadóttur.
Á.S.
LESENDUR SKRIFA