Tíminn - 12.02.1993, Síða 3
Föstudagur 12. febrúar 1993
Tíminn 3
Akureyringar óánægðir með afgreiðslu sjávarútvegsráðherra á erindi
ÚA um landanir þýskra skipa í íslenskum höfnum. Stjórnarform. ÚA:
Ekki ástæða til
að blása þetta af
„Ég hefði vifjað sjá það betra. Þorsteinn hefur valdið og hann hefur afgreitt
þetta svona. Svarið liggur fyrir og það hefur náttúrulega einfaldað málið að
því leytinu til. Það er stjómarfundur á n.k. mánudag þar sem við munum
skoða þetta nánar, en það er engin ástæða til að blása þetta af,“ segir Sverr-
ir Leósson, stjórnarformaður Utgerðarfélags Akureyringa hf. á Akureyri.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra hefur svarað erindi ÚA um
landanir þýskra togara í íslenskum
höfnum á þann veg að þau geti land-
að í íslenskum höfnum og sótt þang-
að þjónustu ef þau veiða úthafskarfa
á tilteknu svæði milli íslands og A-
Grænlands. Hins vegar hafnar ráð-
herrann því að veita skipunum frek-
ari undanþágur frá gildandi lögum
um landanir og réttindi erlendra
skipa til þjónustu í íslenskum höfn-
um enda sé verið að veiða úr sameig-
inlegum fiskistofnum sem ekki hef-
ur verið samið um.
Eins og kunnugt er hyggst félagið
kaupa 60% og þar með meirihluta í
þýska útgerðarfyrirtækinu Meck-
lemburger Hoscefischeri sem gerir
út átta frystitogara. Að mati félags-
ins var það ein af grundarforsendun-
um fyrir kaupunum að hinir þýsku
togarar fengju að athafna sig að vild
f fslenskum höfnum.
Um þessar mundir er Gunnar
Ragnars, forstjóri ÚA, staddur úti í
Þýskalandi að vinna að samningum
við hina þýsku aðila og er væntan-
legur heim í dag. Sverrir Leósson
segir að kaupin séu komin vel á rek-
spöl og í samningsdrögunum eru
„krónur og aurar ásamt ýmsu öðru.“
Forsenda þess að ÚA ákvað að ráð-
ast í þessi kaup var m.a. að koma
með meiri tekjur inn í landið sem
félagið mundi njóta í ríkum mæli og
þá einnig bæjarfélagið og aðrir þar
nyrðra.
-grh
Fyrirtækið Ármannsfell ætlar að byggja íbúðir fyrir Samtök aldraðra á
horni mikillar umferðagötu:
Byggt yfir aldraða
í umferðarskarkala
Byggingafyrirtækið Ármannsfell
fékk nýlega úthlutað lóð á horni
Snorrabrautar og Egilsgötu fyrir 24
íbúðir ætluðum öldruðum. „Hér er
verið að byggja húsnæði sem verður
ekki nema annars flokks út af um-
ferðarhávaða. Það er ennþá verra að
vera að bjóða öldruðum upp á slíkt
því þeir eru hópur sem oft er veilli
en aðrir,“ segir Guðrún Jónsdóttir,
aridtekt og varaborgarfulltrúi Nýs
vettvangs.
„Það má segja að þetta sé nauðvöm
að taka þessa lóð,“ segir Magnús
Magnússon, formaður Samtaka
aldraðra. Hann segir samtökin hafa
sótt um lóð í tvö ár en ekki fengið
fyrr en nú á þessum stað.
Guðrún segir að miðað við nor-
ræna staðla sé hávaði svo mikill á
þessari lóð að það sé óæskilegt að
vera með íbúðabyggð. Hún bendir á
að í Kaupmannahöfn sé hávaði af bí-
laumferð talinn aðalumhverfis-
vandamál íbúðarbyggðar. ,Mér
finnst alveg út í hött að við séum að
setja niður íbúðarhúsnæði þar sem
hætta sé á að slíkar aðstæður skap-
ist,“ bætir Guðrún við. Hún bendir
á Asholt við Laugaveg máli sínu til
stuðnings. Það er íbúðarblokk sem
var byggð á lóð þar sem áður var
timbursala Áma Jónssonar. „Þar hef
ég fregnir af því að umferðarhávaði
sé ákaflega óþægilegur og fólk kvarti
yfir röskun á næturró svo og því að
eiga óhægt um vik að opna glugga,"
segir Guðrún.
