Tíminn - 12.10.1993, Qupperneq 8

Tíminn - 12.10.1993, Qupperneq 8
12Tíminn Þriðjudagur 12. október 1993 Stjómmálaskóli FUF Stjómmálaskóli Félags ungra framsóknarmanna f Reykjavfk hefst þriðjudaginn 19. október n.k. að Hafnarstræti 20, 3. hæð. Meðal námsefnis: Ræðumennska og fundarsköp. Leiðbeinandi Vigdls Hauksdóttir, varaformaöur FUF Reykjavfk. Skráning fer fram ð skrifstofu Framsóknarflokksins, sfmi 624480, fyrir föstudag- Inn 15. október. Syómki Vestur-Skaftfellingar Aöalfundur framsóknarfélaganna f Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn I veit- ingasalnum Ströndinnl I Vlkurskála föstudaginn 15. október Id. 21.00. Oagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltnja ð Kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Á fundinn koma Jón Helgason alþinglsmaöur og Ólafia Ingólfsdóttir, formaður KSFS. Nýir félagar velkomnir. Slfómin Kópavogur—Opið hús Opið hús veröur hjá Framsóknarflokknum I Kópavogi á laugardögum kl. 10-12 að Digranesvegi 12. Komiö og spjallið um bæjar- og landsmálin. Heitt á könn- unni. Mosfellsbær — Kjalames — Kjós Aöalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn laugardaginn 16. októ- ber n.k. kl. 17.00 I sal félagsins að Háholti 14 I Mosfellsbæ. Nánar auglýst slðar. Stfómin Suðurland Steingrfmur Kjördæmisþing framsóknarmanna á Suöurfandi verður haldiö laugardaginn 23. október 1993 I Vestmannaeyjum og hefst kl. 10.00 árdegls. Dagskrá nánar aug- lýstslöar. Stfóm KSFS Norðuríandskjördæmi eystra Kjördæmisþing framsóknarmanna I Noröurfandskjördæmi eystra verður haldið að Stórutjamaskóia f Ljósavstnshreppi laugardaginn 16. okL nk. og hefst kL 10:00 f.h. stundvtolega. Aðaldagskrármálið verður hið alvarfega stjómmálaástand sem nú ríkir I landinu. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, verður gestur þings- ins. Formenn félaga eru hvattir til aö halda aðalfundi I félögunum og kjósa fulltrúa á þingiö. Kolbrún Þormóðsdóttir mun aðstoöa viö undirbúning þingsins og ber aö tilkynna þátttöku til hennar I slma 21180, Akureyrf. Stjóm KFNE Aðalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verður haldinn I sal félagsins að Háholti 14, Mosfellsbæ, 16. október n.k. Id. 17:00. Fundarefni: Venjuleg aöatfundarstörf og þar með talið kjör fulltrúa á kjördæmisþing frarrv- sóknarmanna á Reykjanesi. Framboösmál og önnur mál. Að aöalfundi loknum veröur gert hlé til skrafs og viöræöna kl. 20:15 og þá hefst kvöldveröur. Gestir fundarins verða Steingrímur Hermannsson og frú Edda Guðmundsdóttir. Fólki, sem ekki hefur tök á að mæta á aðalfund, er bent á, aö það er velkomiö með gesti slna I hlé eftir aöalfund og sföan til kvöldveröarins. Vrnsamlega hafið samband við Gytfa Guöjónsson (vs. 985-20042, hs. 666442) og Sigurö Skarphéðinsson (vs. 667217 og hs. 666322). Hafiö samband fyrir föstudagskvöld. sýómin Framsóknarfélag Siglufjarðar heldur aöalfund miövikudaginn 13. október kl. 20.30 aö Suðurgötu 4 Siglufiröi. Dagskrá: 1. Aöalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 3. Kosning fulltrúa á aöatfund miðstjómar Framsóknarflokksins 4. Önnur mál Stjómin. Norðuríandskjördæmi eystra Kjördæmisþing verður haldið 16. október næstkomandi. Formenn félaga eru hvattir til að halda aðalfundi og kjósa fulltrúa á þingið. Dag- skrá og fundarstaður nánar auglýst slöar. KFNE Aðalfundur Framsóknarfé- lags Ámessýslu veröur haldinn I Framsóknarhúsinu, Eyrarvegi 15, Selfossi, mánudaginn 18. október kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðatfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing 3. Önnur mál Sjjómin Verkafólk Rangárvallasýslu Aðalfundur Verkalýösfélagsins