Tíminn - 20.05.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 20. maí 1993 Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Opið hús að Hverfisgötu 25 alla þriðjudaga fcj. 20.30. Komið og fáið yfckur fcaffisopa og spjallið. Framsóknariélögin Framsóknarkonur—Vorferð Félag framsóknarkvenna I Reyfcjavifc fer I vorferð á uppstigningardag 20. mai. Fariðfrá Umferðanniöstööinni kl. 13.30. Bláljöllin — Bláa lóniö og margt þar á milli. Tilkynnið þátttöku til Kristrúnar s. 11746 eða Sigriðar s. 813876. Takið með ykfc- ur gesti. Stómln Vestfirðingar „Átaktil endurreisnar14 SWngrimur Alþingismennimir Steingrimur Hermannsson og Ólafur Þ. Þóröarson munu fcynna tillögur Framsóknarfiokksins I efnahags- og atvinnumálum á almennum stjómmálafúndi I stjómsýsluhúsinu á Isafirði þriðjudaginn 25. mal kl. 20.30. Allir velkomnir Kjöixtæmissamband framsóknarmanna á Vestíjöróum Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 17. mal verður skrifstofa Framsóknarflokksins i Hafnarstræti 20, III hæð, op- in frá kl. 8.00 til 16.00 frá mánudegi til föstudags. Verið velkomin FramsóknarikMiurinn Akranes — Bæjarmál Fundur verður haldinn I Framsóknarhúsinu laugardaginn 22. mal Id. 20.30. Farið verður yfir þau mál sem efst eru á baugi ( bæjarstjóm. BæjariuMtriamk BYGGINGAREFNI ISVOR SAMBLIKK - ÍSVÖR HF. Dalvegi 28 • Pósthólf 435 • 202 Kópavogi Sími 91 -641255 • Fax 641266 Bændur - Verktakar Getum boðið báruvalsað ALUZINK Hentugt í inniklæðningar fyrir hverskonar útihús og iðnaðarhús. Verð á klæddum fm kr. 470,00 m/vask. Takmarkaðar birgðir. Lilj a Eiríksdóttir Selfossi Fædd 25. júlí 1909 Dáin 17. apríl 1993 Sýn mér, sólarfaðir, sjónir hærri en þessar. Mdlið mitt er síðast miklarþig og blessar. Sýn mér sætt í anda sæla vini mína, blessun minna bama burtfor mína krýna. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami, eins og léttu laufí lyfti blcer frd hjami, eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthíu Jodiumsson) Lilja var fædd í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Eiríkur Ingimagnsson, ökumaður, fæddur 29.06. 1877 á Akranesi, dáinn 11.05. 1948, og kona hans Elísabet Jónsdóttir, fædd 11.05. 1878 á Brennistöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu, dáin 04.12. 1933. Lilja var elst fjögurra systkina, sem upp kom- ust. Bræðumir, Jón og Ingimagn, eru látnir, en systirin, María Wouters, fluttist til Bandaríkjanna eftir stríð og býr nú í Florída. Lilja ólst upp í foreldrahúsum við Bræðraborgarstíg og gekk í Landa- kotsskóla. Þar naut hún m.a. hand- leiðslu mjög góðs móðurmálskenn- ara, sem hún minntist með virðingu og þökk. Guðrún hét hún. Hún varð líka fyrir áhrifum af þeirri trúrækni sem ríkti þama og kunni mikið af sálmum, bænum og ljóðum. Að lokinni skólagöngu vann hún við ýmis störf, sem til féllu, svo sem fisk- verkun og framreiðslu, en ljúfast var henni að minnast vinnu sinnar á fæð- ingarstofnun, sem Helga Níelsdóttir veitti forstöðu, og lét hún þess oft get- ið að hún hefði gjaman kosið sér ljós- móðurstarfið, ef hún hefði haft tök á að læra það. Árið 1934 giftist hún Brynjólfi Valdi- marssyni bifreiðarstjóra frá Sóleyjar- bakka, sem fæddur var 01.01.1896 og lést 19.12. 