Tíminn - 20.05.1993, Side 3
Fimmtudagur 20. maí 1993
Tíminn 3
Séra Gunnar Kristjánsson segir það ranga ályktun að lúterska kirkj-
an hafi verið strangari eða refsiglaðari en sú kaþólska:
Baldur beinir spjótum
að lútersku kirkjunni
Séra Gunnar Krístjánsson, prestur á Reynivöllum í Kjós, segir þá
gagnrýni sem fram kemur í þáttum Baldurs Hermannssonar á lút-
ersku kirkjuna ekki réttmæta. Baldur heldur því fram að kaþólska
kirkjan hafi verið mild og fyrirgefið mönnum syndir sínar en með
Lúther hafi kirkjan tekið upp strangan aga og refsigleði.
Gunnar sagði að orðaforði og
hugtakanotkun kirkjunnar á 16. og
17. öld bæri sterkan keim af lög-
fræði. Hann sagði það fljótfæmis-
lega ályktun hjá Baldri að telja að
lúterska kirkjan hefði verið harðari
en sú kaþólska og ætti raunar við
engin rök að styðjast. Kaþólska
kirkjan hefði á þessum tíma sýnt
mikið miskunnarleysi og grimmd.
Mildinni hefði td. ekki verið fyrir
að fara hjá spænska rannsóknar-
réttinum. Mildina væri hins vegar
að finna í Passíusálmum Hallgríms
Péturssonar.
„Kaþólska kirkjan var miklu ná-
kvæmari á syndir mannanna en
lúterska kirkjan. Kaþólska kirkjan
lagði mikla áherslu á að fólk skrift-
aði fyrir syndir sínar og ynni yfir-
bótarverk. Það sem Lúther gerði
var að hamra sífellt á náðinni,"
sagði Gunnar.
Gunnar sagði að áhrif trúarskiln-
ingsins á þjóðfélagsgerðina á þess-
um tíma væru flókin. Þama væri á
ferðinni rannsóknarefni sem væri
bæði verðugt og brýnt að rannsaka.
Harin sagði að sagnfræðingar
gengju oft út frá því sem vísu í
rannsóknum sínum að áhrif kirkj-
unnar hefðu verið neikvæð og hún
hefði viljað illt. Aðeins bæri td. á
þessari klisju í annars ágætri og
doktorsritgerð Gísla Gunnarsson-
ar.
,Auðvitað hefur kirkjan aldrei ver-
ið fullkomin stofriun frekar en aðr-
ar stofnanir en hlutverk hennar var
að gera samfélagið mannúðlegt.
Þegar maður les Vídalínspostillu,
sem kemur út í kjölfar Stóm-bólu
rétt eftir 1700, þá er Vídalín að telja
kjark í þjóðina og reyna að leysa
hana úr alls konar hlekkjum hug-
arfarsins," sagði Gunnar.
Gunnar sagðist geta tekið undir
að hugarfar þjóðarinnar hefði verið
hlekkjað á þessum tíma eins og
víða má sjá, til dæmis í þjóðsögum
Jóns Ámasonar, en þar em langir
listar um það sem má og má ekki í
daglegu atferli. „Þar segir vissulega
frá fólki sem var í hlekkjum hugar-
farsins og ég tel ekki að kirkjan hafi
verið orsökin fyrir því heldur þvert
á móti,“ sagði Gunnar.
Baldur Hermannsson gagnrýndi
lútersku kirkjuna í þættinum sín-
um síðastliðinn sunnudag. Gagn-
rýni Baldurs er þó beittari í síðasta
þættinum sem sýndur verður
næsta sunnudag. -EÓ
Aftur til Reykjavíkur eftir 10 ár. Kafli úr endurminningum George
Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna:
Hittir Reagan Gorbatsjof
aftur í Reykjavík 1996?
Ronald Reagan og Mikhail Gorbat-
sjof höfðu aldrei verið eins nálægt
því að semja eins og á fundi sínum
í Reykjavík árið 1986. Samkomulag
virtist innan seilingar um eyðingu
meðaldrægra flauga með kjama-
oddum og mikla fækkun lang-
drægra kjamaoddsfiauga á næstu
tíu árum. í nýútkomnum endur-
minningum sínum lýsir Shultz,
sem nú er 72 ára, því hvernig leið-
togafundurinn fór að lokum útum
þúfur vegna ákveðni Reagans í að
halda fast við geimvamaráætlunina
SDI (stjömustríðsáætlunina).
