Tíminn - 05.05.1993, Síða 9
Miðvikudagur 5. maí 1993
Tíminn 9
■ DAGBÓK
Myndakvöld Feröafélagsins
í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 verður
Ferðafélagið með síðasta myndakvöld
vetrarins f Sóknarsalnum, Skipholti 50a.
Hjörleifur Guttormsson, höfundur Ár-
bókarinnar 1993: Við rætur Vatnajökuls,
kynnir ferðaslóðir sem þar koma við
sögu. Fjölmargar Ferðafélagsferðir í
sumar, bæði helgar- og sumarferðir,
tengjast efni árbókarinnar að meira eða
minna leyti. Um er að ræða svæðið frá
Lómagnúpi f vestri og austur í Lón,
byggðir og óbyggðir. Árbókin kemur út
fljótlega. Hér gefst einstakt tækifæri til
þess að njóta leiðsagnar um forvitnilegt
svæði hjá manni sem gjörþekkir lands-
Iag, náttúrufar og mannlíf. Ferðaáætlun
liggur frammi á myndakvöldinu. Að-
gangur er kr. 500,- (kaffi og meðlæti
innifalið). Allir eru velkomnir meðan
pláss leyfir, félagar sem aðrir. Tilvalið að
gerast félagi.
Ferðafélagið heldur áttavitanámskeið
10. og 11. maí nk. Það verður haldið að
Mörkinni 6 (risi). Upppantað er á það.
Næsta opna hús í Mörkinni 6 verður aug-
lýst síðar.
Kvöldsýning á Dýrunum
í Hálsaskógi
Annað kvöld, fimmtudag, verður eftit til
kvöldsýningar á bamaleikritinu vinsæla
Dýrunum í Hálsaskógi eftir Thorbjöm
Egner, sem verið hefur á fjölum Þjóð-
leikhússins í allan vetur við miklar vin-
sældir. Dýrin í Hálsaskógi eiga það sam-
merkt með öðmm verkum Egners að
um leið og þau em hrífandi og falleg hafa
þau að bera boðskap sem höfðar jafnt til
bama og fullorðinna og fellur aldrei úr
gildi. Dýrin í Hálsaskógi em því svo
sannarlega fyrir böm á öllum aldri. í
helstu hlutverkum em Sigurður Sigur-
jónsson, Öm Ámason, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Erling-
ur Gíslason, Guðrún Þ. Stephensen,
Flosi Ólafsson og Hjálmar Hjálmarsson.
Tuttugu og fimm Ieikarar taka þátt í sýn-
ingunni, bæði böm og fullorðnir.
Sinfóníutónleikar
Annað kvöld, fimmtudag, verða sjöttu og
síðustu tónleikar í Rauðri ásloiftaröð
Sinfóníuhljómsveitar fslands á þessu
starfsári. Hefjast þeir kl. 20.
Hljómsveitarstjóri er Pavo Járvi frá
Finnlandi, en einleikari á píanó Leif Ove
Andsnes frá Noregi. Á efnisskránni er
Jónsmessuvaka eftir Hugo Alfvén, Píanó-
konsert eftir Edvard Grieg og Sinfónía
nr. 5 eftir Pjotr Tsjajkofskíj.
Fræöslufundur um
beinþynningu
Gigtarfélag íslands heldur fræðslufund
um beinþynningu fimmtudagskvöldið 6.
maí, kl. 20.30, f Ársal Hótel Sögu. Erindi
flytja læknamir Kári Sigurbergsson og
Gunnar Sigurðsson. M.a. verður sagt frá
tæki sem notað er til að mæla beinþynn-
ingu. Fyrirspumir og umræður verða
leyfðar á eftir erindunum. Allir velkomn-
ir meðan húsrúm leyfir og aðgangur
ókeypis. Mögulegt verður að kaupa heita
drykki.
Tvær listakonur sýna
í Portinu í Hafnarfiröi
Þær Katrín Þorvaldsdóttir og Marisa N.
Arason halda sýningu í Portinu, Strand-
götu 50, Hafnarfirði.
Katrín er fædd í Reykjavík árið 1949.
Hún hefur haldið námskeið í brúðu- og
grímugerð hér heima og erlendis og tek-
ið þátt f gjömingum og götuleikhúsum
víða um Evrópu. Hún vann einnig við
gerð brúða og stjómun með nokkmm
brúðuleikhúshópum á Spáni, þar af í tvö
ár hjá Centre de Titelles í Lleida (Lerida)
á Spáni. Hér heima starfrækir hún nú
EMBLU-leikhúsið.
Verk Katrínar á sýningunni em brúður
og brúðuskúlptúrar, sem hún hefur unn-
ið á undanfömum tveimur ámm.
