Tíminn - 21.08.1993, Qupperneq 3
Laugardagur 21. ágúst 1993
Tíminn 3
Kornuppskeran léleg í ár vegna frostnátta:
Uppskeran verður
bara notuö í fóður
„Megnið af kominu er ónýtt fyrír vestan Markarfljót. Tjóniö er erfitt
að meta en hægt er að nota hluta uppskerunnar í grænfóður," seg-
ir Krístján Bjamdal Jónsson, jarðræktaráðunautur á Selfossi. „Við
gerum okkur grein fýrír því að þetta var kalt ár en hefðum þó viljað
fá 2,5 tonn af komi af hverjum hektara."
Astaeðuna fyrir því að svona fór seg-
ir Kristján meðal annars vera þá að
næturfrost skall á um 10. ágúsL
„Þótt byggið hafi orðið illa úti er
það ekki það eina því háin er einnig
mjög lítil og allt grænemti og græn-
fóður lélegt," segir Kristján.
Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð í
Skeiðahreppi hóf komræktun fyrir
ári og tekur sex hektara undir rækt-
unina. Hann segir að sér sýnist eng-
an komþroska verða í ár og tekur
undir það með Kristjáni að nætur-
frostið í kringum 10. ágúst hafi gert
útslagið.
„Þótt hiti hafi farið niður fyrir
frostmark í þrjár nætur á það ekki
að hafa nein áhrif en þetta var svo
mikið frost. Það er hægt að búast við
slíku í lok ágúst og fyrir miðjan
september en ekki fyrir miðjan ág-
úst. Þetta er því bæði búið að vera of
kalt og of þurrt sumar. Ég verð bara
að stöðva komsöfnunina og slá
komið í rúllur og setja það beint í
fóður," segir Sveinn.
-GKG.
Fjármálaráðuneyti gefst ekki upp á að innheimta vask af erlendum
— tímaritum:
Askrifendur undir
skipulögðu eftirliti
„Það er gert ráð fyrír því að menn greiði virðisaukaskattinn um leið
og þeir greiða áskriftina," segir Steingrímur Arí Arason, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra. Þetta er niðurstaðan af fundi hlutaðeig-
andi aðila um það hvemig best sé að standa að innheimtu virðis-
aukaskatts af eriendum tímaritum. Eins og kunnugt er reyndist
óframkvæmanlegt að innheimta skattinn við afhendingu tímarit-
anna í póstinum.
lendrar tímaritaútgáfu mun versna
mjög. „Það hefur verið undirstrikað,
að þetta sé spuming um jafnræði
milli erlendrar og innlendrar tíma-
ritaútgáfu. Það vandamál, að tryggja
þetta jafnræði, er ekki séríslenskt
fyrirbæri," segir Steingrímur. GS.
SISSliPl
.
Guðlaugur Slgurgelrsson, elnn elgenda Vetrarsólar, afhondlr vlnn-
íngshöfum í Qötskyldugetraun fyrtrtæklslns vínninga þeirra.
Fjölskyldugetraun Vetrarsólar:
Nýlega var dregið ítjölskylduget- sláttuvélar, limklippur, litlar ijöl-
raun Vetrarsólar hf. Þrjár STIGA notavélar fyrir stóra garða, golf-
garðsláttuvélar vom i vinning og velli o.fl. Vetrarsól rekur wrslun í
hafa þær verið afhentar vinnings- Hamraborg í Kópavogi og fæst
höfum. þar auk sláttuvéla og garðáhalda
Vetrarsól er umboðsaðili fyrir ýmis búnaður til vetrarins, svo
STIGA f Svíþjóð sem framleiðir sem snjóblásarar, vetrarfatnaður,
alls konar garðvinnuáhöld, bamasleðar og snjóþotur.
Samvæmt reglugerð sem fjármála-
ráðuneytið gaf út í gær eiga áskrif-
endur erlendra tímarita að framvísa
tilskildum gögnum og inna af hendi
greiðslu á virðisaukaskatti innan
mánaðar frá því að áskrift er greidd.
