Tíminn - 09.07.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. júlí 1993
Tíminn 5
Guðni Ágústsson:
Stofnlánadeild má ekki
gera að okurvaxtabúllu
Svar til Áma Benediktssonar
Árni Benediktsson skrifar langa grein í Tímann þriðjudaginn 29. júní sl.
þar sem hann ræðir álit sjömannanefndar um Stofnlánadeild landbúnað-
arins. Ámi finnur að því að sá er þetta ritar hafi hafið umræðu um til-
lögur sjömenninganna eins og þær væru óaðfinnanlegar og einhver ný
speki sem enginn mætti segja álit sitt á. Þegar settar eru fram nýjar til-
lögur hljóta þeir, sem slíkt gera, að vera undir það búnir að þær kunni að
orka tvímælis.
Umræðan hófst reyndar um leið
og þeir sjálfir héldu sinn blaða-
mannafund og þegar er ljóst að
bændastéttin varar við tillögunum.
Stjóm Búnaðarfélags íslands hafn-
ar þeim og álit í þeim dúr berast frá
kjörmannafundum og bændum
víða um land. Ennfremur hafnar
stjórn Stéttarsambands bænda
hluta af tillögum sjömannanefndar
og segir síðari niðurfellingu sjóða-
gjalda „ótímabæra og til þess fallna
að skapa óvissu í málefnum". Þann-
ig að ljóst er að Ámi Benediktsson
talar ekki fyrir þeim tillögum sem
Stéttarsambandið fellst á.
Dylgjur Arna Ben.
Ekki nenni ég að elta ólar við ýms-
ar glósur Áma Benediktssonar í
garð Stofnlánadeildar. Það væri
öðruvísi umhorfs í íslensku þjóðfé-
lagi ef fleiri íslensk fyrirtæki hefðu
byggt sig upp og rekið sig með jafn-
mikilli hagkvæmni og Stofnlána-
deildin.
Ég taldi mér hins vegar skylt sem
formanni fyrir stjóm Stofnlána-
deildar að greina frá því hver ég
teldi verða áhrifin af róttækum
hugmyndum sjömannanefndar á
stöðu Stofnlánadeildar og ekki síð-
ur að mitt mat væri það að við tæki
nýr uppgjörstími í landbúnaði á ís-
landi. Ég lagði fram, máli mínu til
stuðnings, hlutlausa úttekt endur-
skoðanda Stofnlánadeildar, TVyggva
Jónssonar. Ekki er mér kunnugt
um að sjömannanefnd hafi beðið
TVyggva Jónsson um álit, heldur út-
reikninga byggða á forsendum
nefndarinnar.
Árni Benediktsson segir: „Það
Hinsvegar hefói þessi
ákvörðun mikií áhrifá
stöðu yngri kynslóðar-
innar í sveitum og
torveldaöi kgnslóða-
skipti, kallaði á gjald-
þrot og uppgjöf þeirra,
sem hafa verið aö
byggja upp sveitimar
i seinni tíö, og verö-
faU yrði á bújörðum.
Þeir eldri, sem vceru
að hverfa frá œvistarfi
sínu, fengiu afleiðing-
amar í hausinn með
þeim hœtti.
sjónarmið varð ofan á í sjömanna-
nefnd að ef horfið yrði frá slíkum
tilfærslum væri það í samræmi við
markmið nefndarinnar um að
lækka verð til neytenda, lækka
kostnað hins opinbera, en jafti-
framt að tryggja bændum lífvæn-
legri rekstrarskilyrði."
Hér á Árni við það að neytenda- og
jöfnunargjaldið, sem lagt er á
heildsölustig landbúnaðarvara og
er 2%, hækki verð til neytenda.
Þetta er alrangt. Um Ieið og þessi
gjöld hverfa vega vextir að fullu í
útreikningi á verði landbúnaðar-
vara. Neytandinn borgar áfram jafn
hátt verð fyrir vöruna; mjólkina,
kjötið eða gúrkuna.
Hinsvegar hefði þessi ákvörðun
mikil áhrif á stöðu yngri kynslóðar-
innar í sveitum og torveldaði kyn-
slóðaskipti, kallaði á gjaldþrot og
uppgjöf þeirra, sem hafa verið að
byggja upp sveitirnar í seinni tíð,
og verðfall yrði á bújörðum. Þeir
eldri, sem væru að hverfa frá ævi-
starfi sínu, fengju afleiðingamar í
hausinn með þeim hætti.