Rangæings veröur haldinn I Verkalýðshúsinu á Hellu 28. október 1993 kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin Minningartónleikar Páll Isólfsson. Um þcssar mundir er minnst aldar- afmælis Páls ísólfssonar tónlistar- manns, en hann fæddist á Stokks- eyri 12. október 1893. Meðal atriða af þessu tilefni voru tónleikar í ís- lensku óperunni 9. október á veg- um Styrktarfélags Óperunnar, þar sem þau Ingibjörg Marteinsdóttir sópran, Þorgeir Andrésson tenór og Lára Rafnsdóttir píanóleikari fluttu sönglög og þijú píanóstykki eftir tónskáldið. Jafnframt gerði Jón Þórarinsson tónskáld í tónleika- skránni stutta grein fyrir ferli lista- mannsins og verkunum sem flutt voru. Nú orðið er næstum ógemingur að gera sér grein fyrir þeirri byltingu sem orðið hefúr í tónlistarlífi íslend- inga á þessari öld. Páll ísólfsson varð fyrstur langskólagenginna tónlistar- manna til að setjast að hér á landi — Jón Leifs, jafnaldri hans og skóla- bróðir í Leipzig, og Sveinbjöm Sveinbjömsson störfuðu mest- megnis erlendis. Þegar Páll kom heim frá Þýskalandi árið 1921, há- lærður í tónlist og organleik, biðu hans í fyrstu ekkert nema snöp við einkakennslu á píanó; árið 1924 varð hann stjómandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og 1926 organisti Frí- kirkjunnar. Árið 1930 hlaut Páll fyrstu verðlaun í samkeppni um Al- þingishátíðarkantötu; það ár var Ríkisútvarpið stofnað og Tónlistar- skólinn í Reykjavík og varð Páll fyrsti skólastjóri hans jafnframt því sem hann tengdist útvarpinu órjúf- anlegum böndum. Þegar Sigfús Ein- arsson féll frá árið 1939 tók Páll við stöðu organleikara Dómkirkjunnar. Á efri ámm taldist honum svo til að hann hefði spilað við um 2000 mess- ur um dagana og 2500 jarðarfarir, og að auki setið um 3000 fúndi. A tónleikunum í íslensku ópemnni varð okkur ljóst hve ríkan þátt Páll ísólfsson á í þeim menningarjarð- vegi sem vér, sem nú emm mið- aldra, uxum upp í. Lögin hans virð- ast oss jafn íslensk og landið sjálft. Nú heyrast þau hins vegar tæplega Iengur nema sem „síðasta lag fyrir fréttir" eða óskalög í þætti Her- manns Ragnars. Þama vom m.a. Máríuvers úr Gullna hliðinu, Blítt er undir björkunum, Hrosshár í strengjum, Víst ertu, Jesú, kóngur klár, Idagskeinsól, Kossavísur, Sá- uð þið hana systur mína, Heyrðu snöggvast Snati minn og Litla kvæðið um litlu hjónin — hin síð- astnefndu tvö sem aukalög. Flest em þessi sönglög smágerð og þola illa stórstöng með ógurlegu vfbra- tói; Ingibjörgu tókst Ld. langbest upp þegar hún skrúfaði niður í stóm röddinni og söng með þokkafullum hætti og áherslu á skýran textafram- burð Kossavísumar og Litlu hjónin. Þorgeir hefúr aðdáanlegan texta- framburð — hjá honum skilst ævin- lega hvert orð — og hann flutti sönglögin yfirleitt vel, þótt röddin mætti einhvern veginn vera liðugri á stundum. Sennilega em bæði hann og Ingibjörg frekar á ópemlín- unni en í sönglögunum. Lára Rafnsdóttir spilaði af smekk- vísi með söngvumnum, og píanó- stykkin þrjú op. 5, Burlesca, Inter- mezzo, Capriccio, flutti hún mjög vel. Lára er í stöðugri sókn sem pf- anóleikari. Páll ísólfsson markaði með ævi- starfi sínu gríðarleg og varanleg spor í tónlistarlífí íslendinga. Hans varð hlutskipti „generalistans", brautryðjandans sem víða þarf að taka til hendi, og getur því ekki ein- beitt sér að einhverju einu. Mikið var látið af honum sem organista, og sumir sögðu hann vera í fremstu röð í veröldinni á því sviði — enda er nú verið að endurútgefa orgelleik hans á geisladiskum — en kannski hefði hann orðið ennþá betri organ- isti ef hann hefði einbeitt sér að því. Sömuleiðis em tónsmíðar hans, svo