Tíminn - 20.05.1993, Page 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTTOG ^ FERSKT DAGLEGA \==r
: reiðholtsbakarí
VÖLVUFELU 13 - SlMI 73655
^Tiabriel
HÖGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
ftjvarahlutir
Hamarshöföa 1
TVÖFALDUR1. vinningur
X
Iíniinn
FIMMTUDAGUR 20. MAf 1993
Kaupendur steypu geta líklega sparað sér sporin við að forvitnast um
kostnað með því einu að spyrjast fyrir hjá Iðnlánasjóði sem hefur alla
þræði steinefnaiðnaðarins í sinni hendi:
Hraun Iðnlánasjóös
samrýmist ekki lögum
Iðnlánasjéði var óheimilt samkvæmt lögum aö stofna til rekstrarfé-
lagsins Hrauns hf. og ekkert virðist benda til annars en að tak-
markið með rekstrí fyrírtæksins sé von um hagnaö. Þetta kemur
fram í álitsgerö sem Jónas Aðalsteinsson hæstaréttaríögmaður
gerðí fyrír Steypustöðina hf.
Jón Sigurðsson viðskipta- og iðn-
aðarráðherra segir að þetta sé
álitamál sem verði kannað vand-
lega.
Hann segir að aðgerðir lánastofn-
ana til að verja hagsmuni sína með
því að halda fyrirtækjum í rekstri
hafi verið á „gráu svæði". Hinsveg-
ar séu í nýsamþykktum lögum um
viðskiptabanka og sparisjóði heim-
ildir til þess ama rýmkaðar. Aftur á
móti var ekki samþykkt frumvarp
um aðrar lánastofnanir og fjárfest-
ingarsjóði svosem Iðnlánasjóð þar
sem þeim eru gefnar sömu heim-
ildir.
„í lagaákvæðum um Iðnlánasjóð
hefur hann heimildir til að eiga
hlut í félögum. Þannig að ég tel
þetta vera túlkunarefni sem verður
Deilu lokiö
Deilu Ólafíu Askelsdóttur við Ríkis-
útvarpið í kjölfar uppsagnar hennar
á síðasta ári úr starfi aðstoðardag-
skrárgerðarmanns við innlenda dag-
skrárdeild er lokið með sátt. Ólafía
kærði uppsögnina til kærunefndar
jafnréttismála og hefur málið verið
til umfjöllunar hjá lögmönnum
beggja aðila.
kannað vandlega," segir ráðherra.
Eftir að Iðnlánasjóður stofnaði fyr-
irtækið Hraun hf., að eigin sögn til
að sjá tímabundið um rekstur
steypustöðvarinnar Ós- Húsein-
ingar hf. og gæta sinna hagsmuna,
hefur sjóðurinn í hendi sér alla
þræði steinefnaiðnaðarins, því
hann er einnig með rekstraráætl-
anir, reikninga og skýrslur helstu
samkeppnisaðila Hrauns hf. uppá
borðinu hjá sér svosem Steypu-
stöðvarinnar og BM Vallár.
Þrátt fyrir þessa óeðlilegu stöðu
sem komin er upp á markaðnum
hefur að því best er vitað engin
kæra borist til nýstofnaðrar Sam-
keppnisstofnunar og sömuleiðis
virðist engin hreyfing vera á þeim
bæ til að skoða þessa nýju ásýnd
sem samkeppnin í steinefnaiðnað-
inum hefur tekið á sig.
Víglundur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri steypustöðvarinnar
BM Vallár, segir að það sé engin
ástæða til að hafa áhyggjur af því
þótt Iðnlánasjóður hafi afkomu-
stærðir BM Vallár uppá sínu borði
því hann hafi orð forráðamanna
sjóðsins fyrir því að fyllsta trúnað-
ar verði gætt, nú sem endranær.
Á meðan þetta ástand varir geta
kaupendur steinsteypu nánast
sparað sér ómakið við að hringja til
helstu fyrirtækja í steinefnaiðnaði
til að forvitnast um kostnaðinn.
Þess í stað geta þeir slegið nokkrar
flugur í einu höggi með því einu að
hringja til Iðnlánasjóðs til að fá
sínar upplýsingar.
„Það liggja fyrir yfirlýsingar frá
forstjóra Iðnlánasjóðs þess efnis að
hann sjái ekki fyrir sér Hraun hf. í
eigu sjóðsins í samkeppni við önn-
ur fyrirtæki í þessum steinefnaiðn-
aði. Sömuleiðis liggur það mjög
skýrt fyrir frá hans hálfú að Iðn-
lánasjóður ætlar að reyna að selja
þetta hið snarasta og birta auglýs-
ingu þar um strax í þessari viku. Á
meðan annað kemur ekki í ljós þá
höfúm við enga ástæðu til að draga
þetta f efa og á meðan bíðum við
átekta og fylgjumst með,“ segir
Víglundur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá steypustöðinni
BM Vallá.
Víglundur segist ennfremur ekki
óttast að núverandi staða í stein-
efnaiðnaðinum muni hafa nokkur
áhrif á þá hörðu samkeppni sem
ríkt hefur í atvinnugreininni þau
30 ár sem hann hefur starfað þar.
Þá hefur steinefnaiðnaðurinn
ekki farið varhluta af samdrættin-
um í efnahagslífinu á undanföm-
um ámm. í ár er gert ráð fyrir því
að samdrátturinn muni verða um
5-6% miðað við fyrra ár en frá ár-
inu 1988 nemur samdrátturinn
35-37% í steinefnaiðnaðinum.
