Tíminn - 09.07.1993, Page 3
Föstudagur 9. júlí 1993
Tíminn 3
Ríkisendurskoðun telur áratugs stjórasetu Hrafns Gunnlaugssonar í Kvikmyndasjóði vafasama:
Hraf n fengið 140 milljónir í
opinbera styrki og greiðslur
Styrkir og greiðslur opinberra sjóða og stofnana til Hrafns Gunn-
laugssonar á undanfömum árum nema aö núgildandi verðmæti
kríngum 140 milljónum króna, samkvæmt skýrslu stofnunarínnar
um fjármálaleg samskipti Hrafns við ýmsa opinbera aðila. Megin-
upphæðimar eru 91,5 milljóna króna framlög úr Kvikmyndasjóði
og 25,6 milljónir frá Sjónvarpinu fyrír sýningarrétt, þáttagerð og
keyptan tækjabúnað. Athugunin leiddi ekki í Ijós að ástæða værí til
að ætia að Hrafn hafi hyglað sjálfum sér fjárhagslega í starfi sínu
hjá Sjónvarpinu. „Hins vegar hljóta svo umfangsmikil viðskipti
stofnunarinnar viö starfsmann sinn í stjórnunarstöðu, almennt
séð að orka tvímælis vegna hættu á hagsmunaárekstrum," segir
m.a. í niðurstöðum Ríkisendurskoðunar. En ekkert hafi komið fram
sem benti til að Hrafn hafi brotið af sér í opinberu starfi eða dregið
sér fé.
Ríkisendurskoðun virðist þó ekki
þykja það fínustu siðir að Hrafn skuli
hafa setið í stjóm Kvikmyndasjóðs
allt frá 1984, á sama tíma og hann
sjálfur eða fyrirtæki hans hefur sótt
um og fengið úthlutað styrkjum frá
sjóðnum á hverju einasta ári. Hrafn
eða F.I.L.M. hf. hafa fengið styrki úr
Kvikmyndasjóði vegna 6 verkefna að
fjárhæð 91,5 milljóna að núvirði,
sem er um 11,4% af heildarúthlut-
unum sjóðsins. Þetta er hærra hlut-
fall en nokkur annar kvikmynda-
gerðarmaður hefur fengið úr sjóðn-
um en næstur kemur Friðrik Þór
með 9,5% úthlutaðra styrkja. „Þegar
litið er heildstætt á mál er tengjast
stjóm og starfsemi Kvikmyndasjóðs
er það mat Ríkisendurskoðunar að
hæfnisregla stjómsýsluréttarins hafi
ekki verið gætt sem skyldi á vett-
vangi sjóðsins á undanfömum árum,
en fyrir liggur að einstakir stjómar-
menn í Kvikmyndasjóði hafa tekið
þátt í skipun manna í úthlutunar-
nefnd þrátt fyrir að þeir hafi sótt um
eða ætlað að sækja um styrki úr
sjóðnum." Ríkisendurskoðun telur
því að því skilyrði sjóðsins að um-
sækjendur skuli gera fullkomna
grein fyrir fjármögnun mynda sinna,
hafi ekki verið framfylgt í öllum til-
vikum. Þótt mörg dæmi séu um að
umsóknum hafi verið hafnað eða að
menn hafi þurft að skila styrkjum
(t.d. Kristín J., Eyvindur Erlendss.
og Agúst Guðmundsson í tvígang) af
þessum sökum hafi F.I.L.M. hf. eigi
að síður fengið 21 millj. kr. styrk í
ársbyrjun 1992 til myndarinnar
„Hin helgu vé“, án þess að áætlun
um fjármögnun fylgdi umsókn.
