Tíminn - 30.06.1993, Page 9

Tíminn - 30.06.1993, Page 9
Tíminn 9 Miðvikudagur 30. júní 1993 . „ ■ dagbókB ' - -í «’ , Jk Listahátíö í Hafnarfirði í kvöld mun Tríó Bjöms Thoroddsen ásamt ýmsum söngvurum leika í Hafnar- borg, að tónleikum Nigels Kennedy loknum. Hehnsókn séra Munibs Younan til íslands Dagana 30. júní til 4. júlí verður séra Munib Younan í heimsókn á íslandi í boði Utanríkisneftidar þjóðkirkjunnar og félagsins fsland-Palestína. Séra Munib Younan er prestur og pró- fastur í lúthersku kirkjunni í Palestínu og starfar í Ramallah, skammt frá Jerú- salem. Hann er einnig leiðtogi kirkju- þings lúthersku kirkjunnar. Séra Younan hefúr gegnt trúnaðarstörfum á alþjóða- vettvangi kirkjunnar, meðal annars fyrir lútherska heimssambandið og kirkjuráð Mið-Austurlanda. Séra Younan mun flytja erindi í fimmtu stofu f aðalbyggingu Háskóla íslands, fimmtudaginn 1. júlí kl. 16.15, og fjalla þar um stöðu kristinnar kirkju í Palest- ínu. Þá mun hann predika við guðsþjón- ustu f Hallgrímskirkju sunnudaginn 4. júlíkl.ll. Hafnargönguhópurínn: Siglingaleiðir, vitar og sjómerki á höfuóborgarsvæóinu Hafnargönguhópurinn fer f kvöld, mið- vikudagskvöld 30. júní, f sfna fyrstu ferð til kynningar á siglingaleiðum, vitum og sjómerkjum á höfuðborgarsvæðinu. Far- ið verður frá Hafnarhúsinu að vestan- verðu. Um tvær leiðir verður að veljæ a) Að ganga úti í örfirisey og rifja upp leiðina úr Grófinni út í Grandahólma og örfirisey áður en höfnin f Reykjavík var gerð 1913 til ’17 og siglingaleiðir árabáta og stærri skipa inn á Víkina. Farið verð- ur út á Reykjames í Örfirisey. Síðan áð á Hólnum þar sem Hólshús stóð og útsýn- isins notið. Úr örfirisey verður Grandinn og Vesturgata gengin til baka að Hafnar- húsinu. b. Að fan í siglingu úr Suðurbugt, bryggju neðan við Hafnarbúðir, út Eng- eyjarsund, síðan um Hólmasund og vest- ur fyrir Akurey að Akureyjarbaujunni. Ef veður leyfir verður farið í land í Akurey, en við eyna var sett upp fyrsta innsigling- armerki (bauja) í nágrenni Reykjavíkur árið 1856. í Akurey er mikið fuglalff. Far- ið verður til kl. 21. Komið verður úr báðum ferðunum að Hafnarhúsinu milli kl. 23 og 24. Allir eru velkomnir í ferðir með Hafnar- gönguhópnum. Fargjald þarf að greiða í bátsferðina. Skemmtiferó Hjúkrunarfélagsins Hjúkrunarfélag íslands, lífeyrisþega- deild, fer í skemmtiferðina miðvikudag- inn 7. júlí n.k. Farið verður að Skógum undir Eyjafjöllum, byggðasafnið skoðað o.fl. Lagt verður af stað frá Suðurlands- braut 22 kl. 13 og komið aftur í bæinn um kl. 19. Nánari uppl. á skrifstofu fé- lagsins, sími 687575, og þar verða þátt- takendur skráðir. íslenskt kvöld í Nonræna húsinu Fimmtudagskvöldið 1. júlí mun Heimir Pálsson cand. mag. halda fyrirlestur á sænsku um fslenska menningu og nefn- ist hann „Islandsk kultur genom tid- em»“. Hann mun rekja sögu íslenskrar menningar í stórum dráttum. Að lokn- um fyrirlestrinum verður kvikmyndin „Utbrottet pi Hemön“ sýnd. Kaffihlé verður eftir fyrirlesturinn og í kaffistofu er hægt að fá gómsætar veitingar, m.a. rjómapönnukökur. Kaffistofan er opin til kl. 22 á fimmtu- dagskvöldum f sumar. Fimmtudagskvöldið 8. júlí fjallar Kári Halldór um (á sænsku) efnið „Islándsk teater idag“. Aðgangur er ókeypis að fslandskvöldi og eru allir velkomnir. Norræna húsið hefur undanfarin þrjú sumur staðið að fyrirlestrum um ís- lenskt samfélag fyrir norræna gesti húss- ins. Á sunnudaginn 4. júlí kl. 16 flytur Einar Kari Haraldsson yfirlit á sænsku um gang þjóðmála á íslandi. Allir eru velkomnir og gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspumir á meðan á yfirlit- inu stendur. Ljóð vikunnar að þessu sinni valdi danski rithöfundurinn Bjarne Reuter, sem fékk norrænu bamabókaverðlaunin að þessu sinni. Hann kemur og veitii þeim móttöku í Reykjavík í þessari viku. Nútímatónlist aó Kjarvalsstöóum Þann 4. júlí n.k. verða haldnir að Kjar- valsstöðum tónleikar með verkum Hauks Tómassonar. Haukur er fæddur f Reykjavík 1960 og nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1976-1983 og nam einnig við tónfræðadeild Tónlist- arskólans í Reykjavík 1981-1983. Haúk- ur hélt síðan utan og stundaði nám í tón- smíðum og pfanðleik við Musikho'ch- schule í Köln, Sweelinck Konservatori- um f Amsterdam og svo framhaldsnám við University of Califomia í San Diego þaðan sem hann útskrifaðist með mast- ers-gráðu 1990. Á tónleikunum verða flutt þrjú verk eft- ir Hauk: Eco del Passato, Spírall og TYíó, sem verður frumflutt og var sér- staklega samið fyrir þessa tónleika. Caput-hópurinn mun flytja öll verkin, en í honum eru um 20 ungir fslenskir einleikarar, sem starfa ýmist á íslandi eða erlendis. Caput- hópurinn hefur lagt sér- staka áherslu á að frumflytja verk ís- lenskra tónskálda, enda hafa mörg þeirra samið fyrir hópinn. Tónleikamirverða haldnir, eins ogáður sagði, sunnudaginn 4. júlí og hefjast kl. 20.30. Aðgangseyrir er kr. 300. Feróafélag íslands Þórsmerkurferð 2.-4. júlí. Félagstilboð þessa helgL Um er að ræða helgarferð þessa helgi með gistingu í skála á kr. 4.950 f. félaga, en kr. 6.600 f. aðra og í tjaldi kr. 4.300 fyrir félaga og kr. 5.700 f. aðra. Fyrir félagsmenn Ferðafélagsins gildir afsláttur f ferðir einnig fyrir maka og böm. Athugið að böm og unglingar 7- 15 ára greiða hálft gjald í helgarferðir og frítt er fyrir böm yngri en 7 ára. Það borgar sig að gerast félagi f Ferðafélag- inu fyrir þessa helgi. í ferðinni verða skipulagðar bæði lengri göngur og léttari fjölskyldugöngur. Góð fararstjóm. Útigrill á staðnum. Ferðafélagið vill leggja sitt af mörkum til að ferðafólk njóti friðsældar og kyrrð- ar við dvöl um helgar yfir aðalferða- mannatímann f Þórsmörk, líkt og er á öðmm tímum. Með það í huga er tjald- gisting takmörkuð á umráðasvæði Ferðafélagsins í Langadal. Pantið og tak- ið farmiða fyrir fimmtudagskvöld 1. júlf. Bmdindismótið í Galtalækjarskógl 1993: Spaugstofan og Geirmundur í Galtalæk Árið 1967 var fyrsta bindindismótið haldið f Galtalækjarskógi og hefur mótið vaxið að vinsældum ár frá ári. Mótið er nú ein allra stærsta fjölskylduhátfö sem haldin er á íslandi ár hverL Mótshaldarar em íslenskir ungtemplarar og Umdæm- isstúkan á Suðurlandi no. 1. Undirbúningur stendur nú sem hæst og nýlega var gengið frá samningum við hljómsveitir og skemmtikrafta. Dagskrá- in er skipuð landsliði grínara og spaug- ara, Spaugstofúnni, konungi sveiflunnar Geirmundi Valtýssyni, hljómsveitunum örkinni hans Nóa, Pandemonium og Tánnpínu, meistaranum í erobik Magn- úsi Scheving, hinum fræga kvartett Raddbandinu, guðsorðamanninum Pálma Matthíassyni, trúbadomum Herði Torfasyni, ökuleikni BFÖ, söngvara- keppni bama og Karaokekeppni ung- linga og leiftrandi fiugeldasýningu og varðeld. Auk hefðbundinnar dagskrár má nefna leiktæki fyrir böm f Ævintýralandi bam- anna, þrautaleiki f Lukkulandi og mini- golf. Góð hreinlætisaöstaða er í Galta- lækjarskógi og mótsgestir geta farið í stuttar gönguferðir í nágrenni skógarins eða notið náttúrunnar í fallegu og vímu- lausu umhverfi. Upplýsingar um miðaverð og forsölu aðgöngumiða verða nánar auglýstar í fjölmiðlum í byrjun júlí. Upplýsingasfmi mótsins f Reykjavík