Tíminn - 12.10.1993, Side 9

Tíminn - 12.10.1993, Side 9
Þriðjudagur 12. október 1993 Tíminn 13 ■ DAGBÓK Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Leshringur úr Sturlungu kl. 17-18.30 í dag í Risinu, austursal. Þriðjudagshópurinn kemur saman í Risinu kl. 20 í kvöld. Sigvaldi stjómar. Rabb um rannsóknir og kvennafræði í dag, þriðjudaginn 12. okt, mun Mar- grét Jónsdóttir félagsfræðingur fjalla um rannsóknir sfnar á stöðu og hlutverkum kvenna í þremur trúarhópum á íslandi. Rabbið, sem er á vegum Rannsóknastofu í kvennaffæðum við Háskóla íslands, verður í stofu 311 í Ámagarði kl. 12 til 13. Hafnarborg: Sýning í tilefni af 5 ára afmæli Frá 9. til 25. október verður í Hafnarborg sýning á verkum f eigu stofhunarinnar. Sýningin er haldin í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá stofnun Hafnarborgar, en fimm ár frá formlegri opnun hennar 1988. Tíu ár em liðin síðan dr. Sverrir Magn- ússon og kona hans Ingibjörg Sigurjóns- dóttir gáfú Hafnarfjarðarbæ húseign sína við Strandgötu, ásamt veglegu lista- verkasafni og nokkmm bókakosti, en með þeirri gjöf var Iagður grunnur að Hafnarborg. Næstu fimm ámm var varið til umfangsmikilla byggingarfram- kvæmda og árið 1988 hófst starfsemi Hafnarborgar af krafti í nýjum og glæsi- legum salarkynnum. Á þeim fimm ámm, sem sfðan em liðin, hefúr verið öflug starfsemi í Hafnarborg, myndlistarsýn- ingar, tónleikahald og aðrir menningar- viðburðir. Á þessum tímamótum hefur verið gefin út bók sem inniheldur annál starfsem- innar sfðustu fimm ár, auk greina sem tengjast starfinu og skrár yfir listaverka- eign Hafnarborgar. Fjallað er sérstaklega um veglegar listaverkagjafir þeirra Ei- ríks Smith og Elíasar B. Halldórssonar og um utangarðslist Bókin er 140 blað- síður og í henni er fjöldi mynda af lista- verkum, bæði úr safni Haftrarborgar og frá sýningum listamanna þar. Bókin er hönnuð af Jóni Proppé, en flestar Ijós- myndimar í henni tók Lárus Karl Inga- son. Filmuvinnslu og prentun annaðist prentsmiðjan Prisma í Hafnarfirði. Bók- in verður til sölu í Hafnarborg. í tilefni af því að tfu ár em liðin frá gjöf dr. Sverris og Ingibjargar hefur stjóm Hafnarborgar verið afhent framlag til stofnunar minningarsjóðs um þau hjón- in. Á bak við þetta framlag standa fimm menn, þeir Ámi Grétar Finnsson, Einar I. Halldórsson, Ellert Borgar Þorvalds- son, Sveinn Guðbjartsson og Þór Gunn- arsson, en þeir hafa lagt fé til sjóðsins ásamt fleiri einstaklingum og fyrirtækj- um. Framlagi þeirra fylgir tillaga að starf- semi og markmiði sjóðsins. Ihenni felst að verja skuli fé úr sjóðnum til að veita táknræna viðurkenningu til þess eða þeirra Hafnfirðinga, sem vakið hafa verð- skuldaða athygli á sviði lista og menn- ingar. Viðurkenningu þessa skal veita ár hvert við sérstaka athöfn sem haldin verður til að minnast framlags þeirra hjóna til menningar- og listalífs í Hafn- arfirði. Ferðafélag íslands: Myndakvöld F.l. annað kvöld Fyrsta myndakvöld vetrarins í Sóknar- salnum, Skipholti 50a, er núna á mið- vikudagskvöldið 13. október og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Fyrir hlé verða sýndar myndir úr einni vinsælustu sum- arleyfisferðinni, Árbókarferðinni „Við rætur Vatnajökuls", sem farin var 7.-11. júlí á slóðir Árbókarinnar 1993. Farar- stjóramir Ámi Bjömsson og Hjalti Krist- geirsson kynna. Eftir hlé sýnir Höskuld- ur Jónsson myndir einnig af svæði Ár- bókarinnan Skaftafell-Kjós. Skemmtileg myndasýning af landsvæði sem á sér fáa lfka hvað fegurð og fjölbreytni í náttúm- fari snertir. Allir velkomnir, félagar sem aðrir. Góðar kaffiveitingar í hléi. Að- gangseyrir 500 kr. (kaffi og meðlæti inni- falið). Fjölmennið! Borgaraleg ferming vorið 1994 Skráning er hafin á námskeið til undir- búnings borgaralegri fermingu vorið 1994. Siðmennt stendur að námskeið- inu, sem undanfarin ár. Upplýsingar veittar hjá Siðmennt (sjá símaskrá). Kínverskir tónlistarmenn með fom hljóðfæri Dagana 7.-19. október verða fimm kín- verskir hljóðfæraleikarar hér á landi á vegum KÍM, Kfnversk-íslenska menn- ingarfélagsins, í tilefni af 40 ára aftnæli þess. Þeir hafa meðferðis þjóðleg kín- versk hljóðfæri fom, það elsta, Sheng sem er einskonar munnorgel, á sér sögu frá því um 1600 f.Kr. Hin hljóðfærin eru yngri, Dizl, bambus-þverflauta, er um 2000 ára gömul, Pípa, fjögurra strengja lúta, um 1300 ára gömul, Eihu, tveggja strengja fiðla, á sér 1200 ára sögu. Yngsta hljóðfærið f hópnum er Yanqin, eins konar „dulcimer", sem barst til Kína nýlega, eða á 16. öld, með arabískum kaupmönnum. Allir hljóðfæraleikaramir em sérfræðingar í kínverskri tónlist, hver á sitt hljóðfæri. Næstu tónleikar þeirra verða í dag, þriðjudag, á ísafirði. 