Tíminn - 09.03.1993, Page 1

Tíminn - 09.03.1993, Page 1
Þriöjudagur 9. mars 1993 Tíminn 7 Enska knattspyrnan: Loks sigraöi Hartlepool Það var mikið fagnað á heimavelli Blackpool á laugardag þar sem heimaliðið var heimsótt af Hartle- pool í annarri deildinni ensku. Eins og við sögðum frá hér í síð- ustu viku þá settu leikmenn Hartlepool nýtt met og höfðu þeir þá ekki skorað mark í 1.087 mínút- ur og slegið 50 ára gamalt met Coventry. Fagnaðarlætin sem brut- ust út á heimavelli Blackpool voru afleiðing þess að Andy Saville skor- aði fyrsta mark Hartlepool eftir 1227 mínútur í jafnteflisleik. Markið kom á 50. mínútu leiksins. Man. CHy ásak- aðvegnaóláta Enska knattspymusambandið ásakaði í gær forráðamenn Man- chester City vegna óláta sem komu upp og er það álit sambandsins að ekid hafi verið næg öryggisgæsla á veDinum. Um þrjú hundruð áhangendur Manchesteriiðsins ruddust inn á völlinn þegar Iiðið mætti Tottenham á heimavelli sm- um í bikarkeppninnL Þá voru þrjár mínútur til leiksloka og urðu leikmenn að yfirgefa leik- vanginn um stundarsakir. Varð að beita hrossum og hund- um til að hreinsa völlinn. Peter Swales, stjómarformaður félags- ins, sagði eftir atvikið að til greina kæmi að setja upp girðingar að nýju en þær voru teknar niður á enskum knattspymuvöllum eftir harmleikinn í Sheffield árið 1989. Terry Venables, forstjóri Totten- ham, hrósaði áhangendum Totten- ham fyrir prúðmannlega fram- komu. Líklegt er að Manchester City verði sektað og þá gæti liðið eins verið dæmt til að leika einhverja Ieiki fyrir luktum dyrum. Unnur Sigurðardóttir sigraði i keppninni Sterkasta kona íslands sem haldin var í reiöhöliinni á laugardag. Alls tóku átta konur þátt í keppninni en einnig var keppt um titilinn Steinakóngur og sigraði Magnús Ver Magnússon f þeirri keppni. Hér má sjá Unni í bíla- drætti. Tímamynd Slgursteinn HM í handknattleik: Svíar í bobsleóabúningum? Svíar kynntu á blaðamannafundi í gær nýja búninga sem þeir leika í þegar þeir mæta íslendingum á HM ídag. Um er að ræða búninga eins og við þekkjum úr bobsleðakeppni á ólympíuleikum og vfðar og eru þeir úr einhverju sérstöku gúmkenndu efni. Um er að ræða samfesting sem nær niður á mið læri og verða leik- menn síðan í hefðbundnum stutt- buxum utanyfir. Liggur búningur- inn vel strekktur að líkamanum og segja Svíarnir að mun erfiðara verði að stöðva þá í sóknarleiknum þar sem erfiðara er að ná taki á þeim. Júlíus Jónasson, landsliðsmaður í handknattleik, sagðist í samtali við Tfmann í gær ekki búast við að þetta breytti neinu fyrir andstæðingana. Undanúrslit ensku bikarkeppninnar: Lundúnaslagur á Wembley í gær var dregið í undaúrslitum ensku bikarkcppninnar í knattspymu. Einn- ig var það ákveðið að annar leikurinn færi fram á Wembley- leikvanginum og verður það í annað sinn sem það gerist, en áður gerðist það árið 1991. Sigurvegari í leik Derfoy og Sheff. Wed mætir sigurvegaranum úr leik Black- bum og Sheff. Utd. í hinum undanúrslitaleiknum mæt- ast erkifjendumir Arsenal og Totten- ham og verður sá leikur leikinn þann 4. apríl á Wembley. Það voru einmitt sömu lið sem mættust á Wembley í undanúrslitum árið 1991. í undanúrslitum skoska bikarsins mætast Glasgow Rangers og Hearts í öðrum leikjanna en í hinum mætast Hibemian og sigurvegarar úr leik Aberdeen og Clydebank. Knattspyma: Engir Þjóðverjar á leið í Fram Sú saga hefur gengið fjöllunum hærra að undanförnu og hefur verið ári lífseig að Ásgeir Sigur- vinsson þjálfari Fram sé búinn að ganga frá því að tveir Þjóð- verjar muni leika með Fram- liðinu í sumar. Þeir leiki með varaliði Stuttgart og ætli að nota sumarið hér á landi. Hall- dór B. Jónsson, formaður knatt- spymudeildar Fram, sagði í samtali við Tímann að það væru engir Þjóðverjar á leið til liðsins og í raun engir erlendir leik- menn. Ef einhverjir vildu hins vegar koma þá væri engum dyr- um lokað fremur en með aðra leikmenn. „Það er ekki á döfinni að það komi neinir útlendingar til félagsins," sagði Halldór B. Jónsson. íslenska landsliðiö leikur í dag fyrsta leik sinn á HM i Svíþjóð. Júlíus Jónasson: Andinn mjög góður og ■ ■ || w gg^ w ____________ prGSSðn oii st svium Stóra stundin í íslenskum hand- dag. Menn væru afslappaðir en þó islenska liðið hóf daginn í gær á knattleik rennur upp