„Það eru slíkar aðstæður sem mað-
ur sér í hendi sér að gætu skapast
þama. Þama ætti bara að gera fal-
legan garð því það er búið að yfír-
hlaða þessa lóð,“ bendir Guðrún á.
Hún bætir við að skipulagsnefnd
hafi nýlega synjað leyfisumsókn til
framkvæmda en ekki af umhverfis-
ástæðum heldur hafi henni ekki lit-
ist á byggingateikningar.
Aðspurð telur Guðrún að nægar
lóðir séu til fyrir svona hús. Þá telur
hún að sá möguleiki sé ekki nægi-
lega kannaður að kaupa húsnæði á
góðum stað sem gert yrði aðgengi-
legt fyrir aldraða. Hún telur að borg-
aryfirvöld hafi verið of gjöm á að út-
hluta öldruðum leiðinlegum lóðum
og bendir sem dæmi á nýlegt stór-
hýsi í Hraunbæ sem stendur við
mikil umferðargatnamót.
„Við höfum haft margar fysilegri
lóðir í huga en það hefur bara aldrei
gengið neitt með borgaryfirvöld,"
segir Magnús Magnússon, forsvars-
maður Samtaka aldraðra og fyrrv.
bæjarstóri í Vestmannaeyjum. Hann
bætir við að borgaryfirvöld hafi
dregið í tvö ár að svara samtökun-
um. Þau hafi bent á ýmsar lóðir sem
alltaf átti að veita samtökunum en
varð svo aldrei neitt úr. „Við höfum
verið með margar aðrar lóðir í huga
og fengið mismunandi sterk vilyrði
en málinu hefur alltaf verið frestað,"
segir Magnús.
Hann segir að samtökin óttist það
ekki að erfiðlega gangi að selja íbúð-
ir á þessum stað. Hann telur að há-
vaði sé mikið meiri á Laugavegi þar
sem íbúðarblokkin við Ásholt stend-
ur heldur en á lóðinni við Snorra-
braut.
Magnús segir að samtökin hyggi á
framkvæmdir um leið og leyfi fáist.
Hann telur að byggingin ætti að
verða fullgerð á 18 mánuðum.
-HÞ
Kísiliðjan við Mývatn með hagnað á síðasta ári:
Framleiðsla
í gang á ný
Kísiliðjan við Mývatn mun hefja
framleiðslu að nýju í lok þessarar
viku eftir rúmlega tveggja mánaða
framleiðslustöðvun. A síðasta ári
gætti nokkurrar sölutregðu og var
framleiðsla verksmiðjunnar
stöðvuð í desember sl.
Birgðastaða Kísiliðjunnar er nú
að mati stjómenda hennar að
komast á viðunandi stig og fram-
leiðsla því að hefjast á ný. Sala á
þessu ári hefur verið í samræmi
við áætlanir og gert er ráð fyrir
söluaukningu miðað við fyrra ár.
Tæplega 6 milljóna kr. hagnaður
eftir skatta varð af rekstrinum á sl.
ári en heildarvelta var rúmlega
460 milljónir kr.
Tæplega 60 manns starfa hjá Kís-
iliðjunni og námu launagreiðslur
rúmlega 100 milljónum kr. Fjár-
hagsstaðan er sterk og eiginfjár-
hlutfall í árslok 1992 var ríflega
96%.
u
T
S
A
L
A
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahús Hvammstanga óskar eftir hjúkrunarfræðingum
til starfa við sumarafleysingar, kvöld- og morgunvaktir, frá
1. júní til 31. ágúst.
Einnig vantar hjúkrunarfræðinga áfram í fastar stöður.
Gott húsnæði í boði.
Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 95-
12329.
1993
ÁRIÐ
'93
1993
KRÓNUR
ÁÁRINU 1993 BÝÐUR
AMMA LÚ UPP Á 3JA
RÉTTA KVÖLDVERÐ OG
5KEMMTIATRIÐI Á
FÖ5TUDAGSKVÖEDUM Á
KR. 1993.
GESTUR KVÖLDSINS12. FEBRÚAR:
BOGOMIE FONT
jtlatuh 04 tkemhttiafriði k*. 1997,-
93
Borðapantanir í síma 689-686
13-30%
10.-13. febrúar
Hönnun í hávegum,
FAXAFENI 7 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-687733