Tíminn - 12.02.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. febrúar 1993
Tíminn 7
Séra Bjami fer
í framboð
Svo var ástatt er Sveinn Bjömsson
forseti Iést að einungis var eitt ár eftir
af kjörtímabilinu. Forsetakjör skyldi
fara fram sumarið 1952. Ríkisstjómin
hafði rætt um það og verið sammála
um að stuðla að framlengingu forse-
taumboðs Sveins, ef honum entist líf
og heilsa eins og allir höfðu vonað. En
nú var orðin snögg breyting og þurfti
nýrra viðbragða við. Um þetta mál
vom nú langir og þreytandi fúndir
framundan. Við framsóknarmenn
þóttumst vita, að forsetaefni Sjálf-
stæðisflokksins væri Thor Thors
sendiherra.
En aldrei Iétu þeir það uppi, gáfu það
ekki einu sinni f skyn í öllum þeim
löngu umræðum er urðu um þetta
mál.
Við framsóknarmenn otuðum fram
Pálma Hannessyni. Það var að því leyti
ekki full alvara, að Pálmi hafði sagt
okkur það skýrt og skorinort, að þetta
tæki hann aldrei að sér.
En Pálmi var glæsilegt og ágætt for-
setaefni, og allir því vel sæmdir af að
styðja hann.
Tíminn Ieið og þegar tveir mánuðir
voru liðnir frá andláti Sveins Bjöms-
sonar hafði enginn gefið sig fram til
forsetaframboðs. Þvf var ekki að sjá, að
mikill eða almennur áhugi væri fyrir
forsetakjörinu.
Þegar lengra leið fram á vorið fór þó
að gæta hræringa um framboð. Gísli
Sveinsson, fyrrverandi sýslumaður V.-
Skaftfellinga, kunngerði framboð sitt.
Mun Gfsli hafa talið sjálfsagt, að hann
yrði kjörinn. Gekk hann með þetta of-
mat á sjálfúm sér eftir að hann varð
forseti sameinaðs þings 1944.
Brátt bættist annar við. Það var Ás-
geir Ásgeirsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, en um þessar mundir banka-
stjóri Útvegsbankans. Kvis hafði verið
um það framboð alllengi, en margir
héldu þó að ekkert mundi verða úr því.
Óðum leið á framboðsfrestinn. Ég
man það nú ekki lengur, hvemig það
bar að eða atvikaðist, að séra Bjami
Jónsson dómprófastur komst á dag-
skrá hjá okkur sem forsetaefni. En það
er ekki að orðlengja það, að samkomu-
lag náðist milli forystumanna Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks um séra
Bjama sem forsetaframbjóðanda. Við
Ólafúr Thors tókum að lokum hönd-
um saman um þetta. Séra Bjami var
lengi tregur, en gaf þó loks kost á sér.
Ég hygg að það hafí mest verið fyrir
þrábeiðni Ólafs Thors, en þeir voru
flokksbræður og vinir.
Leið nú óðum að kjördegi. Okkur var
ljóst, að ekki mátti sitja auðum hönd-
um. Við fómm því að boða til funda
um forsetakjörið. Við Ólafur urðum að
taka þetta að okkur. Aðrir f ríkisstjóm-
inni fengust ekki til þess, og okkur var
talið skyldast að hafa um þetta for-
göngu eins og málum var komið.
Það var í júní sem við Ólafur vomm
einkum á ferðinni til þess að reyna að
afla séra Bjama fylgis. Ég man að 12.
júní 1952 flutti ég ræðu um þetta efni
í Félagi framsóknarkvenna í Reykja-
vík. Ég man, að ég undraðist, hve kon-
umar tóku mér vel, þar sem ég mátti
þá ekki að neinu ráði halla á Sjálfstæð-
isflokkinn.
Ég hélt síðan erindi um forsetakjörið
í Reykholti, á Blönduósi, Sauðárkróki,
íVestmannaeyjum og víðar. Undirtekt-
ir manna vom nokkuð misjafnar. Við
Ólafúr fómm saman suður í Keflavík
og Grindavík og fengum þar góðar
undirtektir á fundum.
En það var hálfgerð ólund í sumum
framsóknarmönnum yfir því að eiga
nú að styðja séra Bjama Jónsson. Þeg-
ar ég ræddi málið á þingi ungra fram-
sóknarmanna, sem háð var í Reykjavík
17. júní, vom ungu mennimir lítt
glaðir yfir fréttunum af þessu forseta-
framboði, en tóku mér þó betur en ég
hafði búist við.
í öllu þessu umróti er forsetakosn-
ingamar 1952 komu af stað, var það
eitt vandamálið hvort fara skyldu fram
almennar útvarpsumræður um for-
setakjörið. Við sem stóðum að fram-
boði Bjama Jónssonar óskuðum eftir
almennum umræðum.
