Tíminn - 30.06.1993, Page 5
Miðvikudagur 30. júní 1993
Tfminn 5
Oddur Ólafsson:
Þjóðarsáttin 30. júní 1968
Réttar aldarfjór&ungur er nó liðinn síðan dr. Kristján Eldjám var kos-
inn forsetí fslands með meiri yfirburðum en áður voru dsmi um í lýð-
rsðislegum kosningum á íslandi. Kjördagurinn var 30. jóní 1968.
Kristjin hlaut 65% greiddra atkvæða, en hinn frambjóðandinn, Gunnar
Thoroddsen, 34%. Prósentín, sem upp á vantar, eru auðir seðlar og
ógildir. Kosningaþátttaka var 91%.
3 O. JÍINl
maggmmm
Hattdóra
>9
Kríttján Eldjárn
Maður þjóðarínnar
Kur»ts«mb*rtUft er teðsta «nb»tti Jíjóðarlnnsr cg (orætinn
sjáiiur etníngaítákn Iwuistriwnia. Meft beinu kjóri tr ssÖMt'tíf
ftð Jj}óftí.n r*8i mUiUiðai.auí.t vm þess iHftnns. sem íén getuf
trfj'st t« aft BftkSa hi3 Ugtw cmhaftti sein fuhtrói hennar ttílr»r
m eintMs nnkks, höismuöahóþs né st^ttur, Ei«s it-tomm*:
rmíætttau cí háttað, itggur i aaguiö uppí, sð það 4 að vera
cnóanieg trygging íyrir iyílsta lýftr*ðs hsntía fóikinú, í'omti
riUinn mrft heína kiöri (anðsmanna ér teíðtosd, ww rejmlr 4,
$í sundUíþyktel stjómmáisimannBoaa boriir tfl vundrasóft, Póli-
íiík UofekttSkipUag er eðliSeg i lýðo»fti*þjððtöag» og jxSiMur
igríinmgur ðhJAkvmmileguF. Og }as er eUt *i hlutwífettm
etJH^«iB*iiun*nnknna ttð sjn am. tó ftnð»h«ð»r stjðmnttUftííaÆ-
ttíht eigl sér rftád 4 vettrangi þSóSmáUtniw, Kn um forwtó nta'n
verður jijóeiti öð grtó samciBAKi, og hann vcröur óvallt a»
ináií ísenHttr íieiílar eg öskiptiar, Hann cr tákn þww, nð við
*in þjóð, þrátt tytíi skiptar skoéanlr t þjftftmáium, StjðrnnsáJa-
memnmir *ru hms vegat Ukn þeirrar «koðttr,{«kíptlngur.
hvi er nó nsjog iialdlð 4 loít, að vtí» komaafti íomirAjðr
valíð Á mílii þtmiasiðs fttjðmmita- eg l*gam*nns og #érl
viwmíamttnn* »neö vetklegn knnniitu S sínura fmfturo. Sú *kíI-(
gmniRg rlfttSr gmnni. Hinn 30. jtini er raunvcrul*«ii ktysið mfis»
failtnitt stjómmúianttmnanna, eg fulitróa þjðearinns«-.
Rfcfc! sfculu hrSgðnr bwnar 4 hsrflittifctt dt, Ouiuiars Thonsdó-
srn* s«n «tjðmm4í»mttnn«, En nwð framheði. m KiistjAm
JSrm gafst þjðöhmi koslur 4 aft veljtt i híð mftsta emís»«i áhófton
iuijtrött þett* fccita, *em hón 4 «ameigln!egt. tlppruni han* og
persónuieiki, siarfsferi!! ham og wkieg irmðimennska i þeim
greinum, iwm dfjwfc snerta men«in»arieg» sameisfri fðlksins..
K*ra hann fr4b«rltt.gu vei til þaw falUnn að iaís m4!i þjáðtti
smnar í wmraiml við *fi«u hmnar, mcnnlngu og Iil#h4tttt i
þeua Umdl.
fagnar Jónuan,
ÞJÓÐKJÖR
BLAÐ STOÐNINGSMANNA GUNNARS THORODDSENS
9. (a)ubloð. taugo'étopw)’ JV, jöni i%3-
TÖKUM
HÖNDUM
SAMAN
KJÓSÍNDUR.
