Tíminn - 13.07.1993, Síða 4
4Tíminn
Þriðjudagur 13. júlí 1993
Tíminn
MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMViNNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tfminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjóran Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrlmsson
Skrffstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1368,- , verö I lausasölu kr. 125,-
Grunnverö auglýsinga kr. 765,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Óróleiki vex
Óróleiki gerir nú vart við sig hjá verkalýðsfor-
ustunni yfir þróuninni frá því að kjarasamn-
ingar voru gerðir. Dagsbrúnarmenn, sem segja
má að hafi gengið nauðugir til leiksins, hafa
hæst og í viðtali við Tímann sl. miðvikudag
lætur Halidór Björnsson, varaformaður félags-
ins, í ljós þá skoðun sína að segja eigi nýlega
gerðum kjarasamningi upp og láta hann renna
út um áramótin.
í viðtalinu kemur einnig fram að forustu-
menn Dagsbrúnar óttast að allt að 700 félags-
menn verði atvinnulausir í vetur, miðað við
ástandið eins og það er núna um hábjargræð-
istímann.
Það er ljóst að verðlags- og kjaramál eru á
mjög viðkvæmu stigi. Gengisfellingin síðasta
hefur mjög snögglega leitt til hærra verðlags
og virðast verslunaraðilar fljótir að taka við
sér að þessu sinni í því að hækka lagera sína og
finnast dæmi um miklar verðhækkanir. Sömu-
leiðis eru vextir að hækka og gengur íslands-
banki á undan í vaxtahækkunum. Viðbrögð
stjórnvalda eru þögn og afskiptaleysi og er nú
ekki furða þótt verkalýðsforustunni þyki hinn
nýi viðskiptaráðherra hljóður um vaxta- og
verðlagsmál síðan hann kom í ráðuneyti þeirra
mála. Seðlabankastjóri hinn nýi undrast
vaxtahækkanir og síðan ekki söguna meir.
Nú er ljóst að verðlag er frjálst í flestum
greinum og vextir sömuleiðis. Eigi að síður er
það skylda stjórnvalda að bregðast við verð-
hækkunum og vaxtahækkunum og gera þeim,
sem eiga hlut að máli, á formlegan hátt grein
fyrir afleiðingum þessarar þróunar. Það er þó
ljóst að slík afskipti eru ekki í anda frjáls-
hyggju og markaðshyggju og í samræmi við
þessar trúarsetningar hafast þeir ráðherrar,
sem málið varðar, ekkert að.
Það er því ljóst að enn stækkar hinn eldfimi
bálköstur vandamála sem getur kviknað í þeg-
ar minnst varir. Allt er í óvissu hvernig farið
verður með ríkisfjármálin sem valda nú
spennu innan stjórnarliðsins og eru erfið við-
fangs. Hið stórpólitíska deilumál um þróunar-
sjóð og endurskipulagningu í sjávarútvegi á að
leysa á sama tíma. Meðan þessu fer fram eykst
óróinn á vinnumarkaðnum og óánægja í kjöl-
far vaxta og verðhækkana. Það er í raun ekki
annað en óttinn við atvinnuleysið sem heldur
aftur af launþegum í landinu, en það er ekki
siðlegt fyrir stjórnvöld að setja sitt traust á
slíkt.
Launþegar sömdu án beinna launahækkana.
Það er skylda stjórnvalda að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að tryggja þau skilyrði,
sem samningunum fýlgdu.
Óvinir verða vanhæfír
Garri greip niður í skýrsiu Ríkisend-
urskoðunar um úthlutanir til kvik-
myndagerðar Hrafns Gunnlaugsson-
ar og fleiri kvikmyndagerðarmanna
og hefúr lesið þar sér til ánægju að
Hrafn hafi ekki aðhafst neitt ólöglegt
þegar hannstóð f því að úthlutasjálf-
um sér fúigum af fjármunum skatt-
borgara og hafi þar að auki sem dag-
skrárstjóri Sjónvarps gert mikía
kaupsamninga við sjálfan sig um af-
urðimar.