Fylgismenn Ásgeirs Ásgeirssonar
vildu helst vera lausir við slfkar um-
ræður. En þó var orðið við kröfu okkar
og fóm umræðumar fram 26. júní
1952. Þær áttu að vera með sama sniði
og venja var til á Alþingi.
Útvarpsumræðumar
Ég tel rétt að birta hér útvarpsræðu
þá er ég hélt f þessum útvarpsumræð-
um. Hún gefúr að mínum dómi glöggt
yfirlit um hvemig þetta leiðinda- og
vandræðamál var þá flutt Því er ekki
að neita, að málið hafði snúist þannig,
að stjómarflokkamir vom þá í hálf-
gerðri vamarstöðu, og af þeirri ástæðu
meðal annars lögðum við áherslu á al-
mennar umræður um málið. Við töld-
um von til þess að við styrktum stöðu
okkar í umræðunum. Það var þó vafa-
samt eins og málið var í pottinn búið.
(Hér verður aðeins birt brot úr ræðu
Steingríms við umræðumar um for-
setakjörið.)
[...] Því hefur verið haldið fram af
stuðningsmönnum Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, að forseti lýðveldisins hafi ekk-
ert pólitískt vald og þess vegna snerti
störf hans ekki stjómmálaflokka. Kjör
forseta sé þeim því f raun og vem óvið-
komandi. Svo langt hefur verið gengið
í þessum áróðri, að jafnvel kunnur lög-
fræðingur hefúr leyft sér að halda
þessu fram, þótt hann ætti að vita bet-
ur. Hér er um augljósa firm að ræða.
Enginn mun Ld. neita því f alvöru, að
stjómarmyndun sé pólitískt mál. Já,
pólitfskasta mál sem til er. Hvað segir
reynslan um stjómarmyndanir þau fáu
ár, sem liðin em síðan æðsta valdið var
flutt inn í Iandið? Reynslan sýnir með
óvefengjanlegum dæmum, að þegar
meirihluti til stjómarmyndunar er
ekki fyrir hendi á Alþingi, ræður vald
þjóðhöfðingjans úrslitum f þessu efni.
Hinn látni forseti skipaði stjóm, er
ríkti hér í tvö ár. Það var utanþings-
stjóm Bjöms Þórðarsonar 1942-1944.
Þar með varð til fordæmi, sem ekki
verður gengið fram hjá. Forseti hafði
allt framkvæmdavaldið í sfnum hönd-
um þessi ár. Árið 1949 skipaði forset-
inn minnihlutastjóm eins stjómmála-
flokksins, af því að ekki var hægt að
mynda meirihlutastjóm. Hann réð þá
hvaða stjómmálaflokki var falin stjóm-
armyndun. Hér er því annað fordæmi
um beitingu forsetavalds við stjómar-
myndun, og vitanlega er það hápólit-
ískt mál, hvemig því valdi er beitt
Flokkamir og þar með þjóðin eiga
mikið undir því að geta borið traust til
þess manns sem fer með slíkt vald.
Hér má einnig á það benda, að forset-
inn hefur í hendi sinni að stofna til
átaka um löggjöf sem sett hefur verið
af meirihluta Alþingis, ef honum býður
svo við að horfa. í 26. gr. stjómarskrár-
innar segir svo:
„Nú synjar forseti lagafrumvarpi stað-
festingar, og fær það þá engu að síður
lagagildi, en leggja skal það þá svo
fljótt sem kostur er undir atkvæði allra
kosningabærra manna í Iandinu til
samþykktar eða synjunar með leyni-
legri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr
gildi, ef samþykki er synjað, en annars
halda þau gildi sínu.“
Með þessu ákvæði er pólitfskt áhuga-
sömum forseta fenginn möguleiki til
að stofna fyrir sfna hönd eða Ld. þing-
minnihluta, sem hann á samstöðu
með, til mikilla átaka við hinn kjöma
þingmeirihluta og knýja þjóðina til
kosninga um það mál, sem um er að
ræða, en þar með gerir forsetinn sig í
raun og vem að pólitískum foringja
þegar svo stendur á.