Muoift sS kjó« Miitw og note *vo dag-
ínn fíi þe»* *ft hvetja *ini ykkar og kunolngjí
tii þtu »ð fara tt kjöntaft og gr*ífta Cum-
iri Thörodd*en ítkv»fti.
Munið að mikli ttbyrgft hvítir tt ykkur rið
kjórWftið. A atkv*Si hven ykkar *em er
g»íu órjiitin öltlft,
ttíð *ígift vöt tt forseia. t«m i h*i»*to«
mundi uppf/IU þ*r krftfur. **m saooir In
iendingar g*ra tii þjófthftfftingja »íns.
Vinnum aft því af ftthtm m*ttis aft þessi
gi**ií*gu hjón, Cuoottr Thoreddsío og fró
Vttia verfti rasilu husrttðaoftur ð
vSigur Gunnars
Thorodcisens er
einnig sigur
íslenzku
þjóðarinnar
THOR R. THORSi
Látum ekki annarleg
sjónarmið ráða
. kSM 'sil«r i ft«jíIiilW.i»ik«ÍSI»r.l*>VIi W f«f»S*rSUÍr»
atti *IS »»}# i wr M *i!ijB»r*,W»ttr «sww »>—&»»
ttfw.ninú’v Þriftrit uwiiu *s, tm b#c*r *am twrt
«*** «ö ♦*» <W vi? M» ;*stti Uí »4 JdfiÍM >*fst ho**m>»r.
*** W *»*> t »»i* om, ;b*n m i,-ji*» j .iwíniýJi
s |.J* *»0l »» steift* *i-!»* ft'ttí'j*!'. »iK*f »*r» »*,&*'»
*<« t .•Ji'vfttMowa.-isiiJ’MJ". liftai.TttMi Uftttwwi
w* »íJWi.-s>ter wJrsf i ‘jS ‘VsJt* M**i kjwM aw tywf'i «mj-
*r*J» «f 'nwst »* <!rft. hftftSM *i úao.-;*n ivoottittío
S*» ír<*»t‘4». *!scu imn* ;*» •» ttittiw i *tw«WA í*r**tw».
« hwtt* ttwttirs i «*»-•**» «4 ttittttni" nwr, &
i,n ttetts *1U ttJMðMt ;*<Mds IBlkíUWftef. ittf* ttrrta*
<s )i»*,‘f* ( iA»'sí«J" :*Jtt.'*i isrtJ* *{J AóU, fcfo cj'V-i
•kí skesiajt* i*r!> JMfiS íwfi . l'rwfib * bfa. ♦
KRISTÍN J, HAbLDÓRSOönm!
Frambjáðandi unga fólksin
. fortttnstJfiwHtJ*" fW‘(niU sfsí.fi '
;*ttjr SfiSfiftt t}«*wwfiiiioon. *íolt- <
:iJsf«‘tai.'fi er Wwöi i *. Utt *».!
■jfiCil fejVf fu.fifi i.‘*r >n,» fffi HS't;
; versi fj'jficuv St«?K."«i*f o ,.f*v-.
.U*í ve&af»# ifií.tttt(ittn MJ'fitt!
Tr»«iÍJj*ft*«él /»«T ilttiW SíMi'.;
;!fifise' *t **«'» iik* ‘S nfii Ktwi-,
•iu' kWjfifn ftiwiviivei »»)“( >;
;«WV iiifírts .,‘4«in» mfiiKwó;
; ii.fiifijvosur 'uiftfif, tt|ii*>tiar us.
, trfiku.’ owttav K/r»S: fcfivfiiyfitt" !
Ifwnfijí •tvwfutaSa'o ‘f íttfiws V
;5i* pofitti. v» Kfittí»n VMjttffi
IfSfilh s hí* ♦
ttfUttfi I, H»iW*fM*IÍI*
Framboð dr. Kristjáns, kosninga-
baráttan og úrslitin var allt með
sérstæðum hætti og ólíkt því sem
síðar hefúr gerst í íslenskri pólitík.
