Tíminn - 12.10.1993, Side 1

Tíminn - 12.10.1993, Side 1
Þriðjudagur 12. október 1993 192. tbl.77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- íslensk stjórnvöld kanna ekki bakgrunn stríðsmanna frá Sarajevo Þáttur Bosníumamanna í stríðinu er engum kunnur íslensk stjómvöld vita ekkert um bakgrunn þeirra tveggja Bo- sníumanna, sem fluttir vom hingað til lands til aðhlynningar sára sinna úr stríðinu í hinni fomu Júgóslavíu. Engar tilraunir voru gerðar til að kanna feril þeirra, þó að þeir hafi báðir tekið þátt í einhverju blóðugasta stríði í Evrópu frá seinni heimsstyijöld. Mravlnac og Purusic á Landspítalanum ... en hverjlr eru þelr? Puruslc var Ld. lögreglumaöur í stríölnu. Timamynd Ami Bjama Tysmaður utanrfldsráðuneytis- ins segir að ráðuneytið treysti Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyllilega til að velja þá einstaklinga sem sendir eru til ls- lands til aðhlynningar. Hann tel- ur að flóttamannahjálpin spilli ekki góðu orðspori sínu með því að senda hingað menn með vafa- sama fortíð. Að öðru leyti vísaði hann alfarið á heilbrigðisráðu- neytið, sem bæri ábyrgð á komu mannanna hingað til lands. Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, staðfesti að íslensk yfirvöld hefðu ekki kannað sérstaklega bak- grunn Bosníumannanna tveggja með tilliti til þess hvort um mis- indismenn væri að ræða eða ekki. „Við reiðum okkur algerlega á að þetta val fari fram samkvæmt reglum sem Sameinuðu þjóðim- ar hafa sett í sjálfu sér, eins og Sameinuðu þjóðimar vinna á þessum svæðum, hugsa ég að þær geri ekki upp á milli manna ef þeir á annað borð þurfa á lækn- ishjálp að halda,“ sagði Guðjón. Nú hefur komið í ljós að annar mannanna, Davor Pumsic, var lögreglumaður í Sarajevo, en hinn, Zlatan Mravinac, hefur staðið vörð við víglínu innan borgarmarka (Mbl. 9. okt.). - Þess em auðvitað dæmi að lög- reglu hefúr verið beitt í stríðs- hrjáðum ríkjum til misjafnra hluta... „Það er rétt... Við vitum þetta náttúrlega ekki.“ Guðjón bendir á að íslenska rík- ið geri ekki annað en það, sem tuttugu aðrar ríkisstjómir hafa gert, þ.e. að hjálpa Sameinuðu þjóðunum að sjá um sjúka og slasaða. Undirstofnun flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna, IOM (International Office of Migrati- on) sér um að velja sjúklinga til brottflutnings. Læknar IOM í ríkjum fyrmm Júgóslavíu velja sjúklingana í samræmi við upp- lýsingar sem viðkomandi lönd gefa um þá aðstoð sem þau telja sig geta veitt. Hvað varðar þá menn sem hing- að vom sendir sagði Guðjón Magnússon að samkvæmt fyrstu upplýsingum frá IOM áttu þeir að vera 18-19 ára gamlir, báðir skaddaðir á útlimum, enda ósk- uðu íslensk stjómvöld eftir því umfram allt að taka við bömum eða ungmennum. Mennimir sem komu em hinsvegar 27 og 29 ára. Þær upplýsingar bárust síðar, en gáfu þó ekki rétta mynd af raun- vemlegu ástandi mannanna. Samkvæmt því vom þeir mun verr á sig komnir en raunin er. Guðjón sagði líklegustu skýring- una á þessu vera þá, að mennim- ir hefðu verið búnir að bíða nokk- uð lengi. „Ég hugsa að ástandið á þessu svæði sé þannig, að við getum ekki gert kröfur um að allir papp- írar séu í lagi.