Það leiðir auðvitað af sjálfu sér, að um
leið og sýnt er og sannað, að forsetinn
getur haft, ef hann beitir þvf, meira
pólitfskt vald en nokkur annar maður á
íslandi, að stjómmálaflokkamir geta
ekki undir neinum kríngumstæðum
látið það afskiptalausL hver fer með
þetta vald. Þess vegna er það einnig
söguleg staðreynd, að í þau tvö skipti,
sem þjóðkjör forseta hefur farið fram,
hafa samtök stjómmálaflokkanna leitt
til þess að forsetinn var sjálfkjörinn, og
tók Alþýðuflokkurinn þátt í þeim sam-
tökum þá. Og ástæðan til þess, að ekki
náðist samkomulag að þessu sinni, var
sú að minnsti flokkurinn, Alþýðuflokk-
urinn, skarst úr leik og vildi engan
frambjóðanda heyra nefndan nema
einn af alþingismönnum sínum, og
það einmitt mann, sem miklu hefur
ráðið um stefnu þess flokks á undan-
fömum árum, og er enn f dag einn að-
alforingi síns flokks.
Þegar þjóðinni, við fráfall hins ástsæla
og mikilsvirta fyrsta forseta lýðveldis-
ins, Sveins Bjömssonar, barst sá vandi
að höndum að velja mann í hans stað,
tók Framsóknarflokkurinn undir eins
þá afstöðu að vinna að því fyrir sitt
leyti, að til forseta yrði valinn maður er
víðtækast samkomulag gæti orðið um
og þó helst þannig, að öll þjóðin gæti
orðið sammála um eitt og sama fram-
boð. En til þess að svo mætti verða,
þurfti forsetaefnið að hafa staðið að
mestu eða öllu leyti utan við hin pólit-
ísku átök síðustu áratuga. Þetta var
nauðsynlegt skilyrði þess að nokkur
von væri um samkomulag milli flokk-
anna og þjóðarinnar. Þeir sem þekkja
þjóðareðli fslandinga og það, hve
stjómmálabaráttan er oft heit og
óvægin, vita það, að þjóðareining verð-
ur aldrei um pólitfska átakamenn.
Framsóknarflokkurinn hefur aldrei
sett það að meginskilyrði, að fram-
sóknarmaður yrði í kjöri, þótt flokkur-
inn hafi mörgum ágætum forsetaefn-
um á að skipa. Hitt hefur hann frá upp-
hafi Iátið sitja í fyrirrúmi, að til þessa
æðsta embættis íslensku þjóðarinnar
veldist maður, er þjóðin gæti samein-
ast um og hefði óskorað traust hennar.
Heilsteyptur drengskaparmaður, með
sterkri skapgerð er allir gætu treyst að
aldrei gerði annað en það sem hann
hygði sannast og réttasL Maður sem
hefði aflað sér virðingar með löngu og
farsælu starfi í þjónustu almennings.
Þess vegna hefur Framsóknarflokkur-
inn Iitið svo á, að ekki kæmu aðrir til
greina í þessa stöðu en aldraðir menn,
er búnir væm að inna mikilvæg störf af
höndum utan stjómmálabaráttunnar,
og án þess að blettur hefði á þá fallið.
[...]
Forsetakosningamar
Forsetakosningamar fóm fram
sunnudaginn 29. júní, án þess að sam-
komulag tækist um forsetakjör að ósk
ríkisstjómarinnar. Allir vissu að fram-
boð Gísla Sveinssonar var ekki tekið al-
varlega af meginþorra þjóðarinnar.
Kjör forseta hlaut að snúast um Ásgeir
og séra Bjama, en frambjóðendur vom
aðeins þessir þrír. Úrslitin urðu þau, að
Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn forseti
og hafði tæp tvö þúsund atkvæði fram
yfir séra Bjama, en þeir skiptu megin-
hluta atkvæðamagnsins á milli sín.
Gísli Sveinsson fékk rúm 4000 at-
kvæði.
Þessi úrslit vom að sjálfsögðu mikið
áfall fyrir ríkisstjómina, sem hafði fylgt
séra Bjama einhuga. Mér fannst f
fyrstu að þetta hlyti að leiða til þess, að
ég segði af mér, bæðist lausnar fyrir
mig og allt ráðuneytið. En þegar frá
leið breyttist það viðhorf nokkuð.
Margir sem við okkur ræddu sögðu
slíkt fráleitt og ekki í mál takandi.
Minn flokkur var því andvígur er ég
bauð honum þegar eftir kosningar að
draga mig í hlé.
Að öllu eðlilegu hefði átt að halda rík-
isráðsfund fljótlega að forsetakosning-
um afstöðnum, en ráðherrar vom ekki
f skapi til slíks fundarhalds þá. Það
dróst því í meira en þrjá mánuði. Það
var ekki fyrr en 9. okt. að forseti hafði
ríkisráðsfund að Bessastöðum, og vom
þá skapsmunir allra komnir í sæmilegt
lag. Ég hafði samið örstutt ávarp og
flutti forseta það. Mikill vandi var að
semja það þannig, að allir ráðherramir
gætu samþykkt það, og vikumar áður
höfðu ráðherrar enn verið í úfhu skapi
og ekki komnir í jafnvægi eftir forseta-
kosningamar. Það vom sérstaklega
þeir Ólafur og Hermann sem allt höfðu
á homum sér.