Lagastofnun Háskóla íslands hefúr
ritað álitsgerð sem birt er með
skýrsiu Ríkisendurskoðunar og
Garra sýnist ekki betur en að þeir
ágætu menn sem rita álitsgerðina
komist að þeirri niðurstöðu að Hrafn
og kvikmyndabræður hans Iiafi ekki
brotið nein lög vegna þess að engin um eða séu skyldir eða tengdir vænt- við að ná fram markmiðum einka-
iög eða reglur séu til um athæfi anlegum umsækjanda, eða hafi eiiv vinavæðingarinnar eins og hvað
þeirra. hverra fiárhagslegra hagsmuna að skarpast kom fram þegar Hrafhi
Annað mál er hins vegar að í mann- gæta við úthlutun. Gunnlaugssyni varsparkaðuppávið.
iegu samfélagi fyrirfinnast óskráð lög ÞáerítíIIögumlögfræðingannalagt Þá er Gam* nokkuð viss um að verði
og reglur sem flest siðað fólk telur til að nefhdarmenn í úthlutunar- ferið að tillögum hinna lögfróðu þá
sérskyltaðferaeftir. Slíkthefúrhins nefnd verði vanhæfir til að fjalla um rnuni kvikmyndagerðarmenn síst
vegar engin áhrif á siðvillt fólk, enda fjárvcitingar úr Kvikmyndasjóöi ef allra fagna því að óvinir einstakra
sér það aldrei neitt athugavert við ___________________________ umsækjendaverðivanhæfirfiithlut-
hegðan sfna og sé að henni fúndið, l ^H^mefnd sakir fjandskaparins.
finnst því vegið að sér af ógurlegri lilftlllll Þessi klásúla mun að öllum líkindum
ósanngimi. V----------------------•' þýða það að enginn kvikmyndagerð-
liigfræðingamirvjrðastteljagreini- umsækjandi er náskyldur eða - armaður muni nokkm sinni sitja aft-
legt að í tilefni af umgengni kvik- tengdur honum, sé fyrirsvarsmaöur ur í útlilutunamefhdinni. Ástæðan
myndamanna um almanrtafé verði umsækjanda eða sé óvinur haias. er sú að kvikmyndageröannenn ern
að skrá niður nokkrar af þeim regl- Garri er ósköp sáttur við þessar til- aðeins sammála um það eitt að
um sem siðuðu fólki hefúr lengst af lögur lögfræðinga Lagastofhunar en kreista sem stærstar fúlgur út úr
þótt sjálfsagt að fara eftir. Þannig er þó ekkert viss um að þeim verði skattborgurum til að þeir geti sem
leggja þeir til í lok álitsgerðar sinnar fagnað á æðstu stjómstigum þar sem oftast og mest kvikmyndað úr sér
að ekki verði kosrúr menn í úthlut- nú sitja menn sem em ekkert sér- delluna, ef það er þeirra eigin della
unamefhd Kvikmyndasjóðs sem vit- staklega að láta einhver siðferðisleg vel að merkja, en ekki hinna.
að er að muni sækja um fé úr sjóðn- gildi þvælast fyrirsérf stjómsýslunni
Ofstæki
Þar er nýkomin á markað kvikmynd
um þriggja tonna hvalinn Willy og
12 ára gamlan borgarstrák, sem er
einkavinur ferlíkisins. Pilturinn
frelsar hvalinn úr prísund og er
kvikmyndin einkar hugnæm. Stór-
fyrirtæki dreifir henni og Michael
Jackson syngur undir þegar hvalur-
inn er frelsaður. Barmmerki um
Willy og vin hans em til sölu.
Kvikmyndin er mikið auglýst og er
spáð gífurlegri aðsókn.
Það er ekki á færi nema ofstopa-
fyllstu hægrimanna og náttúmkval-
ara að Ijá herbergi undir kynningu á
kvikmynd um lífsbjörg norður-
byggja í andrúmsloft hins mikla
áróðurs gegn hvalveiðum sem hafð-
ur er í frammi í Bandaríkjunum. Að
minnsta kosti kynnir Ríkisútvarpið
málstað hvalveiðiþjóða á þeim nót-
um.
Ekki er vitað til að vísindmenn Haf-
rannsóknarstofnunar við Skúlagötu
séu tiltakanlega hallir undir ofstopa-
fulla hægrivillu þótt þeir telji til-
tekna hvalastofna ekki f útrýmingar-
hættu og jafnvel æskilegt að veiða
úr sumum þeirra til að fyrirbyggja
að jafnvægi náttúmnnar á íslenskri
hvalaslóð raskist um of. Að minnsta
kosti em sjónarmið þeirra ekki
kynnt á þann veg þegar um er fjall-
að.