Kristján var óflokksbundinn
embættismaður og vel metinn
fræðimaður og þekktur meðal al-
þýðu manna fyrir störf sín og sér-
staklega fyrir framlag til íslenskra
fræða, sem honum tókst með
undraverðum hætti að koma til
skila við þjóðina og er greinilegt
að hann naut þess mjög þegar á
hólminn var komið.
Gunnar Thoroddsen var einn
mótframbjóðandi Kristjáns og
vissu allir að hann hafði lengi haft
augastað á embætti húsbónda á
Bessastöðum. Hann var reyndar
húsum kunnugur á setrinu, því
tengdafaðir hans sat þar á friðar-
stóli í 16 ár og studdi fráfarandi
forseti, Ásgeir Ásgeirsson, hann
með ráðum og dáð. Gunnar átti
glæstan feril að baki þegar hann
bjó sig undir forsetakjör. Hann
varð ungur prófessor og þingmað-
ur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og
borgarstjóri í Reykjavík. Hann
varð varaformaður flokks síns,
ráðherra, hæstaréttardómari og
sendiherra í Kaupmannahöfn. Þar
skrifaði hann doktorsritgerð og
var mikið úr því afreki gert f
dönskum blöðum og bárust um-
sagnir til íslands.
Gunnar var snjall ræðumaður,
glæsimenni og framgangan öll hin
höfðinglegasta. Hann var og ágæt-
ur píanisti.
Þótti einsýnt að engum þýddi að
etja kappi við dr. Gunnar í kosn-
ingum um æðsta embætti á ís-
landi.
En til voru þeir menn sem þótti
það bragðlítið lýðræði að forseti
væri nánast sjálfkjörinn og ekki
þótti bæta úr skák að greina mátti
keim af erfðatilkalli til embættis-
ins, þar sem dr. Gunnar átti í hlut
Þreifingar
Einhverjar þreifingar fóru fram
manna á meðal um forsetaefni,
sem líklegt væri að gæti staðið í
ístaðinu á móti svo sterkum fram-
bjóðanda sem Gunnar Thorodd-
sen var f hugum þorra þjóðarinn-
ar.
Eftir því sem næst verður komist
mun það hafa verið 24. febr. 1968
sem Hilmar Foss færði forseta-
framboð í tal við Kristján Eldjám,
sem þá tók því ekki fjarri að hann
kynni að láta til leiðast og freista
gæfunnar í íramboði á móti dr.
Gunnari, sem raunar lýsti ekki op-
inberlega yfir framboði fyrr en
löngu síðar. 28. febrúar var svo
fúndur með Kristjáni og nokkrum
mönnum, sem síðar mynduðu
stuðningsmannahóp með enn
fleirum.
Það var svo 17. mars að dr. Krist-
ján féllst á framboðið á fundi með
fjórum mönnum sem tengdust
stjómmálaflokkunum, en voru
samt alls ekki fulltrúar þeirra né
höfðu neins konar umboð til að
semja um forsetaframboð. Þeir
voru Jóhannes Elfasson banka-
stjóri, Karl Guðjónsson fyrrum al-
þingismaður, örlygur Geirsson
stjómarráðsfulltrúi og Hilmar
Foss dómtúlkur.
Aðrir, sem höfðu afgerandi af-
skipti af málinu á fyrstu stigum
þess, vom m.a. Stefán Jóhann
Stefánsson, Guðmundur Hjartar-
son, Halldór E. Sigurðsson, Sig-
urður Guðmundsson, Kristján
Karlsson, Jónas Ámason, Her-
steinn Pálsson og Steingrimur
Hermannsson.
Hér em frammámenn allra
stjómmáiaflokkanna, áhrifamenn
á ýmsum sviðum þjóðlífsins bætt-
ust í hópinn og úr varð fylking
sem sleit öll flokksbönd og hags-
munasamtök með það eitt að
markmiði að stuðla að kosningu
óflokksbundins fræðimanns f
æðsta embætti þjóðarinnar.