“ Fram hefur komið gagnrýni þess efnis að eflaust biði aðhlynn- ingar meira slasað fólk. Guðjón svarar því til að alvarlega slasað fólk verði að fá umönnun í lönd- um sem liggja nær fyrrum Júgó- slavíu. Aftur á móti sé engum blöðum um það að fletta að þeir menn, sem hingað em komnir, þurfi á sérhæfðri læknisþjónustu og endurhæfingu að halda. Um upplýsingar um Bosníu- mennina bendir utanríkisráðu- neytið á heilbrigðisráðuneytið sem aftur bendir á Flóttamanna- hjálp Sameinuðu Þjóðanna. Táls- maður Flóttamannahjálparinnar segist þó aðeins hafa séð um flutning mannanna frá Sarajevo til Kaupmannahafnar með við- komu í Amsterdam. Þeir hafi engar upplýsingar um fortíð þessara manna, en benda á fyrr- nefnda undirstofnun sína. Bosníumennimir em á bæklun- ardeild Landspítalans. Þeir em komnir úr sóttkví og bíða að- gerðar. -PS Rjúpna- veiðitíminn styttur um mánuð Össur Skarphéðinsson um- hverfisráðherra tilkynnti á Al- þingi í gær að hann hafi ákveðið að stytta rjúpnaveiði- tímann um einn mánuð. Veiðitíminn í ár verður frá 15. október til 22. nóvember, en undanfarin ár hefur verið heimilt að skjóta ijúpu til 22. desember. Það var Valgerður Sverris- dóttir (Frfl.) sem spurði um- hverfisráðherra á Alþingi f gær hvort hann hygðist grípa til aðgerða til að vemda rjúpnastofninn, en mjög margir telja að stofninn sé í al- gjöm lágmarki um þessar mundir. Össur sagði f svari sínu að fuglafræðingar væm ekki sammála um hversu rjúpna- stofninn sé í mikilli hættu. Hann sagðist sjálfur telja að ástæða sé til að draga úr veið- um á rjúpu og því hafi hann ákveðið að stytta veiðitímann um mánuð. Hann sagði að fyr- irhugað sé að gera vísindalega talningu á rjúpu hér á landi og ef komi í ljós að stofninn sé minni en talið er, komi fleiri verndunaraðgerðir til greina, t.d. að loka miðhálendinu fyr- ir rjúpnaveiðimönnum. -EÓ Hæstaréttardómari hefur fengið laun og eftirlaun frá ríkinu í 21 ár og annar í tæp 15 ár Fyrrverandi hæstaréttardómar- arar fá bæði laun og eftirlaun Fyrrverandi hæstaréttardómarar fá greidd eftiríaun auk þess sem þeir fá greidd föst laun til æviloka eftir aö þeir hætta í Hæstarétti. Þannig em dæml um aö dómarar séu á tvöföldum launum eftir að þeir hætta störfum í Hæstarétti. Einn dómarí hefur t.d. veríö á nær tvöföldum dómaralaunum frá árinu 1972 og fengið greiddar meira en 100 milljónir króna á þeim tíma. Níu fyrrverandi hæstaréttardóm- arar þiggja nú laun. Allir fá þeir einhver eftirlaun frá Lífeyrissjóði ríkisins. Hæstar greiðslur fær án efa fyrrverandi dómari sem hætti í Hæstarétti árið 1972, eða fyrir 21 ári síðan. Laun hans em um 500 þúsund á mánuði. Samtals hefur hann fengið greiddar yfir 100 milljónir í laun og eftirlaun þessi 20 ár síðan hann hætti störfum í Hæstarétti. Annar dómari hefur fengið laun og eftirlaun sem hæstaréttardómari síðan árið 1976. Fram til ársins 1973 fengu fyrr- verandi hæstaréttardómarar greidd eftirlaun, auk fullra dóm- aralauna. Það ár ákvað Alþingi að breyta þessu tvöfalda launakerfi hæstaréttardómara og afnam eftir- laun til þeirra. Dómarar sem greitt höföu í Lífeyrissjóð ríkisins til árs- ins 1973 fengu þó áfram greidd eftirlaun í samræmi við þær lífeyr- issjóðsgreiðslur sem þeir höfðu innt af hendi fram að því. Þetta þýðir að hæstaréttardómarar, sem starfað hafa hjá því opinbera fram til 1973, annað hvort sem bæjar- fógetar, sýslumenn, prófessorar eða sem hæstaréttardómarar, fá eftirlaun í dag, auk fastra dómara- launa. Að sögn Hauks Híifsteinssonar, framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs ríkisins, er hæstaréttardómurum gert að greiða í Lífeyrissjóð ríkis- ins, þrátt fyrir að búið sé að af- nema eftirlaunaréttindi þeirra. Hann sagði að enn muni nokkur ár líða þangað til fyrrverandi hæjtaréttardómarar hætti með öllu að fá eftirlaunagreiðslur. Margir núverandi og fyrrverandi dómarar í Hæstarétti hafi aflað sér eftirlaunaréttinda með greiðslum í lífeyrissjóð fyrir árið 1973. -EÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.