Tíminn - 09.07.1993, Síða 9

Tíminn - 09.07.1993, Síða 9
Föstudagur 9. júlí 1993 Tíminn 9 DAGBÓK DregiA í áskriftasöfnun Matar- og vínklúbbs AB Nýlega afhenti Sigurður L. Hall, umsjónarmaður Matar- og vínklúbbs AB, ferðaverð- laun sem í boði voru í áskriftasöfnun klúbbsins. Dregið var úr nöfnum rúmlega 4.000 félaga sem skráðu sig í klúbbinn á meðan inngöngutilboð var í gildi. Dregið var f beinni útsendingu á Bylgjunni föstudaginn 30. apríl og reyndist hinn heppni vera Hrefna B. Jóhannsdóttir. Hrefna fær ókeypis ferð fyrir 2 til Mexíkó, í beinu leiguflugi með Heimsferðum hf., að verðmæti 160.000 krónur. Frá Félagi eldri borgara í Reykjavík Göngu-Hrólfar fara frá Risinu, Hverfis- götu 105, kl. 10 á laugardagsmorgun. Frá Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 10. Nýlag- að molakafti. Nútímatónlist að Kjarvalsstöðum Þann 11. júní verða haldnir að Kjarvals- stöðum tónleikar með verkum Atla Ing- ólfssonar. Atli er fæddur f Keflavík 1962 og lauk námi frá tónfræðadeild Tónlist- arskólans f Reykjavfk 1984. Hann lauk einnig burtfararprófi í gítarleik og BA- prófi í heimspeki áður en hann hélt til framhaldsnáms á ítalfu við tónlistarhá- skólann í Mílanó, en þar lærði hann tón- smíðar hjá David Anzaghi. Hann sótti einnig námskeið hjá Franco Donatoni f Siena, en hélt síðan til Parfsar og sótti tíma hjá Gérard Grisey. Atli býr nú í Bologna og sinnir tónsmfðum eingöngu. Verk hans hafa verið flutt á ýmsum tón- listarhátíðum, svo sem Gaudeamus-há- tíðinni í Hollandi og á Avanti-hátíðinni f Helsinki. Á tónleikunum að Kjarvalsstöðum verður flutt það sem Atli kallar „eins konar rapsódfu úr fimm rótarskotum". En rótarskotin skiptast í verkin Caput canonis, sem er sérstaklega samið fýrir þessa tónleika, Bagatella, Vink, A verso og Le pas, les pentes. Flytjendur eru 8 hljóðfæraleikarar úr CAPUT-hópnum, en stjómandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Aðgangs- eyrir er kr. 300. íþrótta- og knattspymu- skóli UBK Boðið er upp á hálfs- eða heilsdags íþrótta- og leikjanámskeið fyrir böm á aldrinum 6-12 ára. Hvert námskeið stendur í 2 vikur. (Tvö sfðustu námskeið- in 12.-23. júlí og 26. júlí-6. ágúst). Námskeiðin verða haldin á sandgras- velli UBK í Kópavogsdal undir leiðsögn fagfólks. Upplýsingar og skráning í síma 641990 (sandgrasvöllur). Krabbameinsfélaginu gefinn gróöi af bókasölu Krabbameinsfélagi íslands voru nýlega færðar að gjöf 150 þúsund krónur, sem er ágóði af sölu bamabókarinnar „Freyjusögur" sem kom út fyrir tæpum tveimur ámm. Höfúndur „Freyjusagna" var Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal (1928- 1991). Hún var búsett í Englandi frá 1950 til æviloka, fyrst í London og sfðar í Norwich. Áður en hún lést hafði hún gengið frá fimmtán frumsömdum sögu- köflum af kettinum Freyju, en kettir og önnur dýr vom jafnan í miklum metum á heimili hennar. Ragnheiður Steindórs- dóttir leikkona las sögumar í útvarp fyr- ir fáeinum ámm. Böm Kristínar og eiginmaður, sem öll búa f Englandi, höfðu forgöngu um að gefa út bókina „Freyjusögur" til að heiðra minningu hennar. Að hennar ósk er Krabbameinsfélaginu færður sá ágóði sem af sölunni hlýsL HálendisferA á fjallahjólum Ferðafélag íslands og íslenski Fjalla- hjólaklúbburinn fara í hálendisferð á fjallahjólum nú um helgina. Ferðaáætlun: Laugardaginn 10. júlí verður lagt af stað með rútu frá Umferð- armiðstöðinni kl. 08 og haldið að skála Ferðafélags íslands við Hvítárvatn. Það- an verður svo hjólað að skála Ferðafé- lagsins við Hagavatn. Um kvöldið verður gengið um nágrennið. Sunnudaginn 11. júlí verður hjólað að Gullfossi og Geysi og sfðan áleiðis til Reykjavíkur, þar til rútan mætir hópnum. Undir kvöld verð- ur komið tdl Reykjavíkur. Skráning fer fram hjá