Tíminn - 21.08.1993, Page 24
■ ■ m JTI m m ■> Ji ■■m '' jrm mW imi 'ú£;' '
%Si Bhm ■■ 5 Mnliflk
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTTOG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VOLVUFELL113-SlMI 73655
Laaábriel
, HÖGG-
DEYFAR
Versliö hjá fagmönnum
GJvarahlutir
Hamarshöfóa 1
Hamarshöfða 1
Simi676744
Tíminn
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST1993
Rúmlega 600 íslenskir áhorfendur styðja þétt við bakið á væntanlegu sigurliði á heimsleikum
íslandshesta í Hollandi:
Stefnir í mesta sigur
íslendinga frá upphafi
íslenska landsliðiö hefur haft yfirburði það sem af er heimsmeist-
aramóts íslenskra hesta sem nú stendur yfir í Spaarnwoude í Hol-
landi. Mótið hófst formlega á fimmtudag og stendur til sunnu-
dags. Haldi svo fram sem horfir er allt útlit fyrír stærsta sigur ís-
lendinga á þessum mótum frá upphafi.
Rúmlega 600 íslendingar voru mætt-
ir á heimsmeistaramótið seinnipart-
inn í gær og í dag er von á fleirum.
Það lætur nærri að fjórði til fímmti
hver maður á mótinu sé íslendingur
en um hádegi í gær voru tæplega þrjú
þúsund gestir á mótssvæðinu. Búist
er við að þar verði um eða yfir tíu þús-
und manns um helgina.
Liðsstjórar íslenska liðsins, Pétur
Jökull Hákonarson og Pétur Sigurður
Maríusson voru ánægðir með frammi-
stöðu sinna manna þegar blaðamaður
Tímans ræddi við þá að mótshaldi
loknu í gærdag. „Það er búinn að ríkja
hér góður andi. Þetta eru reyndir
keppnismenn og það er létt yfir okkar
mönnum. Þeir eru einbeittir og ætla
sér að gera stóra hluti,“ sagði Pétur
Jökull í gær.
íslensku áhorfendumir hafa stutt
dyggilega við bakið á íslenskum kepp-
endum og jafnvel það rækilega að
sumum þykir nóg um, að sögn Péturs
Jökuls. „Þeir styrkja okkur í einu og
öllu,“ segir hann. „Svo vitnað sé í
Þjóðverjana þá segja þeir að við séum
að vinna þetta á áhorfendunum. Þeir
styðji þannig við bakið á okkur að þeir
hafi aldrei séð annað eins. Þeir voru að
tala um það í gríni — og öllu gríni
fylgir alltaf einhver alvara — að kæra
vegna þess að íslenski hópurinn hefði
áhrif á dómarana."
Að sögn dómaranna hafa íslensku
keppendumir náð betri árangri en
nokkru sinni fyrr í þessari keppni.
Endanleg úrslit ráðast ekki fyrr en á
sunnudag. Eins og stendur er gamla
kempan Reynir Aðalsteinsson í sjötta
sæti í tölti II á skúmi frá Geirshlíð.
Hann á góða möguleika á að vinna sig
upp í A-úrslit
Hinn 17 ára gamli Sigurður Matthí-
asson er inni í úrslitum í B- flokki á
Þráni og hefur möguleika á að vinna
sig upp í A-úrslit í A- úrslitum er
Baldvin Ari Guðlaugsson á Nökkva í
fimmta sæti, Einar Öder Magnússon á
Funa er í þriðja sæti. í fjórgangi er
Baldvin Ari á Nökkva í fjórða sæti og
Sigurður Magnússon í því fimmta á
Þráni.
Árangur íslendinganna í fimmgang-
inum er glæsilegur en þeir halda þar
þremur efstu sætunum og er stefnt að
því koma þeim fjórða inn af fimm
mögulegum.
Arangur Sigurbjöms Bárðarsonar
heima hefúr verið óslitin sigurganga í
sumar og hann heldur sama spretti
Frá Árna Gunnarssyni
í Hollandi
" - • * . * ■ '• , '
_________________________________ .. . • • > '
Svlpmyndlr frá helmsmelstaramótl fslandshesta I Hollandl.
hér úti. Hann hleypti hér hestinum
Höfða í fyrsta sinni í 250 m gæðinga-
skeiði og náði tímanum 23,40 mínút-
um sem er verulega góður árangur.
Sigurbjöm hefur þegar tryggt sér
gullið í 100 m gæðingaskeiði á Höfða
og hann þarf ekki að bæta tíma sinn í
lengri sprettinum nema um 0,2 sek-
úndur til þess að verða heimsmeistari
í samanlögðu. Á því á hann góða
möguieika en þau úrslit ráðast í dag.
Höfði er margfaldur íslandsmeistari
og Reykjavíkurmeistari bæði í gæð-
ingaskeiði og fimmgangi. Muni hann
sigra fimmganginn hér og ná þeim ár-
angri sem stefnt er að í gæðingaskeið-
inu verður þar nánast um einsdæmi
að ræða.
DENNI DÆMALAUSI