Tíminn - 30.06.1993, Side 1

Tíminn - 30.06.1993, Side 1
Miðvikudagur 30. júní 1993 120. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Ólína Þorvarðardóttir segir Sjálfstæðisflokkinn nota opinbert fé í áróðursskyni: Borgarstjóri sekur um glöp í starfi? Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins notuðu fé úr borgarsjóði til að greiða hugmyndavinnu vegna breytinga á rekstrarfyrirkomulagi SVR og nemur upphæöln 770.125 kr. Undirbúningsvinna við breyt- ingar á rekstri Pípugerðarinnar kostaði borgarsjóð 782.857 kr. Ennfremur fékk Inga Jóna Þórðar- dóttir viðskiptafræðingur umtals- verðar fjárhæðir fyrir að vinna að tímabundnu verkeftii fyrir borgar- stjóra varðandi úttekt á ýmsum borgarstofnunum og fyrirtækjum með tilliti til hugsanlegra rekstrar- breytinga. Þetta kom fram í svari við fyrirspum Kristínar Ólafsdóttur sem sett var fram fyrir þremur vik- um. Sökum þessa greiðslna lét Óiína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, bóka eftirfarandi á borg- arráðsfundi í gær: „Það er að mínu mati alvarlegt trúnaðarbrot gagn- vart Reykvíkingum að fjármagna til- löguflutning Sjálfstæðismanna með almannafé. Ég tel að hér hafi borg- arstjóri gerst sekur um glöp í starfi enda engin fordæmi fyrir því að fjár- munir Reykvíkinga séu nýttir í pól- itískt áróðurstarf stjómmálaflokka." Ólína segir enga stjómsýslulega ákvörðun hafa verið tekna, til dæm- is varðandi breytingar á rekstri SVR, og enga samþykkt liggja fyrir því að efna til neinna útgjalda tií að kanna möguleika á því. „Borgarfulltrúar eru á launum sem eiga að mæta þeirra vinnu sem kjömir fulltrúar. Þeir eiga ekki að kaupa aðra til að vinna þá vinnu fyr- ir sig og senda svo reikninginn á Reykvíkinga. Þetta stangast á við allt siðferði og er að auki Iögbrot því þetta stangast alla vega á við þrjár greinar samþykktar um stjóm Reykjavíkurborgar og fundarsköp þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur sveitarstjómarmanna," seg- ir Ólína. -GKG. Mikilvægt að Alþýðuflokkurinn sé heill og óskiptur og hann verður það. Guðmundur Arni Stefánsson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra: Deilur Jóns og Jóhönnu styrkja ekki flokkinn „Ég held að þessar deilur á milli formanns og fráfarandi varafor- manns styrfci ekki flokkinn í heild sinni og ekki þau heldur. En ég vænti þess að menn nái að snúa bökum saman. Við höfum séð merfci þess i ríkisstjómarsamstarflnu og þeirrí erflöu stöðu sem við erum í. Ekki kannski síst í Ijósi þess er auðvitað mikilvægt að Alþýöuflokkurinn sé heill og óskiptur og hann verður það,“ segir Guðmundur Ámi Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Engin ákvörðun liggur fyrir um það hvenær eftirmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í embætti varaformanns Alþýðu- flokksins verði valinn né heldur hverjir munu gefa kost á sér til starfens. Ekki er þó búist við því að margir renni hým auga til embætt- isins að öllu óbreyttu og þá sérstak- lega í Ijósi ummæla formannsins. En hann hefur látið að því liggja að embætti varaformanns í núverandi mynd sé ekki álitlegur kostur fyrir þann sem vill eitthvað láta að sér kveða í stjómmálum. „Mín skoðun er sú að það eigi að flýta sér hægt í vali á eftirmanni Jó- hönnu sem varaformanns. Ég held að menn hljóti bara að anda rólega og skoði þetta mál betur í haust," segir GuðmundurÁmi. Sjálfur segist hann ekki vera and- vaka yfir þeim vangaveltum að hann sé á höttunum á eftir embætti vara- formanns. Jafnframt telur hann þær hugmyndir alveg út í bláinn að hann bjóði sig fram sem formaður með Jóhönnu sem varaformann. -grh Jón Baldvin Jóhanna Hnjöskuð ímynd „Ég er að rembast við að reyna að hætta að reykja en það gengur því miður ekki nógu vel. Þetta stefnir þó allt í rétta átt og ég ferað lögum f þessu sambandi," segir GuðmundurÁmi Stefánsson, heilbrigöis- og tryggingaráðherra. Guðmundur Ámi segir að hann