Ennfremur er líklegt að það vaki
fyrir aðilum vinnumarkaðarins að
sjóðagjöld verði felld niður og vext-
ir fáist ekki teknir inn í verðút-
reikning landbúnaðarvara. Þar með
yrði kjaraáfall yngri bænda marg-
falt Þeir fengju á sig markaðsvexti
um leið og kaupliður bóndans væri
lækkaður af þessum sökum.
Ekki á sama báti
Hversu undarlegt sem það er, þá
eru þeir félagar Árni og Hákon Sig-
urgrímsson ósammála að því leyti.
Ámi vill burt með alla jöfnun og fé-
lagslega samhjálp, það er pólitíkin
sem þessar tillögur snúast um —
og skoðun út af fyrir sig, en kemur
að ég hélt úr félagslega sinnuðu
brjósti. Hákon hinsvegar ætlar að
sækja nýtt fjármagn í ríkissjóð „til
þess að greiða fyrir nauðsynlegri
nýliðun í landbúnaðinum og til
nýrrar atvinnusköpunar í sveitum",
eins og hann segir í grein sinni.
Vöruverðið eða ríkið
Ég tel það fjarstæðu að ætla að
bændur sæki nýtt fjármagn til rík-
issjóðs við núverandi aðstæður og
enn síður sé það til jöfnunar innan
stéttarinnar án þess að vöruverð
lækki.
Fyrir utan hitt að níðhöggin og
rógurinn hefur verið sleitulaus í
þrjátíu ár í garð bænda, vegna þess
fjármagns sem ríkið hefur sett inn í
greinina. Hér kalla t.d. rógberamir
þá upphæð landbúnaðarstyrki þar
sem matvæli em í lægra VSK-
þrepi.
Hitt er svo ljóst að Bretar, Frakkar
og Þjóðverjar, þessi stórveldi, leggja
ekki VSK á sínar landbúnaðaraf-
urðir nema mjög lágt þrep í Frakk-
landi og Þýskalandi. Þar heitir þessi
aðgerð .jöfnuður til neytenda" en
ekki „styrkur til landbúnaðar".
Bændur og
iðnaðarmenn
TVésmiðurinn, rafvirkinn, múrar-
inn eða bifvélavirkinn em allir með
í sinni útseldu vinnu félagsleg gjöld
sem neytandinn borgar, en falla
stéttarfélaginu til. öll stéttarfélög
hafa einhverja upphæð, sem ekki
síst þeir-yngri njóta til að byggja sig
upp, enda em þeir hið nýja vatn
sem er að endumýja stéttina.
Því verður ekki trúað að bændur
sjái sér nú hag í því að vaxta-
sprengja falli á yngri bændur á
þeim tíma sem íslenskur landbún-
aður dregst saman og ekki síst þeir
yngri, með verðtryggð lán, róa líf-
róður. Raunvextir í Iðnlánasjóði
em nú 12,5% og sjóðagjöld þar
notuð í styrki; þetta er fyrirmyndin
sem sjömannanefnd hampar.
Danskir bændur em t.d. að takast á
við gríðarlega erfiðleika, þar fara
menn aðra leið en sjömannanefnd
leggur til hér. Þar er gripið til þess
ráðs að lækka raunvexti, hér skal
ganga öfuga leið.
Lokaorð
Nú er um að gera að hrapa ekki að
neinu. Sterk Stofnlánadeild er mik-
ilvæg, hana má ekki veikja eða gera
að okurvaxtabúllu sem hættir að
veita lán til að endumýja bænda-
stéttina. Árni og Hákon gera mikið
úr því að hinir lágu vextir Stofn-
lánadeildar hafi kallað á „óvarkámi
í fjárfestingu“. Hvar er þessi mikla
offjárfesting í sveitum, sem stafar af
því að framkvæmt sé út í loftið til
að græða á lágum vöxtum? Ég-lít á
þessar aðdróttanir sem kennisetn-
ingar, ekki sem raunvemleika.
Bændur byggja hús vegna þess að
þá vantar hús, en ekki af einhverj-
um annarlegum gróðasjónarmið-
um. Það er t.d. mikill munur á
þeim vinnubrögðum hvort vextir
em hækkaðir á þegar gerðum
skuldbindingum eða einhverjum
nýjum flokkum lánveitinga.