kiukkan 18 í mætti eflaust búast við því að ein- iéttu skokki og var síðan borðaður dag en þá mætir ísienska Uðið hver taugaspenna sctti mark sitt á hádegisverður. Síðari part dags var Svíum í opnunarieik HM í Svíþjóð. fyrstu mínútur leiksins. Hann haldið á æfingu í iþróttahöllinni, íslenska landsliðíð kom til Gauta- sagði það öruggt að ÖU pressan sem er í raun skautahöU og tekur borgar á sunnudag eftir 13 túma væri á Svíum vegna leiksins. Um- um 12 þúsund manns. Júl/us ferðalag. Brottfor tafðist frá Kefla- ræðan í Svíþjóð hefur aðaflega sagði að hann kynni ágætlega við vik vegna snjóa en eftir það gekk bemst að því að spá i hvaða þjóð sig í höUinni. Yfir steypt gólfið ferðalagið vel. í samtali við Tím- muni mæta þeim í úrsUtaleik hefðu verið lagðar plötur og það ann f gær sagði Júlíus Jónasson mótsins og minna verið spáð í ein- síðan málað og sagði hann að gólf- Iandsliðsmaður að aUur aðbúnaður staka leðd. Þó var það haft eftír ið væri kannski dáb'tíð of stamt. væri góður á hótelinu og andinn í sænska iandsUðsþjálfaranum í gær íslenska liðið býr á hóteU ásamt hópnum væri góður. að leikurinn við ísiendinga yrði ungverska og bandariska Uðinu en Aðspurður sagðl Júlfus að ekki tekinn af fuUri aiviiru og yrði ef- það sænska býr á öðru hóteU væri hægt að finna það á mann- Íaust erfiður. Hann benti á að þeir skammt firá sem er í mun betri skapnum að nokkur taugaspenna hefðu fundið út helsta veUdeika gæðafiokkL væri í hópnum vegna leiksins í Uðsins sem væri markverðimir. Japisdeildin í körfuknattleik: Snúin staða í b-riðli Eins og fram kemur á stöðumynd úr Japisdeildinni í körfúknattleik á næstu blaðsiðu er baráttan í b-riðU um úrslitasæti í Japisdeildinni orðin býsna höið og eru línur langt firá því að skýrast þótt lítíð sé eftír af keppnL Stendur baráttan aðallega á milli Grindvikinga, Valsmanna og Skalla- gríms. Þó gætu SnæfelUngar, sem eru efstír, blandast í baráttuna einnlg ef þeir tapa báðum leikjum sínum sem eftír eru, við Grindavík heima og KRáútivelH. Grindavík hefúr vænlegustu stöðuna af þeim þremur sem harðast beijast Liðið hefúr tvö stig umfram Val og Skallagrím en á eins og Valur aðeins einn leik til góða, í Stykkishólmi. Ef Snæfell tapar báðum sínum leikjum á Skallagrímur hins vegar möguleika á efeta sætinu í riðlinum, sem Valur á ekki, því Skallagrímur á tvo leiki efdr. Það getur því ýmislegt gerst Ef tvö eða þrjú lið eru jöfn að stigum þegar ákvarða skal hvaða lið fari í úr- slitakeppnina eru úrslit í innbyrðis leikjum látin ráða því hvaða lið fer áfram. Þegar athugaðar eru innbyrðis viðureignir virðist staða Grindvíkinga gagnvart Val og Skallagrími vera nokkuð sterk. Grindvíkingar og Vals- menn hafa Qórum sinnum leikið og hafa liðin unnið tvívegis hvort um sig. Grindvíkingar hafa sigrað í þremur leikjum gegn Skallagrími en hafa hins vegar tapað öllum þremur viðureign- unum við Snæfell. Valsmenn hafa hins vegar jafna stöðu gegn Snæfellingum og hafa unnið tvívegis hvorir um sig. Þá hafa Valsmenn þrívegis lagt Skalla- grím að velli en félögin eiga eftir að mætast einu sinni. Staða Skallagríms er sýnu verst, ef frá er talin staðan gagnvart Snæfellingum. Þeir hafa þrí- vegis lagt Snæfell að velli í fjórum leikjum en hafa hins vegar eins og áð- ur sagði tapað þremur leikjum af fjór- um gegn Grindavík og öllum þremur gegn Valsmönnum. Leiktí liðanna fjögurra sem eftírenu Fimmtudagur Skallagrímur-KR Snæfell-Grindavík Sunnudagur Valur-Skallagrímur KR-Snæfell Sjö mörfc af 21 í sama leiknum Um 340 þúsund áhorfendur lögðu leið sína á ítalska knatt- spymuvelli um helgina til að berja augum leiki < 1 deildinni þar í landi. Eru það að meðaltali uin 37 þús- und áhorfendur á hverjum leik. Þar hefur mest að segja leikur AC Milan og Fiorentina en á hann komu um 76 þúsund manns sem er nálægt meðaltali á San Siro þegar AC Milan leikur þar. í leikj- unum níu voru gerð 2,33 mörk í leik en í einum og sama leiknum voru gerð mest sjö mörk en það var í leik Juventus og Napolí. í spönsku 1. deildinni mættu 243 þúsund áhorfendur á leikina í deildinni sem er að meðaltali um 24 þúsund manns á leik. Flestir sáu leik Valencia og Real Madrid eða um 47 þúsund. f leikjunum voru gerð 19 mörk eða 1,9 mörk í leik.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.