Tíminn - 30.06.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.06.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 30. júní 1993 Tíminn 7 Samkomulag varð um lokaályktun heimsþings Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi í Vín: Ríki heims viðurkenna algildi mannréttinda EfUr Agúst Þór Ámason Heimsþingi Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, sem hófst fyr- ir hálfum mánuði, iauk á miðnætti síöastliöinn föstudag. Þingfull- trúar urðu ásáttir um að geta umboðsmanns mannréttinda í loka- ályktun þingsins og koma á fót eftirlitsstofnun til kanna ásakanir um mannréttindabrot á konum. Aftur á móti náðist ekki samkomu- lag um stofnun alþjóöa mannréttindadómstóls. Mannréttlndasamtök sökuðu Sameinuöu þjóöimar um aö ganga ð bak orða sinna og melna þeim þðtttöku f samningu lokaðlyktunar heimsþlngslns. Undirbúningur fyrir þingið byrj- aði fyrir rúmum þremur árum og hátt í eitt hundrað alþjóðlegir und- irbúningsfundir voru haldnir víðs- vegar um heim áður en það hófsL Formlegir undirbúningsfundir fúll- trúa allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna voru fjórir og lauk þeim seinast í maí, án þess að samkomu- lag næðist um drög að samþykktum heimsþingsins. Útlitið fyrir að ár- angur næðist á sjálfu þinginu var því ekki góður í upphafi. Deilumar um það hvort Dalai Lama, trúarleið- togi Tíbetbúa, fengi að ávarpa þingið urðu enn til að auka svartsýni fólks og þegar þingið var hálfnað höfðu festir trú á því að samkomulag næðist um lokaályktun þess. í upp- hafi seinni viku þinghaldsins fór þó heldur að rofa til og er talið að það megi fyrst og fremst þakka Gilberto Vergne Saboia frá Brasilíu, sem stjómaði fundum nefndarinnar sem vann að gerð lokaályktunarinnar (Drafting Committee). Samkvæmt dagskrá þingsins átti lokaályktunin að liggja fyrir að kvöldi 24. júní, en vegna ýmissa deilumála seinkaði gerð hennar um sólarhring. Þá var ekki vitað hvort samkomulag væri um niðurstöðuna á sjálfu þinginu og hófst fúndurinn á því að Alois Mock, utanríkisráðherra Austurríkis og forseti þingsins, bað þingfúlltrúa að byrja á að samþykkja lokaálykt- unina áður en þeir gerðu grein fyrir afstöðu sinni. Fulltrúar ríkjanna eitt hundrað og sjötíu fögnuðu þá nið- urstöðunni einróma og margir þeirra höfðu á orði að þetta væri sögulegur viðburður. Sérfræðingar og embættismenn hafa síðan tekið undir það sjónarmið og segja að þingið hafi markað tímamót í mannréttindaumræðunni í heimin- um. Þeir hafa bent á að lokaályktun- in, sem er 32 síðna löng, feli í sér verulega réttarbót fyrir frumbyggja, þjóðarbrot, minnihlutahópa og kon- ur. Rétturinn til þróunar var sam- þykktur, en búist hafði verið við andstöðu Vesturlanda við það atriði. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða hlaut líka náð fyrir augum þingfulltrúa. Stjómmálaskýrendur fullyrtu að þingið táknaði tímamót f sögu mannréttindasamtaka (NGO’s). Þeir sögðu að hlutur þeirra í störfum þingsins hefði verið einstakur og ómetanlegur. Embættismenn ríkis- stjóma og félagar í mannréttinda- samtökunum, sem sátu þingið í Vín, vom sammála um að það hefði mik- ið fordæmisgildi að samtökin skyldu fá að taka þátt í störfúm þingsins. Fulltrúar mannréttindasamtaka voru almennt ánægðir með niður- stöðu þingsins, en töldu Iokaálykt- unina þó of veikt orðaða. John Shattuck, aðalfulltrúi Bandaríkj- anna, sagði aftur á móti að með samningu lokaskjalsins hefði þingið „búið til gagnort skjal sem vísar veg- inn fram á við. Með því hefúr algildi mannréttinda og þær grundvallar- reglur, sem Bandaríkin byggja á í mannréttindum, verið staðfest að nýju.“ Nokkurrar óánægju gætti á loka- degi þingsins vegna Bosníuályktun- ar íslamstrúarríkja, sem samþykkt var með 88 atkvæðum á móti einu. Fimmtíu og fjögur ríki sátu hjá. Fulltrúar Vesturlanda töldu að þegj- andi samkomulag hefði verið í gildi um að geta ekki sérstaklega mann- réttindabrota í einstökum löndum. Þeir ákváðu þó að sitja á sér til að stofna gerð lokaályktunarinnar ekki í hættu. Mörgum þótti lítið gert úr þjáningum fólks í Tíbet, Austur- Tímor, Kasmír og víðar með því að minnast ekki á atburðina í þessum löndum, fyrst minnst var á Bosníu. Töluverð gagnrýni hefur komið frá mannréttindasamtökum vegna þess að ekki náðist samkomulag um að koma á fót embætti umboðsmanns mannréttinda. Gerhard Baum, aðal- fulltrúi Þýskalands, sagði þó að áfangasigur hefði náðst varðandi umboðsmanninn, en í Iokaályktun- inni er málinu vísað til allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna. Baum sagði að nú væri allsherjarþinginu ekki stætt á öðru en að taka málið fyrir. Hann sagði einnig að loka- ályktunin veiti samfélagi þjóða heimild til að skipta sér af mann- réttindabrotum einstakra ríkja og að í framtíðinni gætu þeir, sem eru ofsóttir af ríkisstjómum heimalanda sinna, leitað réttar síns á grundvelli ályktunarinnar, eins og íbúar aust- antjaldslandanna gátu á grundvelli Helsinkisáttmálans, lokaályktunar Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu. „Ég legg skylduspamaðinn beint á Stjömubók.“ K f Svala Björk Amardótdr, fegurðardrottning Islands. Qóðar fréttir fyrir þá sem vilja treysta fjárhagsstöðu sína í framtíðinnil Reglulegur sparnaður hefur margoft sannað gildi sitt þegar ungt fólk leggur í kostnaðarsamt nám, stofnar heimili eða kaupir húsnæði. Nú, þegar skyldusparnaður heyrir sögunni til, er brýnt að sparnaður haldi áfram á raunhæfan hátt. Spariáskrift að STJÖRNUBÓK er tvímælalaust góður kostur. X Verðtryggð inneign með háum vöxtum. X Lánsréttur til húsnæðiskaupa, allt að 2,5 milljónum króna til allt að 10 ára. X Spariáskrift - öll innstæðan laus á sama tíma. X 30 mánaða binditími. Unnt er að losa bundna innstæðu gegn innlausnargjaldi. Það er auðvelt að safna í spariáskrift - með sjálfvirkum millifærslum af viðskiptareikningi eða heimsendum gíróseðium. Hí f STJÖRNUBÓH BUNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.