Tíminn - 12.10.1993, Side 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 12. október 1993
Tveir þingmenn Framsóknarflokksins flytja tillögu á Alþingi um að:
Landið verði gert
að einu kjördæmi
Tveir þingmenn Framsóknarflokksins, Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son og Finnur Ingólfsson, hafa flutt þingsályktunartillögu á Alþingi
um að kannaðir verði kostir þess að ísland verði gert að einu kjör-
dæmi. Jóhannes Geir sagðist telja þessa leið mun skynsamlegri
en aö fara að gera endurbætur á núverandi kosningakerfí, þvf að
það kerfi sé kolómögulegt.
Ný kjördæmaskipan var til um-
ræðu á fundi Félags frjálslyndra
jafnaðarmanna í síðustu viku. Þar
kom fram nokkuð almennur vilji
frummælenda á fundinum til að
gera breytingar á kjördæmaskipan-
inni. Frummælendur voru aiþingis-
mennimir Bjöm Bjamason, Ólafur
Ragnar Gn'msson og Jón Baldvin
Hannibalsson. Menn höfðu nokkuð
mismunandi viðhorf um hvemig
ætti að breyta kosningakerfinu, en
lýstu yfir vilja til að skoða allar leið-
ir. Athygli vakti innlegg Jóhannesar
Geirs á fundinum, en fram til þessa
hefur verið talið að Framsóknar-
flokkurinn stæði einna harðast
gegn jöfnun atkvæðisréttar milli
landshluta.
Jóhannes Geir sagðist vera andvíg-
ur hugmyndum sjálfstæðismanna
um að gera endurbætur á núver-
andi kjördæmakerfi. Skynsamlegra
sé að gera grundvallarbreytingar á
kjördæmaskipaninni í landinu.
„Ég geri mér grein fyrir því að það
verður ekki hægt að standa á móti
því að jafna atkvæðisréttinn frá því
sem nú er. Versta staða sem ég gæti
séð, út frá hagsmunum landsbyggð-
arinnar, væri að atkvæðisréttur
væri jafnaður á grundvelli núver-
andi kjördæmaskipunar. Ég tala nú
ekki um ef það yrði gert eins og
sjálfstæðismenn tala um með því að
skipta Reykjaneskjördæmi í tvennt
og Reykjavík í þrennt. Þá kæmi upp
sú staða að 2/3 þingmanna kæmu
úr þessum kjördæmum og teldu
það sitt hlutverk að vinna sérstak-
lega að hagsmunum þessa lands-
hluta.
Ég held að út frá sjónarhóli lands-
ins alls og ekki síst landsbyggðar-
innar, væri miklu skynsamlegra að
landið yrði gert að einu kjördæmi
og þingmenn litu á sig sem þing-
menn landsins alls. Ég er sannfærð-
ur um að það myndi þýða að miklu
fleiri þingmenn en annars myndu
bera hag hinna dreifðu byggða fyrir
brjósti," sagði Jóhannes Geir.
Hann sagðist einnig líta svo á að
skoða beri hugmyndina um að gera
ísland að einu kjördæmi með tilliti
til hugmynda um að færa aukið vald
heim í héruð og til sveitarstjóma.
Jóhannes Geir sagði að lítil um-
ræða hefði farið fram um þessi mál
innan Framsóknarflokksins. Hann
sagðist telja nauðsynlegt að slík
umfjöllun færi fram innan flokksins
þar sem fyrirsjáanlegt sé að mikil
umræða verði um þessi mál f þjóð-
félaginu á næstu vikum og mánuð-
um. Hann sagði nauðsynlegt að
menn gæfu sér góðan tíma í að gera
breytingar á kosningakerfinu og
skoða allar hliðar á málinu.
-EÓ
Verkamannasambandið:
Framkvæmdastjórn Verkamannasambands ísiands mótmælir
harðlega uppsögn Gyifa Páfs Hersis, verkamanns í Stálsmiðj-
< unnl. . .
Stjómin skorar á Stálsmiðjuna
að draga uppsögnina til baka og
minnir á 4. gr. laga um stéttarfe-
lög og vinnudeilur. Þar er skýrt
tekið fram að atvinnurekenda sé
óheimilt að reyna að hafa áhrif á
starfsmanna sinna af
astéttarfélögum og vinnudeilum
t.d. með uppsögn úr vinnu.
