Tíminn - 03.02.1993, Page 1
Miðvikudagur
3. febrúar 1993
22. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Tug milljóna króna tjón á Flateyri í gærmorgun þegar fiskverkunarhús
Önfirðings hf. brunnu til kaldra kola:
„Ég fann fyrst reykjarlykt og sá síðan eldtungumar þegar ég var á leið til
vinnu í hraðfrystihúsi Hjálms hf. klukkan hálf sjö í gærmorgun. Þá þegar
var nýbúið að hringja í slökkviliðið og tóku allir þátt í slökkvistarfinu sem
það gátu. Það var alveg hroðalegt að sjá eldtungumar upp úr húsunum, en
það var lán í óláni að vindurinn var hagstæður og neistaflugið stóð inn
fjörðinn," sagði Soffía Ingimarsdóttir á Flateyri.
Tug milljóna króna tjón varð í gær-
morgun þegar 1200 fermetra fiskverk-
unarhús Önfirðings hf. brunnu til
kaldra kola. Þegar slökkvilið þorpsins
kom á vettvang logaði glatt í húsun-
um og varð ekki við neitt ráðið. Vatns-
skortur hamlaði slökkvistarfinu um
tíma og m.a. stöðvaðist vinna um
stund í hraðfrystihúsi Hjálms hf. þeg-
ar vatn var tekið af vinnslunni í bar-
áttunni við eldhafið.
Mikill eldsmatur var í húsunum og
átti það sinn þátt í útbreiðslu eldsins
sem logaði stafnanna á milli auk þess
sem strekkingsvindur lagði eldinum
lið og bar hann milli áfastra húsanna.
f fyrstunni óttuðust menn að eldurinn
bærist í nærliggjandi hús en hagstæð
vindátt og harðfylgi slökkviliðsins
kom í veg fyrir það. Talið er að eldur-
inn hafi átt upptök sín í vélarsal fyrir-
tækisins og leiddu þorspbúar getum
að því í gær að rafmagnstruflanir sem
urðu á Flateyri þá um nóttina hafi átt
einhvem þátt í að eldur varð laus í vél-
arsalnum. Rannsókn á eldsupptökun-
um stóð yfir í gær og þegar síðast
fréttist lágu óyggjandi niðurstöður
ekki fyrir.
Um 10-20 manns unnu við fiskverk-
un hjá Önfirðingi hf. fyrir áramót, en
síðan þá hefur engin vinnsla átt sér
stað í húsinu. Hins vegar voru beiting-
armenn með aðstöðu þar auk þess
sem þar voru geymd veiðarfæri, plast-
kassar og annað sem viðkemur veið-
um og vinnslu. -grh
Ema Eyjólfsdóttir ber James Grayson fýrrver-
andí eiginmann sinn þungum sökum:
Hann barði mig og
neytti eiturlyfja
Erna Eyjólfsdóttir, móðfrlveggja haldí hér á landl. Ema segist
bama sem gerð var tílraun tíl að hafa bytjað að neyta róandi lyfja
ræna frá heiutí í síðustu viku, þegar hún bjó með Grayson í
segir að fyrrverandi eiginmenn Japan. „Ég byrjaði að fá óttaköst
hennar hafi búið tíl um sig útrú- og fðr tíi læknis sem lét mig hafa
legar sögur í þeim tílgangi að fá stðran skammt af róandi Jyfjum.
forræði ytír dætrum sínum. Hún Ég byrjaði að taka þetta þegar ég
segir alrangar ásakanir í sinn þurftí þess með og þurfti alltaf
garð um eiturlyfjaneyslu. Hins meira og meira. Eg gerði mér
vegar segir hún að seinni maður aldrei grein fyrir því að ég væri
hennar hafl neytt eiturlyfja og orðin háð lyfjunum og að þetta
gengið í skrokk á sér. væri vandamál," segir Eraa. Hún
„Hann byijaði að drekka dag- segist hafa fundið að eitthvaö
lega og fór að neyta eituriyfja mikið var að hjá sér cn tyrst hafa
með vinum sínum og var að gert sér grein fyrir þessu vanda-
heiman hvert einasta kvöld. Þeg- máli þegar henni var bent á það.
ar hann kom heim var hann iðu- Hún segir að mál Grayson hefði
lega dmlddnn og undir áhrifum byggst upp á því að hún væri
eituriyfja. Hann lagði hendur á vond móðir og geðveik. Hún vís-
mig og bömin mín,“ segir Ema ar þessum ásökunum algeriega á
um James Grayson, fyrrum eig- bug. „
inmann hennar sem reyndi að SJá við Emu
ræna dóttxu- sinni og situr nú í á blaðsíðu 7.
Ríkisendurskoðun telur að ýmislegt mætti
betur fara í rekstri Landgræðslu ríkisins:
Verða Land-
græðsla ríkisins
og Skógræktin
sameinuð?
