Tíminn - 30.06.1993, Page 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 30. júní 1993
Bnigl Bargmann dómari
mun dæma teik Danmerkur og
Litháen, sem fer fram 25. ág-
úst. Leikurinn er liður (undan-
keppni HM. Línuveröir veróa
Gfsli Björgvinsson og Sae-
mundur Vfgiundsson. Guð-
mundur Stefán Marfasson verö-
ur varadómari.
... NorðurlamUunót stúlkna-
landsliöa f knattspyrnu fer nú
fram f Hollandi. Islenska
stúlknalandsliöiö tekur þátt f
mótinu og er þannig skipaö:
Helga Helgadóttir Stjarnan
Ragnhildur Sveinsdóttir UBK
Anna Lovfsa Þórsdóttir KR
Áslaug Akadóttir ÍA
Birna Aubertsdóttir UBK
Brynja Pétursdóttir |A
Eria Hendriksdóttir UBK
Guörún Sigursteinsdóttir lA
Helga Gunnarsdóttir Sindri
Herdls Guömundsdóttir lA
Hulda Rútsdóttir Valur
Inga Dóra Magnúsdóttir UMFT
Ingíbjörg Ólafsdóttir IBA
Katrfn Jónsdóttir fl. UBK
Sigrfður Þórláksdóttir B(
Sigrún Hallgrfmsdóttir (A
íslenska liðiö lék gegn Norður-
landameisturum Dana á mánu-
dag og tapaðist sá ieikur 1-3.
... UngllngalandsIÍAió f
frjálsum Iþróttum verður einnig í
Hoilandi frá og með næstu
helgi. Þar fara fram Ólymplu-
dagar æskunnar. Keppendur
lyrir íslands hönd veröa Sunna
Gestsdóttir USAH, Halldóra
Jónasdóttir UMSB, Laufey Stef-
ánsdóttir Fjöíni, Sóiveig Björns-
dóttir Armanni, Rakel Tryggva-
dóttir FH, Ólafur Traustason FH,
Stefán Gunnlaugsson UMSE,
Sveinn Margeirsson UMSS og
Magnús Aron Hallgrímsson
Selfossi.
... —■rciono Vlnk, sem iék
með Ajax Amsterdam á sfðasta
ieiktfmablli. hefur skrifaö undir
þrlggja ára samning við (talska
1. deildarliðiö Genoa. Vink,
sem er 23 ára gamall, er sjötti
leikmaðurinn hjá Ajax sem yfir-
gefur fólagið frá þvf liðið vann
Evrópukeppni félagsliða 1992.
Allir þessir leikmenn hafa farið
til Italfu. Vink vantar ekki sjálfs-
traustið, þvf hann líkir sjálfum
sér viö landa sinn, Frank Rijka-
ard, sem ieikur með AC Milan,
og segist vera betri en Rijkaard
þegar hann var á sama aldri og
Vink.
... Franski landsliðsmaðurinn
f knattspymu, Laurent Blanc,
sem lék með Nimes f frönsku 1.
delldinni á slðasta leiktfmabili,
hefur skrifað undir þriggja ára
samning St. Etienne, sem einn-
ig leikur I frönsku 1. deildinni.
... Motocrosskoppnl var
haldin um siðustu helgi við
Sandskeið. Atta keppendur
mættu til leiks og var baráttan
mikil. Núverandi Islandsmeist-
ari, Helgi Valur Georgsson,
reyndist þó sterkastur á enda-
sprettinum og náði hann fullu
húsi stiga, fékk 65 stig. Reynir
Jónsson varð annar með 49
stig og Guðmundur Jónsson
hreppti þriðja sætið. Helgi Vatur
er efstur f samanlögðu eftir
tvær keppnir af f|órum með 117
stig. Reynir hefur 103 og Guð-
mundur og Ingibergur Sigurðs-
son eru þriðju með 73 stig.
Næsta mót fer fram f Vest-
mannaeyjum þann 10. júlf.
