Tíminn - 21.08.1993, Side 7

Tíminn - 21.08.1993, Side 7
Laugardagur 21. ágúst 1993 Tíminn 7 takmörkun veiða á hafinu muni ekki nást nema með alþjóðlegum samningum. Höfum mikiUa hagsmuna að gæta Við höfum mikilla hagsmuna að gæta utan við okkar lögsögu. Það er hér úthafskarfastofn sem Rúss- ar og Norðmenn veiða úr. Við höf- um ekki amast við því en það má búast við því í framtíðinni að við munum fara að amast við því og reka þessar þjóðir í burtu. Ég er ekki farinn að sjá Rússa og Norðmenn hlíta því að við förum að reka þá af svæðinu utan við 200 mflumar suð-austur af landinu. í samningum verðum við að sjálf- sögðu að taka þetta mál upp því að við erum jafnframt með alþjóðleg hafsvæði á okkar áhrifasvæði sem þessar þjóðir verða að taka tillit til en mér vitanlega hafa þær ekki gert það.“ — Eru íslendingar, í erfiðu ár- ferði, að semja sig að háttum meginlandsríkja eins og Rússa o.fl. sem nýta úthöfin í stað þess að vemda þau? „Við íslendingar höfum alltaf ver- ið þeirra skoðunar að það ætti að hafa stjóm á öllum veiðum. Undir það er tekið víðast hvar í heimin- um. Spumingin er fyrst og fremst sú hvort að það eigi að gerast með ákvörðun strandríkjanna eða af hálfu alþjóðlegra stofnana. Ég hef enga trú á alþjóðlegum stofhun- um í þessu sambandi og ég held að það hafi komið í ljós í starfssemi Alþjóða hvalveiðiráðsins að það er ekki framtíðin. Ég tel að við eigum að halda fast við þá stefnu að þetta sé fyrst og fremst gert í samningum milli strandríkja á viðkomandi svæði og við eigum ekki að breyta um stefhu í því sambandi. Ég fagna stefnubreytingu Norð- manna í þessu máli en stefnu- breyting þeirra mun ekki skila ár- angri í einu vetfangi. Þeir geta ekki reiknað með því að við íslend- ingar nýtum á engan hátt þann rétt sem við höfum í dag til að veiða á alþjóðlegum hafsvæðum. Það er hins vegar allt annað mál hvað við munum síðar gera þegar samningar hafa náðst.“ Vissa um starfs- skilyirði er algert grundvallaratriði Nú er fiskvinnslan rekin með miklum halla þrátt fyrir tvær gengisfellingar. Hvemig meturðu stöðuna og hvað ber að gera? „Alvarlegast fyrir fiskvinnsluna í dag er aflaleysi og erfiðar mark- aðsaðstæður. Við þurfum fyrst og fremst að reyna að nýta betur það sem við höfum milli handanna. Við þurfum að fækka fyrirtækjum eftir því sem hægt er og úrelda fleiri fiskiskip. Fjármagnskostnaður er alveg að drepa fiskvinnsluna í dag. Það er engin leið að fá þar grundvöll nema að staðið verði við gefin fyr- irheit um vaxtalækkun. Síðan er ekki hægt að svara þessu á annan hátt en með hagræðingu og nánu samstarfi fyrirtækjanna, verkalýðshreyfingarinnar og stjórnvalda. Ég hef því miður eng- ar „patent“-lausnir en mér hefur fundist að það hafi skort á þetta samstarf og síðan hefur hluti af vandamálunum verið sá að yfirlýs- ingar stjómvalda í málefnum sjáv- arútvegsins hafa ekki staðist. Stjómvöld hafa boðað löggjöf um breytta fiskveiðistefnu og þróunar- sjóð sjávarútvegsins án þess að nokkuð yrði úr því. Slík óvissa hef- ur haft mjög slæm áhrif á stöðu sjávarútvegsins. Það er algert gmndvallaratriði að atvinnugreinin búi við vissu um starfsskilyrði sín og stefriumörkun til framtíðar sé skýr.“ Húsbréfakerfið var mistök — Nú stefnir í allt að 15 millj- arða halla á ríkissjóði og fjármála- ráðherra gerir ráð fyrir 10 millj- arða halla á næsta ári sem fjár- magna á innanlands. Hvað viltu segja um þessa frammistöðu og má ekki búast við að vextir muni spennast upp? „Ég tel að þessi halli á rfldssjóði sé of mikill og það er stór hluti af þeim vandamálum sem við stönd- um frammi fyrir t.d. á fjármagns- markaði. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að ráða við þetta. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að gæta meira aðhalds og sparnaðar í ríkisrekstri en gert hefur verið. Eigi að fara að taka lán hér innan- lands fyrir þessum halla verður ekki hjá því komist að hann mun hafa mikil áhrif á fjármagnsmark- aðinn. Ég tel að það hafi verið gengið allt of langt í útgáfu húsbréfa enda sjá- um við það að skuldir heimilanna hafa stóraukist á undanförnum ár- um. Ég er þeirrar skoðunar að húsbréfakerfið hafi verið mistök þó að ég beri þar nokkra ábyrgð. Það mun einfaldlega ekki ganga upp að allar íbúðir landsmanna verði f framtíðinni fjármagnaðar með ríkisábyrgð. Ég tel því að það þurfi uppstokkun á þessu kerfi ef ná á tökum á fjármagnsmarkaðn- um. Núverandi ríkisstjórn vill ekki hafa nein afskipti af fjármagns- markaðnum sem er stefnumörkun út af fyrir sig. Það er þá lágmark að hún geri nauðsynlegar ráðstafanir á eigin heimili til þess að hafa áhrif á vextina til lækkunar. Þaðan hefur ekki komið annað en yfirlýsingar með jöfnu millibili sem menn tóku mark á í upphafi en nú er ekki nokkur maður sem hlustar á þessi fyrirheit þeirra. Ég tel að ríkisstjórnin hafi misst allan trúnað við fjármagnsmarkaðinn í þessu sambandi. Það er alveg ljóst að vandamál eins og atvinnuleysi og háir vextir verða ekki lagfærð nema menn hafi trú á því sem muni gerast til góðs í framtíðinni. Ég er ekki í neinum vafa um það að stór hluti af vandanum núna er sá að ríkis- stjómin hefur ekki traust þess umhverfis sem lifir í kring um hana.“ -HÞ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.