Ríkisendurskoðun leggur til í
skýrslu um stjórasýsluendurskoð-
un hjá Landgræðslu ríkisins, að
kannað verði að sameina í eina
stofnun Landgræðsluna og Skóg-
rækt ríkisins. Með því móti verði
nýting á fjármagni tíl landgræðslu
og skógræktar betri. Ríkisendur-
skoðun telur nauðsynlegt að lög um
Landgræðslu ríkisins verði endur-
skoðuð. Þá gagnrýnir stofnunin
ýmislegt í rekstri Landgræðsiunnar,
Ld. rekstur flugvéla Landgræðsl-
unnar og bendir á að nýting vélanna
sé lítíl.
Eitt af hlutverkum Ríkisendur-
skoðunar er að skoða rekstur ein-
stakra stofnana og benda á það sem
betur mætti fara. Stoftiunin hefur
nú sent frá sér skýrslu um Land-
græðslu ríkisins.
í skýrslunni segir að þrátt fyrir
marga áfangasigra hafi Landgræðsl-
unni ekki tekist að ná fram því meg-
inmarkmiði sínu að koma í veg fyrir
eyðingu gróðurs og jarðvegs, en bet-
ur hafi tekist að græða upp eydd og
vangróin lönd. Ástæðan fýrir þessu
sé af margvíslegum toga, en þriggja
orsaka er sérstaklega getið. I fyrsta
lagi fjárskortur, í öðru Iagi skortur á
vísindalegri þekkingu á ýmsum þátt-
um gróðureyðingar og í þriðja lagi
að viðkvæmt land hafi ekki verið
vemdað nægilega fyrir ágangi bú-
fjár.
Ríkisendurskoðun bendir á að
skráning á þörf uppgræðsluverkefna
sé ekki nægilega skipuleg og árang-
ur af starfi Landgræðslunnar og
kostnaður, hafi ekki verið metinn í
hverju verkefni fyrir sig.
Nauðsynlegt sé að endurskoða Iög
um Landgræðsluna. Lagt er til að
Alþingi skipi stofnuninni þriggja
manna stjórn og stjómin verði um-
sagnaraðili um val landgræðslu-
stjóra sem ráðherra skipi til sex ára í
senn. Lagt er til að ákvæði um að
stjóm Búnaðarfélags íslands hafi
umsjón með landgræðslumálum
fyrir hönd ráðherra falli niður.
Nauðsynlegt sé að endurskoða
verkaskiptingu og samstarf Land-
græðslunnar og Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins.
Ríkisendurskoðun telur rétt að
kannaður verði sá kostur að sameina
Landgræðsluna og Skógræktina.
Nokkurt fé muni sparast verði þetta
gert og fjármagn til þessa mála-
flokks myndi nýtast betur en nú er.
Ríkisendurskoðun leggur til að
skrifstofa Landgræðslunnar í
Reykjavík verði lokað og starfsemi
hennar verði flutt í Gunnarsholt
Ríkisendurskoðun telur rekstrars-
kostnað flugvéla Landgræðslunnar
vera háan og nýtingu vélanna litla.
Þennan rekstur þurfi að endur-
skoða.
Ríkisendurskoðun telur að forráða-
mönnum Landgræðslunnar hafi
tekist vel að auka skilning fólks á
gildi landgræðslu. Árangur af þessu
kynningarstarfi sjáist m.a. í stór-
auknum framlögum almennings til
landgræðslumála. -EÓ
Magnús verður
veðurstofustjóri
Eiður Guðnason umhvertísráð-
herra hefur ákveðið að Magnús
Jónsson veðurfræðingur verði skip-
aður veðurstofustjóri. Magnús mun
taka við startí veðurstofustjóra
mjög bráðlega og starfa fyrst í stað
við hlið Páls Bergþórssonar veður-
stofustjóra sem lætur af störfum
um næstu iramóL
Magnús ‘onsson er fæddur á Sauð-
árkvóki 2. júlí 1948. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri 1968. Magnús stundaði nám í
sagnfræði og stærðfræði við Upp-
salaháskóla og síðar Háskóla íslands
1969-71. Hann stundaði nám í veð-
urfræði við Stokkhólmsháskóla
1975-1978 og framhaldsnám í veð-
urfræði við Uppsalaháskóla 1979.
Magnús stundaði kennslu í ýmsum
skólum á sjöunda áratugnum. Hann
hefur starfað sem veðurfræðingur á
Veðurstofu íslands 1980-1982 og frá
1985.
Magnús hefur gegnt trúnaðarstörf-
um fyrir Félag íslenskra náttúru-
fræðinga. Hann var formaður Al-
þýðuflokksfélags Reykjavíkur 1989-
1990 og varaþingmaður Alþýðu-
flokksins frá 1991.
Eiginkona Magnúsar er Karítas
Ragnhildur Sigurðardóttir og eiga
þau þrjú böm. -EÓ