15. október liggur Ieið þeirra til Akraness og 16. október að Revkholti f Borgarfirði. Á eftiisskránni em þjóðlög frá ýmsum hémðum í Kína og Mongólfu, ýmist fyrir einleikshljóðfæri eða öll hljóðfærin sam- an. Þjóðlögin bera falleg og Ijóðræn nöfn á borð við Hundmð fúgla tilbiðja fuglinn Fönix, Regndropar falla á bananalauf og Dansandi gullsnákur. Heimsókn þeirra til íslands er skipu- lögð af Vináttustofnuninni í Peking með aðstoð kínverska sendiráðsins í Reykja- vík. Eiginkona mln, móöir, tengdamóöir og amma Sigurveig Ástgeirsdóttir Kvlsthaga 8, Reykjavík er lést f Landspltalanum aö morgni 5. október verður jarösungin frá Nes- kirkju miövikudaginn 13. októberkl. 13.30. Þorstelnn Finnbogason Ástgeir Þorstelnsson Ambjörg Siguröardóttlr Finnboai J. Þorsteinsson Sjöfn Ágústsdóttlr Kristfn Á. Þorsteinsdóttlr Amdís Þoretelnsdóttir Sólmundur Björgvinsson og bamaböm __________________________/ Elskulegur eiginmaöur minn, fósturfaöir, tengdafaðir, afi og langafi Torfi Sigurðsson Mánaskál, Laxárdal andaöist á Landspitalanum 9. október. Jaröarförín fer fram frá Höskulds- staöakirkju laugardaginn 16. októberkl. 14.00 Agnes Slgurðardóttir Guðni Agnareson Ágústa Hálfdánar Agnar Guðnason bamaböm og bamabamaböm ______________________ J Michael Aspel er framarlega f flokki morgunkaffisgestgjafa, sem hvetja kaffineytendur til að láta eitthvað af hendi rakna til söfnunar góðgerðasjóös til baráttu gegn krabbameini. Smáupphæð fyrir hvern bolla og undirskriftalistum verður komið á framfæri við Heimsmetabók Guinness, enda er hér um heimsframtak að ræða. v ' - V: Morgunstund gefur gull í mund — og nú á morgunkaffibollinn að gera það líka! Mörg er fjáröflunarleiðin og góðu málefnin eru óteljandi. Nýlega var herferð hafin í Bretlandi til að safna fé til sjóðs hjúkrunarkvenna sem berst gegn krabbameini og var þá lögð aðaláherslan á kaffi- neytendur, að þeir létu eitthvað af hendi rakna til sjóðsins í hvert sinn sem þeir fengju sér kaffi- bollal Það fylgdi fréttinni af þessu framtaki að ætlunin væri að fara sömu leið til fláröflunar um heim allan og undirskriftalistum með nöfnum þeirra, sem leggja sitt af mörkum til góðs málefnis í hvert sinn sem þeir njóta kaffibolla, yrði komið á framfæri við Heimsmeta- bók Guinness. Augljósir boðberar boðskaparins voru þeir sem sjá um vinsæla morgunþætti í útvarpi og sjón- varpi, einmitt þegar fólk er að reyna að baksa við að koma sér í stand til að horfast í augu við komandi dag með kaffibolla. í Bretlandi létu því ekki sitt eftir liggja frægar persónur eins og Mi- chael Aspel, Jenny Seagrove, Ga- brielle Drake og Chris Tarrant, m.a. En það hefur líka áreiðanlega munað um þátttöku heils árs- þings Verkamannaflokksins og Brixton-fangelsisins! ÞÆR SETTU SVIP A 20. OLDINA JACQUELINE ONASSIS Síðar þekkti allur heimur hana einfaldlega sem „Jackie". Jacque- line Lee Bouvier fæddist í Sout- hampton, New York, 1929. Hún var ástríðufullt, uppreisnargjarnt bam sem dáðist að öllum dýrum, sérstaklega hundum og hestum, og hún varð afburða hestakona sem sjá má á myndinni. Jacque- line fékk ung stúlka starf við Washington Time-Herald, fyrst sem ljósmyndari, en varð síðar fréttamaður. Og 1952, þegar hún starfaði enn sem Ijósmyndari fyrir Times-Herald, var hún send til að taka myndir af öldungadeildar- þingmanninum frá Massachu- setts, John F. Kennedy. Ári síðar vom þau gift. Þeim fæddust þrjú börn, Caroline (f. 1957), John (f. 1960) og Patrick, sem dó tveim dögum eftir fæðinguna 1963. Þeg- ar JFK varð forseti, beindi nýja forsetafrúin athyglinni sérstak- lega að því að endurskipuleggja Hvíta húsið og vinna að fram- gangi alls kyns listtjáningar. Hún fylgdi manni sínum á ferðum hans og sat við hlið hans í bílnum þegar hann var skotinn 1963. Bandaríkin, já segja má öll heims- byggðin, og Jackie urðu fyrir skelfilegu áfalli. Fimm árum síðar giftist Jackie gríska auðjöfrinum Aristotle Onassis, en hann dó 1975. Eiginmenn Jackie Onassis hafa ekki orðið fleiri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.