Tíminn - 05.05.1993, Page 1
Miðvikudagur
5. maí 1993
82. tbl. 77. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Verður þorskkvótinn óbreyttur, eða skorinn ennfrekar og hver ræður í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, Þorsteinn eða Davíð? Forsætisráðherra á eldhúsdegi:
Getum ekki tek-
stærri dýfur
Námskeið atvinnulausra:
„Ég vona að satt væri en ég býð eftir frekari upplýsingum um hvort
rétt sé og með hvaða hætti við séum þá að byggja upp stofninn,"
segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
lét svo ummælt í eldhúsdagsumr-
æðum á Alþingi í fyrrakvöld að
ekki væri hægt að skera aflaheim-
ildir meira niður en gert hefúr ver-
ið. „Við getum ekki tekið stærri
dýfur en við höfum þegar tekið,“
sagði ráðherrann.
Þetta hafa margir skilið á þann
veg að ekki verði um frekari niður-
skurð á aflaheimildum frá því sem
nú er. Það skýtur dálítið skökku
við framkomnar yfirlýsingar sjáv-
arútvegsráðherra eftir að Hafrann-
sóknastofnun birti bráðabirgða-
niðurstöður togararallsins um lé-
legt ástand þorskstofnsins. En
sjávarútvegsráðherra hefúr marg-
lýst því yfir að við ákvörðun afla-
heimilda á næsta fiskveiðiári verði
farið eftir ítrustu tillögum fiski-
fræðinga og látið í það skína að
þorskkvótinn verði ekki meiri en
sem nemur 175 þúsund tonnum.
Eins og kunnugt er þá er þorsk-
kvóti yfirstandandi fiskveiðiárs um
205 þúsund tonn, en Hafrann-
sóknastofnun lagði til síðastliðið
sumar að kvótinn á fiskveiðiárinu
1992-1993 yrði 190 þúsund tonn.
Þorsteinn vildi halda sig við það en
Davíð fékk því framgengt að hann
var aukinn um 15 þúsund tonn.
Halldór Ásgrímsson, alþingis-
maður og fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra, segir þessi ummæli
forsætisráðherra merkileg og þá
sérstaklega í Ijósi þess að það er
sjávarútvegsráðherra að ákveða
aflaheimildir á grundvelli upplýs-
inga frá Hafrannsóknastofnun um
ástand og horfur helstu nytja-
stofna.
Amar Sigurmundsson, formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva, segist
vona það besta þegar ákvörðun um
aflaheimildir á næsta fiskiveiðiári
verða kynntar í sumar. Hins vegar
sé því ekki að leyna að sjávarút-
vegsmenn hafa að undanförnu ver-
ið búnir undir það að þorskkvóti
næsta fiskveiðiárs verði aðeins 175
þúsund tonn.
„Menn hafa auðvitað ýmsar skoð-
anir á þessu. Flestir sem ég tala við
Ríkisstjómin treystir sér ekki til að leggja fram frumvarp um sjávarút-
vegsmál á yfirstandandi þingi vegna ágreinings í þingflokkum stjórnar-
j liða: Halldór Ásgrímsson:
Ovissan skaðar
sjávarútveginn
eru raunsæir og þykjast góðir ef
kvótinn verður óbreyttur en búast
þó frekar við því að eitthvað verði
klipið af honum,“ segir Amar Sig-
urmundsson.
Ekki náðist í Þorstein Pálsson
sj ávarútvegsráðherra.
-grh
Borgarráð samþykkti í gær auka-
fjárveitingu upp á tvær millj. kr.
vegna náinskeiða atvinnulausra
þar sem aðsókn var mikiu meiri
en búist var við,
Þessi námskeið hafa verið hald-
in í samvinnu við atvinnumála-
nefnd og Ráðningastofu Reykja-
víkurborgar með stuðningi fé-
rbréfí frá Námsflokkum Reykja-
vflrar kemur fram að aðsókn hafl
veríðmiHu meiri en búistvarvið.
Alls bárust um 600 umsóknir en
þeir sem tóíru þatt vora um
400. f bréflnu segir að gert hafl
wrið ráð fyrir 120 þátttakend-
um og þvíhafi viðbótaríjármagn
„Auövitað þýðir þetta áframhaldandi óvissu og menn haida að sér
höndum með ýmsar ákvaðanir þegar ekki er vitað hvaö er framundan.
Á meðan verða menn að eyða tíma í þetta mál f stað þess að einbeita
kröftunum að grundvelli sjávarútvegarins og rekstrarumhverfi. Með
þessu móti beina menn athyglinni frá þvi stórkostlega tapi sem er í at-
vinnugreininni að þessu og því tel ég að þetta muni skaða sjávarút-
veginn verulega," segir Halldór Ásgrímsson, alþingismaöur og fyrr-
verandi sjávarútvegsráðherra.
