Tíminn - 27.11.1993, Qupperneq 4
4 InnUnt XJ - Laugardagur 27. nóvember 1993
Landsfundur Alþýðubandalags
Ólafur Ragnar Grímsson, formaSur AlþýSubandalagsins, á 11. landsfundi flokksins.
Tímamynd Ámi Bjama
Prestsetrin
til kirkjunncir
Frumvarp um að kirkjumálaráðuneyti hætti að reka prestsetur
Ellefta landsfundi Alþýðu-
bandalagsins sem staðið hefur
síðan á fimmtudag lýkur á morg-
un. Um 250 fulltrúar víðs vegar
sitja landsfundinn og er það
svipaður fjöldi og verið hefur en
nokkru færra en t.d. árið 1987
þegar þingfulltrúar voru um 300.
Á fundinum hafa farið fram
Margt
smátt...
Jólasöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar
er hafin
Árleg jólasöfnun Hjálparstofn-
unar kirkjunnar er hafin. Sendir
hafa verið út gíróseðlar og söfn-
unarbaukar inn á heimili og til
fyrirtækja. Því fé sem safnast
verður m.a. varið til að bæta
kjör bama í Andra Pradesh hér-
aði á Indlandi með því að styðja
þau til náms. Þá fer féð til rekst-
urs sjúkrahúss þar, sem er hið
eina fyrir um 200 þúsund
manns og fæst við ríkjandi sjúk-
dóma á svæðinu, einkum augn-
sjúkdóma. Jafnframt verður
styrktur rekstur sjúkraskýlis í S-
Eþíópíu meðal Tseai fólks sem
þjónar um 12 þúsund manns.
Aðstoð við einstaklinga innan-
lands er vaxandi þáttur í starfi
Hjálparstofnunar kirkjunnar. Á
síðasta ári nUtu á fjórða hundrað
marms aðstoðar og félagasamtök
voru styrkt til einstakra verk-
efna. Til þessa var þá varið um
þremur milljónum króna
umræður um aðalmál lands-
fundarins, útflutningsleiðina,
sem er viðamikil tillögugerð í
efnahags- og atvinnumálum. Þá
var einnig fjallað um átakið „ís-
lenskt, já takk', sem miðar að
því að auka markaðshlutdeild
innlendrar framleiðslu og stuðla
þar með að fjölgun atvinnutæki-
færa.
Töluverðar umræður urðu um
tillögu til breytingar á lögum
flokksins þess efnis að formenn
og gjaldkerar fiokksfélaga verði
undanþegnir svonefndri endur-
nýjunarreglu flokksins. En erfitt
hefur reynst að fara eftir þessari
reglu í fámennari flokksfélögum
úti á landi.
í gær var rætt um kjördæma-
málið, en þingflokkur og fram-
kvæmdastjórn flokksins höfðu
undirbúið þá umræðu með sér-
stakri greinargerð. Þá var og
stofnfundur hreyfingar Alþýðu-
bandalagskvenna.
í dag, laugardag, verður innan
ramma landsfundarins ráðstefna
á vegum sveitarstjórnarmanna
Alþýðubandalagsins um niður-
stöður kosninganna um samein-
ingu sveitarfélaga frá 20. nóvem-
ber sl. og um verkefni og framtíð
grunnskólans. Þá hafa nokkrir
listamenn boðað til listamanna-
kaffis í Súlnasalnum þar sem
rætt verður um stjórnmál og
stöðu listgreina.
í landsfundarlok verða kosn-
■ ingar til miðstjórnar og fram-
kvæmdastjómar og í kvöld verð-
ur haldinn landsfundarfagnaður
í Áttþagasalnum. Landsfundin-
um lýkur með afgreiðslu stjóm-
málaályktunar síðdegis á morg-
un, sunnudag.
-GRH
Dóms- og kirkjumálaráðherra
hefur lagt fram frumvörp á Al-
þingi um kirkjumálasjóð og
prestsetur. Samkvæmt fmmvörp-
unum flytjast ákveðin verkefni
sem hafa verið í umsjón kirkju-
málaráðuneytisins til kirkjunnar
sjálfrar.