hugþekkar og ágætar sem þær em, engin stórvirki, og reyndar er hann bestur í smálögunum. En enginn einn maður hefur líklega verið harð- ari í því að halda Bach og annarri æðri tónlist að þjóðinni, gegnum útvarpið og Tónlistarskólann, og á tónleikum, og enda þótt margt það frækom hafi fallið í hrjóstmgan jarðveg, eins og orðið „sinfóníu- garg“ er órækastur vitnisburður um, þá bám mörg sáðkorn hans ávöxt í þeirri tónlistarmenningu þjóðarinnar sem við nú njótum. Sig. SL Norrœnt kvennaþing í ágúst nk., Nordisk Forum: r o I Abo í Finnlandi Norrænt kvennaþing um jafnréttis- mál, Nordisk Foram, verður haldiö í annað sinn í boði Norrænu ráðherra- nefndarinnar í ágúst 1994. Nú hefur þinginu verið valinn staður í Ábo í Finnlandi og tíminn 1.-6. ágúst 1994. Fyrsta þingið var haldið í Osló í ágúst 1988 og er meira en 800 ís- lenskum konum minnisstætt, þar sem þær blönduðu geði og gleði við kynsystur sínar frá öðram Norður- löndum. Yfirskrift NF ‘94 er „Líf og störf kvenna — gleði og frelsi" og mark- miðið er sem fyrr að efla norræna samvinnu um jafnréttismál og vekja áhuga einstaklinga, kvennasamtaka og yfirvalda á jafnréttismálum og stuðla að samvinnu landanna á þessu sviði. íslensk undirbúningsnefnd NF hefur þegar unnið mikið starf og er þó meira starf framundan. Formaður nefndarinnar er Valgerður Gunnars- dóttir, en starfsmaður Bima Hreiðars- dóttir sem hefur aðsetur á skrifstofu jafnréttismála. Landsnefnd NF var stofriuð sl. vor og er hennar hlutverk að miðla upplýsingum og virkja „gras- rótina" til þátttöku í Nordisk Forum. Nú þegar er fjöldi félagasamtaka og einstaklinga hér á landi í fullum gangi að undirbúa íslenskt framlag á NF, bæði á eigin vegum og í samstarfi við aðra hópa á Norðurlöndunum. Á NF '94 verður auðvitað mikið um NORDISKT FORUM , - 6 AUGUSTl 1994 • ÁBO • FINLAND Veggspjald Nordisk Forum fyrir 1994 er eftir sænsku konuna Maivor Pers- son. Þaö var valiö ísamkeppni, en 261 spjald barst I keppnina, alls staö- ar aö frá Noröurlöndum. að vera. Þar verður dagskrá á vegum framkvæmdanefndarinnar, þar sem m.a. verður tekið til umíjöllunar nor- ræna velferðarkerfið, frumbyggjakon- ur og konur í þriðja heiminum. Þá stendur framkvæmdanefndin fyrir vinnusemínar um kvennaþing Sam- einuðu þjóðanna, sem haldið verður í Peking árið 1995. Haldin verður jafn- réttisráðstefna og sveitarstjómarráð- stefna. Þar verður menningardagskri Temahús verða sett upp í Ábo þar sem svipað framlag kvenna frá Norð- urlöndunum verður sett undir sama þak. Þá verður komið upp temahom- um á NF, þar sem hver sem er getur fengið hálftíma í senn til ráðstöfunar til að segja frá hugðarefnum sínum. Það verður margt og mikið á boðstól- um, ekki síst félagsskapur og skoðana- skipti við frænkur á Norðurlöndum og framandi gesti. Nú verður þess gætt að hafa túlkun á ensku í boði, en fyrir 6 árum, í Ósló, mun hafa gætt nokk- urrar óánægju kvenna frá .jaðarþjóð- unum“ vegna tungumálaörðugleika. Ábo er háskólabær og því mikið úrval af gistimöguleikum á ýmsu verði. Samið hefúr verið við Flugleiðir um hagstæð fargjöld og ýmsir möguleikar munu á stuðningi hagsmunafélaga. Það þarf því hreint ekki að vera óyfir- stíganlegur fjárhagslegur þröskuldur, sem kemur í veg fyrir að íslenskar konur komist til Ábo í ágústbyrjun 1994. Kynningar- og hvatn- ingarfundur Sunnudaginn 24. október nk. boðar undirbúningsnefnd NF ‘94 til opins fundar á Hótel Borg kl. 13.00-17.00 tíl að kynna Nordisk Forum ‘94. Þar verður fjölbreytt dagskrá í boði, sagt frá undirbúningi og gestír fá sýnis- hom af því sem í boði verður í Ábo næsta sumar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.