1973. Hann stundaði mjólkurflutninga. Þau bjuggu á Sel- fossi frá 1939 til æviloka. Böm þeirra vom fimm: Eiríkur, sem er kvæntur Valgerði Bjömsdóttur. Þau eiga átta böm. Valdimar, kvæntur Jakobínu Kjart- ansdóttur. Þau eiga 2 dætur. Erlingur dó ársgamall. Elísabet, gift Steinþóri Þorsteinssyni. Þau eiga þrjá syni. Helga, sem er gift Hirti Hjartarsyni. Þau eiga tvö böm. Alls eru bamabömin orðin 15 og langömmubömin em orðin sex. Eftir að Lilja flutti á Selfoss var hún lengi framan af heimavinnandi hús- móðir, saumaði allt og prjónaði á fjöl- skylduna, og í kringum hana var allt smekklegt og snyrtilegt. Þegar bömin stækkuðu, fór hún að vinna úti. Hún vann m.a. á Sjúkrahúsi Suðurlands og síðar um 10 ára skeið í Sundhöll Sel- foss. Hún var ein af stofnendum Kven- félags Selfoss og vann því félagi svo vel sem hún mátti. Hún starfaði líka mik- ið fyrir Sjálfsbjörgu, landssamband fatlaðra. Við Lilja áttum svolítið sameiginlegt, reyndar heilmikið. Báðar vomm við ömmur Unu Bjargar og Áma Víðis, sem lengst af bjuggu undir sama þaki og hún, svo að þau höfðu miklu meira af henni að segja heldur en ömmu í sveitinni, a.m.k. þangað til þau fóm að koma hingað í kaupavinnu að sumr- inu. Við kynntumst fyrir svo sem 20 ár- um, þegar sonur minn, Hjörtur, og Helga dóttir hennar ákváðu að eyða ævinni saman. Lilja var mild og móðurleg í viðmóti og vildi öllum gott gera. Hún vildi Iáta hafa sem minnst fyrir sér, en bar hag annarra þeim mun meir fyrir brjósti. Slíkra er gott að minnast. Lilja var orðin ekkja, þegar við kynnt- umst. Hún var hætt að vinna úti og bjó áfram á Skólavöllum 2. Innan fárra ára fluttu Hjörtur og Helga með bömin sín tvö á efri hæðina á Skóla- völlum 4, sem er undir sama þaki, bara annar inngangur. Þau, eins og annað ungt fólk sem keppir að því að eignast þak yfir höf- uðið, urðu að sjálfsögðu bæði að vinna úti. Una Björg, sem nú er að verða 18 ára, og Ámi Víðir, sem fermdist núna á pálmasunnudaginn, vom alltaf vel- komin til Lilju ömmu, þegar pabbi og mamma vom í vinnunni og þau vom enn ung og smá. Það er og verður þeim ómetanlegt. Auk þess sem þau áttu traust og gott heimili hjá foreldr- um sínum, áttu þau annað athvarf hjá ömmu sinni og hún gaf sér ævinlega nógan tíma til að sinna þeim. Þau eiga eftir að búa að þeim forréttindum alla ævi. Þegar þau stækkuðu gátu þau að nokkm endurgoldið henni umhyggj- una, sem hún sýndi þeim ungum. Síð- ustu tvö árin hrakaði heilsu hennar, svo að hún þurfti á sífellt meiri hjálp að halda til þess að þurfa ekki að dvelja á sjúkrastofnun. Þá hjálp átti hún sannarlega inni hjá Ijölskyldunni á efri hæðinni, enda var hún fúslega veitt Síðustu misserin bjó hún að mestu hjá Helgu og Hirti og naut um- önnunar þeirra og bamanna. Lilju langaði til að lifa ferminguna hans Áma Víðis, yngsta bamabams- ins. Henni varð að þeirri ósk. Hún var óvenju hress þann fallega dag og gat notið samvistanna við böm, bama- böm, bamabamaböm og aðra vanda- menn. Hún var falleg þennan dag, eins og jafnan áður. Hún var óvenju glæsileg kona og bauð af sér góðan þokka, eins og allir sem ævinlegabera meiri umhyggju fyrir öðmm en sjálf- um sér. En nú átti hún skammt eftir ólifað. Á miðvikudeginum í sömu viku fékk hún áfall og Iést að 10 dögum liðnum. Þá rættist önnur ósk hennar. Hún vildi deyja að vori til. Böm hennar skiptust á að vaka yfir henni þar til yf- ir lauk. Ég ímynda mér að hún hefði viljað kveðja í sama anda og Matthías Joc- humsson gerði í versunum hér á und- an, sem hún hefur vafalaust þekkL Svo mikið kunni hún af sálmum og ljóðum. Einhvem veginn finnst mér að svona hafi hún hugsað. Efst í huga hennar var umhyggjan fyrir bömum hennar og öðmm vinum og vanda- mönnum. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Bergþórsdóttir, Fljótstungu Útvegum einnig í miklu úrvali litaðar útiklæðn- ingar og þakrennur litaðar og ólitaðar. Maöurinn minn Guðmann Ólafsson bónd Skálabrekku, Þingvallasveit veröur jarösunginn frá Þingvallakirkju laugardaginn 22. mal kl. 14. Rútu- ferö veröurfrá BSl kl. 12.30. Regína Svelnbjömsdótör _______________________/ Valgerður Ketilsdóttir frá ÁHsstööum, Skeiðum Helmahaga 9, Setfossl lést I Sjúkrahúsi Suöuriands 18. mal. HaflMM Ketlsson ____________________________________________________________/ Mýs og menn Of Mice and Men ★★★1/2 Handrit: Horton Foote. Byggt á sam- nefndri skáldsögu Johns Steinbeck. Framleiðendur Russ Smith og Gary Sin- ise. Leikstjóri: Gary Sinise. Aöalhlutverk: John Malkovich, Gary Sin- Ise, Ray Walston, Casey Siemaszko, Sherilyn Fenn, John Terry og Noble WiF lingham. Háskólabfó. Bönnuð innan 12 ára. Þetta er í þriðja sinn sem þessi víð- fræga skáldsaga Johns Steinbeck er kvikmynduð, en hún hefur komið út á ísiensku í frábærri þýðingu Ólafs Jó- hanns Sigurðssonar og stuðst er við hana við þýðingu myndarinnar. Þetta er draumaverkefni leikstjórans, Garys Sinise, en hann fer einnig með hlut- verk Georgs. Hann nálgast efni sög- unnar af verðskuldaðri virðingu og útkoman er mjög góð, og ekki spillir fyrir frábær leikur bæði aðal- og au- kaleikara. Söguna þekkja víst flestir, en fyrir þá, sem hafa hvorki lesið bókina né séð hana í kvikmyndabúningi, er hún um vináttu tveggja landbúnaðarverka- manna, Georgs (Sinise) og Lenna (Malkovich). Lenni er líkt og tröllvax- ið bam, nautheimskur en rammur að afli, og Georg er alger andstæða hans, lágvaxinn og skýr í kollinum. Lenni er góð sál og vill engum illt, en gerir sér oft ekki grein fyrir afli sínu og siðum mannfólksins, og Georg þarf sífellt að vera að bjarga honum úr vandræðun- um sem hann lendir í. Þeir framfleyta sér með vinnu á stórbýli, en draumur- inn er að eignast lítinn bæ og jarðar- skika með, þar sem þeir geta lifað á landsins gæðum, lausir við áhyggjur og streð. Þetta virðist ætla að ganga hjá þeim, þegar Candy (Walston), ald- inn vinnumaður, býðst til að borga helminginn gegn því að fá að búa með þeim. Ekki er ráðlegt að segja meira frá ( KVIKMYHDIR ) söguþræðinum vegna þeirra, sem ekki skyldu þekkja framhaldið. Saga Steinbecks er einföld, og heillandi persónunum er ekki auðvelt að gleyma. Þrátt fyrir einfaldleikann er boðskapurinn mikill og hefúr tví- mælalaust ódauðlegt gildi fyrir hvort sem er lesendur eða áhorfendur. Þetta skilar sér vel í góðu handriti Hortons Foote, en hann hefur góða reynslu í að færa persónur bóka til kvikmynda, því hann gerði handritið að To Kill a Mockingbird, sem byggð var á bók Harpers Lee. Hann fylgir bókinni nokkuð nákvæmlega, að því undan- skildu að útfærslu endisins er lítillega breytt, en það gæti þó að sjálfsögðu verið runnið undan rifjum Sinise. Það sem þó gerir myndina verulega góða er að Gary Sinise og John Malkovich leika Georg og Lenna frá- bærlega vel. Báðir hafa útlitið með sér og erfitt er að ímynda sér nokkum annan en Sinise sem „líkist" Georg meira. Bæði hlutverkin eru erfið, en hlutverk Lenna þó sýnu erfiðara, og túlkun Malkovich er frábær í einu orði sagt og færir þessa eftirminni- legu persónu ljóslifandi upp á hvíta tjaldið. Aukahlutverk eru mjög vel mönnuð með Ray Walston fremstan í flokki og John Terry stendur sig einn- ig vel, en hann leikur Slim, verkstjóra þeirra félaga á býlinu. Gary Sinise færðist mikið í fang með þessari mynd, en hann má vera stolt- ur af útkomunni. Það má e.Lv. færa rök fyrir því að það sé í raun galli hversu sagan er þekkt og því frásögn- in ekki eins spennandi fyrir mikinn þorra fólks. Þetta þarf ekki að vera rétt, því þótt einstaklingur þekki sög- una þá missir myndin síður en svo marks vegna vandaðra vinnubragða, og það getur heldur ekki verið annað en hollt fyrir fólk að endumýja kynni sín af vinunum Georg og Lenna. örn Markússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.