Tíminn - 12.10.1993, Side 6
6 Tfminn
Þriðjudagur 12. október 1993
Forsætisráðherra Kanada, Kim Campbell, á undir högg að sækja
Púöur í
kosninga-
slagnum
„Leyfið mér fyrst að sigra í kosningunum og spyrjið mig svo,“ svarar Jean
Chrétien spurningu fréttamanna um hvað hann ætli að gera eftir að vera
orðinn forsætisráðherra. En nú benda allar kosningakannanir til að þessi
franskkynjaði Kanadamaður vermi þann eftirsótta stól næsta kjörtímabil
eftir þingkosningarnar í Kanada 25. október nk.
Kosningahríð tröllríður nú kan-
adískum fjölmiðlum með venju-
legum uppákomum og gríni, sem
íslendingar og aðrir þekkja, sem
búa við svonefnt lýðræði. FVrir fá-
um dögum áttust forystumenn
fimm stærstu stjómmálaflokk-
anna við í sjónvarpi. Umræður
fóru fram tvö kvöld í röð; hið fyrra
á frönsku, en síðara á ensku. í
Kanada tala menn tveim tungum
opinberlega og enginn alvöru
stjómmálamaður kemst upp með
að geta ekki bjargað sér á báðum, -
í þingræðum þykir snjallast að
segja aðra hvora setningu á
frönsku og hinar á ensku. Umræð-
ur þessar í sjónvarpi segja menn
að venjulega ríði baggamuninn
um niðurstöður kosninga og að
þær geti jafhvel gerbreytt fylgi
frambjóðenda eftir frammistöðu.
Hafa sumir haft á orði að það væm
undarlegar niðurstöður kosninga í
lýðræðisríki sem réðust af þriggja
stunda (x2, þegar tungumar em
lagðar samanl) orðaskaki, sem
helst líkist vestfirskum kosninga-
fundi. Ásakanir og klögumál
ganga á víxl, en kjósendur verða
litlu nær um stefnumið eða ætl-
unarverk eftir kosningar. Forystu-
mennimir em lokaðir inni dagana
fyrir sjónvarpsorrahríð þessa, þar
sem þeim em Iagðar línumar og
orð í munn, þeir snyrtir og fægðir
og kennt að tala og hreyfa sig.
Þjálfarar þeirra leggja ríkt á við þá
að fara nú ekki að segja eitthvað af
alvöm sem þurfi svo að fara að
skýra og leggja út af í löngu máli
næstu daga.
Glistrup Kanada
Spútnikinn á stjómmálahimnin-
um, Preston nokkur Manning,
stýrir nýjum flokki, Umbótaflokk-
inum. Hann virtist kunna á þessu
góð tök. Manning þessi er Glistmp
Kanada og veit á öllu góðar og ein-
faldar lausnir sem andstæðingar
hans kalla ólýðræðislegar og hið
versta lýðskmm. í sjónvarpinu
beindi hann mestanpart spuming-
um til hinna, enda hafði hann ekk-
ert að verja, þar sem um nýjan
flokk er að ræða sem tekur nú
vænt fylgi frá íhaldsflokknum og
Kim Campbell, núverandi forsæt-
isráðherra Kanada. Hún á við
ramman reip að draga sem eftir-
maður Brians Mulroney, en hann
hvarf af sviðinu fyrir skömmu sem
óvinsælasti forsætisráðherra Kan-
ada frá upphafi. Kim Campbell
kvaðst ekki geta farið nákvæmlega
út í að skýra í skömmum viðræð-
um hvemig hún ætlaði að lækka
fjárlagahallann. Eftir á var hún
ásökuð um hroka og merkilegheit,
þótt vissulega segði aumingja kon-
an satt með fjóra gjammandi and-
stæðinga í kringum sig með ásak-
andi vísifingur á lofti eins og kú-
rekar í byssuleik. Af veikum mætti
.Leyfiö mér fyrst að sigra t kosningunum, spyrjiö mig svo, “ segir Jean Chrétien
sem fer fyrir Frjálslynda flokknum. Hann á góðan kost á forsætisráðherrastóln-
um.
hefur hún reynt að benda á þá
fleygu setningu Chrétiens, sem
vitnað er til fremst og sagt, að
hann væri ekki hótinu betri.
Slappur í ensku
En enginn vænir Jean Chrétien
um hroka. Hann er sveitarforingi
Frjálslynda flokksins og glottir út í
annað, enda lamaður vöðvi í ann-
ari kinninni. Þótt ýmsum finnist
hann vera af þreyttri sort stjóm-
málamanna og þarfnist endumýj-
unar hefur hann vissulega þann
sjarma sem fólk vill gjaman sjá hjá
leiðtogum sínum og skítt þá með
annað. Framburður hans á ensku
máli er afar franskur og stundum á
hann auðsjáanlega erfitt með að
finna réttu orðin á ensku og lætur
þá bara frönskuna gossa. Kanada-
maður nokkur af bresku kyni segir
að þetta sé höfuðkostur og ætlar
að kjósa hann. Forsætisráðherra,
sem kunni ekki einu sinni að segja
Kanada skammlaust, eigi örðugt
með að skrökva að sér, svo að hann
skilji.
Chrétien hefur lagt mikla áherslu
á að gagnrýna fyrri stjóm íhalds-
manna fyrir að eiga sök á hrika-
legu atvinnuleysi. í þessu landi,
sem er einna ríkast allra landa að
náttúrugæðum, er atvinnuleysi
meira en 10%. Hann segir íhalds-
menn láta þetta sig engu varða og
sinni einvörðungu ríkisbubbun-
um. Kim Campbell svarar fullum
hálsi og segir að hún sé sú eina
sem komi með frambærilegar
lausnir á efnahagsvandanum og
láti sig fjárlagahallann skipta.
(Auðvitað eru menn hér ekkert
frekar en sums staðar annars stað-
ar sammála um hve hár sá vondi
Audrey McLaughlin, nýdemókrati.
halli sé og er þráttað um tölur frá 8
milljörðum til 35 milljarða doll-
ara). Sé nú unnið af raunsæi að
lausn efnahagsvandans og réttur
við fjárlagahallinn, komi af sjálfu
sér að efnahagur heimilanna rétt-
ist við og bætist bú bænda með
nýjum atvinnukostum. NAFTA,
hið nýja efnahagsbandalag Mex-
fkó, Bandaríkjanna og Kanada, er
þeim líka tamt á tungu. Frjáls-
lyndir þykjast vilja þar fá breyt-
ingu, en þeim er þá bent af lítilli
kurteisi á að þeir kusu yfir sig
samninginn á þingi og höfðu þá
ekki uppi ýkja mikil mótmæli þeg-
ar þeir áttu þess kost. Nú séu þeir
bara að reyna að vinna sér fylgi
Kim Campbell, forsætisráðherra, kann að láta á sérbera og er orðhvöss. En hún
á við ramman reip að draga f kosningabaráttunni. íhaldsflokkurinn tapar fylgi.
andstæðinga samningsins og
kveði síðan við annan róm að
kosningum loknum.
Hrekktir sjúklingar
Heilbrigðiskerfið hefur og verið
eitt aðalumræðuefnið, hér eins og
á íslandi. Audrey McLaughlin stýr-
ir NDP, Nýjum Demókrötum, sem
er eins og nafnið bendir til krata-
flokkur af bestu sort. TVygginga-
mál og gott heilbrigðiskerfi eru
henni mikið hjartans mál og hefur
hún verið einna duglegust við að
gagnrýna stallsystur sína Kim
Campbell fyrir að hrekkja sjúk-
linga, þótt Jean Chrétien láti
vissulega í sér heyra stundum um
sama efni. Chrétien fræddi Kim
Campbell á að Kanadamenn færu
ekki inn á spítala af því að þeir
væru ríkir heldur af því að þeir
væru veikir. Þótti þetta gott inn-
legg í málin.
Audrey þessi McLaughlin þótti
réttilega standa sig einna best í
sjónvarpsumræðunum, þótt
stundum ætti hún bágt með að yf-
irgnæfa lætin í hákörlunum. Eftir
á lýstu margir kjósendur því yfir
að þeir vildu gjama kjósa hana og
krataflokkinn hennar en ætluðu
þó ekki að gera það. Þeir óttast að
atkvæðið fari forgörðum og hyggj-
ast því frekar styðja Frjálslynda
flokkinn til valda. Kannanir spá
því að NDP fái aðeins 8 af hundraði
þeirra kjósenda sem nú hafa
ákveðið sig. Frjálslyndir, með Jean
Chrétien í fararbroddi, hafa hins-
vegar greinilega forystu allra
flokka, þótt ekki nái þeir meiri-
hluta með 37 af hundraði. En allir
búast við minnihlutastjóm Frjáls-
lynda flokksins, en enginn talar
um samsteypustjórn, þótt vissu-
lega sýnist sem margt sé skylt með
frjálslyndum og NDP, a.m.k. fyrir
kosningar.