„Haft verður eftirlit með því að gerð
verði skil á skattinum. Með skipu-
legum athugunum verður kannað
hvort viðtakendur blaða og tímarita
í áskrift hafa staðið skil á skattin-
um,“ segir í fréttatilkynningu frá
ráðuneytinu.
— Utgefendur íslenskra tímarita
og fleiri aðilar hafa sagt það vera
tæknilega óframkvæmanlegt að inn-
heimta virðisaukaskatt af erlendum
tímaritum. Var það ekki klúður að
fara ekki eftir þeim ráðleggingum?
„Það lá alveg Ijóst fyrir að þetta
væri úrlausnarefni sem þyrfti að fást
við. Það má auðvitað til sanns vegar
færa að framkvæmdaaðilar hefðu
mátt vera búnir að ganga frá þessu
áður,“ segir Steingrímur Ari. Um
tíma leit út fyrir að erlend tímarit
myndu sleppa við virðisaukaskatt-
inn. Ef þessi lausn reynist ekki var-
anleg frekar en sú upphaflega má
ljóst vera að samkeppnisstaða inn-
Halldór Guðmundsson hja Mali og mennmgu segir
að kalda stríðinu sé lokið í íslenskum bókmennta-
heimi:
Boðskapurinn er
þó ekki
„Kalda stríðinu er lokið í íslenskum
bókmenntum sem er gott fyrir and-
Nú um helgina verða leiknar
undanrásir vegna Lands-
banka/Visa-mótsins í atskák.
Teflt verður f Reykjavík og á
Akureyri þessa daga en að viku
liðinni á ísafirði. Sex efstu
menn mótsins í Reykjavík
komast áfram í úrsliL einn frá
Akureyri og einn frá ísafirði.
Úrslitakeppnin fer væntanlega
framfjanúar 1994.
Mótið f Reykjavík hefst kl.
14.00 á laugardag og fer fram
að Faxafeni 12. Öllum er heim-
U þátttaka að greiddu gjaldi,
1500 kr. fyrir fullorðna en 800
kr, fyrir unglinga 15 ára og
yngri.
horfinn
rúmsloftið í útgáfu og bókmennta-
starfsemi hér á landi," segir Halldór
Guðmundsson, útgáfustjóri Bókaút-
gáfú Máls og menningar. „Það er
enn að finna boðskap í bókmennt-
um okkar þótt ekki verði hann leng-
ur felldur inn í skotgrafahemað
kalda stríðsins, hvort sem menn
snúast gegn umhverfismengun,
fjöldamenningu, klisjum tungu-
málsins eða annarri yfirborðs-
mennsku.“
í Tímanum í gær sagði Indriði G.
Þorsteinsson rithöfundur aftur á
móti að það væri forkastanlegt
hvemig pólítíkin slæddist inn í bók-
menntir og aðrar listir og minntist á
að úthlutun rithöfundalauna hefði
til dæmis löngum þótt vafasöm.
,Auðvitað eru ýmiss konar per-
sónuleg átök sem valda stöðugum
stormum í vatnsglasi íslenska
menningarlífsins en þeir ganga oft
þvert á gamlar víglínur og hafa ekki
sömu flokkspólítísku skírskotun og
áður,“ segir Halldór. -GKG.
Útsala
40% afsVáttur
Meiriháttar
STÓK-riMLA
Bjóðum HANKOOK sumarhjólbarða
fyrir fólksbíla með 40% afslætli.
Frábærir hjólbarðar - einstakt tækifæri
Verðsýnishorn:
155R12 Kr. 2130,-
145R13 " 1990,-
155R13 " 2260,-
165R13 " 2370,-
175/70R13 " 2570,-
185/70R13 Kr. 2790,
175R14 " 2970,
185/70R14 " 2990,
195/70R14 " 3360,
165R15 " 2690,
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 - sími 683080
VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS
SACHS
KUPLINGAR I
MAN - BENZ - VOLVO - SCANIA
iFARARBRODDI
' CJÖRUTÍU
ÁR!
Framleiðendur vandaðra vöru- og
fólksflutningabifreiða nota
SACHS kúplingar og höggdeyfa
sem upprunalega hluta
í bifreiðar sínar .
Það borgar sig að nota
það besta!
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVIK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
• VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS •