Tíminn - 12.10.1993, Qupperneq 3
Þriðjudagur 12. október 1993
Tíminn 3
Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra sendir umhverfisráðherra Bretlands bréf vegna
breytinga á kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield:
Lýsir fullri ábyrgð á hendur Breta
össur Skarphéðinsson umhverfis-
ráðherra hefur sent umhverfisraft-
herra Bretlands bréf þar sem segir
að ísland muni gera hvem þann að-
ila sem veldur aukinni mengun í
efnahagslögsögu Islands ábyrgan
fyrir hugsanlegu tjóni sem íslend-
ingar verða fyrir af þeim sökum.
Umhverfisráðherra gefur þessa yf-
iriýsingu með tilvísun til mengun-
arbótareglunnar sem staðfest er í
Ríóyfirlýsingunni um umhverfi og
þróun og samþykkt var á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Ríó de Ja-
neiró í júní árið 1992.
Þann 4. október síðastliðinn rann
út frestur sem bresk stjómvöld
veittu til athugasemda við umsókn
forráðamanna kjamorkuendur-
vinnslustöðvarinnar í Sellafield um
að auka endurvinnslu á geislavirk-
um úrgangi í stöðinni. íslensk
stjómvöld gerðu athugasemdir við
umsóknina á gmndvelli þess að ekki
hafi með óyggjandi rökum verið
sýnt fram á að geislamengun aukist
ekki við fyrirhugaðar breytingar á
endurvinnslustöðinni í Sellafield.
í bréfi Össurar til Johns Gummers,
umhverfisráðherra Bretlands, er
bent á mengunarhættu hér við land
og hugsanleg neikvæð áhrif aukinn-
ar geislamengunar í Norður-Atl-
antshafi og Norður-íshafi á sjálf-
bæra nýtingu auðlinda sjávar á
þessu svæði. Lýst er fullri ábyrgð á
hendur Breta ef breytingamar á Sel-
Iafieldstöðunni leiða til aukinnar
mengunar við ísland.
Kosið í nefndir á Alþingi:
Mannabreytingar
hjá krötunum
Um 60%
Um miðjan síðasta mánuð voru
um 60% fleiri á atvinnuleysis-
skrá borgarinnar en á sama
tfma í fyrra eða hátt í 2.300
manns miðað við hátt í 1.400 á
sama tíma í fyrra.
Eins og í fyrra eru heldur fleiri
konur skráðar atvinnulausar en
kariar. Þær eru nú 1.248 á móti
1.016 körhim en á sama tíma í
fyrra voru 718 konur atvinnu-
lausarámóti647körium. -Hl*
Kosið var í nefndir Alþingis í fyrra-
dag. Nokkrar breytingar urðu á
nefndum, fyrst og fremst hjá Alþýðu-
flokknum. Búið er að kjósa formann
og varaformann í utanríkismála-
nefnd, en eftir er að kjósa formenn
annarra nefnda. Björn Bjamason
(Sjfl.) var endurkjörinn formaður ut-
anrikismálanefndar og Steingrímur
Hermannsson (Frfl.) var kjörinn
varaformaður í stað Rannveigar Guð-
mundsdóttur (Alfl.).
Sigbjöm Gunnarsson (Alfl.) var kjör-
inn í fjárlaganefnd í stað Karls Stein-
ars Guðnasonar sem hætt hefúr þing-
mennsku. Sigbjöm mun jafnftamt
taka við formennsku í nefndinni af
Karli Steinari. Gunnlaugur Stefáns-
son (Alfl.) settist í heilbrigðisnefnd í
stað Sigbjöms. Gísli Einarsson (Alfl.)
var kjörinn í félagsmálanefnd í stað
Gunnlaugs Stefánssonar. Gísli sest
einnig í iðnaðamefnd í stað Össurar
Skarphéðinssonar (Alfl.) og í landbún-
aðamefnd f stað Sigbjöms Gunnars-
sonar. Petrina Baldursdóttir var kjörin
í samgöngunefnd í stað Sigbjöms
Gunnarssonar, í menntamálanefnd í
stað Rannveigar Guðmundsdóttur og
í umhverfisnefnd í stað Gunnlaugs
Stefánssonar. Gunnlaugur var kjörinn
í sjávarútvegsnefnd í stað Össurar
Skarphéðinssonar.
Þá gerði Kvennalistinn þá breytingu
hjá sér að Anna Ólafsdóttir Bjömsson
var kjörin aðalmaður í utanríkismála-
nefnd í stað Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. Ingibjörg Sólrún verður
varamaður í nefndinni. -EÓ
Samdráttur einkennir tölur
um framleiðslu búvara á síð-
asta verðlagsári:
Sala á kjöti
minnkaöi
um 6,8%
Sala á kjöti dróst saman um 6,8% á
síðasta verðlagsári, en því lauk 31.
ágúst síðastliðinn. Samdrátturinn
kemur nær allur fram í minni sölu
á kindakjöti, en sala á því dróst
saman um 15,8%. Samdrátturinn í
sölu á kindakjöti er ekki alveg
marktækur vegna kjötútsölu sem
ríkissjóður stóð fyrir sfðla sumars í
fyrra.
Sala á svínakjöti jókst um tæp 5%
á síðasta verðlagsári og virðist svína-
kjötið stöðugt vera að vinna markað
af öðrum kjötgreinum. Sala á nauta-
kjöti stóð nánast í stað milli verð-
lagsára. Hins vegar jókst sala á
hrossakjöti um 17,4%. Þá dróst sala
á alifuglakjöti saman um 2,3%.
Framleiðsla á kjöti jókst á síðasta
verðlagsári um 2,9%. Aukning var í
öllum kjötgreinum nema kindakjöti
þar sem framleiðsla dróst saman um
1%. Á þessu tímabili framleiddu ís-
lenskir bændur 17.398 tonn af kjöti,
en salan nam 16.433 tonnum. Nær
öll umframleiðslan skýrist af of-
framleiðslu á kindakjöti.
Sala og framleiðsla á mjólk dróst
saman um u.þ.b. 1,5% á síðasta
verðlagsári. Samdráttur var einnig
hjá eggjabændum. Framleiðslan
dróst saman um 4,7%, en salan um
2,8%.
-EÓ
Nuer
þrefaldur
vmningur
var
hann
156.480.000kr
Spilaöu meö fyrir kl. 4
á miðvikudaginn!