... Ugia Warszawa, sem
vann pólska meistaratitilinn I
knattspyrnu f vor, gæti misst tit-
ilinn, þar sem einn leikmaður
liðsins, Roman Zub, er grunað-
ur um iyfjanotkun, en niðurstöð-
ur úr seinna lyfjaprófinu verða
birtar 9. júll. Zub var tekinn f
lyfjapróf I mal eftir viðureign við
Widzew Lodz og varð niður-
staöan jákvæð. Legia vann
leikinn 1-0, en tapar leiknum
sjálfkrafa ef seinna lyfjaprófiö
verður einnig jákvætt. Verði
leikurinn dæmdur Legia í óhag,
þá nægir það tii að þeir missi
af meistaratitlinum.
Franski óþekktarormurinn og knattspyrnusnillingurinn Eric Cantona hefur unnið hug og hjörtu
enskra knattspyrnuáhugamanna:
Cantona hefur unnið þrjá
titlaá þremurárum!
Eric Cantona ætlar að yflrgefa Manchester Utd. eftlr næsta keppnlstfmabll.
Það er óhætt að segja að á Old TVaf-
ford, heimavelli Manchester United í
Manchester, hafi leikið fleiri frábærir
leikmenn en víðast hvar annars stað-
ar í Englandi.
Duncan Edwards varð stjama ungur,
en lést ásamt fleiri leikmönnum Man.
Utd í flugslysi árið 1958. Bobby Charl-
ton, sem var heiðursmaðurinn í
knattspymunni og frábær leikmaður,
Dennis Law, sem var ein allsherjar
sprengja á vellinum og síðast en ekki
síst George Best, drengurinn með
sjálfseyðingarhnappinn. Enn geta
áhangendur Man. Utd glaðst Þeir hafa
fengið Eric Cantona, franska óþekkt-
aromninn, sem átti ekki minnstan
hlut í því að Man. Utd tryggði sér
enska meistaratitilinn í knattspymu, í
fyrsta sinn frá 1967. Þetta var þriðji
meistaratitill hans á þremur ámm, en
áður hafði hann unnið enska meist-
aratítilinn með Leeds og þann franska
með Nimes. Cantona hefur farið víða
og ljóst er í dag að hann er ekki kom-
inn á leiðarenda. Hann hefur þegar
lýst því yfir að eftir næsta keppnis-
tímabil kveðji hann herbúðir Man.
Utd.
Eric Cantona er án efa besti og litrík-
asti franski leikmaðurinn sem leikið
hefur utan heimalands sfns síðan
Michel Platini Iék með Juventus á ní-
unda áratugnum. Cantona kom tíl
Englands fyrir rúmu ári, á „flótta"
undan því orðspori sem fékk alla með-
alframkvæmdastjóra tíl að forða sér á
hlaupum. Cantona viðurkennir galla
sína: „Það er eins gott að flestír leik-
menn em ekki eins og ég. Þá myndi
ríkja algert stjómleysi." Ferill hans
sem atvinnumaður er þymum stráður
og þá ekki vegna getu hans, heldur
hegðunar utan vallar sem innan.
Hann hefur ósjaldan lent í slagsmál-
um við félaga sína, móðgað þjálfara og
framkvæmdastjóra, átt í útístöðum
við dómara og ekki legið á skoðunum
sínum við aganefnd franska knatt-
spymusambandsins og hafa þær at-
hugasemdir oft á tíðum verið ári per-
sónulegar.
Á meðan á dvöl hans hjá frönsku lið-
unum Auxerre, Bordeaux, Montpellier
og Marseilles stóð, var aldrei logn-
molla í kringum piltinn. Frábærir
hæfileikar, gífurleg tækni og gífurleg
yfirsýn yfir leikinn, en þess á mótí
hættulegt skap og óþolinmæði. Það
var einmitt það sem kom Cantona í
fréttímir eftír aðeins vikudvöl í Eng-
landi.