íhaldiö á undanhaldi
Stórar breytingar verða að gerast,
ef íhaldsflokkurinn á eftir að ná
sér á strik á svo skömmum tíma.
Kannanir gefa honum fylgi 22 af
hundraði og það sem er alvarleg-
ast í þeirra augum er að Umbóta-
flokkurinn með - að dómi and-
stæðinganna - hinn viðurstyggi-
lega lýðskrumara Preston Mann-
ing, er orðinn þeim mun stærri að
fylgi í enskumælandi hémðum
Kanada. Sá flokkur hefur á lands-
vísu fylgi 18 hundruðustu ákveð-
inna kjósenda. Campbell reynir að
gera lítið úr (Hvað á hún líka að
segja, blessunin?). Hún bendir á
að 11 af hundraði séu enn
óákveðnir, en svo mikið er víst að
nú em hvergi spömð hin breiðu
spjót í árásum á Preston litla
Manning, en hann er mjór og lág-
vaxinn með skræka rödd. Hann er
brosmildur þessa daga, er býsna
rökfastur og sópar að sér fylgi úr
vesturhémðum og þar með ís-
lendingabyggðum, einkum frá
íhaldinu. Gamalt og gróið krata-
fylgi NDP hleypur í staðinn yfir á
Frjálslynda til þess að verja garð-
ana, enda segir Chrétien með
syngjandi frönskum hreim: Komið
til sigurvegaranna og takið þátt í
stjómmálum í stað þess að vera
áhorfendur og fleygja atkvæðinu á
þá sem tapa.
Québec vill
sjálfsstjóm
Québec-búar eiga sér eigin flokk,
sem eingöngu býður fram þar í
sveit og heitir Bloc Québécois. Þar
er í fyrirrúmi myndarkarl að nafni
Lucien Bouchard og hefur nú í
könnunum 13% alls fylgis, þótt
ekki sé boðið fram um allt ríkið.
Hann gerir þeim Campbell og
Chrétien marga skráveifuna og
þrátta þeir um það, Bouchard og
Chrétien, hvor tali enskuna með
meiri frönskuhreim og skiptir það
auðvitað sköpum í þessu frönsku-
mælandi héraði. Meginstefha Qué-
bec-flokksins er að ná sjálfsstjóm í
Québec.
Ekki verður við þetta skilist án
þess að minnast á ýmsa og all-
marga smáflokka sem bjóða fram.
Þeir fengu ekki að vera í sjónvarp-
inu með stóm krökkunum, en
fengu eigin tíma degi síðar. Kenn-
ir þar ýmissa grasa: Kristilegur
flokkur Biblíubókstafsins (hér
væm engir glæpir ef Jesús Kristur
væri settur í öndvegið), Marx-Len-
ínistar (ó, já), Græni flokkurinn
(umhverfisvænir og hatast við að
leggja vegi undir blikkbeljur),
Flokkur hugleiðinga og krafta-
verka (sem Bárður Snæfellsás gæti
verið fullsæmdur af) og nokkrir
fleiri af svipuðum toga. I umræð-
um leiðtoga þessara flokka kvað
heldur en ekki við annan róm.
Prúðmennskan uppmáluð, lítil
sem engin framíköll og menn
skýrðu stefnu sína af einlægni og
rökfestu. Þetta var eins og ekki
væri um stjórnmálafund að ræða,
-n nú, enda kannski ekki um
stjómmálamenn að ræða. Kanada-
manni varð á orði: „Verstur skoll-
inn að ekki er hægt að kjósa neinn
þeirra án þess að kasta atkvæði
sínu á glæ,“ enda á enginn þeirra
sér nokkurt færi að spillast á þing-
setu. Samtals er þeim spáð 3 af
hundraði.
Þegar reykinn leggur og byssum-
ar hljóðna að kvöldi 25. október
verða sennilega komnir nýir
landsfeður og -mæður í ráðherra-
stólana og að ýmsu breytt lið sem
vermir þingbekkina í Ottawa. En
að öðm leyti fastir liðir eins og
venjulega.
E. Hanson
Saskatchewan, Kanada.