Eins og kunnugt er þá hefur Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
hætt við að leggja fram frumvarp um
sjávarútvegsmál á yfirstandandi þingi
vegna ágreinings um einstök atriði
þess innan þingflokka stjómarliðs-
ins. Síðustu daga hefúr farið mest
fyrir andstöðu þingflokksformanns
Alþýðuflokksins að þak verði sett á
afla smábáta, en fyrirvarar einstakra
stjómarþingmanna ná til fleiri þátta
s.s. Þróunarsjóðsins og frjálsu fram-
sali veiðiheimilda að ógleymdum
margítrekuðum yfirlýsingum Sig-
hvats Björgvinssonar heilbrigðis- og
tryggingaráðherra þess efnis að hann
muni aldrei styðja kvótann.
Samkvæmt lögum um stjóm fisk-
veiða átti endurskoðun löggjafarinn-
ar að verða lokið fyrir árslok 1992. í
því sambandi átti einnig að hafa sam-
ráð við hagsmunaaðila og sjávarút-
vegsnefnd þingsins. Hins vegar kaus
ríkisstjómin að fara þannig f málið að
setja í það pólitíska nefnd sem hafði
það aðalverkefni að finna ásættanleg-
ar leiðir fyrir stjómarflokkana til að
skattleggja atvinnugreinina.
Halldór segir að þama virðist ráða
ferðinni þráhyggja Alþýðuflokksins
og sú undarlega skoðun að mikla
peninga sé að finna í sjávarútvegin-
um. f því sambandi vitnar Halldór
m.a. til nýendurskoðaðrar efnahags-
spár Þjóðhagsstofnunar þar sem
kemur fram að tapið í atvinnugrein-
inni sé meira en fáist staðist til lengd-
ar. Hann segir að það staðfesti það
sem hann hefur áður sagt að „það
getur engin ríkisstjóm setið mjög
lengi sem ætlar að sætta sig við bull-
andi hallarekstur í helstu atvinnu-
grein þjóðarinnar."
Halldór Ásgrímsson segir að þótt
ekki séu til einfaldar lausnir á vanda
sjávarútvegarins þá sé það engin
lausn að bíða og horfa á rústimar.
„Ég tel að allt uppleggið í kringum
endurskoðun laga um stjóm fisk-
veiða hafi verið skakkt og orðið til
þess að vekja meiri deilur um málið
en nauðsynlegt hefði verið. Það er
hins vegar staðreynd að stjómar-
flokkamir koma sér ekki saman um
það og láta í það skína að það styrki
málið. Það er alveg nýtt fyrir mér að
það styrki mál að ljúka þeim ekki. En
svo vont getur það nú verið að það sé
hugsanlega rétt.“ -grh
Fyrsta móðirin á
Fæðingaheimilið
Bima S. Pálsdóttir er fyrsta móðirin sem dvelur á Fæðingaheimil-
inu við Eiríksgötu um langt skeið. Hún átti dóttur um kl. 4.30 í fyrri-
nótt. Dóttir Birnu, sem var 3,22 kg aö þyngd og 49 sm löng, fædd-
ist á fæðingadeild Landspítalans en í gærmorgun fluttust þær
mæðgur inn á Fæðingaheimilið og una sér þar hið besta.
Timamynd Ámi Bjama
Aðildarfélög Alþýðusambands Suðurlands krefjast þess að ríki og VSÍ gangi tafariaust til samninga:
600 atvinnulausir á Suðurlandi
„Það er afar erfitt að meta hvert framhaldið verður í samningamál-
unum. Það bíður nánast hver eftir öðrum í núverandi stöðu en
kannski verður þetta eitthvað Ijósara eftir miöstjómarfund ASÍ á
morgun, sagði Hansfna Á. Stefánsdóttir, formaður Alþýðusam-
bands Suðurlands í gær.
Á fjölmennum fundi aðildarfélaga
ASÍ kröfðust fundarmenn þess að at-
vinnurekendur og rikisstjóm
gengju tafarlaust til samninga, ella
væri ljóst að launafólk mundi gripa
til þeirra aðgerða sem nauðsyn
krefði.
Um 600 manns eru án atvinnu á
Suðurlandi og hefur sá fjöldi verið
nokkuð stöðugur. Hansína Á. Stef-
ánsdóttir segir að aðalkröfur sunn-
lensks launafólks, eins og annarra,
snúist öðru fremur um aðgerðir í at-
vinnu-, vaxta- og heilbrigðismálum
en síðast en ekki síst iækkun matar-
skattsins og að launafólki verði
tryggðar láglauna- og orlofsbætur.
Á fundinum var yfirlýsing rikis-
stjómar frá því í apríl sl. gagnrýnd
harðlega og þá sérflagi að þar skyldi
ekki vera útlistað hvernig fjármagna
ætti lækkun virðisaukaskatts á mat-
vælum. En sú lækkun ein og sér er
talin nema um 3% kaupmáttar-
aukningu fyrir þá sem lægstar hafa
tekjumar. Þá fordæmdu fundar-
menn þá afstöðu atvinnurekenda að
slíta viðræðum við ASÍ og lýstu yfir
fullri ábyrgð á hendur þeim. -grh