Afhroðið sem ríkisstjómin galt í for-
setakosningunum sagði enn lengi til
sín, einkum síðustu mánuði ársins
1952. Þótt öll störf gengju nokkum
veginn eðliiega hjá okkur í ríkisstjóm-
inni, greri þó aldrei fyllilega um heilt
eftir það áfall.
Samstarf mitt við hinn nýja forseta,
Ásgeir Ásgeirsson, var að vísu gott, því
að hann vildi f öllu sýna lipurð og
lagni. Þó var það annað andrúmsloft en
áður var, því að Sveinn Bjömsson hafði
náð ágætum tökum á að starfa með
mér. En mér virtist Ásgeir stundum
ekki fara rétt að. Þó var ekki hægt að
segja annað en samstarf okkar væri
gott og árekstralaust með öllu.
Þingborg —
Félagslundur
Rangæingar
Alþingismennimir Jón Helgason og
Guðni Ágústsson verða til viðtals og
ræða þjóðmálin að Laugalandi I
Holtum mánudaginn 15. febrúar kl.
21.
Guðnl
Jón
Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15 verða alþingismennimir Jón Helgason og Guðni
Ágústsson til viötals I Þingborg I Hraungeröishreppi og kl. 21 sama dag I Félags-
lundi I Gaulverjabæjartireppi.
Kópavogur —
Opið hús
Opiö hús er alla laugardaga kl. 10.00 - 12.00 að Digranes-
vegi 12. Kaffi og létt spjall. Sigurður Geirdal bæjarstjórí
verður til viðtals.
Framsóknarfélögin
Þorrablót Framsóknarfé
lags Seltjarnarness
Þorrablót Framsóknarfélags Seltjamar-
ness verður haldið laugardaginn 13.
feb. nk. kl. 19.30, að Melabraut 5, Sel-
tjamamesi. Þorramatur verður að-
keyptur og kostar kr. 1.600 fyrir mann-
inn, en nauðsynlegar guðaveigar verða
menn að koma með sjálfir. Formaður
flokksins, Steingrímur Hermannsson,
og bæjarfulltrúinn okkar, Siv Friðleifs-
dóttir, munu ffytja okkur þorrahugleið-
ingar slnar.
Slv
Þátttöku þarf að tilkynna til einhvers stjómamianna: Siv I slma 621741, Amþórs I
sima 611703, Ásdlsar I sfma 612341, Guömundar I sima 619267 eða Jóhanns Pét-
urs I sima 622012 i slöasta lagi miðvikudaginn 10. feb. n.k.
Við f stjóminni vonumst eftir að sjá sem flest ykkar I góöu formi á þorrablótinu okk-
ar. Framsóknarfélag Seltjarnamess
Akranes — Bæjarmál
Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 13. febrnar kl. 10.30.
Faríð veröur yfir þau mál, sem efst eru á baugi I bæjarstjóm.
Morgunkaffi og meðlæti á staönum.
Framsóknarvist —
Reykjavík
Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag, 14. febrúar, I
Hótel Lind, Rauöarárstlg 18, og hefst kl. 14.00.
Veitt verða þrenn verðlaun, karta og kvenna.
Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp I kaffihléi.
Framsóknarfélag Reykjavlkur
Norðurland eystra
Laugardagur 13. febrúar
Blómaskálinn Vln I Eyjafjarðarsveit kl. 10.30. Guðmundur Bjarnason og Jóhannes
Geir Sigurgeirsson ræða þjóömálin.
Garðar, skrifstofa framsóknarmanna á Húsavlk, kl. 10.30. Valgerður Sverrisdóttir
og Guðmundur Stefánsson mæta.
Verið velkomin. Framsóknarfíokkurinn
Bæjarfulltrúamlr
Sigrún
Búvélar til sölu
Massey Ferguson 390 árg. 1991. Einnig Claas rúllubindivél
árg. 1990. Upplýsingar í síma 98-75145.
Ástkær sonur minn og bróöir okkar
Agnar Helgi Vigfússon
frð Hólum (HJaltadal
sem andaöist I Landspltalanum þann 3. febníar slöastliöinn, veröur jarö-
sunginn frá Hólum mánudaginn 15. febrúar n.k. kl. 13.30.
Kveöjuathöfn ferfram frá Háteigskirkju föstudaginn 12. febrúar n.k.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans
er bent á Krabbameinsfélag (slands og Hjartavemd.
Helga Helgadóttlr,
systklnl hlns látna og aörir vandamenn
y