Cantona hafði sagt skilið við franska
knattspymu eftir að hann hafði verið
dæmdur í óréttmætt leikbann. En
slíkum listamanni á knattspymuvell-
inum var ekki hægt að halda utan við
völlinn. Honum var boðið tíl Sheffield
Wednesday til reynslu, í viku, þar sem
TVevor Francis, framkvæmdastjóri
liðsins, tók á mótí honum. Vegna
slæms veðurs var hins vegar lítið
hægt að leika æfingaleiki þá vikuna og
vildi Francis fá að hafa Cantona aðra
viku til að prófa hann frekar. Þetta
áleit Cantona algera móðgun við sig.
Hann væri þekktur franskur lands-
liðsmaður og það væri lyrir neðan
virðingu hans að þurfa að sanna getu
sína eitthvað frekar. Af þeim sökum
gekk hann til liðs við nágranna Sheffi-
eld Wednesday, Leeds Utd.
Fýrir Howard Wilkinson, þjálfara Le-
eds, var Eric Cantona hlekkurinn sem
vantaði í Leeds-keðjuna, svo félagið
ætti möguleika á að vinna enska
meistaratitilinn, en staða liðsins var
þá nokkuð góð. Enda fór það svo að
Leeds stóð uppi sem sigurvegari og
átti Cantona stóran þátt í því.
Hann dvaldi þó ekki lengi hjá Leeds,
en þannig er Cantona. Knattspymu-
snillingur með stuttan kveikiþráð og
flöktandi. Það er þessa vegna sem
hann fór til Man. Utd fyrir eina milljón
punda, innan við ár eftír að hann gekk
til Iiðs við Leeds.
Það hafa gengið ýmsar sögur um
ástæður þess að hann fór frá Leeds svo
skyndilega sem raun bar vitni, en
bæði Ieikmenn og stjómendur Leeds
hafa vísað þeim sögum á bug. Stjóm-
arformaður Leeds, Leslie Silver, segir
um þann ráðahag: „Það barst fýrst ósk
um það frá lögmanni Erics Cantona
að hann vildi fá sig Iausan frá félaginu
og fara til annars félags í Englandi.
Skömmu síðar óskaði Cantona sjálfur
eftír því. Ein af ástæðunum var, að
hann rangtúlkaði það að hann var í
nokkmm leikjum settur á varamanna-
bekkinn. Auk þess hefur það verið
Breiðablik komst í gærkvöldi á
topp annarrar deildar með því að
leggja ÍR-inga að velli f Mjódd-
inni. UBK varð þar með fyrsta lið-
ið til að ná í stig á heimavelli íR-
inga.
Eina mark leiksins kom strax á
fimmtu mínútu. Kristófer Sigur-
ÍÞRÓTTIR
UMSJÓN: KRISTJÁN GRÍMSSON
____________________X
stefna félagsins að standa ekki f vegi
fyrir því ef leikmenn vilja fara frá fé-
laginu. Cantona fór tíl Man. Utd að
eigin ósk.“
Michel Mezy, (ýrmm stjómandi hjá
Montpellier og núverandi forseti
franska félagsins Nimes — félaginu
sem Cantona lék síðast með í frönsku
deildinni — segist kannast við þessa
erfiðu skapgerð Cantona. „Eric er
skarpur og bráðgreindur maður, sem
getur verið erfitt að eiga við. Þegar
eitthvað bjátar á, sleppir hann sér.
Hann er skapheitur, en þegar vel
gengur þá er ekki tíl betri maður tíl að
hafa f liði hjá sér.“
Cantona sjálfur er mjög rólegur yfir
þessu öllu saman. „Ég átti margar af
mínum bestu stundum f knattspym-
unni hjá Leeds United. Ég get skilið að
geirsson gaf þá laglega sendingu
fyrir markið á Jón Þóri Jónsson
sem skoraði glæsilegt mark með
bakfallsspymu. Þettavar 1. markið
sem ÍR-ingar fá á sig á heimavelli
sínum. Þeir áttu skot í stöng um
miðbik fyrri hálfleiks og var það í
raun og veru eina hættulega tæki-
færið sem þeir fengu í leiknum.
