Tíminn - 21.08.1993, Qupperneq 5
Laugardagur 21. ágúst 1993
Tíminn 5
Smeygt sér í smuguna
Jón Kristjánsson skrifar:
Af atburðum liðinnar viku hafa veiðar ís-
lenska flotans í „Smugunni" svokölluðu ver-
ið langfyrirferðarmestar í fréttum og við-
brögð íslenskra og norskra ráðamanna við
þessum veiðum. Atburðarásin var hröð í
málinu og áður en hendi var veifað voru tug-
ir skipa komnir af stað til veiða þegar útgerð-
armenn höfðu áttað sig á þeirri „smugu“ sem
þama var opin. Gamla máltækið segir að það
flýgur fiskisagan og svo var í þessu tilfelli.
Hvers vegna ekki fyrr?
Það má spyrja sem svo, því þessar veiðar
voru ekki hafnar íyrir löngu, eins og við-
brögðin nú eru skörp. Þetta hafssvæði hefur
verið opið, og hafi íslendingar rétt til að
veiða þar nú, hafa þeir haft hann áður.
Sannleikurinn er sá að það er ekki fyrr en
nú síðustu misserin sem íslenskir útgerðar-
menn eru famir að líta til alþjóðlegra haf-
svæða um veiðar. fslandsmið hafa verið gjöf-
ul þrátt fyrir allt og meðan einhverjir mögu-
leikar vor til að gera út á heimamiðum völdu
menn þann kost. Það er í sjálfú sér eðlilegt.
Útgerð á alþjóðlegum hafsvæðum utan lög-
sögu kostar mikla fjármuni umfram það að
gera út á heimamiðum.
Þröngt um á íslands-
miðum
Hins vegar eru aðstæður þannig nú að afla-
heimildir em stöðugt minni og þar við bæt-
ist að afli hefur verið tregur langtímum sam-
an. Fleiri svæði en áður eru lokuð og oftar er
lokað í langan tíma. Allt eykur þetta erfið-
leika í útgerðinni og gerir það að verkum að
farið er að líta til fleiri átta. Þegar Færeying-
ar fóru að landa fiski í Barentshafi á Norð-
austurlandi af togurum sem skráðir voru í
Mið- Ameríku opnuðust smám saman augu
íslendinga fyrir því að þeir gætu átt þama
möguleika og skriðan fór af stað. Ástæðan
fyrir þessum skörpu viðbrögðum em meðal
annars þær sem ég nefndi.
í Noregi kraumar undir
Það er greinilegt að þetta hefur komið
Norðmönnum í opna skjöldu. Ekki bætir úr
skák að haustið er heitt í stjómmálum í Nor-
egi og kosningar framundan og sjómönnum
þar er heitt í hamsi út af ýmsum uppákom-
um sem til dæmis fylgja veiðum Rússa í Bar-
entshafi og löndunum þeirra í Noregi.
Nú hafa Norðmenn boðið upp á viðræður
um málið sem er í sjálfu sér viðurkenning á
rétti okkar til þess að veiða á úthafinu. Það er
rétt fyrir íslendinga að taka upp þessar við-
ræður, og ég hygg að um það sé ekki pólitísk-
ur ágreiningur. Við höfum ætíð fylgt þeirri
stefnu að veiðum utan lögsögu eigi að
stjórna, og höf-
um aldrei neit-
að viðræðum
um slík mál.
Þess vegna eiga
þessar viðræð-
ur að snúast
fyrst og fremst
um úthafsveið-
amar og hvem-
ig þeim verður
stjómað. Það er
ekki hægt að gera þá kröfu til íslendinga að
við höldum einir að okkur höndum til þess
að sýna siðferðilegt fordæmi í þessum efn-
um, hvemig sem á stendur á okkar heima-
miðum.
Hlutur Rússa
málið er hins vegar ekki svo einfalt að það
séu aðeins íslendingar og Norðmenn sem
þama eiga hlut að máli. Rússar em stórtæk-
ir veiðimenn á þessu hafsvæði og það er tómt
mál að tala um að Norðmenn og íslendingar
einir geti stjómað þessum veiðum, ef Rússar
em þar fyrir utan. Auknar veiðar þeirra á
þessu hafsvæði má meðal annars sjá af tölum
um innflutning á heilum þorski frá lýðveld-
um Sovétríkjanna fyrrverandi til Evrópu-
bandalagsins. Árið 1991 nam þessi innflutn-
ingur á ferskum og frystum þorski 23.874
tonnum, en árið 1992 nam hann 64.965
tonnum. Á sama hátt hefur útflutningur
Norðmanna á þennan markað af heilum
þorski stóraukist eða úr 6.315 tonnum árið
1991 í 18.101 tonn árið 1992, sem sagt þre-
faldast.
Viðræður um hvað?