sé að reyna hvað hann geti til að slíta sig frá nautninni og sýna það fordæmi sem yfir- maður heilbrigðismála eigi óneitanlega að gera f þessum eftium. Hann segir að fyrsta skrefið sé að reyna að draga úr reykingunum með það takmark í huga að hætta þeim með öllu. Aðspurður vildi hann ekki tjá sig um það hversu mikið hann reykti á dag en fram til þessa hefur hann verið það sem kallað hefur verið stórreykingamaður. „Þeir sem hafa lent í þessu vita að það er meira en að segja það að hætta að reykja,“ segir Guðmundur Ámi Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. -grii fyrir hið opinbera „Virðisaukaskatturinn kemur ilia niður á flest héraðsfrétta- blöðin. Hann fer beint út í verðlagið eða kemur niður á útgáfunni. Skagafréttablaðið hefur til dæmis nú þegar mætt skattinum með því að minnka umbrotið. Blöðin eru það smá f sniðum að þau hafa ekki eftú á að taka skattinn á sig,“ segir Fríða Proppé, fbrmaður Sam- taka héraðsfréttablaða. Fríða er auk þess ritstjóri Fjarðarpóstsins í llafnarfirði og sér ekki fram á annað en að verða að hækka verð blaðsins. „Við höfum haft áhyggjur af því að blöðin þurfi að leggja upp laupana. Eg hef verið að bíða eftir að fe virðisauka- skattsreglumar sendar og mér finnst allt benda til þess að þær verði erfiðar í framkvæmd sérstaklega þegar þarf að fera að ráða hvert blaðsölubarn með sköttum og skyldum. Ef hver kaupandi þarf númeraða kvittun, þarf að ráða auka- starfsmann í það og mér finnst nóg komið af vinnu fyrir hið opinbera. Við höfúm nú þegar þurft að innheimta virðisauka- skatt af auglýsingum og þekkj- um þessa pappírsvinnu. Hér- aðsfréttablöðin eru skemmti- leg flóra og það væri mikil synd ef hún hyrfi,“ segir Fríöa. Stjóm Samtaka héraðsfrétta- blaða hyggst koma saman til fundar um skattinn í vikunni en flest þeirra eru nú lokuð vegna sumarleyfa. Fjóla segir stjóm blaðanna ætla að sam- hæfa sig frekar en að fera út í sameiginlegar aðgerðir gegn skattinum. -GKG. Menntamálaráðuneytið hefur ekki fé til að sýna grunnskólanemum „Verstöðina ísland": Búið að eyða öllu í myndir Hrafns? Menntamálaráðuneytið sér sér ekki fært að bjóða grunnskólanem- um landsins upp á að sjá atvinnulífsmyndina „Verstöðin ísland" sem L.Í.Ú. lét gera í samvinnu við „Lifandi myndir" og ber ráðu- neytið fýrír sig kostnað á leigu á kvikmyndasal undir sýningarnar og flutning bamanna til og frá kvikmyndahúsi. Jónas Haraldsson, skrifstofustjóri hjá LÍ.Ú., segir í grein í tímaritinu Útvegurinn, að á sama tíma og menntamálaráöuneytið vfli fyrir sér að borga nokkra tugi þúsunda til að gera bömunum kleift að sjá mynd- ina, hafi fótt komið í veg fyrir kaup á vfldngamyndum eftir Hrafn Gunn- laugsson sem ráðuneytið hafi „greitt ófear milljónir fyrir.“ Auk þess segir Jónas um myndir Hrafns í grein sinni: „Þó iiggur ljóst fyrir að sumar þessara mynda em bannaðar fyrir yngstu nemenduma vegna ofbeldisatriða, auk þess sem telja verður að þessar kvikmyndir hafi lítið sem ekkert sagnfræðilegt giidi eða uppeldisfræðilegt hlut- verk.“ Jónas hefur reynt að fé Ríkissjón- varpið til að sýna myndina en ekki orðið var við mikinn áhuga. „Þrátt fyrir að hafa sýnt allra handa íslenskt efni eins og til dæmis þætti Baldurs Hermannssonar, hafe for- ráðamenn Ríkisútvarpsins ekki sýnt áhuga á að sýna myndina okkar sem hlotið hefur lofsamlega dóma og unnið til viðurkenninga," segir Jón- as. „Samningar vom komnar á gott skrið þegar Sveinn Einarsson var við stjómvölinn en eftir að Hrafn kom tií starfa em áherslumar greinilega aðrar. Við höfum ekki fengið fengið nein svör þrátt fyrir ítrekaðar spum- ingar og emm sárir yfir áhugaleysi Ríkisútvarpsins á myndinni." Jónas hyggst óska eftir fundi með yfirmönnum stofnunarinnar á næstunni ásamt Erlendi Sveinssyni hjá .Jvifandi myndum" til að fá úr málinu skorið. -GKG. Úr kvikmyndinni Hrafninn flýgur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.