Tíminn - 22.04.1993, Side 5

Tíminn - 22.04.1993, Side 5
Fimmtudagur 22. apríl 1993 Tíminn 5 Kristján G. Guðmundsson: Egill Bj amason fombók- sali og Jónas frá Hriflu Egill Bjarnason vinnur að þýöingu söngleiks. Veturinn 1936 var Egill í Samvinnuskólanum. Jónas skólastjóri var glöggur mannþekkjari og sá fljótt að góður efniviður var í þessum unga manni. Hann hefur hugsað líkt og Aðalsteinn Sigmundsson, en hann sagði um nemanda sinn, Eirík J. Eiríksson, síðar prest og skólastjóra: „Ekki kann ég mann að sjá ef ekki verður maður úr stráknum." Svo mikið er víst að fljótlega réði Jónas Egil til sín í vinnu. Vinnutíminn var frá því snemma á morgnana og fram að skólatíma. Þá átti Egill m.a. að opna bréf, er Jónasi höfðu borist daginn áður, en þau voru oftast mörg. Bréfin las Egill upphátt fyrir Jónas meðan hann fór í bað, klæddi sig og rakaði. Mörgum bréfum þurfti að svara og gerði Jónas það oftast sjálfur, en stundum skrifaði Egill bréfin eftir fyrirmælum Jónasar. Ein- hverju sinni barst bréf frá Jónasi f Lundarbrekku í Bárðardal. Hann var að minna nafna sinn á að grein, sem hann hafði sent Tímanum, hefði enn ekki komist á prent Egill skrifaði svarbréf, samkvæmt fyrirmælum Jónasar, svohljóðandi: „Kæri nafni. Eins og þú veist er ég lélegur að tala en dágóður að skrifa. Því er öfugt farið með þig, þú ert ágætur að tala, en ekki eins góður að skrifa. Þessvegna átt þú að tala, en ég að skrifa. Með kærri kveðju. Þinn vinur og nafni Jónas Jónsson." Einhverju sinni, er Egill kom til vinnu sinnar, árla morguns, kemur Jónas úr koju sinni á langröndóttum náttfötum og segir: „Hvemig líst þér á nýju náttfötin mín?“ „Þú ert eins og sebradýr í þeim,“ segir Egill. „Ég hefði kannske átt að fá mér þverröndótt föt, þá væri ég eins og fangi,“ segir Jónas. Ekki var Egill í Samvinnuskól- anum til vors 1936, en var ráð- inn starfsmaður Tímans um vet- urinn, og vann þar fram á árið 1941. Svo var Egill aftur hjá Tímanum 1958-1962, þá sem auglýsingastjóri. Það mun hafa verið sumarið 1938 að Jónas sendi Egil í mikið ferðalag um landið. Egill sagðist hafa gengið og hjólað í kringum hálft fsland. Tilgangur ferðar- innar var að hitta menn að máli og fá fleiri kaupendur að Tíman- um. Fyrstu daga ferðarinnar var Eg- ill gangandi og fannst sækjast seint gangan. Er hann kom til Hólmavíkur ákvað hann að reyna að ná sér í reiðhjól. Ekki fékkst það í kaupfélaginu, en von var á hjólum eftir hálfan mánuð. Er Egill kom út úr búðinni sér hann ungan mann koma ríðandi á nýlegu hjóli. Hann stöðvar manninn og falast eftir reið- skjótanum. Hinn var tregur til í fyrstu, en þegar Jónatan kaupfé- lagsstjóri var búinn að staðfesta að hann fengi reiðhjól eftir nokkra daga, var gengið frá kaupum. Síðan hjólaði Egill um Vestfirð- ina, oft í súld og stundum í rign- ingu. Er hann fór úr Önundar- firði vestur yfir Gemlufallsheiði til Dýrafjarðar, var komið blíð- skaparveður, og á öllum bæjum var fólk að vinna við heyþurrk. Þegar hann kom að Mýrum var, allt fólkið úti á túni að snúa heyi og raka saman það sem orðið var þurrt. Nú þótti sjálfgefið að ferðalangur sem kominn var langt að, og það yfir heiði, þyrfti að fá góðgerðir og hvfld, en Egill vildi aðeins fá hrífu og fara í hey- vinnuna með heimafólkinu. Þegar Egill kom suður úr ferða- lagi sínu, var Jónas búinn að fá bréf frá Gísla Vagnssyni bónda á Mýrum, þar sem hann þakkar fyrir sendimanninn. Svona ferðalang kunni hann vel að meta. (Heimild: Egill Bjarnason, í viðtali við greinarhöfund árið 1991). Um það leyti er Egill var í Sam- vinnuskólanum voru félagssam- tök Vökumanna að verða til, fyr- ir tilstuðlan Jónasar Jónssonar. Landssamband stofnuðu Vöku- menn á Þingvöllum vorið 1937. 