Úlfar Óttarsson, Valur Valsson og
Kristófer Sigurgeirsson vom bestu
menn UBK en Kristján Halldórs-
son stóð sig að venju best í liði ÍR.
sumir segi að ég hafi bmgðist áhang-
endum Leeds, en ég get ekki séð það
þannig. Ég átti dáh'tið sérstakt með
þeim og ég hélt að þeir myndu skilja
að ég gat ekki verið áfram þar. Ég lék
orðið of lítíð hlutverk í liðinu og und-
ir niðri þá líkar mér það illa. Ég veit
vel að ég hef skipt oft um félag, en af
hverju ætti ég að leika í tíu ár fyrir
sama félag, eða jafnvel þrjú ár? Það er
engin ástæða tíl þess,“ sagði hann.
„Það er hræðileg tílhugsun. Ég vil
halda mínu andlega sjálfstæði, svo ég
var ánægður með að skipta um félag.
Man. Utd leikur knattspymu sem ég
skil. Þeir em meira uppbyggjandi og
skapandi."
Þó að Cantona beri enskri knatt-
spymu vel söguna, þá gerir hann sér
fuíla grein fyrir göllum hennar. „Þeir
leika alltof marga leiki. Það er leikið í
deildinni, ensku bikarkeppninni og
deildarbikamum, auk þess sem leikn-
ir em landsleikir og í Evrópukeppni
félagsliða. Þegar við (Leeds Utd) lék-
um síðari leikinn gegn Glasgow Ran-
gers í Evrópukeppni meistaraliða síð-
astíiðið keppnistímabil, vomm við
komnir á hnén af þreytu og andlega
yfirkeyrðir. Það er ástæðan fyrir því að
við töpuðum. Lítið á árangur enskra
liða í Evrópukeppnunum síðan þeim
var heimiluð þátttaka að nýju fyrir
nokkmm ámm. Árangurinn er ekki
glæsilegur, ef undan er skilinn Evr-
ópumeistaratitíll Man. Utd í Evrópu-
keppni bikarhafa, auk þess sem það er
alþekkt staðreynd að það er auðveldast
að sigra f þeirri keppni."
„Eftir að hafa leikið í Englandi skil ég
kannski betur en innfæddir hvað gerst
hefur. Héma áður fyrr unnu ensku
liðin upp skort á tækni með líkamleg-
um og andlegum styrk, en nú hafa
aðrar þjóðir kortlagt þá og náð þeim á
því sviði. Englendingar halda að þeir
séu bestír í heiminum, en eins og mál-
in hafa þróast, fyrir félögin og lands-
liðið, verða þeir að gera sér grein fyrir
að svo er ekki lengur."
Vera má að Cantona sé raunsær þeg-
ar enska knattspyman er annars veg-
ar, en hins vegar heillar England hann
mjög. „Ég kann vel við England. Á
meginlandinu segjum við að Englend-
ingar séu kaldir, en það em þeir ekki.
Þeir em glaðlyndir og finnst gaman að
segja gamansögur og brandara. Það
kom mér mjög á óvart"
Það er óhætt að segja að Cantona og
Englendingar hafi komið hver öðmm
á óvart í dag efast fáir um að Cantona
lumi á fleiru óvæntu fyrir enska knatt-
spymu áður en hann kveður hana.
Hins vegar em það hæfileikar hans á
knattspymusviðinu, sem gera hann að
þeim snillingi sem hann er... og hann
veit það!
(Byggt á greln úr Worid Soccer)
1. deild karla
KR-Valur kl. 20
2. deild karla
BI-Þróttur R. kl.20
Þróttur Nes.-UMFG kl. 20
UMFT-Stjaman kl. 20
Leiftur-KA kl.20
Knattspyma 2. deild
UBK á toppinn
I kvöld:
Knattspyma