Gorbatsjof vildi ekki sætta sig við
að Bandaríkjamenn kæmu upp
geimvömum, jafnvel þótt það yrði
ekki fyrr en að tíu árum liðnum.
Hann vildi að öllum eldflaugum
með kjamaodda yrði eytt. Og hann
vildi að tilraunir tengdar geimvam-
aráætluninni fæm einungis fram á
rannsóknarstofum. „Ég hef gefið þér
þessi tíu ár sem þú vildir," svaraði
Reagan. „Þegar öllum eldflaugum
hefur verið eytt þurfið þið ekki að
hafa áhyggjur af að SDI valdi ykkur
tjóni. Við teljum aftur á móti nauð-
synlegt að halda áfram tilraunum til
að þróa geimvamaráætlunina næstu
tíu árin og þá setjum við geimvam-
Meinleg
prentvilla
Ein setning í viðtali Tímans við Egg-
ert Haukdal alþingismann sem birt-
ist í blaðinu í gær er röng vegna þess
að eitt orð féll niður við vinnslu
greinarinnar. Rétt á setningin að
hljóma: „Fjármálaráðherra á ekki að
vera inní því dæmi.“ Það var orðið
„ekki“ sem féll út. Eins og kemur
fram í viðtalinu vill Eggert að land-
búnaðarráðherra einn ráði því hvort
jöfnunargjöld em lögð á innfluttar
landbúnaðarvömr.
arkerfið upp. Hver veit hvenær
heimurinn upplifir annan Hitler?"
Gorbatsjof sagði þá: „Við ættum að
semja seinna um það sem verða á
eftir tíu ár. Núna skulum við banna
tilraunir úti í geimnum og binda
rannsóknir við rannsóknarstofur.“
Reagan féllst ekki á það. „Ég sé fyrir
mér,“ sagði hann, að „eftir tíu ár
komum við aftur til íslands. Við
komum með síðustu tvær eldflaug-
amar með okkur, eyðileggjum þær
og höldum síðan geggjaða veislu."
„Herra forseti, við emm svo nálægt
því að ná samkomulagi," sagði Gor-
batsjof. „Látið það ekki hvarfla að
yður að við höfum eitthvað misjafnt
í huga.“ Reagan svaraði: „Fundur á
íslandi eftir tíu ár — ég verð orðinn
svo gamall að þér þekkið mig ekki
aftur. Þá segi ég: „Mikhail?." Þú seg-
ir: Ron?“, og síðan eyðum við síð-
ustu tveimur eldflaugunum."
Gorbatsjof svaraði: „Það verður ekki
auðvelt að eiga alla þessa fundi með
forseta sem gefur ekkert eftir. Hann
vill vera sigurvegarinn. Við verðum
báðir að vera sigurvegarar."
„Við fáum sinn helminginn hvor,“
sagði Reagan. „Þú sagðir þjóð þinni
að það yrðu tíu ár og þau hefur þú
fengið. Ég sagði þjóð minni að ég
mundi ekki hætta við geimvarnar-
áætlunina. Þess vegna verð ég að
geta snúið heim og sagt að ég hafi
ekki hætt við hana.“ Þjóðir okkar
mundu fagna okkur ef við eyddum
flaugunum."
„Það sem við höfum lagt til með til-
raunir á rannsóknarstofum," sagði
Gorbatsjof, „veitir ykkur möguleika
á að halda áfram með geimvarnar-
áætlunina. Þið hefðuð alls ekki hætt
við áætlunina."
Reagan svaraði: ,Mér þætti best ef
við eyddum öllum kjamavopnum."
Gorbatsjof að bragði: „Það getum
við gert. Við viljum eyða þeirn."
Hann benti á allt sem hann hefði
gefið eftir og sagðist aðeins fara
fram á eitt í staðinn: Geimvarnar-
áætlunina.
Reagan gaf ekki eftir. „Þetta snýst
núna bara um eitt orð“ sagði hann.
Gorbatsjof svaraði uppgefinn að
hann hefði reynt að vera eins sveigj-
anlegur og hægt væri: „Gagnvart
forsetanum og þjóð hans hef ég
hreina samvisku. Ég hef gert það
sem ég get.“ Að endingu sagði hann:
,Annað hvort semjum við um „rann-
sóknarstofur" eða við slítum þessu.“
Reagan rétti mér minnisblað: „Er ég
að gera vitleysu?" Ég sagði lágt:
„Nei, þú hefur rétt fyrir þér.“
Ég hugsaði að þeir sovésku ætluðu
að kreista safann úr geimvarnar-
áætluninni og síðan ætluðu þeir að
ganga endanlega frá henni. Ef Reag-
an forseti hefði fallist á þetta sam-
komulag hefðum við ekki haft neitt
til að þrýsta á Sovétríkin í okkar átt.