-grh
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar mætti til
kjaraviðræðna sem ríkisáttasemjarí boðaði til í Karphúsinu í gær.
Dagsbrúnarmenn
til kjaraviöræðna
Skyldumæting er á fundí sem
sáttasemjari boðar til, hvort
sem félög eru aðilar að ein-
hveiju samfloti eða ekki.
Eitthvað mun hafa skolast til
með fundarboðið til Dagsbrúnar,
að því er blaðamanni var sagt í
gær, því að fundarboðið mun
hafa borist Dagsbrún á bréfsefni
fráASL
Á myndinni er Leifur Guðjóns-
son úr samninganefhd Dags-
brúnar Guðmundi J. á hægri
hönd en til hægri á myndinni er
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari. —sá
Lést í um-
ferðarslysi
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á
Reykjanesbraut fyrr í vikunni hét
Brynjólfur Bjarkan, 49 ára gamall.
Hinn látni var búsettur í Reykjavík
og lætur eftir sig eiginkonu, þrjú
böm og tvö stjúpböm.
...ERLENDAR FRÉTTIR...
BELGRAD
Neyöarhjálp til Zepa
Flutningalest með bráönauðsynleg mat-
væli náöi til umsetnu múslimabyggöar-
innar Zepa i austurhluta Bosniu I gær
eftir aö hermenn Serba höföu tafiö hana
dögum saman, aö sögn embættis-
manna S.þ.
ZAGREB — Yfirmaöur liös S.þ. I
Bosnlu, Philippe Morillon hershöföingi,
kom til borgarinnar Mostar til aö hafa
eftirlit með lausn óbreyttra borgara sem
Króatar og múslimar tóku höndum I ný-
liönum bardögum.
GENF — Sáttasemjaramir Owen lá-
varöur og Torvald Stoltenberg fengu fyr-
irheit Rússa um aö senda hermenn til
aö hafa eftiriit á landamærum Bosnlu,
herma heimildir tengdar mönnunum
tveimur.
SARAJEVO — Borgarllf Sarajevo er
viö þaö aö stöövast vegna alvarlegs
skorts á dlsilollu sem hetur oröiö til
þess aö brauögeröarhúsi borgarínnar
hefur veriö lokaö og sjúkrahús I borginni
hafa oröiö aö sleppa nokkrum röntgen-
og skuröaögeröum.
WASHINGTON
Geysilegur viöskiptahalli
Biliö milli verömætis á kaupum Banda-
rikjamanna eriendis og sölu jókst um
29% I mars, 110,21 milljaröa dollara. Er
þaö lakasta viöskiptaframmistaöa
Bandarikjamanna I þvl sem næst fjögur
ár, aö þvf er viöskiptaráöuneytiö sagöi I
gær.
FRANKFURT
Óbreyttir vextir
Þýski seölabankinn lét vexti standa
óbreytta I aöalatriöum I gær þráttfyrir
vaxandi efnahagssamdrátt I Þýskalandi
og sýndi þannig áhyggjur vegna verö-
bólguhvetjandi áhrifa af miklum lántök-
um til aö standa undir sameiningu
landsins.
KAUPMANNAHÖFN
Lögregla skaut á mót-
mælendur
Stuöningsmenn og andstæöingar sam-
runa Evrópu tóku höndum saman og
stóöu aö baki lögreglu sem skaut nlu
mótmælendur I gær I óeiröum sem ekki
eiga sinn Ifka, eftir aö Danir samþykktu
Maastricht-samninginn.
LONDON — Leiötogar Evrópubanda-
lagsrlkjanna 12 hétu þvf aö auka hrað-
ann við aö koma á nánari samruna eftir
aö þjóöaratkvæöagreiöslan I Danmörku
samþykkti Maastricht-samkomulagiö.
BONN — Þýskir stjómmálamenn fögn-
uöu stuöningi Dana viö Maastricht-sátt-
málann en sögöu aö þaö yröi vand-
ræöalegt ef Þjóöverjar yröu slöastir
þjóöa til aö leggja fullkomna blessun
sina yfir samninginn vegna áfrýjunar-
mála I hæstarétti.
LONDON — Bretland, eina aöildarrlki
EB sem enn á eftir aö samþykkja
Maastricht-samninginn, hét þvl aö taka
á sig rögg og taka ákveöiö stökkiö um
borö I hægfara lestina til Evrópusam-
runa.
ROSTOCK, Þýskalandi
Enn réna verkföll
Verkamenn I smiöjum I austurhluta
þýska rlkisins Mecklenburg- Vorpomm-
em hafa samþykkt með yfirgnæfandi
meirihluta aö hætta verkföllum og leggja
þar meö sitt af mörkum til aö binda
enda á fyrstu löglegu verkföllin I austur-
hluta Þýskalands I meira en sex áratugi.
JÓHANNESARBORG
Ekkert samsæri viö
moröiö á Hani
Lögreglan sagöi í gær aö engar sann-
anir væm til aö styöja kenningar um
vlötækt samsæri hægri manna aö baki
moröinu á foringja kommúnistaflokks
Suöur-Afriku, Chris Hani.
ASSIUT, Egyptalandi
Kristinn bæjarstjóri drep-
inn
Byssumenn skutu I gær til bana kristinn
bæjarstjóra I egypsku þorpi á svæði þar
sem herskáir múslimar hafa gert árásir I
herferö sinni til aö steypa rikisstjóminni,
aö sögn öryggisliös.
DENNI DÆMALAUSI