Marisa er fædd í Barcelona á Spáni árið
1954. Hún sótti ljósmyndanámskeið hjá
Agmpació Fotografica de Catalunya í
Barcelona 1981 og stundaði síðan Ijós-
myndanám við Institut d’Estudis Foto-
grafica de Catalunya í Barcelona 1983-
’86. Hún hefur starfað hjá ýmsum þekkt-
um ljósmyndurum hér á landi og einnig
sem Jree-lance“ ljósmyndari, en síðast-
Iiðin fjögur ár hefur hún verið starfs-
maður Ljósmyndasafns Reykjavíkur-
borgar. Marisa hefur tekið þátt í samsýn-
ingum hér heima og í Barcelona frá ár-
inu 1981.
Verk Marisu á sýningunni em listrænar
ljósmyndir teknar hér á landi og á Spáni.
Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18,
nema þriðjudaga. Henni lýkur 16. maí.
(blwrávántaTI
Lynghálsi 9. Sími 686300 - kl. 9 til 17
GARÐSLÁTTUR
Tökum að okkur að slá garða.
Kantklippum og fjarlægjum heyið.
Komum, skoðum og gerum verðtilboð.
XJpplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00.
Haugsuga óskast keypt
Upplýsingar í síma 93-41220.
Þegar loks kom að þvl að Clint Eastwood var tilnefndur til Óskarsverölauna eftir 38 ára starf I kvik-
myndaiðnaöinum, hreppti hann tvenn fyrir mynd sina „Hinir vægðarlausu“.
Clint Eastwood hefur ekki þótt
tala af sér um dagana og lengi
vel var ímynd hans á hvíta
tjaldinu sú aö hann sagði fátt
en aðhafðist því meira. En það
er eins og aðeins hafi losnað
um málbeinið á honum að und-
anfömu, kannski á seint fengin
Óskarsviðurkenning á starfi
hans sinn þátt í því, og nýlega
fengu íslenskir sjónvarpsáhorf-
endur aðeins að kflrja á bak við
grímuna hans með aðstoð
breska sjónvarpsmannsins Da-
vids FrosL
Meðal annars sem þar kom
fram er reyndar að hann er af
ensku bergi brotinn og þótti
Frost þar e.t.v. fengin einhver
skýring á því hversu fá orð Clint
Eastwood er fáanlegur til að
nota til að segja frá sjálfum sér,
skoðunum og einkalífi, en þar
kom líka fram að hann hefur
vissulega ákveðnar skoðanir á
ýmsum hlutum og sannfær-
ingu.
Clint Eastwood verður 63 ára á
þessu ári og á að baki 38 ára fer-
il í kvikmyndum. Hann er ákaf-
lega sjálfsagaður og hugsar vel
um líkama og sál, enda ber
hann aldurinn vel. Og hann tal-
ar ekki um að setjast í helgan
stein frekar en önnur framtíðar-
áform. Það hefur þó einhvern
veginn kvisast að til tals hafi
komið að hann og sambýliskona
hans til þriggja ára, leikkonan
Frances Fisher, hafi látið sér
detta í hug að opinbera trúlofun
sína um sama leyti og Óskars-
verðlaunaveitingin fór fram en
þegar í ljós kom að Clint yrði
slíkur stórverðlaunahafi hafi op-
inberuninni verið frestað, hann
geri sér nefnilega góða grein
fyrir áhrifum auglýsinganna og
geymi sér því þetta tilefni til að
komast í fréttirnar til betri
tíma!
I spcoli
«■■■ WM M Ck
L______________)
Og þá er komið að konunum í
Iífi Clints, sem helst hafa hrint
honum út í sviðsljós fréttamiðla
þegar illa hefur farið. Hann var
Íengi vel giftur Maggie, móður
barnanna tveggja, tvítugrar
dóttur og 24 ára sonar. Þrátt fyr-
ir hávaðasaman skilnað og háar
fiárkröfur frúarinnar helst enn
gott samband milli þeirra. Öðru
máli gegnir um leikkonuna
Sondru Locke sem bjó með
Clint í 12 ár. Þvf sambandi lauk
með brauki og bramli, gífúrleg-
um fiárútlátum fyrir hann og að
því er virðist hatri. Núverandi
sambýliskona hans er eins og
áður segir Frances Fisher.
Er þá Frances Fisher eina kon-
an í lífi Clints um þessar mund-
ir? Löng þögn, og síðan kemur
svarið: „Móðir mín er enn á lífi
og hún er alveg einstök kona!“
Reyndar var móðir hans, Ruth, í
fylgd með syni sínum, og Fran-
ces, þegar Clint Eastwood var
heiðraður í Hollywood með veit-
ingu tvennra Óskarsverðlauna á
dögunum.
Kannski hefur Óskarsverölaunaathöfnin veriö stærsta stund lífs Clints Eastwood. Hann vildi a.m.k.
vera viss um að konurnar í lífi hans færu ekki á mis viö hana og tók með sér móöur sína fíuth og sam-
býliskonuna Frances Fisher.