Ég dáist að stefnufestu forsetans í
þessu máli. Hefði hann gefið geim-
varnaráætlunina eftir hefðum við
ekki náð þeim árangri sem við náð-
um með Sovétríkjunum. Gorbatsjof
kom til Reykjavíkur til að semja
vegna þrýstings af geimvamaráætl-
uninni en hann kom líka til að gera
hana að engu. En í þetta sinn hafði
hann færst of mikið í fang.
Reagan var vonsvikinn en hann sá
að úr þessum ógöngum yrði ekki
komist. Hann stóð upp og Gorbat-
sjof fylgdi fordæmi hans. Báðir tóku
saman gögn sín. „Berðu Nancy
kveðju mína,“ sagði Gorbatsjof.
Þýtt og endursagt úr D?r Spiegel
Bóndi sem féll i yfirlið:
Nú er talíð fullvíst að gasteg- og bóndinn andað henni að sér.
undin brennisteinsvetni hafi Viðgerjunímykjunni myndast
veriðorsökþessaðbóndiáSuð- nokkrar gastegundir og er
urlandi féil í yfirlið, eins og brennisteinsvetni þeirra hættu-
greint var frá í fjölmiðlum, þeg- legast. Það er lífshættulegt
ar hann var að hræra upp í skepnum og mönnum og þarf
mykjukjallara og keyra út ekki að vera nema ðrlítið magn
mykju á dögunum. Bóndinn féll af því í andrúmsloftinu svo ban-
f yfirlið þegar hann gekk inn í vænt sé að anda því að sér. Þeg-
fiósið til þess að athuga kú sem ar farið er að hræra í mykjunni
hafði lognast út af. Brenni- með haugdælu eða haugsugu
steinsvetni mun hafa borist upp getur gasið losnað úr læðingi og
í fjósið úr kjallaranum þegar er þá nauðsynlegt að hafa var-
hrært var í mykjunni og kýrin ann á. GS.
F.v. Agnar Erilngsson, Per Aasen sendlherra Noregs á fslandi og Othar El-
llngsen.
Nýr aðalræðismaöur Noregs
Nýlega lét Othar Ellingsen forstjóri af starfi aðalræðismanns Noregs á íslandi
en því hefur hann gegnt í tæp 40 ár.
Nýr aðalræðismaður Noregs hefur verið skipaður. Það er Agnar Erlingsson
skipaverkfræðingur, forstjóri skrifstofu Det Norske Veritas í Reykjavík.
Tilraun með heilsdagsskóla hefur gengið vel í borg-
inni. Næsta vetur verða
Allir grunnskólar
heilsdagsskólar
Tilraun með heilsdagsskóla fór
fram í sex skólum í vetur sem leið.
„Það hefur gefið svo góða raun að
ætlunin er að koma þessu á í öllum
grunnskólum Reykjavíkur næsta
vetur,“ segir Ragnar Júlíusson,
fulltrúi í skólamálaráði.
Ragnar segir að þegar talað sé um
heilsdagsskóla sé átt við að nemandi
geti komið að morgni dags og verið
allan daginn við leik, nám og störf.
Hann bætir við til skýringar að
þann tíma sem nemandi sé ekki í
hefðbundinni kennslu fari fram
skipulögð dagskrá. Ragnar segir að
nemendur verði samt að mæta
markvisst til þessa starfs því skólinn
beri á ábyrgð á öryggi þeirra. „For-
eldrar treysta því að á skráðum tíma
sé nemandinn í skólanum," segir
Ragnar.
Fjárfesting í íslenskri
ferðaþjónustu
Samgönguráðuneytið og Byggðastofnun boða til ráð-
stefnu um fjárfestingar í íslenskri ferðaþjónustu á Hótel
KEA, Akureyri, mánudaginn 24. maí nk. kl. 09.00-17.00.
Fjallað verður m.a. um offjárfestingu, bætta nýtingu fjár-
festingar, bætta áætlanagerð, markaðssetningu og hlut
hennar í stofnkostnaði, á hvaða sviðum vantar fjárfest-
ingu, framtíðarhorfur ferðaþjónustunnar á (slandi, nýjar
leiðir við fjármögnun o.fl.
Ráðstefnugjald verður kr. 2.000 og innifelur hádegisverð,
kaffi og með því og ráðstefnugögn.
Samgönguráðuneytið — Byggðastofhun.