Eins og kunnugt er þá hefur
Verkamannafélagið Dagsbrún
kært uppsögnina til Félagsdóms
og verður málið væntanlega dóm-
Bókun með kjarasamningi sjúkraliða frá 1987:
Samningsbundin
leikskólapláss?
í bókun með kjarasamningi sjúkra-
liða ffá árinu 1987 er kveftið á um
að sjúkraliðar geti fengið greiddan
mismun á gjaldi bjá dagmóður og á
bamaheimilum rfldsspítala en að
undanforau hefur heilbrigðisráft-
herra hafnað því að leikskólapláss
séu hluti af ráðningasamningi heil-
brigðisstétta.
Ráðherra hefur helst beint spjótum
sínum að hjúkrunarffæðingum og
sagt að þeir njóti fyrst og fremst for-
gangs umfram aðrar stéttir á sjúkra-
stofnunum varðandi leikskólarými
fyrir böm sín. Hann hefur jafhffámt
sagt að eigi að umbuna fólki sérstak-
lega, eigi að gera það fyrir opnum
tjöldum.
Svo virðist sem sjúkraliðar hafi það
framyfir hjúkmnarfræðinga að hafa
ákvæði um leiksskólapláss f kjara-
samningi. . -HÞ
Jeppi Jóns Sigurðssonar seðlabankastjóra kostar 4,9 milljónir króna:
Tæpur helmingur bíl-
verðsins í skatthítina
króna af verði bílsins beint í ríkis-
sjóð en auk þess má Jón Sigurðsson
punga út um 80 þúsund krónum í
hlunnindaskatt á mánuði vegna
bflsins.
Bflakaup Seðlabankans hafa vakið
hörð viðbrögð og m.a. var fjallað um
þau í utandagskrárumræðu á Al-
þingi í gær.
Þá hefur am.a. stjórn Sambands
ungra sjálfstæðismanna sent frá sér
ályktun þar sem þessi bflakaup era
fordæmd harðlega og spurt hvemig
í ósköpunum sé hægt að reka raun-
hæfa og trúverðuga efnahagsstefnu
sem byggi á niðurskurði og spamaði
hjá nícinu þegar firrtir embættis-
menn hjá hinu opinbera, sem
greinilega em í engum tengslum við
raunveraleikann, haga sér eins og
uppstrílaðir einræðisherrar af
verstu sort SÁ/EÓ
Umhverfisvæn nýjung:
Nýi bfllinn sem Seðlabankinn
keypti undir Jón Sigurðsson,
bankastjóra og fyrrum ráðherra, er
af gerðinni Jeep Grand Wagoneer
L.T.D. Samkvæmt upplýsingum
sölumanns nýrra bfla hjá Jöfri hf.,
umboðsaðila fyrir Wagoneer, þá
kostar þessi gerð tæplega 4,9 milfj-
ónirkróna.
En verð bfls af þessu tagi er að stór-
um hluta tollar, bifreiðagjöld og
söluskattur til ríkisins en ekki að-
eins kaupverð hans, flutningskostn-
aður til landsins og þóknun til sölu-
aðila. Samkvæmt upplýsingum um-
boðsins greiðast um 2,4 milljónir
Bankaráð Seðlabankans hefur engin afskipti haft að jeppakaupum seðlabankastjóra:
Seðlabankastjórarnir
sjálfir völdu jeppann
Geir Gunnarsson, bankaráðsmaður f Seðlabanka fslands, segir aö
bankaráð Seölabankans hafi ekki haft önnur afskipti af bílakaup-
um bankans en að ákveða að samþykkja, í fjárhagsáætlun, aö
veija 3 milljónum króna til bflakaupa á þessu ári. Það er banka-
stjóm Seðlabankans, en í henni sitja bankastjórar bankans, sem
tók ákvörðun um aö kaupa Grand Wagoneer jeppa undir Jón Sig-
urðsson seðlabankastjóra.
„Síðan ég settist í bankaráðið hef-
ur það ekki skipt sér að því hvers
konar bflar séu keyptir fyrir bank-
ann,“ sagði Geir Gunnarsson.