1938 og 1939 gáfu þeir út tíma- ritið Vöku. Ritstjóri var Valdi- mar Jóhannsson, síðar bókaút- gefandi, en framkvæmdastjóri ritsins var Egill Bjarnason. Hann annaðist auglýsingasöfn- un og sá um fjárreiður. J.J. segir í ritinu: ,Að Vöku standa áhugamenn úr öllum þrem lýðræðisflokkunum. Þar geta þeir starfað saman, að því að verja þjóðemið, frelsið og lýð- ræðið." Ennfremur segir Jónas: „Svo undarlega hefir viljað til að þingræðisflokkarnir íslensku hafa látið lítið bera á sér í fylk- ingu æskunnar í landinu. Það er eins og hinir fámennu, afvega- leiddu, erlendu öfgaflokkar hafi hugsjónir sínar miklu meira á hraðbergi heldur en þær þrjár landsmálastefnur, sem raun- vemlega njóta trausts íslensku þjóðarinnar." Valdimar Jóhannsson segir m.a. er hann fylgir ritinu úr hlaði: „Engum hugsandi manni getur dulist, að með óbilgjamri tog- streitu milli stétta þjóðfélagsins og skefjalausri innbyrðisbaráttu landsmálaflokkanna er velferð íslendinga og þjóðarhagsmun- um stefnt í voða. Sameiginleg tunga, saga og menning, sam- eiginlegt þjóðerni og þjóðskipu- lag, í stuttu máli: vé hins ís- lenska anda, að ógleymdum öll- um tímanlegum verðmætum, sem þjóðin á sameiginlega, or- saka það, að íslendingar verða og hljóta að standa sameiginlegan vörð um stjómarfarslegt og menningarlegt sjálfstæði sitt. Aldrei hefir verið brýnni þörf á sameiginlegri varðstöðu allrar þjóðarinnar um tilverurétt sinn en einmitt nú.“ Egill Bjarnason á nokkrar greinar í ritinu, m.a. skrifar hann um íslensku glímuna. í fyrsta heftinu á hann ljóð. Þar segir meðal annars: KÍNAJÁRNBLANDA Islendingar eru engum llkir, þegar taliö berst aö jöfnum at- kvæðarétti og öðrum heimsins lystisemdum. Kjósendur hafa löngum deilt um vægi at- kvæöaróttar (kjördæmum landsins og víst er óþolandi fyrir okkur Breiöholtsbúa aö hafa einn fimmta part af at- kvæði fólksins vestur á Fjörö- um. En á sama tíma erum við alsælir með misjafna vigt at- kvæða á alþjóða mannþing- um. Islendingar sitja viö hliö Indverja hjá Sameinuðu þjóð- unum og hafa þjóöimar sitt at- kvæðið hvor. Á næsta bekk fyrir aftan sitja svo Kínverjar við sama borð. Islendingar stóðu reyndar ár- um saman í vegi fyrir að Kin- verjar fengju að nota atkvæði sitt sjáJfir hjá Sameinuðu þjóð- unum. Stærstu þjóö veraldar var haldið utan við bandaiag þjóðanna frá stofnun og frarn á síðari ár. Gamall marskálkur á Formósu greiddi hins vegar atkvæði fyrir hönd þessa fjöl- menna og forna mennihgarrík- is. Fréttir herma að landinn haldi áfram að leggja stein i götu Kínverja. Nú leggjast (s- lendingar á sveif með Norð- mönnum á móti aðild Kína að GATT-tollabandalaginu, nema kinversklr lækki verðiö á járn- biöndu sinní. Er það gert til að rétta hlut Jámblönduversins á Gaindartanga. Eða eins og það er orðaö á fáguðu máii: „Að settur hafi verið þrýstingur á kínversk stjómvöld að láta af undirboðum á alþjóðlegum mörkuðum.” Við svo sérkenni- lega túikun á verðskrá í jám- iðnaöi er ýmislegt aö athuga og einkum þetta: Með þvl að kalla frjálsa áiagningu „undirboð á alþjóða- markaði" er nafnorðið sam- keppni þurrkað út af töflunni. Kinverjar eru rúmlega ellefu hundruð milljónir að tölu og má nærri geta að mörg hand- tök þarf til aö metta þann mannfjöida. Ein leiðin er að búa til iðnvaming á borð við jámblöndu og freista þess að selja á erlendum markaði, eins og Islendingar. Kinverjar eru bæði skynsamir menn og nægjusamir og þelm liggur ekki lífið við. Kínverjar ætla sér þvi ettt hundrað ár til að ná sömu lífsgæðum og Vestur- landafölk býr við (dag. Verðlag i Kina er um einn tf- undi hfuti af verðlagi Vestur- landa og því er í alla staði rök- rétt að kínversk jámblanda kosti tíunda part af islenskri blöndu. Islendingar og Norð- menn neita að kyngja svo ein- faldri hagfræði og heimta að Kínverjarfæri veröskrána eitt hundrað ár fram í timann eða hljóti verra af eila. Þeim er meinað að nýta sór eölilegar aðstæður heima fyrir til að blanda ódýrt járn og þrúgað til að verðleggja sig frá viðskipt- um heimsins. Jámblönduverið á Grundar- tanga er alls góðs maklegt og á fullt erindi i efnahagskerfi landsins. En það er undir sömu sökina selt og önnur iðja hér á landi og verður að standa sjálft á eigin fótum. Hitt er svo annað mál: Varia er það stórmannleg (þrótt f sam- skiptum þjóða aö nota eöa misnota ofvaxinn atkvæðarétt landsins til að sparka í kin- verska jámiðnaðarmenn. „Hvort vakir þú æska á verði sem ber, ertu viðbúin, hugrökk, með bjartsýna trú á það land, sem afgæðum ágnótt handa þér, viltu gera það ríkara og betra en núP Líttu umhverfis þig. Þú átt orku og þor, hér er alstaðar verk fyrir starfandi hönd. Allt frá háfjalladölum að hafgirtri strönd eiga hugsjónir þínar að marka þín spor. Hvort vakir þú þjóð yfir velferð þess lands, sem er vagga þín sjálfrar og feðranna gröf? Það lifa þær vonir í vitund hvers manns, að þú vemdir þitt frelsi sem dýrmæta gjöf. “

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.