Ferðafélagi fs- lands í sfma 682533. Tveir útlendir listamenn sýna í Hafnarborg Laugardaginn 10. júlf opnar Craig Ste- ven* ljósmyndasýningu í Kaffistofu Hafnarborgar. Stevens, sem er Bandaríkjamaður, hef- ur verið búsettur hér á landi frá 1991 og hefur m.a. starfað hjá Ríkissjónvarpinu. Hann tók ljósmyndir í bókina „Stjömu- strákur" eftir Sigrúnu Eldjám og ljós- myndaði keppnina „Sterkasti maður heims 1992“ fyrir Trans World Intema- tional. Á sýningunni í Hafnarborg eru málaðar ljósmyndir ffá ýmsum stöðum hér á landi, einkum þó úr nágrenni Hafnarfjarðar. Sýningin stendur til 2. ágúst og er opin ffá kl. 11-18 virka daga, en 12-18 um helgar. Sama dag kl. 14 opnar þýski myndlistar- maðurinn Wemer Möller sýningu í Hafnarborg. Möller er fæddur 1920 í Liibeck og nam við listaakademíuna þar. Hann er mjög virtur listamaður í sínu heimalandi, þar sem hann hefur haldið fjölda einkasýninga, en einnig hefúr hann sýnt víða um heim, m.a. ÍBretlandi og í Hong Kong á vegum Goethe-In- stituL Möller dvaldi í gistivinnustofúnni í Hafnarborg um tíma árið 1991. Verkin, sem sýnd em í Hafnarborg nú, em fjöl- breytt skúlptúrar, málverk, glerverk og textílverk, þ.e. teppi sem unnin em með sérstakri aðferð sem upprunin er í Suð- ur-Evrópu. Sýningin stendur til 2. ágúst og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. 16 dagar í NýUstasafninu: Vídeó-gemingar og myndlistarhátíó Sumarsýning Nýlistasafnsins stendur nú yfir og lýkur henni sunnudaginn 11. júlf. Sýningin er opin frá kl. 16-21 daglega. Sýningin skiptist í gemingadagskrá, sem flutt er um helgar, og vídeódagskrá sem flutt er alla daga vikunnar. Helgina 10.-11. júlí verða fluttir eftir- farandi gemingar: Laugardag 10. júlí: Kl. 16.30 „Mynd- varp — den Haag/Bmssel“ eftir Spessa. Kl. 17 „Gemingur" eftir Reptilicus. Kl. 17.20 „Babelstuminn" eftir Halldór B. Runólfsson. Kl. 17.40 „Poem Project" eftir Infemo 5. Kl. 18 „1931-1999“ eftir Helga Sverrisson. Kl. 21.30 „Komið og farið“ eftir Þorra Jóhannsson, Geminga- þjónustu Infemo 5. Kl. 22 „Tónleikar" með Reptilicus. KI. 22.30 „TVúarathöfh" með Inri. Stmnudag 11. júlú Kl. 16 „Bláskjár" eftir Lars Emil. Á vídeódagskrá verða verk eftir eftir- talda aðilæ Laugardag 10. júlú Gary Hill. Sunnu- dag 11. júlí: Andreas Kunzmann, Fritz Grosz, F.F. Beckman, Yntse VugL Henri- ette van Egten, Róska. Augiýslngasímar Tfmans 680001 & 686300 Þau eru skilin — en góðir vinir og foreldrar dætra sinna Nú er það ákveðið, fyrrverandi hertogahjón af York eru skilin að borði og sæng og héðan af ganga formsatriðin sjálfkrafa fyrir sig. Alveg fram á síðustu stund gerðu aðdáendur bresku konungsfjöl- skyldunnar sér vonir um að ungu hjónin hættu við að skilja og héldu áfram að mynda hamingju- sama fjölskyldu með dætrunum ungu, Beatrice og Eugenie. Dætumar halda greinilega áfram að vera miðpunktur í lífi foreldra sinna, þó að þeim hafi ekki auðn- ast að búa saman undir smásjá fjölmiðla og ærukærrar fjöl- skyldu. Það sást greinilega ekki alls fyrir löngu, þegar haldinn var íþróttadagur í skóla Beatrice. Þar voru henni til halds og trausts mamma, pabbi og litla systir, Eugenie. Það leynir sér ekki á myndunum að allir skemmta sér hið besta og þó að ekki hafi verið unnir stór- sigrar á íþróttavellinum, var dag- urinn engu að síður mikill hátíð- isdagur. Beatríce gekk vel I boöhlaupinu í húlahringnum og er greinilega ákveðin I að ná góðum árangrí. Að vísu tapaöi liðið hennar, en þaö var góður íþróttaandi sem sigraði. Hertoginn keppti I „pabbahlaupinu“ og lenti I fjórða sæti. Einn aödáandi konungsfjölskyldunnar sagöi að hann heföi auðveldlega getað unniö, hann værí Isvo góðu formi, en hefði ekki viljað láta það sjást!

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.