Tíminn - 22.04.1993, Qupperneq 1
Fimmtudagur
22. apríl 1993
75. tbl. 77. árg.
VERÐí LAUSASÖLU
KR. 110.-
^Fjárlaganefnd mun rannsaka Hrafnsmálið á forsendum ríkisstjórnarinnar:
íhaldið í vandræðum
með fjáriaganefhd
Fjárlaganefnd samþykkti í gær
að fela RiMsendurskoðun að
rannsaka Qármálaleg viðskipti
Hrafns Gunnlaugssonar við
ráðuneyti, opinberar stofnanir
og sjóði er kunni að varða mál-
ið. Rannsóknin verður víðtæk-
ari en sú rannsókn sem
menntamálaráðherra hafði áð-
ur óskað eftir að fram færi.
Rannsóknin mun þó ekki fara
fram á þeim forsendum sem
stjómarandstaðan vildi að yrði.
Það tók langan tíma fyrir fjárlaga-
nefnd að komast að niðurstöðu um
málið. Fundur var boðaður í fjár-
laganefnd í gærmorgun og þar
lagði Karl Steinar Guðnason, for-
maður nefndarinnar, fram tillögu
um rannsókn. Fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins í nefndinni óskuðu þeg-
ar eftir því að fundi yrði frestað í
nokkrar mínútur þar sem þeir
sættu sig ekki við eftii tillögunnar.
Var orðið við því. Bið varð á því að
fundi væri framhaldið og sátu
nefndarmenn og biðu í á annan
klukkutíma á meðan sjálfstæðis-
menn réðu ráðum sínum. Á endan-
um var fúndi frestað til klukkan
fjögur.
Þegar fundi var framhaldið hafði
tekist samkomulag milli stjómar-
flokkanna um málið og var sam-
þykkt eftirfarandi tillaga: „Ólafur
G. Einarsson menntamálaráðherra
hefur óskað eftir athugun á fjár-
málalegum samskiptum Sjón-
varpsins og Hrafns Gunnlaugsson-
ar og hvort eitthvað bendi til að
hann hafi brotið af sér í starfi. Þar
sem á Alþingi hafa verið bomar
fram harkalegar árásir í garð sama
manns um aðra þætti telur fjár-
laganefnd rétt að Ríkisendurskoð-
un geri athugun á öðmm fjármála-
legum viðskiptum hans við ráðu-
neyti, opinberar stofnanir og sjóði
er kunna að varða málið. Nauðsyn-
legt er til samanburðar að fram
komi fyrirgreiðsla viðkomandi
stofnana og sjóða við aðra sam-
bærilega aðila. í framhaldi af því
verði fjárlaganefnd gerð grein fýrir
málinu."
Stjómarandstaðan var óánægð
með að nafn Hrafns skyldi vera
nefnt í tillögunni og að talað skyldi
vera um harkalegar árásir á hann.
Hún leit svo á að með þessu væri
verið að reyna persónugera málið.
Tálið er að þessu hafi verið troðið
inn í tillöguna að kröfu Sjálfstæðis-
flokksins. Stjómarandstaðan vildi
að rannsóknin beindist meira að
sjálfú stjómkerfinu frekar en
Hrafni persónulega. Tillögur
stjómarandstöðunnar um breyt-
ingar vom felldar. Af því tilefni
bókuðu fulltrúar stjómarandstöð-
unnar í fjárlaganefnd að minni-
hlutinn styddi rannsókn Ríkisend-
urskoðunar á fjárhagslegum sam-
skiptum framkvæmdastjóra Sjón-
varpsins við ráðuneyti, opinberar
stofnanir og sjóði. Minnihlutinn
mótmælti hins vegar þeim forsend-
um sem meirihlutinn byggði
beiðni sína á. Minnihlutinn lýsti
því yfir að hann myndi taka málið
upp að nýju þegar Ríkisendurskoð-
un hefði lokið sinni rannsókn en
það er í samræmi við 26. grein
þingskaparlaga. -EÓ
Hjón björguó-
ust naumlega
í eldsvoða
Eldur varð laus í íbúð í Qöl-
býlishúsi f Grafarvogi f gær
og björguöust eldri hjón
naumlega.
Hjónin voru flutt á síysa-
deild með reykeitmn og
minni háttar bmnasár. Rýma
þurfti húsið sem er þríggja
hæða og þurftu sumir fbúar
að bjarga sér nlöur af svölum
hússins. íbúðin sem eldur-
Inn kom upp í er mjög mikið
skemmd og jafnframt komst
reykur og sót inní flestar
aðrar fibúðir hússins. EÍds-
upptök eru ókunn og er mál-
ið í rannsókn.
Gleðilegt sumar
Hann var að hreinsa vetraróhrelnlndln af gluggum
Hótels Sögu f gær þannig að I dag, sumardaglnn
fyrsta, geta gestlr hótelslns og aðrir landsmenn horft
út I sumarið.