er 21853. Myndlistarsýningu frá Hvíta- rússlandi aö Ijúka Um næstu helgi lýkur í MÍR-salnum, Vatnsstíg 10, sýningu hvftrússneska listamannsins Arlens Kashkúrevitsj. Á sýningu þessari eru um 50 svartlistar- myndir, pennateikningar, steinþrykk og „au forte“-myndir, m.a. 13 tilbrigði við „Fást“ eftir Goethe, myndskreytingar við Ljóðaljóðin, Eddukvæði hin fomu og ljóð hvítrússneska skáldsins Janka Kup- ala, einnig myndaraðimar Jlorgarlífið" og „Umsátur". Þá eru og á sýningunni gamlar myndir listamannsins við skáld- sögu Halldórs Laxness ,Atómstöðina“. Arlen Kashkúrevitsj er í hópi kunnustu myndlistarmanna Hvítarússlands og hef- ur hann haldið sýningar víða um lönd, þó ekki fyrr en nú á Norðurlöndum. Hann hefúr dvalist hér á landi undan- famar vikur í boði félagsins MÍR ásamt konu sinni, Ljúdmillu, sem einnig er gædd góðum listahæfileikum. Hún sýnir handprjónuð leikföng og blómakort á sýningu eiginmanns síns í MÍR-salnum. Sýningin á Vatnsstíg 10 er opin næstu virku daga kl. 17-18.30, en á laugardag 3. júlí og sunnudag 4. júlí kl. 14-18 og er þá lokið. Aðgangur er ókeypis. Nú býr Sergei Krústjoff í Ameríku með sföari konu sinni Valentinu. Sonur hans Nikita, lifandi eftirmynd afa síns, er hér staddur hjá þeim I heimsókn en hann býr f Moskvu, eins og hin tvö börn Sergeis úr fyrra hjónabandi. Sonur Krústjoffs fluttur til Ameríku og hyggst fá þar ríkisborgararétt Sergei Krústjoff, eini sonur Nikita Krústjoff á lífi (hinn féll í síðari heimsstyrjöld), er nú sest- ur að þar sem ólíklegast hefði verið talið ekki alls fyrir löngu. Hann er nú búsettur í Bandaríkj- unum, m.a. fyrir tilstilli Richards Nixon og George Bush, og hefur fengið mikilvægt starf sem félagi f áhrifamiklum hugmyndahópi um málefni Bandaríkjanna og Rússlands við hinn virta Brown- háskóla. Áður hafði Sergei starf- að í 30 ár við að hanna tölvur fyrir sovéskar eldflaugar sem miðað var á Vestur-Evrópu. Myndin sem Vesturlandabúar hafa fyrir sér af Nikita Krústjoff, sem var aðalritari sovéska Kommúnistaflokksins og forsæt- isráðherra Sovétríkjanna 1957- 1964 en átti að vera öllum gleymdur og grafinn þegar hann dó í hálfgerðu stofufangelsi 1971, er önnur en sú sem sonur hans sér sem rétta og hann vill koma Vesturlandabúum í skiln- ing um. Sergei hóf að rétta hlut pabba síns fyrir meira en tveim áratugum þegar hann átti hlut að því að fá endurminningar hans útgefnar á Vesturlöndum, en í Sovétríkjunum mátti ekki birta þær. Sergei hefur skrifað bækur þar sem hann telur fram f smáatrið- um þær umbætur sem faðir hans kom á í Sovétríkjunum, allt frá opinberri afhjúpun hans á grimmdarverkum Stalíns í frægri ræðu á flokksþingi Kommúnistaflokksins 1956, til þess hvernig hann losaði um menningarhömlur. Nikita Krústjoff var ýtt frá völdum og maðurinn sem aldrei hafði viljað verða stjórnmálamaður - hann hefði óskað að verða verkfræð- ingur en Flokkurinn hafði aðrar hugmyndir - varð að sætta sig við það, en huggaði sig við að brottreksturinn var afgreiddur með atkvæðagreiðslu, ekki í blóðugu uppgjöri eins og tíðkað- ist á valdadögum Stalíns. „Nikita Krústjoff var fyrsti um- bótamaðurinn eftir dauða Stal- íns, ég vildi að fleiri gerðu sér það ljóst," segir Sergei Krústjoff sem nú á tvö aðalmarkmið, ann- ars vegar að aðstoða Vesturlönd við að átta sig á Rússlandi á breytingatímum, og hins vegar að endurskrifa sögubækur um pabba sinn. Sergei Krústjoff á ekki nema notalegar minningar um fööur sinn Nikita. Feögarnir eru hér f gönguferö meö tveim börnum Rada, systur Sergeis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.