Jafnframt segir að töluverður mis-
brestur hafi verið á því að ýmsir
styrkþegar Kvikmyndasjóðs hafi gert
fullnægjandi grein fyrir ráðstöfun
styrkja úr sjóðnum. Að hluta til sé
því um að kenna að sjóðurinn hafi
ekki sett nægilega skýrar reglur um
skil greinargerða. „Telja verður fulla
ástæðu til þess að sjóðurinn gangi
betur eftir greinargerðum en nú er
gert og geri það með samræmdum
hætti þannig að tryggt sé að styrk-
þegar sitji allir við sama borð í þessu
efni. Að öðrum kosti er hætta á að
tortryggni vakni..“.
Að mati Ríkisendurskoðunar var
það óheppilegt að skipa dagskrár-
stjóra Sjónvarpsins, jafnvel þótt
Hrafn Gunnlaugsson.
hann hafi verið í launalausu leyfi,
sem fulltrúa menntamálaráðherra í
stjóm Menningarsjóðs útvarps-
stöðva, og þar með um leið formann
sjóðsins. Þetta hafi aukið tortryggni
í garð sjóðsstjómarinnar. Þótt ráðu-
neytið hafi orðið við beiðni Hrafns
um að vera leystur frá stjórnarstörf-
um við sjóðinn, eftir að hann tók aft-
ur til starfa við Ríkisútvarpið, þá hafi
ráðherra samt ekki skipað nýjan
stjórnarmann í sjóðinn sem jafn-
framt væri formaður.
Af öðmm og ónefndum fjárupp-
hæðum sem Hrafn hefur aflað frá
opinbemm aðilum má nefna 1 millj-
ón sænskra króna ( 9 millj. í. kr.).
Um 7,9 milljónir frá menntamála-
ráðuneytinu fyrir sýningarrétt
þriggja kvikmynda.
Síðast en ekki síst má nefna 5 millj-
óna kr. skilyrt Ián sem Lánasjóður
Vestur-Norðurlanda veitti fyrirtæki
Hrafns í fyrra til að kanna gmndvöll
fyrir byggingu og rekstri kvik-
myndavers á Laugamestanga í
Reykjavík. Reynist óhagkvæmt að
reisa kvikmyndaverið þarf ekki að
endurgreiða lánið. Sýni hins vegar
forkönnun að stofnun Laugames-
versins sé vænlegur kostur á F.I.L.M.
kost á að sækja um viðbótarlán upp á
390 þúsund USD, eða jafnvirði 25
milljóna króna til tíu ára. Forkönn-
uninni átti að vera lokið fyrir 1. apríl
s.I. en fyrirtækið hefur fengið frest
til 1. apríl 1994.
- HEI
Menntamálaráðherra skorti heimildir til að gefa loforð um myndakaup af Hrafni með fé
y af fjárlögum næsta árs:
Verður Olafur G. hér eftir að
kaupa allar íslenskar bíómyndir
Ætla má að auralausir kvikmyndagerðarmenn kætist við Hrafns-
skýrslu Ríkisendurskoðunar. Því að hennar mati hefur mennta-
málaráðherra meö kaupum sínum á „Hrafninn flýgur2 og „Óðal
feðranna" af Hrafni Gunnlaugssyni, gefið slíkt fordæmi að álíta
mætti að hann hafi opnað allar gáttir fyrír kaupum á allflestum
leiknum íslenskum myndum, eða eins og orðrétt segir í skýrslunni:
„Ljóst má vera að allflestar íeiknar íslenskar kvikmyndir hljóta nú
að koma til greina í þessu sambandi."
Ríkisendurskoðun telur sömu-
leiðis að ráðherra hafí brostið
heimildir til að gefa út óskilyrta yf-
irlýsingu til Hrafns á miðju ári
1992, um að kaupa af honum tvær
kvikmyndir árið eftir, þ.e. fyrir fé
aí ósamþykktum fjárlögum.