Séu lánveitingar deildarinnar
skoðaðar kemur í ljós að fjárfest-
ingalánin em óvemleg, enda lítið
byggt í sveitum. Aftur á móti vega
jarðakaupalánin til kynslóðaskipta
langþyngst.
Hitt er svo önnur saga að það hef-
ur enginn sagt að allt skuli standa
óbreytt um aldur og ævi. En þar
verður leiðarljósið að vera að
styrkja landbúnaðinn sem heild, en
ekki sundra honum. Ég vil trúa því
að forystumenn bænda nái saman í
þessu máli og hafni öllum óraun-
hæfum tillögum.
Höfundur er alþingismaöur.
Samb'ðarmenn: Upplýsingar um ævl og
störf tvö þúsund
fslendinga.
Ritstjóri: Vilhelm G. Krístinsson.
Vaka-Helgafell 1993.
749 bls.
Hið fyrsta, sem vekur athygli les-
enda er þeir skoða þessa bók og
fletta, er hve allur frágangur hennar
er vandaður og smekklegur. Megin-
atriði í frásögnum af ævihlaupi
þeirra, sem frá er greint, koma eink-
ar skýrt fram og vilji lesendur fá að
vita eitthvað um einstök atriði í ævi
tiltekins manns, án þess að lesa allan
kaflann, er slíkt auðfundið. Þá er það
og fengur að myndir em af öllum
„söguhetjum" bókarinnar.
Eitt er það atriði, sem ávallt hlýtur
að valda aðstandendum uppflettirita
á borð við þetta nokkmm heilabrot-
um: Hverjir eiga að vera með og
hverjir ekki? Við þessari spumingu
verður vitaskuld aldrei gefið einhlítt
svar og sjálfsagt verður aldrei valið
svo öllum líki, nema þá öll þjóðin
verði tekin með. f þessu efni ríður
því mest á því að ritstjóm marki sér
skýra stefnu og fylgi henni, eftir því
sem kostur er.
í fyrri ritum af þessu tagi hefur það
sjónarmið oftast ráðið, að birta ein-
vörðungu æviágrip þeirra, sem þeg-
ar hafa haslað sér völl í þjóðlífinu,
em af einhverjum orsökum orðnir
þjóðkunnir. Ef ég man rétt, hefur
slík ritstjómarstefna stundum verið
gagnrýnd, ekki síst fyrir þá sök að
hrúgað væri saman upplýsingum
um „valinkunna eldri borgara", en
SAMTIÐARMENN
yngra fólk kæmi lítt við sögu. í þess-
ari bók var önnur stefna tekin og lýs-
ir ritstjórinn henni svo í inngangs-
orðum:
„Við val á fólki í bókina var það eitt
haft í huga að viðkomandi væri áber-
andi í íslensku þjóðlífi um þessar
mundir, ýmist vegna atvinnu sinnar,
félags- eða tómstundastarfa og skipti
aldur þar ekki máli.“
Þetta er í sjálfu sér athyglisverð rit-
stjómarstefna, en engan veginn auð-
( BffiKOB )
veld í framkvæmd. Lesandinn hlýtur
að spyrja sjálfan sig, hverjir séu áber-
andi. Em það þeir sem hafa hæst,
þeir sem oftast er getið í fjölmiðlum,
eða hvað? Þegar á heildina er litið
virðist mér að valið hafi tekist vel, en
þó er því ekki að neita að í bókina
vantar umfjöllun um fjölmarga
mæta menn og konur, sem vinna
störf sín í kyrrþey, hafa víða mikil
áhrif, jafnvel völd, og eiga hiklaust
erindi í öll uppsláttarritaf þessu tagi,
þótt ekki geti þau talist „áberandi" í
venjulegum skilningi þess orðs. Á
hinn bóginn er í bókinni fjallað um
ýmis „nóbodí“, sem fátt hafa sér til
ágætis unnið annað en að gapa á
torgum og í fjölmiðlum og verða
sjálfsagt mörg hver gleymd áður en
árið er úti. Ég hef að sjálfsögðu ekk-
ert á móti því að þessa fólks sé getið,
en óttast að þetta val geti rýrt nota-
gildi bókarinnar þegar til lengri tíma
er litið. Það er nú einu sinni svo að
ýmsir þeir, sem mest „ber á“ um
þessar mundir, eru einskonar tísku-
fyrirbrigði, hefur tekist að vekja á sér
athygli, en ekki unnið sér orðstír.