Auðvitað em það fjölmörg atriði varðandi
sjávarútvegsmál sem þarfnast viðræðna við
Norðmenn. Þar er um að ræða skiptingu á
úthafskarfa, veiðar úr norsk- íslenska sfldar-
stofninum, og einnig rennur samningur um
loðnuveiðar út í lok þessarar vertíðar. Þá höf-
um við samstarf við Norðmenn í Namco, en
þar er meðal annars fiallað um hvalveiðar á
norðurslóðum. Þótt þessi verkefni séu brýn
eiga þó viðræðumar fyrst og ffemst að fialla
um það hvemig úthafsveiðunum f Barents-
hafi verði stjómað. Vandamálið er komið upp
vegna þessara veiða. Norðmenn hafa beðið
um viðræður
vegna þeirra, og
við emm ekki eini
aðilinn þar að. Það
kemur svo í ljós í
næstu viku hvort
þeir em tilbúnir
með eitthvert út-
spil í þessu efni.
Það er ekki séð á
þessari stundu.
Það er alveg ljóst
að þetta mál verður ekki leyst til fulls nema
með alþjóðlegu samkomulagi.
Hvað segja lögin?
f lögum um veiðar íslenskra skipa utan fisk-
veiðilandhelgi íslands frá 1976 er kveðið á
um rétt sjávarútvegsráðherra til aþ setja
reglugerð um veiðar íslenskra skipa utan
fiskveiðilandhelgi íslands. Þar segir svo í
fyrstu grein:
„Sjávarútvegsráðherra setur með reglugerð
þær reglur um veiðar íslenskra skipa utan
fiskveiðilandhelgi íslands, sem nauðsynlegar
þykja tyil þess að framfyígt verði ákvæðum
alþjóðasamninga sem íslendingar em aðilar
að, eða þá samningar sem gerðir em milli ís-
lenskra og erlendra stjómvalda."
Það er alveg ljóst að dómi sérffæðinga að á
gmndvelli þessara laga er ekki fært að banna
veiðar íslensku skipanna í Barentshafi þar
sem ekki em neinir alþjóðasamningar í gildi
um veiðar á þessu hafsvæði.
Borgar sig að veiða?
Þeirri spumingu hefur að sjálfsögðu ekki
verið svarað hvort það borgi sig fyrir íslenska
útgerðarmenn að stunda veiðar í Barentshafi
þegar siglingin þangað tekur fióra sólar-
hringa hvora leið. Slíkt fer eftir aflabrögðum
fyrst og fremst og öðmm aðstæðum. Ljóst er
að slík útgerð er miklu álitlegri fyrir frysti-
togara en aðra. Þegar rætt er um viðbrögð
útgerðarmanna f þessu efni má ekki gleyma
því að nokkur umræða hefur verið um út-
hafsveiðar að undanfömu, og hafa útgerðar-
menn verið hvattir til að leita fyrir sér í þessu
efni, og þá einkum útgerðir frystitogara.
Ekki má heldur gleyma því að nýsett löggjöf
heimilar landanir erlendra togara í íslensk-
um höfum. Tilhneigingin hefur því verið að
losa um hömlur í þessum efnum og leita á ný
mið, í orðsins fyllstu merkingu.
Áróðursstaðan
Hins vegar er eðlilegt að hafa nokkrar
áhyggjur af áróðursstöðunni í málinu. Við ís-
lendingar höfum sem betur fer fengið það
orð að hamla gegn rányrkju í fiskveiðum, og
vera forustuþjóð varðandi vinnu að alþjóða-
samningum um stjóm fiskveiða. Því andliti
út á við viljum við halda áfram. Það er þó
ekki sanngjöm krafa að með tilliti til þessa
eigum við að halda að okkur höndum. Við
eigum þó að vera tilbúin til viðræðna við aðr-
ar þjóðir, og um það er ekki pólitískur
ágreiningur, en við eigum að fylgja okkar
skoðunum og hagsmunum fast fram í slík-
um viðræðum.
Það er einfaldlega of mikið í húfi í fiskveiði-
málum almennt til að við höfúm nokkur efni
á að sýna linkind í þeim efnum.
Ein rödd
Það er ekki líklegt að á þessu máli finnist
skjót lausn. Hver sem samningavilji Norð-
manna er þá er ekki líklegt að svigrúm þeirra
sé mikið, nú þegar kosningar standa fyrir
dymm í landinu og sjávarútvegsmálin eru
logandi heit kosningamál á stórum svæðum
landsins og þá einkum í Norður-Noregi þar
sem lífið byggist fremur á sjávarútvegi en í
öðrum landshlutum. Málefni varðandi
„Smuguna“ verða því áreiðanlega enn til
umræðu um nokkra hríð. Tvennt er þó mjög
áríðandi. Það fyrsta er að ríkisstjórnin tali
einni rödd í því, en á það hefur nokkuð skort
sem í öðrum stórmálum og í öðru lagi að
reynt sé að skapa sem mesta pólitíska sam-
stöðu í landinu um viðbrögð og stjómarand-
staðan hafi aðild í málinu. Það hefur ávallt
reynst okkur best í þeim örlagaríku málum
sem snerta samninga um við aðrar þjóðir um
fiskveiðar og hafréttarmál.