Til ársins 1992 segir Ríkisendur-
skoðun það hafa einkennt allar
þær (5) íslensku kvikmyndir sem
menntamálaráðuneytið hafi keypt,
að þær voru byggðar á bók-
Einn hængur mun þó vera á þess-
ari fyrirhuguðu leikfléttu Þorsteins
að Ami J. hefur hvorki þá menntun
né reynslu sem til starfans eru gerð,
að öðru leyti en því að hann mun
vera með svokallað pungapróf. Hins
vegar er núverandi forstjóri með
sjóliðsforingjamenntun og sömu-
leiðis mun forveri hans, Pétur Sig-
urðsson, einnig hafa haft svipaða
menntaverkum sem lesin eru í
skólum. Kaupin á „Lilju" Hrafns
hafi verið í samræmi við þessa
hefð. En hvorug hinna myndanna
sem ráðuneytið keypti af Hrafni
séu hins vegar byggðar á slíkum
verkum.
„Er ljóst að eftir kaup ráðuneytis-
ins á myndum Hrafns mun ráðu-
neytið eiga erfiðara með að synja
um kaup á myndum enda þótt þær
séu ekki byggðar á bókmennta-
menntun að baki.
Eins og kunnugt er þá iætur Gunn-
ar Bergsteinsson af embætti þann 1.
september n.k. sökum aldurs en
umsóknarfrestur um stöðuna renn-
ur út þann 19. júlí n.k.
Hvorki náðist í Árna J. né dóms-
málaráðherra í gær, en ráðherrann
er í sumarfríi þessa vikuna.
-grh
verkum sem lesin eru í skólum.
Ekki hefur enn reynt á það hvort
ráðuneytið muni synja þeim er-
indum sem því hafa borist frá kvik-
myndagerðarmönnum um kaup á
myndum. Jafnræðisreglan í
stjómsýslu býður að slík erindi fái
sambærilega afgreiðslu og kvik-
myndir Hrafns." Alls námu
greiðslur fyrir myndir Hrafns 7,9
milljónum króna, sem er 35% af
heildarkaupum ráðuneytisins á
myndum á síðasta áratug.
Ríkisendurskoðun hefur það eftir
menntamálaráðherra að hann hafi
sjálfur tekið ákvörðun um kaupin
á myndum Hrafns, en að frum-
kvæði hins síðarnefnda, sem bauð
sýningarréttinn til kaups. Ólafur
G. Einarsson tók málinu vel, en
sagði ráðuneytið hafa takmarkaða
fjármuni til kaupanna. Hann gæti
keypt eina mynd þá þegar, en hin-
ar tvær ekki fyrr en á næsta ári.
Ráðherra bauðst hins vegar til að
gefa skriflegt loforð um kaupin,
sem Hrafn gæti notað til að útvega
sér lánsfé. I júlí 1992 gaf ráðherra
út svohljóðandi yfirlýsingu:
„Það er ákvörðun menntamála-
ráðherra í samráði við fjármála-
ráðherra að kaupa tvær filmur af
Hrafni Gunnlaugssyni í síðasta
lagi á næsta ári. Kaupverð er 5,3
milljónir kr., sem mun verða greitt
beint til íslandsbanka hf. til endur-
greiðslu á láni að sömu fjárhæð,
sem Hrafn hyggst taka í nefndum
banka.“ Kaupsamningurinn var
síðan gerður í febrúar á þessu ári.
