Tíminn - 08.12.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 8. desember 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavík Síml: 686300.
Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verð f lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Otrúleg
þráhyggj a
Staða mála varðandi Evrópska efnahagssvæðið
eftir þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss er óljós, þrátt
fyrir fullyrðingar íslenskra ráðamanna um hið
gagnstæða.
Ljóst er að breytingar verða á samningnum í
kjölfar þess að Svisslendingar hafna honum. Því
er auðvitað út í hött fyrir Alþingi íslendinga að
staðfesta samning sem ekki er vitað hvernig lít-
ur endanlega út.
Það er staðreynd að EFTA-ríkin hafa ekki leng-
ur samflot í samningum um EES. Evrópubanda-
lagið stendur nú í samningum við hluta EFTA-
þjóðanna.
Atriði EES-samningsins varðandi þróunarsjóð
sem og önnur atriði, sem varða Sviss sérstak-
lega, munu ýmist falla út úr samningnum eða
breytast. Auðvitað er ekki ljóst hvaða áhrif þetta
hefur á afstöðu Evrópubandalagsins, hvort það
hefur í för með sér frekari breytingu á samn-
ingnum.
Ríkisstjórn íslands hefur látið undir höfuð
leggjast að kanna hvort möguleikar séu á tví-
hliða samningi, ef samflot EFTA-ríkja er ekki
lengur fyrir hendi. Nú er þetta samflot ekki fyrir
hendi lengur og því á auðvitað að láta á það
reyna hvort möguleikar eru á tvíhliða samningi
við EB.
Allar aðrar EFTA-þjóðir hafa sótt um aðild að
EB. Það gæti því allt eins komið upp sú staða að
frekari samningagerð yrði látin bíða og farið að
undirbúa viðræður um aðild þessara ríkja.
Því er nú rétt fyrir íslensk stjórnvöld að leggja
nú vinnu í að fá fram hina raunverulegu stöðu
málsins og gera sér grein fyrir stöðu íslands í því
samhengi.
Það væri mjög skothent að fara nú að knýja í
gegn samþykkt Alþingis á samningi sem ljóst er
að kemur aldrei til framkvæmda óbreyttur og
alls óvíst er hvort nokkurn tíma kemur til fram-
kvæmda.
Úrslitin í Sviss ættu að verða ríkisstjórn íslands
og stjórnarliðum umhugsunarefni. Þjóðarat-
kvæðagreiðslu hefur nýlega verið hafnað í at-
kvæðagreiðslu á Alþingi. Skilaboðin frá Sviss
eru þau að stjórnmálamenn endurspegla ekki
þjóðarviljann. Þau úrslit liggja nú fyrir í einu
landinu enn þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla hef-
ur farið fram.
Nú vill utanríkisráðherra knýja málið í gegn á
ótrúlega veikum grunni. Það er mikið óráð og
reyndar alveg ótrúleg þráhyggja.
Davíó Oddsson, forsætisráöherra
og formaður Sjálfsteðisflokksins,
opnar sig nokkuð í viðtali í tímarit-
inu MannKfi nýlega. Eins og gengur
með vel heppnuð viðtöl af opinskáu
tegundinni í gianstímariti tókst að
ná athygli annarra fjölmiöla og hafa
slöustu daga verið sagðar fréttir af
umœaelum forsætisráðherrans og
flokksfonnannsins,
Það heíur ekld þótt neitt sérstak-
lega fréttnæmt enda kemnr það ekki
á óvart að Davíó Oddsson úthúðar
pólitískum andstæðingum sínum í
Öðrum flokkum af smekfcleysi sem
honum er emurn iagið. Hins vegar
hefur þaö þótt fréttnæmara að for-
maður Sjálfstæðisflokksins talar
talsvert um innri mál flokksins og
bann feflir dóma um sína nánustu
samstarfsmenn í flokknum og þá
forystusveit sem stærsti stjórn-
málaflokkur þjóðarinnar hefur á að
skipa.
Of góður fyrir
flokkiim?
Dómsniðurstöður flokksformanns-
ins gefa eldd tilefni tii mikillar tll-
trúar á getu Sjálfstæðisflokksins til
að taka ákvarðanir og stjórna iand-
inu því ef frá er talinn formaðurinn
sjálfur virðist sem samsafn pólit-
ísks dómgreindarieysis annars veg-
ar og óprúttinna sérhagsmunas-
eggja hins vegar sé uppistaðan í for-
ystusveitinni « flokknum. í fyrri
hópnum, sem þjáist af pólitísku
dómgreindarieysi, fer að dómi Ðav-
íös Oddssonar fremstur Þorsteinn
Pálsson, fyrtverandi formaóur og
núverandi sjávarútvegsráðbemu
Davíð segír í viðtalinu að Þorsteinn
hafí leitt Sjálfstæðisflokkinn í
mestu niðuriægingu flokksins og
hann hcfði átt að víkja úr sæti for-
manns sjáifviljugur. Það hafi hann
hins vegar ekki gert og þess vegna
fékk flokkurínn ekki meira fyigi í
síðustu kosningum. Ailt ber þetta
vott um póiitískt dómgreindarleysi
hjá Þorsteini en Davíð segist hafa
ráðlagt Þorsteini árið 1988 reka
bæöi Jón Baldvin og Steingrím úr
stjóminni. En út úr viðtalinu má
lesa að sem hetur fer fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn er nú kominn for-
stuðningi við báða svona til að tví-
fryggja sig eins og sagt er þegar
menn spila í getraunum.
Ekki hægt að
maður sem veit hvað hann syngur
og getur bjargað málunum. En for-
mannaskiptin fóru ekki þrautaiaust
fram í þessum spillta flokki því að
sögn formanns Sjálfstæðisflokks-
ins eru þar í framvarðarsveitinni
menn sem hika ekki við að leika
tveimur slgoldum til að ná sem
mestum persónulegum frama.
Reynsla Davíðs úr formannsslagn-
um her vott um þetta, því hann upp-
iýsir að menn sem komu að máli við
hann og skoruðu á hann að hjóða
sig fram studdu svo Þorstein og
voru framariega í hans kosningar-
baráttu þegar tii kastanna kom.
Aðrir sjálfstæðismenn í trúnaðar-
stöðum léku þann leik að hringja í
bæði Þorstein og Davíð og iýsa yfir
svona
Þegar foímaður stjórnmálaflokks
her sfnum nánustu samstarfs-
mönnum í flokknum slíka sögu, að
forystan sé gegnsýrð af óheilindum
og/eða pólitísku dómgreindarieysi
sem leitt hafi flokkinn inn í sína
mestu pólitísku niðurlægingu fyrr
og sfðar, er várila
víð því að búast að
hinn almenni
kjósandi geti
treyst slíkum
flokki. í Ijósi þess
kemur það etóci á
óvart að flokkur-
Ínn mælist nú
með sífellt minna
fyigi i skoðana-
könnunum og er
iangt nndir því
sem hann var í
síðustu kosníngum. Þverrandí
fylgi flokksins eftír að Davíð tók við
formennsku kemur þvf á óvart því
engum getur dulist eftir að hafa ies-
ið viðtalið í Mannh'fi að Sjálfstæðis-
flokkurinn getur vissulega hrósað
happi að Davíð Oddsson skuli hafa
komið flokknum tii bjargar eins og
riddari á hvítum hesti. Ekki er að
efa að formaður Sjálfstæðisfiokks-
ins hafl stóriega eflt samkennd og
samstöðu innan flokksins með þvf
að nota tímaritsviðtai tii að benda
samflokksmönnum sínum á að
honum þyki þeir vera Íftilsigldir og
óvandaðir stjómmálamenn. Hæfi-
leikar Davíðs tii að leiða menn sam-
an og veha foiystu virðast ótvfræð-
ir. Garrí
Auka-ýfsilonið
Niðurstöðumar úr kosningunum í
Sviss um aðild að EES eru til vitnis
um hve almenningur getur gert sig
mikið óhræsis ólíkindatól: Þegar
stærðfræðiljósin hafa látið öll a- in,
b-in, x-in og pí-in að ógleymdum
tangentunum og kó-tangetunum
ganga upp í sjálfúm sér og ekkert er
eftir nema draga kvaðratrótina, kem-
ur þetta vesenis fyrirbæri — lýðræð-
ið — til sögunnar. Það skeytir við
einhverju auka y-i og þar með gerist
þrautin sem búið var að ieysa svo
undur skemmtilega að óleysanlegri
flækju án nokkurs vitræns upphafs
eða endis.
Reiknihöfuðin sem hlökkuðu til að
skunda á fund lærimeistara sinna í
Bríissel með úriausnina sitja nú eins
og glópar og naga blýanta sem bráð-
um eru yddaðir upp til agna eftir alla
talnaleikfimina. Þau hafa sem von er
orðið að lýsa sig vanmegnug að ráða
fram úr endileysunni. Þótt sökin sé
ekki þeirra skotra lærimeistaramir
tii þeirra reiðiaugum. Þeir vísu menn
eru ekki lambið að Ieika við; lítið
dugar að bukta sig eða tuldra útskýr-
ingar og ónotahrollur fer um vesal-
ings „skussana." Þá gmnar það rétt
að þeim muni verða deilt út þeirri
hirtingu sem varla mun gleymast
þeim um jólin.
Laun ástundunarinnar
Reiknihöfúð þjóðar vorrar hafa ekki
látið sitt eftir liggja við heimaverk-
efnið. Með ærnum sveita hafa þau
loks hafa fengið útkomu sem kynni
að vera einhvers staðar svona „hér
um bil“, þótt mikið hafi þurft að
stroka út og margfalda upp á nýtt. Oft
hefur verið bitið á jaxlinn og reiðitár
sprottið fram þegar útkoman kom
röng aftur og aftur. Stærðfræðigáfan
er ekki hin sterka hlið allra — en vilj-
inn og ástundunin hefur iðulega bætt
upp sljóan og tregan skiining og svo
hefur um síðir farið hér. Guð veit
samt að nóga mæðu hefur þessi próf-
raun kostað þótt fyrmefndu „ýfsil-
oni“ skeikuls þjóðaratkvæðis verði
ekki aukið inn í hana. Því er reikni-
bókin sem læst í krepptum fingmm
svo hnúamir hvítna.
En vorir menn munu ekki þurfa að
óttast. Þeim mun auðnast að ganga
upp að púltinu í Brússel með úrlausn
ina unna af besta vilja og heiðríkju í
svipnum. Þótt niðurstaðan sé fengin
eftir krókaleiðum og oft farið yfir
lækinn eftir vatninu verður ekkert
„ýfsilon" að þvælast í útreikningun-
um. Því munu þeir geta gert sér von-
ir um að heyra við sig sagt eftir að
hafa þegið fáeinar athugasemdir með
rauðum blýanti: „Yfir litlu varstu
trúr...“
Þýðing lýðræðis
Þannig getur lýðræðið verið mesta
skaðsemdarskepna sem best er að
halda fjarri þegar eitthvað er annars
vegar sem skiptir máli. Þau dæmi
þegar lýðræði hefur hrósað sigri í
andstöðu við vilja ríkjandi valdsins
taka sig best út í sögubókum og
skyldu ekki endurtakast í framrásinni
í núinu 1992. Lýðræðið á að vera
skraut sem gaman er að minnast. Það
á að vera gullmálað og pakkað inn í
þjóðfánann og af því á að leggja súr-
sætan fúkkþef, sbr Þjóðfundinn: „Vér
mótmælum allirl" Ró, ró og ram-
binn. Eins og öllum sé ekki sama.
Því fer líka betur að öllum almenn-
ingi á íslandi er lýðræðið svosem
ekkert kappsmál lengur og hann bið-
ur forystumenn sína að möndla með
það umboð sem þeim hefur verið
fengið eins og þeir telja best henta.
Mönnum gerist það smám saman
Ijóst að framtíðarhorfumar eru bjart-
ari hjá þeim þjóðum sem ekki eru að
skvaldra um lýðræði. Lýðræði er
nefnilega farið að fela í sér einangr-
unarhyggju og tilþrif Dana og Sviss-
lendinga í lýðræðisefnum ætlar ljós-
lega að verða báðum til böivunar.
Þeir hafa kallað yfir sig vesen og
gagnrýni og að auki aðeins skotið
hinu óumflýjanlega á frest. Ekkert
meir. Þeir verða látnir kjósa aftur og
aftur, þangað til þeir þeir hafa kosið
sig inn í þann dilk sem húsbændur
þeirra ætluðu þeim alltaf.
Tæknigalli
Hvað er því verið að drattast með
lýðræðisnefnuna, sem heyrir til gam-
alli tíð og hefur verið reiknuð út í
buskann suður í Brússel? Hverjum er
ekki orðið Ijóst að þetta „auka-ýfsil-
on“ er bara nokkurs konar töivuvírus
í samtíðinni, tæknigalli sem látið er
hjá líða að hreinsa burtu af yfirskins-
kurteisi.
Öll einangrun og útúrboruháttur er
búin að vera á dögum þegar allir
heimta — og lýðræðisfröðmuðimir
einnig — að fyrirstöðulaust skuli flóa
úr nægtahomi framleiðsluþjóðfé-
lagsins um löndin. Hænsnakofmn er
úreltur. Það em fóðmnarfæriböndin
sem em krafa samtímans, metfjöldi
éti metmagn á mettíma. Hænsni nú-
tímans eiga ekki að eyða þeim tíma í
að gagga sem þau geta verið að úða í
sig. Þetta er einföld hagfræði, þótt ís-
lenska ríkið hafi verið með her
manns á launum við að fletja hana út
í mörg þúsund síður. Af öllu þessu er
ljóst að það kemur fyrir lítið og er
auk þess ekki gustuk að vera að gera
reiknihöfðum vomm erfiðara fyrir
með „auka-ýfsilonum." Við svoleiðis
ieka verður á endanum séð hvort sem
er. Betra er að vera klókur, fá þeim
skilríkin orðalaust og helst að stjaka
á eftir þeim þegar þeir sækja um að
komast að færibandi nægtanna. Þar
mun ekkert skorta og étið mun og
verpt og dritað nótt sem nýtan dag.
AM