Kirkjumálasjóður kemur til
með að fá til sín 11,3% af árleg-
um gjöldum sem renna til þjóð-
kirkjusafnaða samkvæmt lögum
um sóknargjöld. Gert er ráð fyrir
að á næsta ári verði þessi upp-
hæð 87,3 milljónir. Verkefni
sjóðsins verða að sjá um kostnað
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
við kirkjuþing, kirkjuráð, presta-
stefnu, biskupsgarð, ráðgjöf í fjöl-
skyldumálum, söngmálastjóm og
tónlistarfræðslu þjóðkirkjunnar
og starfsþjálfun guðfræðikandíd-
ata. Auk þess kemur kirkjumála-
sjóður til með að sjá prestsetra-
sjóði fyrir tekjum.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
kirkjuráð hinnar íslensku þjóð-
kirkju hafi með höndum mnsjón
kirkjumálasjóðs.
Dóms- og kirkjumálaráðherra
hefur einnig lagt fram fmmvarp
um prestsetur. Fmmvarpið gerir
ráð fyrir að stofnaður verði sér-
stakur prestsetrasjóður sem ann-
ist nýbyggingar prestsetra, við-
hald setranna, kaup og sölu
prestsetra, eignakaup á prestjörð-
um og annan rekstur prestsetra
sem ekki greiðist af presti. Gert
er ráð fyrir að kirkjuráð kjósi
þriggja manna stjóm prestsetra-
sjóðs. Reiknað er með að prest-
setrasjóður fái 58,1 milljón úr
kirkjumálasjóði á næsta ári, en
auk þess getur sjóðurinn fengið
tekjur með sölu prestsetra, leigu-
tekjur af prestsetrum o.fl. -EÓ
Við mætingar á mjóu (einbreiðu) slitlagi
þarf önnur hlið bílanna að vera utan slitlagsins.
ALLTAF ÞARF AÐ DRAGA ÚR FERÐ!
*'li&tÉ.
IUMFERÐAR
RÁÐ
ONNUMST ALLAR
ALMENNAR VIÐGERÐIR
Vetrarskoðun kr. 4.950,- m.vsk.
fyrír utan efni.
SÍÐUMÚLA 3-5 • SÍMI 681320
Samkeppnisstofnun
Staða yfirlögfræðings hjá Samkeppnisstofnun
er laus til umsóknar nú þegar. Upplýsingar um
starfið eru veittar í síma 27422. Leitað er eftir
lögfræðingi með starfsreynslu. Laun verða
samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist Samkeppnis-
stofnun, Laugavegi 118, pósthólf 5120,125
Reykjavík fýrir 1. desember 1993.
Um ranga
Pressufrétt
Jón Einar Jakobsson hdl.
skrifaði í gær hér í blaðið leið-
réttingu við það sem hann
kallar .ranga frétt' í Press-
unni. Ekki skal efast um hans
frásögn af málinu. Á hinn
bóginn hafði undirritaður þijá
heimildarmenn fyrir því að
Jón Einar hefði, fyrir hönd
hóps manna, staðið fyrir
hlutaljárloforði sem ekki hefði
verið efnt upp á 2,4 milljónir
króna. Þessum heimildar-
mönnum taldi undirritaður að
mætti treysta til að vera mjög
vel kunnugir innviðum máls-
ins og hafði fyrirfram enga
ástæðu til að efast um orð
þeirra. Eðlilegt er því að álykta
sem þeir hafi annað hvort lek-
ið ,misvísandi' upplýsingum
eða þeir telji hreinlega að mál-
ið sé öðru vísi vaxið en Jón
Einar Jakobsson Iýsir því.
Þennan ágreining, ef hann er
enn til staðar, verða þessir að-
ilar að leysa sín á milli. Blaða-
maður telur hins vegar að
hann hafi ritað sína frétt mið-
að við þær kröfur sem eðlilegt
er að gera um öflun heimilda
og tekur fram að fréttin var
aldrei skrifuð til að komi höggi
á einn eða neinn persónulega,
síst af öllu Þór Jónsson. Fréttin
var skrifuð til að upplýsa les-
endur um fréttnæma atburði.
PállH. Hannesson, blaðamaður
á Pressunni