Ágreiningurinn um hvort veiða
beri hval eða alfriða hann er fyrir
löngu kominn úr öllu sambandi við
rökhyggju og orðinn að tilfinninga-
máli og hugmyndafræði. Skoðanir
em túikaðar hægri- eða vinstrisinn-
aðar eftir atvikum og innræti and-
stæðra fylkinga fer eftir því hver á
málum heldur.
En ríkisfréttir fara ekki með fleipur
og því hlýtur að vera óhætt að trúa
því að þeir sem vilja veiða hval séu
ofstækisfullir hægrimenn, andstætt
þeim Clinton og Gore, sem vilja
friða alla heimsins skepnu, en hót-
uðu báðir um helgina að eyða heilu
þjóðríki í atómeldi með manni og
mús, ef sjónarmið þeirra væm ekki
virt. Það var líka í ríkisfréttum.
OÓ
Hvalveiðar eiga ekki upp á pall-
borðið í fjölmiðlum hins upplýsta
heims um þessar mundir. Hvalurinn
er góður og gáfaður og í útrýming-
arhættu og það em ekki nema hin
verstu úrhrök og varmenni sem
drepa hval og nýta. Þeir góðu og
réttsýnu vilja friða hvalinn og berj-
ast heilagri baráttu gegn hvers kyns
ofsóknum gegn hinum göfugu sjáv-
ardýmm.
Riddarar krossferðarinnar gegn
hvaladrápi em hvarvetna í sókn
enda em rök þeirra pottþétt og ást
þeirra á náttúmnni og dýraríkinu er
hafin yfir allan efa.
Magnús Guðmundsson hefur gert
tilraunir til að kynna sjónarmið íbúa
norðurhjarans, sem veiða hval og sel
sér til lífsviðurværis og hafa gert
lengi. Síðasta framlag hans til þessa
er sjónvarpsmynd, í leit að Paradís,
þar sem hann bendir á veilur í mál-
flutningi rétttrúaðra friðunarsinna
og biður veiðimönnum á norður-
slóðum griða fyrir kröfum að sunn-
an um að þeir leggi lífsviðurværi sitt
á hilluna og leggi hefðbundna at-
vinnuvegi sína niður og fari að
bryðja klaka.
Hinir snertanlegu
Ríkisútvarpið sagði fréttir af þessari
viðleitni Magnúsar á sunnudags-
kvöld, en hann mun nú staddur í
Bandaríkjunum að kynna nýjustu
mynd sína. Samkvæmt fréttum að
vestan er Magnús nú kominn í klær
hinna verstu hrakmenna enda vilja
ekki aðrir við honum líta. Þegar
Magnús kynnti sjónarmið norður-
hjarafólks fékk hann hvergi inni
nema hjá öfgafullum hægrimönn-
um sem sitja í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings á vegum ystu hægrihand-
arafla Repúblikanaflokksins.
Fulltrúi tímarits hægri öfgasinna í
Bandaríkjunum var á fundi hjá
Magnúsi í herbergjum hægri arms
hægri flokksins og þangað kom
einnig fulltrúi vemdara náttúmnar,
sem kvað ekki vera hægrisinnaður.
Samkvæmt fréttum Ríkisútvarps-
ins er auðsjáanlegt að málstaður
hvalveiðiþjóða er svo öfgafullur og
langt til hægri að sómakærir menn
hljóta að gjalda varhug við hver-
skyns samneyti við þá aðila sem
/..........................\
LmSUi í:
^ i>m og oycBiiiíj
hallast að því að sjálfsagt sé að veiða
hval innan þeirra marka sem vís-
indanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins
setur.
Vestur í Bandaríkjunum er Magnús
Guðmundsson fastur í blóðugum
faðmlögum þeirra afla sem helst
vilja myrða ailt kvikt sem guð skap-
aði og Nói bjargaði þegar syndaflóð-
ið drekkti afgangnum af jarðarbú-
um. Hvar hvalimir vom þá er ekki
vitað en greinilega voru þeir ekki í
útrýmingarhættu.
Hins ber að gæta að fréttalið ríkis-
frétta finnur hægrisinnaða, öfga-
fulla ofstopamenn víða um heim og
er einkar lagið að skipa þeim í þá
pólitísku bása sem þeim ber hvar
sem er og hverju sinni. Það er alltaf
á hreinu.
Hugljúft hvalabíó
Meira um hval í guðs eigin landi.