Ríkisendurskoðun finnst ástæða
til að gera athugasemd við þetta
greiðsluloforð ráðherranna. „Telja
verður að ráðherra hafi brostið
heimild til að gefa út óskilyrta yfir-
lýsingu sem þessa. Slík yfirlýsing,
þó skilyrt væri, yrði samt sem áður
að teljast óheppileg með tilliti til
þess fordæmis sem m.ð því er
skapað. Ráðherra væri þá í raun að
ráðstafa fjármunum fyrirfram áð-
ur en ljóst er hvaða fjárveitingar
Alþingi veitir til viðkomandi verk-
efna.“
Varðandi sjálfa afgreiðsluna á er-
indi Hrafns þykir Ríkisendurskoð-
un einnig athyglivert að ekki var
haft samráð við Námsgagnastofn-
un áður en gengið var frá kaupum
á myndum sem stofnuninni sé þó
ætlað að dreifa í skólum. En slík
samráð hafi tíðkast fram að um-
ræddum myndakaupum. „Ríkis-
endurskoðun telur það reyndar al-
mennt orka tvímælis að ráðuneyt-
ið sjálft sé best til þess fallið að
ráðstafa fjármunum til kaupa á
einstökum myndum. Eðlilegra
virðist að þeir aðilar, sem lög
mæla fyrir um að skuli fjalla um
kaup á námsgögnum eða styrk-
veitingar til íslenskrar kvikmynda-
gerðar, afgreiði mál af þessu tagi.
Þannig er rétt að Námsgagna-
stofnun meti og kaupi myndir til
dreifingar í skólum. En ef það vaki
hins vegar aðallega fyrir ráðuneyt-
inu að styrkja íslenska kvikmynda-
gerð væri eðlilegt að Kvikmynda-
sjóður fjalli um málið sem sá aðili
sem veitir styrki til kvikmynda-
gerðar hér á landi," segir Ríkisend-
urskoðun.
Leikrítið „Bandamannasaga" eftir
Svein Einarsson fær góða dóma í
þýska blaðinu „Bonner Runds-
chau“ en það var nýlega sýnt á
Reykjavíkurdögunum í Bonn.
Gagnrýnandinn hrósar mjög leik-
gerð Sveins á sögunni og segir hana
Ungiiðar þriggja stjómmála-
fiokka:
Höfnun Rann-
veigar kjafts-
högg á konur
Ungliðahreyfingar Framsóknar-
flokks, Kvennalista, Verðandi og
Æskulýðsfylkingar Alþýðu-
bandalagsins lýsa vanþóknun
sinni á því hvernig gengiö var
framhjá hæfri konu við ráð-
berraskipti í Alþýðuflokknum
nýverið.
I sameiginiegri yfirlýsingu sam-
takanna segir að Rannveig Guð-
mundsdóttir væri vísast ráðherra
nú, væri hún líffræðilega þannig
af guði gerð að vera karlkyns.
Síðan segir:
„Það er óþolandi að þeim fáu
konum sem komist hafa áfram
innan gömlu flokkanna sé sýnd
slík lftilsvirðing af körlum sem
þar eru fyrir - og að þeir komist
upp með það.
Þetta er kjaftshögg fyrir íslensk-
ar konur en má þó ekki verða til
þess að draga kjark úr þeim sem
vilja láta til sín taka í stjómmál-
um.
Við skorum á konur að láta at-
burð þennan ekki slá sig út af lag-
inu, heldur þvert á móti, snúa
vöm í sókn, sýna samstöðu og sjá
til þess að konur verði aldrei aft-
ur fótum troðnar á þennan hátt“
Sambandi ungra jafhaðarmanna
og Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna var boðið að rita nafn sitt
undir bessa yfirlýsingu en því var
hafnað. —sá
einkennast af miklu spaugi.
Hann segir jafnframt að sterk tján-
ing leikara hafi hjálpað þýskum
áhorfendum að skilja verkið og
skemmta sér yfir því þótt leikið hafi
verið á framandi tungumáli.
-GKG.
Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Gæslunnar
y rennur út þann 19. júlí n.k.
Arni Johnsen í
forstjórastólinn?
Um það mun vera rætt fullum fetum innan stjórnkerfisins að Árni
Johnsen, þingmaður og vísnasöngvari, sé efstur á lista Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráðherra yfir þá sem til greina koma að taki
við Gunnari Bergsteinssyni í stól forstjóra Landhelgisgæslunnar.
- HEI
Góður rómur gerður að Bandamannasögu:
Hrósað í þýsku blaði