Það hafa hins vegar margir gert, sem
hér er að engu getið, en vitaskuld
getur verið að a.m.k. sumir þeirra
hafi ekki svarað. En þrátt fyrir þess-
ar aðfinnslur tel ég góðan feng að
þessari bók. Hún er handhæg, þrátt
fyrir stærðina, og náma af upplýs-
ingum, sem allar eru einkar skýrt
fram settar. Jón Þ. Þór
Einkavæðing í Frakklandi
Efnahagsmálaráðherra Frakklands,
Edmond Alphandéry, skýrði 26. maí
(1993) frá drögum að lögum um sölu
21 hinna stóru frönsku ríkisfyrirtækja,
á meðal þeirra Elf Aquitaine, Renault,
Air France og Credit Lyonnais. Econ-
omist sagði svo frá 29. maí 1993:
„(Efnahagsmálaráðherrann) gerir sér
vonir um að afla 40 milljarða Ffr (jalh-
virði 7,3 milljarða $) í ár. Söluverð
(þessara stóru ríkisfyrirtækja) á í heild
sinni að verða miídu hærra, jafnvel
umfram 300 milljarða Ffr. (Ráðherr-
ann) þarf einungis að finna kaupendur
að hlutabréfum þeirra. Það er þó hæg-
ara sagt en gert... Til að vekja áhuga á
þeim í kauphöllum mun ríldsstjómin
gera það sem hún má til að slaka á
spennu í peningamálum (to ease mo-
Wiðskiaptalífi)
netary policy further) og til að laða að
útlenda kaupendur. Grípa kann hún
líka til ýmiss konar skattaívilnana."
,Nýja ríkisstjómin þekkir til einka-
væðingar. Meðan núverandi forsætis-
ráðherra, Edouard Balladour, var fjár-
málaráðherra 1986-88, seldi hann rík-
iseignir fyrir 83 milljarða Ffr. í drögun-
um að nýju lögunum er þó á ýmsa vegu
vikið frá lögunum frá 1986.1 þeim em
tilnefnd 12 bankar, vátryggingarfélög
og iðnfyrirtæki, sem til stóð að selja
1986, og að auki 9 önnur, á meðal
þeirra Renault, Aerospatiale, vopna-
smiðja. Þessi fyrirtæki era þó ekki efst
á sölulista ríkisstjómarinnar. Á nokkr-
um vikum hyggst hún selja hluta þann,
sem ríkið á enn (25,5%), í Credit Local
de France, lánastofnun sveitarfélaga.“
„... í drögunum er sjö manna einka-
væðingarráði heimilað að benda á (sug-
gest) fjárfesta, sem myndað gætu harð-
an bóg (noyau dur) hluthafa til að
vemda einkavædd fyrirtæki gegn óvin-
samlegum uppkaupum. Með því móti
er pólitískum áhrifum bægt frá, að rík-
isstjómin segir, en gagnrýnendur
(draganna) segja, að efnahagsmálaráð-
herrann hefði enn síðasta orðið í þess-
um efnum. Þá er í drögunum fallið frá
fyrri 20% skorðum við eignarhluta út-
lendinga í einkavæddum fyrirtækjum,
til að þau gangi fremur í augu forráða-
manna útlendra fjárfestingarsjóða. í
staðinn mun ríkisstjómin halda f sín-
um höndum „gullnum hlutabréfum" í
fyrirtækjum, sem hún vill tryggja
Frökkum yfirráð yfir, þannig að hún
geti hindrað óvinsamleg uppkaup eða
sölu á „megin“-eignum þeirra."
„Ef framvarp samkvæmt drögum
þessum verður samþykkt í júlí (1993),
eins og ríkisstjómin vonar, gæti hún
tekið til við einkavæðingu þeirra í sept-
ember (í haust). Þangað til bíður Ball-
adur þó ekki eftir söluverðinu. Franska
ríkisstjómin tilkynnti 24. maí (1993),
að hún gæfi út ríkisskuldabréf til fjög-
urra ára til að örva atvinnulíf. Til stend-
ur að leysa þau inn með söluverði ríkis-
eigna. Kaupendur þeirra, sem undir
vilja leggja á kauphöllinni, geta fengið
þau innleyst við hlutabréfúm í nýlega
einkavæddum fyrirtækjum."