Drengskaparmenn
Að hinu leytinu átti Gunnar
Thoroddsen stuðningsfólk úr öll-
um flokkum, þótt minna bæri þar
á andstæðingum Sjálfstæðis-
flokksins.
Yfirleitt fór kosningabaráttan vel
fram og víst er að báðir frambjóð-
endumir lögðu fast að stuðnings-
mönnum sínum að varast per-
sónuníð, gæta velsæmis og dreng-
skapar og halda hóflega á málum
þegar haldið var fram ágæti hvers
þeirra um sig.
Margt kom undarlega fyrir sjónir
þegar út í slaginn var komið.
Thorsarar vom til að mynda fiöl-
mennir og áberandi f stuðnings-
mannaliði Kristjáns Eldjám og er
sama að segja um marga þá sem
teljast til fiölskyldunnar sem
kennd er við Engey.
Jónas frá Hriflu og nokkrir
Thorsarar sném bökum saman,
skrifuðu í málgagn stuðnings-
manna dr. Kristjáns og hétu á
landsmenn að duga honum vel og
nokkrir nánir ættingjar Bjama
Benediktssonar, sem þá var for-
sætisráðherra, tóku í sama streng.
Meðal þeirra má neftia Pétur,
bróður Bjama. Það vom því ekki
aðeins flokksbönd sem bmstu f
þessari sérstæðu kosningabaráttu,
heldur einnig fiölskyldubönd og
jafnvel bræðrabönd, því þegar líða
tók að kjördegi hóf Bjami Bene-
diktsson, forsætisráðherra og for-
maður Sjálfstæðisflokksins, upp
raust sína og lýsti yfir stuðningi
við Gunnar Thoroddsen.
Hlutleysið
Öll dagblöðin vom opinskátt
flokksmálgögn í þann tíð. Sú dag-
skipan var gefin út f þeim öllum að
á hvomgan frambjóðanda skyldi
hallað og var hlutleysis í frétta-
skrifúm og leiðurum gætt í hví-
vetna. Kvað svo rammt að hlut-
leysinu að taldar vom línur og orð
í frásögnum af fundum og öðm
kosningastandi og skyldu báðar
fylkingarnar fá nákvæmlega jafn
mikið rými á sfðunum. Reynt var
að láta aðsendar greinar vega salt
Útvarpið var nánast utangátta af
hlutleysi og mátti varla segja frá
hvort kosningafundur var fiöl-
mennur eða illa sóttur.
Þegar leið að kosningadegi var
eftit til skoðanakannana innan fyr-
irtækja, f félögum og saumaklúbb-
um og satt best að segja sást fljót-
lega á þeim hvert stefhdi, þótt
óvísindalega væri að verki staðið.
Ópólitískir stjórn-
málamenn
Þótt sífellt væri minnt á það af
báðum fylkingum að framboðin
væm ópólitísk, vom stjómmála-
menn og áhangendur flokkanna
mjög áberandi f kosningabarátt-
unni og ráku sín mál af fullri
hörku, en samt var óvenjumikils
velsæmis gætt miðað við aðra
stjómmálabaráttu.
En margir höfðu á orði að raun-
vemlega væri verið að kjósa á móti
stjómmálamönnum og flokka-
veldi. Að minnsta kosti tóku kjós-
endur framboði ópólitísks manns
svo vel að enginn vafi lék á að fólk-
ið var að kjósa sér forseta sem var
með öllu laus við það óorð sem
gjaman loðir við pólitíkusa, hvort
sem það er réttmætt eða ekki.
Kjöri Kristjáns Eldjám má vel
líkja við ósk um eins konar þjóðar-
sátt Yfirburðasigur hans bendir
til þess að svo hafi verið. Og þá má
ekki gleyma að andstæðingur
hans var óefað einn glæsilegasti
og frambærilegasti stjórnmála-
maður, sem þá var á dögum, og
átti sér varla neina óvini, nema
kannski f eigin flokki.