Það virðist því ekki vera að öllu
leyti rétt sem Sighvatur Björgvins-
son viðskiptaráðherra sagði í um-
ræðum á Alþingi í gær að bankaráð
Seðlabankans hafi tekið allar
ákvarðanir í þessu máli. Það era
bankastjóramir sjálfir sem taka
ákvörðun um hvers konar bflar era
keyptir fyrir bankann. Bflinn sem
Jón Sigurðsson fær er fjármagnaður
að hluta með sölu á öðram eldri bfl
sem bankinn átti.
í umræðunum á Alþingi, sem fóra
fram að framkvæði Guðrúnar
Helgadóttur (Alb.), kom fram að
Seðlabankinn á 10 bfla. Flestallir
bflamir em jeppar. Bflinn sem not-
aður er til seðlaflutninga er 10 ára
gamall, en hinir em allir yngri en 5
ára. Bflakostnaður bankans síðustu
fjögur ár er um 20 milljónir. Jó-
hannes Nordal, fyrrverandi banka-
stjóri, hefur fengið heimild frá bank-
anum til að vera áfram á bflnum
sem hann hefur notað sem banka-
stjóri í nokkur ár. Þá kom fram í
umræðunum að Jóhannes mun fá
skrifstofu í seðla- og myntsafni
bankans, en verið er að byggja heila
hæð ofan á hús safnsins.
Þingmenn, jafnt úr stjóm og
stjórnarandstöðu, gagnrýndu harð-
lega bflakaup Seðlabankans og fleirí
opinberra stofnana og ríkisfyrir-
tækja, en eins og fram hefur komið í
fréttum hafa forstjóri Þjóðhags-
stofnunar og forstjóri Byggðastofn-
unar nýlega fengið sér nýja jeppa.
Þingmenn bentu á að þessi kaup
væri ekki trúverðug á sama tíma og
verið væri að skerða starfskjör ann-
arra opinberra starfsmanna eins og
t.d. hjúkranarfræðinga sem vinna á
sjúkrahúsum.
Sighvatur Björgvinsson sagðist
hafa tekið ákvörðun um að óska eft-
ir upplýsingum um starfskjör for-
stöðumanna viðskiptabanka í eigu
ríkisins og annarra opinberra lána-
stofnana. Hann sagði eðlilegt að
þessi kjör væra allstaðar hin sömu
og að bflafríðindin væra sniðin að
bflafríðindum ráðherra, en hann
sagðist hafa gran um að sumir for-
stöðumenn banka og lánasjóða njóti
betri kjara í þessum efnum en ráð-
herrar.
Sighvatur sagðist ekki hafa vald til
að skipta sér af því hvemig bfla
Seðlabankinn kaupi og vitnaði í því
sambandi til laga um bankann. Þetta
gagnrýndu þingmenn. Ólafiir Ragn-
ar Grímsson (Alb.) benti t.d. á að
ráðherra geti beint tilmælum til
bankans eins og heilbrigðisráðherra
hafi gert þegar ákveðið var að segja
upp starfsfólki bamaheimila sem
sjúkrahúsin reka. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir (Kvl.) sagði undarlegt
hvað ráðherrann sé valdalaus í þessu
máli. Ráðherra skorti ekki vald þeg-
ar skerða þurfi kjör hjá almennu
launafólki. Nú sé hins vegar ekkert
hægt að gera eftir því sem ráðherr-
ann segir.
-EÓ
Margnota
dömubindi
Margnota dömubindi úr hreinu
bómullarefni eru umhverfisvæn og
kærkomin nýjung á markaðnum
fyrir þær konur sem hafa ofnæmi
fyrir dömubindum úr pappír og
þeirra sem þurfa aft nota dömubindi
alladaga.
Það er fyrirtækið Ýmus hf. sem hef-
ur hafið innflutning á þessu þarfa-
þingi og hyggst ennfremur fram-
leiða þessi dömubindi hér á landi.
Auðvelt er að þrífa þessi margnota
dömubindi og eins munu þau vera
þægileg í notkun.
Þessi dömubindi er einnig sögð
vera í anda nýrrar umhverfisstefnu
þar sem um er að ræða minni papp-
írsnotkun, minna sorp og veralega
kostnaðarlækkun. -GRH