Efni bréfs Heimis Steinssonar útvarpsstjóra til Ólafs G. Einarssonar um brottrekstur Hrafns:
Rangfærslur og villandi tal um mál RÚV
I umræöuþætti í Sjónvarpinu í fyrrakvöld um framtíö Sjónvarpsins
var mikið fjallað um brottrekstur Hrafns Gunnlaugssonar úr starfi
dagskrárstjóra og ráöningu í starf framkvæmdastjóra Sjónvarps-
ins í kjölfar þess.
í máli Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra kom fram að
hann hefði fengið bréflega yfirlýs-
ingu frá Heimi Steinssyni útvarps-
stjóra vegna brottreksturs Hraftis
og það sem í því bréfi stæði túlkaði
hann þannig að útvarpsstjóri hefði
ekkert efnislega við það að athuga
að Hrafn Gunnlaugsson væri end-
urráðinn til Sjónvarpsins til þess að
gegna þar æðri stöðu en þeirri sem
hann var rekinn úr. Menntamála-
ráðherra vildi hins vegar ekki
greina frá efni bréfs útvarpsstjóra
þrátt fyrir að ítrekað væri eftir því
gengið.
Tíminn hefur öruggar heimildir
fyrir efni þessa bréfs sem mennta-
málaráðherra telur vera einkamál
sitt og útvarpsstjóra. í því skýrir
Heimir Steinsson útvarpsstjóri
ástæður brottrekstrar Hrafns úr
starfi dagskrárstjóra og telur engan
vafa leika á lögmæti uppsagnarinn-
ar.
Þá segir í bréfinu að í sjónvarps-
þætti 23. mars, þegar Hrafn hafi
setið fyrir svörum um Sjónvarpið,
hafi hann veist af miklu tillitsleysi
að samverkamönnum sínum við
Sjónvarpið og fylgt niðrandi orðum
í þeirra garð úr hlaði með hnútum í
garð starfsmannasamtaka þeirra. í
máli hans hafi vaðið uppi rang-
færslur og villandi upplýsingar um
fjárhag innlendrar dagskrárdeildar
Sjónvarpsins og um meinta eyðslu-
semi yfirstjórnar Ríkisútvarpsins
og hafi þurft að skrifa sérstaka
blaðagrein um málið. Það verk hafi
fjármálastjóra stofnunarinnar verið
falið að gera.
Síðan segir í bréfi útvarpsstjóra að
Hrafn hafi boðað að kljúfa ætti
stofnunina niður í deildir. Það
brjóti hins vegar í bága við stefnu
útvarpsstjóra sem þvert á móti
hyggist fylkja liði sínu og samhæfa
krafta Ríkisútvarpsins.
Þá hafi Hrafn greint í þættinum
frá dagskrármálum Sjónvarpsins
sem allir starfsmenn hafi litið á sem
trúnaðarmál. Þar á meðal væru
hugmyndir sem ekki hefði náðst
samstaða um innan Ríkisútvarps og
því fráleitt að einn af yfirmönnum
stofnunarinnar flíkaði þeim opin-
berlega. Útvarpsstjóri segir að allt
þetta hefði þó verið hægt að fyrir-
gefa og jaftia með einhverjum hætti
ef Hrafti hefði beðist afsökunar.
Hrafn hafi þvert á móti atað ímynd
Ríkisútvarpsins auri, brugðist trún-
aði, og hollustu hans hafi verið svo
mikilla ábóta vant að tilgangslaust
hefði verið að ræða sættir.
Útvarpsstjóri segir starfsmenn
standa saman í hollustu við stofn-
unina. Sá sem breyti öðruvísi hafi í
raun ótilkvaddur tekið sér stöðu ut-
an Ríkisútvarpsins og farið. Brott-
vikning hafi ekki verið annað en
formsatriði að svo komnu.
í fyrmefndum þætti hafi Hrafn alls
ekki talað sem almennur borgari
heldur sem maður sem axlað hafði
þá ábyrgð að gerast stjómandi inn-
an Ríkisútvarpsins. Hann búi því
ekki við hömlulaust frelsi í orðum
og athöfnum en það tunguhaft eigi
þó ekkert skylt við skort á málfrelsi.
Því finnst útvarpsstjóra kynlegt að
menn hafi tekið til við umræðu um
málfrelsi í kjölfar þáttarins 23.
mars. Kynleg séu einnig ummæli
ráðherra um að brottreksturinn
setji hugsanlega málfrelsið í hættu.
Útvarpsstjóri sendi í gær frá sér yf-
irlýsingu um aðdraganda að brott-
rekstri Hrafns. Hún er efnislega
samhljóða bréfi hans til mennta-
málaráðherra. Auk þess segir í yfir-
lýsingunni að starfsandi á Sjón-
varpinu hafi mjög versnað um það
leyti sem Hrafn kom aftur til starfa
eftir fjögurra ára leyfi. Vmnuftíður
innan stofriunarinnar hafi verið í
húfi og fyrsta skylda útvarpsstjóra
sé að tryggja starfhæfar aðstæður.
—sá