Stefnuskráin
FYrsta áskomn stuðningsmanna
dr. Kristjáns um að þjóðin veitti
honum brautargengi til embættis
forseta íslands er svohljóðandi:
„Frá því að Ijóst varð um s.l. ára-
mót, að hinu íslenska lýðveldi yrði
valinn nýr forseti á sumri kom-
anda, hafa um land allt, í öllum
stéttum og öllum stjómmála-
flokkum, komið fram sterkar óskir
um að ferskur andi mætti leika
um þetta æðsta embætti þjóðar-
innar. Upp af þessum almenna
áhuga hafa sprottið öflug samtök,
sem hafa unnið að því að fá tií
framboðs mann, sem líklegur væri
til að láta þessar óskir rætasL Það
er samtökunum mikið gleðiefni,
að dr. Kristján Eldjám hefur tekið
áskomn þeirra um að gefa kost á
sér til forsetakjörsins, því að sá ís-
lendingur mun vandfimdinn, sem
betur er kostum búinn til þessa
þýðingarmikla embættis.
í sambandi við framboðið viljum
við sérstaklega minna á eftirfar-
andi atriði:
1. Kristján Eldjám hefur aldrei
tekið virkan þátt f stjómmálum,
en býr hins vegar yfir ríkri og lif-
andi þekkingu á íslenskri þjóð-
menningu og þjóðlífi að fomu og
nýju. Við teljum hann manna lík-
legastan til að láta ferskt og óháð
andrúmsloft skapast umhverfis
æðsta embætti þjóðarinnar.
2. Framboð Kristjáns Eldjám er
óháð öllum stjómmálaflokkum,
enda hefur hann aldrei verið
flokksbundinn neins staðar.
3. Kristján Eldjám er af alþýðu-
fólki kominn og er uppmna sínum
trúr í lífi og háttum. Við teljum, að
forseta lýðveldisins sé styrkur að
slfkum eiginleikum.
4. Kristján Eldjám hefúr um
tveggja áratuga skeið gegnt for-
stöðumannsstarfi Þjóðminjasafns-
ins. Þar hefur hann verið í fyrir-
svari fyrir eina helstu menningar-
stofnun þjóðarinnar bæði gagn-
vart landsmönnum sjálfum og á
erlendum vettvangi og tekið á
móti fiölda gesta, m.a. erlendum
þjóðhöfðingjum. Honum hefur
farist starf sitt vel og virðulega úr
hendi, hvort heldur er inn á við
eða út á við.
5. Það skal tekið fram, að Kristján
Eldjárn gaf fyrst kost á sér til for-
setakjörs eftir ítrekaðar áskoranir
fólks úr öllum stéttum og stjóm-
málaflokkum hvaðanæva af land-
inu.
Við viljum skora á alla þá, sem
eiga samstöðu með okkur í þessu
máli, að vinna ötullega að drengi-
legum sigri Kristjáns Eldjám í
væntanlegum forsetakosningum."
Undir þetta skrifa þeir fiórir, sem
fyrr em nefhdir af stuðnings-
mönnum, og fiórtán til viðbótar.
Þama er þegar sleginn sá tónn
sem einkenndi kosningabaráttuna
og 12 ára feril dr. Kristjáns í for-
setaembætti. Dægurmálum
flokkaþrasins var vikið til hliðar,
en alþýðleg reisn og virðing fyrir
þjóðmenningunni einkenndi alla
forsetatíð Kristjáns.
Eftir kosningamar vom allir
landsmenn einhuga um að vel hafi
til tekist um val forseta og dr.
Gunnar hlaut síðar góða uppreisn,
þrátt fyrir mikinn ósigur í forseta-
kosningunum, því hann átti enn
eftir að verða varaformaður flokks
síns og forsætisráðherra. Máttu
mætir menn vel við una.
Það var svo í ágúst 1976, að Þórð-
ur Valdimarsson, sem eitt sinn
lagði stund á stjómmálafræði,
skrifaði grein í Vísi undir fyrir-
sögninni: ,J4æst ættum við að
kjósa konu í forsetaembættíð."